Þjóðviljinn - 17.07.1966, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.07.1966, Síða 1
f Sunrradagur 17. júlí [1966 — 3L árgangur— 157. töktblað Míkið fjolmenni á afmælishátíð ísafjarðarkaupstaðar: Gestirnir eru orðnir fleiri en heimamenn eia nær 3000 ÍSAFIRÐI 16/7 — Há- tíðahöldin 1 tilefni áf aldarafmæli ísafjarðar- kaupstaðar hófust síð- degis í gær með opnun sögusýningar í húsnæði byggðasafnsins en í dag og ,á morgun fara aðal- hátíöahöldin fram. Mik- iH fjöldi gesta er kom- inn til bæjarins í tilefni afmælisins og gizka sutnir á að þeir séu orðnir um 3000 og fer alltaf fjölgandi. Sögusýningin var opnuð klukk- an 18 00 í gær að viðstöddum boðsgestum sem komnir voru tU bæjarins, svo sem fulltrúum vinabæja Isafjarðar á Norður- löndum, fyrrverandi bæjarstjór- um, alþingismönnum og fleiri gestum, Jón Páll Halldórsson formaður sýningamefndar setti sýninguna- Sögufélagið sá um sýninguna og höfðu þeir Jón Páll* og Jóhann Gunnar Ólafs- son bæjarfógeti umsjón með því verki fyrir þess hönd en upp- setningu hennar annaðist Ingvi Hrafn 1 Magnússon. Er sýningin öll hin smekklegasta og mjög Vinnuvélar borgarinnar standa oft á tSðum aðgerðalausar á sama tíma og borgarsjóöur hefur yélar einkafyrirtækja langtímum saman 'á Ieigu. — Myndin er af vinnuvél í eigu Vélamiðstöðvar Reykja- víkurborgar — (Lj ósm- Þjóöv. A. K.) AthyglísverSar upplýsmgar Starfsmenn Reykjavíkurborgar beina viðskiptunum til eigin fyrirtækja! □ Við síðari umræðu um reikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 1965 á borgarstjómarfundinum sl. fimmtudag, vék Guðmundur J. Guðmunds- son, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, m.a. nokkuð að rekstri Vélamið- stöðvar borgarinnar og nefndi dæmi sem sýna glögglega að þar er ekki allt eins og það á að vera. Guðmundur sagðist nefna Vélamiðstöðina aðeins til dæmis um að borgarreikningarriir segðu ekki alla söguna .í sam- bandi við rekstur einstakra borgarfyrirtækja. Hliðstæður mætti vafalaust víðar finna. Hann benti á að árið 1964 hefði Vélamiðstöðin skuldað borgar- sjóði 4,2 milj. króna, en a sl. ári hefði dæmið snúizt alger- lega við, því að ,þá væri borgar- sjóður orðinn skuldari mið- stöðvarinnar um 5,7 milj. kr. Sjálfsagt væri þessi upphæð enn hærri nú; svo illa væri að þessu fyrirtæki búið að það gæti ekki endumýjað tækjakost sinn eða véla. ★ Mcðan þetta gerist, sagði Guðmundur, leigir Reykjavík- ISnsýningin opnuð 30. ágúst Ákveðið hefur verið, að Iðn- sýningin 1966 verði opnuð þriðjudaginn 30. ágúst næst- komandi í Sýningar- og iþrótta- höllinni í Laugardal og ráðgert er að henni ljúki um miðjan septembermánuð. Um 140 iðn- fyrirtæki hafa tilkynnt þátttöku í sýningunni. Um miðjan ágúst verður byrj- að að koma sýiiingarmununum fyrir. Sýningardeildir verða 12 talsins, en deildirnar eru mis- munandi stórar að flatarmáli og hvað fjölda sýnenda snert- ir. Sú stærsta verður tré- og húsgagnaiðnaðardeildin, en í henni munu um 30 fyrirtæki sýna framleiðslu sína, 22 fyrir- tæki sýna í fataiðnaftardeild og sú þriðja stærsta verður málm- iðnaðardeildin mcð 19 sýnend- ur. Af einstökum fyrirtækjum hefur Sláturfélag Suðurlands HEILSUUNDABÆR ■ í vestanverðum Þýringaskógi í Þýzka alþýðulýð- veldinu er bærinn Liebenstein, bær heilsulindanna. — ■ Sveinn Bergsveinsson prófessor í Berlín hefur ritað grein um