Þjóðviljinn - 17.07.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.07.1966, Síða 3
Sunowlaðœr IX. JÖlf W66 — ÞðOtjVltáfcWhtN — SfDA