heilsulindabæinn fyrir Þjóðviljann, og birtist fyrri hluti hennar í blaðinu á þriðjudaginn, síðari hlut- inn á miðvikudag. stærsta sýningarrýmið, þar sem m.a. verða sýndar niðursuðuvör- ur, skinnavörur og pylsugerðar- vörur. Sýningarrými innanhúss verður alls um 2.500 fermetrar að flatarmáli. Iðnsýningin 1966 verður jafn- framt kaupstefna, sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tíminn milli 9—12 árdegis er sérstaklega ætlaður kaupsýslu- mönnum, þar sem þeim gefst tækifæri til að gera viðskipti sírr við framleiðendur. Sýningin verður svo opin öllum almenn- irigi frá kl. 14—23 síðdegis, en á þeim tíma verður kaupstefn- an einnig opin. Um 650 verzlunum og kaup- félögum þti á landsbyggðinni hafa verið sendar upplýsingar um kaupstefnuna og á næst- unni verður þessum aðilum, svo og kaupsýslumönnum í Reykja- vík, kynnt hún sérstaklega. Ætl- Pramhald á 12. síðu. urborg vörubíla fyrir 35 milj. Króna á ári, en útseld vinna eigin vörubila Vélamiðstöðvar borgarinnar er aðeins 25 milj. kr. er leiga unnt er meirihluta hagstæðu ★ Einhver arðvænlegasta at- vinnugrein sem um getur vinnuvéla þegar að nýta þær ársins. Þessa aðstöðu — að geta nýtt vinnuvélarnar allan ársins hring — hefur Reykja- víkurborg. En þá ber svo við að Vélamiðstöð borgarinnar getur ekki hagnýtt sér að- stöðuna vegna þess að borgin teknr á Ieigu vinnuvélar i stórum stil. Þannig voru á síð- asta ári greiddar röskar 15 miljónir króna fyrir lcigu vinnuvéla, en eigin vinnuvél- ar Vélamiðstöðvarinnar unnu fyrir tæpar 17 miljónir. Og ekki bætir það úr skák, að hluti af þcssum vinnuvélum er í eigu ýmissa starfsmanna Reykjavíkurborgar, og hagn- ast þeir vel á þeim! ★ ^Guðmundur J. Gnðmunds- son benti ennfremur á það að Vélamiðstöðin hefði verið stækkuð fyrir nokkru, við- gerðaraðstaða þar bætt, en allt að einu hefðn viðgerðir véla á verkstæðinu úti í bæ kostað 9 milj. króna á sSðasta árl, en viðgerðir á verkstæði Vélamiðstöðvarinnar aðcins numið 6 milj. kr. á sama tíma. Og þar er sama sagan og getið var áðan í sambandi við vinnnvélamar: Einstaka háttseítir starfsmenn Reykja- víkurborgar eiga hluti I þess- um verkstæðum, sem borgin eða borgarfyrirtækin skipta við! / / fnóöleg og skemmtileg- Þar er m.a_ líkan af Isafjarðarkaupstað einsog hann leit út árið 1866 mjög haglega gert af Jóni Her- mannssyni loftskeytamanni- 1 gærkvöld efndi Norræna fé- lagið hér til kvöldvöku- Þar flutti Brynjólftrr Jöhannessoan leikari 1. þátt Jeppa á Fjalli á dönsku- ESnnig var uppldstur og söngur, rseður fluttar og drukk- ið kaffi og að lokum stigiiKi dans- Framhald á 12. síðu. 26 bráðabirgðalög á rúmum 6 áruml □ Sú var tíðin, að bráðabirgðalög voru talin til eindæma. En frá því viðreisnar- stjómin kom til skjalanna vesællar minn- ingar þann 29. nóv. 1959 hefur bráðabirgða- lögunum bókstaflega rignt yfir þjóðina. Við lauslega talningu telst svo til, að á þess- um sex árum hafi stjórnin gefið út hvorki meira né minna en 26 bráðabirgðalög. Það var sem fyrr segir, 29. nóv. 1959, sem viðreisnin hóf innreið. sína í Jerúsalem hins íslenzka þjóðfélags, og ætlaði allt að frelsa. Strax 15. des. eru gefin út bráða- birgðalög, þau eru nr. 68 og fjalla um Framleiðsluráð, verðskráningu og fleira. Rúmri viku síðar, 23. des., eru gefin út lög nr. 70 um almannatryggingar. Þann 13. jan. 1960 eru gefin út bráðabirgðalög um út- svör! þau lög eru nr. 1. Nú líður fram á sumar og stjórn- in sér, að við svo búið má ekki standa en gefur 14. júní út lög nr. 32 um leyfi til atvinnureksturs á íslandi íyrir Þjóðverja nokkurn. Og nú tekur að æsast leikurinn: 5. júlí eru gefin út bráðabirgðalög gegn vinnustöðvun ís- ienzkra flugmanna. 9 bráðabirgðalög á einu ári! Næsta skrefið er stigið 5. jan. 1961, þá eru gefin út bráðabirgðalög um Stofnlánadeild sjávarútvegsins. 9. mai er það Síldarútvegsnefnd, sem að dómi rikisstjórnarinnar þarf á bráðabirgðalogum að halda (lög nr. 69). Þann 6. júní koma svo bráðabirgðalög um bann gegn stöðvun og hindrun millilandaflugs islenzkra flugvéla. Mánuði siðar, eða 13. júií, bráðabirgðalög til að Ieyfa h.f. Hval inn- flutning tveggja hvalveiðiskipa. Tveim dögum síðar, 15. júlí, Iög nr. 77 um breytingu á lausaskuldum bænda í föst Ián. Hálfum mánuði síðar er Seðlabankinn bráðabirgða- lagaþurfi, það er 1. ág. lög nr. 79. Þrem dögnm síðar dembir svo stjórnin yfir Iandslýðinn lögum nr. 80, sem hún af alkunnri hógværð kallar ekki gengislækkunarlög heldur lög um „nýtt gengi íslenzkrar krónu“. Þann 30. i sept. sér stjórnin sig nauðbeygða til þess að þvinga fram • framlengingu á samningum milli Iæknafélaga og sjúkra- 1 samlaga. Rétt undir áramótin, 30. des., koma lög nr. 106 1 um vátryggingafé fiskiskipa. — Sem sagt: Nfn bráða- ' birgðalög á einu ári! Geri aðrir betur. Og enn er haldið áfram i Þegar kemur fram á vorið 1962 eru það verkfræðingar, » sem lenda milli tannhjóla viðreisnarinnar. Það er 2. maí 1 sem lög nr. 53 um hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf 1 líta dagsins ljós — og allir vita, hve mikið mark hefur [ verið á þeim tekið. Þrem vikum seinna bráðabirgðalög, , urfl- virkjun Sogsins. 1. júní þarf Hvalur aftur á bráða- , birgðalögum að halda. Þess er tæpast að vænta, að hval- I veiðarnar einar njóti stjórnaraðstoðar, 24. júní þarf bráðabirgðalög nr. 84 til „lausnar á síldveiðideilu“. Og er nú allt kyrrt um hríð. Þegar kemur fram í ágúst 1963, nánar til tekið þann 17., stenzt ríkisstjórnin ekki lengur mátið og gefur út lög nr. 64 um „lausn“ á kjaradeilu verkfræðinga. Árið 1964 hefur upp á þrenn bráðabirgðalög að bjóða. 19. júní um Síldarverksmiðjur ríkisins (lög nr. 52), 30. júní um launaskatt (lög nr. 53) og 10. sept. er það Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, sem við hittum fyrir á ný í bráðabirgðalögum, ásamt fleiru. (nr. 56). Lög sem ekki voru framkvæmd 24. júní árið 1965 gaf rikisstjórnin út bráðabirgðalög „um verðjöfnuriar- og flutningasjóð síldveiða 1965“. Þau lög komu þó aldrei til framkvæmda, þar eð stjórnin gafst upp á að framkvæma þau er síldveiðisjómenn mótmæltu þeim með veiðistöðvun. Um haustið, 11. sept. er svo kveðinn upp salómonsdóm- ur um verðlagningu á landbúnaðarvörum, lög nr. 85. Og þá er komið fram á árið, sem nú líður. Þann 13. maí gaf stjórnin út bráðabirgðalög (nr. 37) um tekju- stofna sveitarfélaga. Og nú hefur hún slett sér fram í deilu veitingahúsaeigenda og þjóna. Eins og fyrr segir eru þetta 26 bráðabirgðalög á rúmum sex árum. Það skal tekið fram, að talningin var lausleg, og því sízt fyrir það að synja, að einhvers staðar leynist bráða- birgðalög, sem okkur hafi sézt yfir. — Stjóminni er trú- andi til alls.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.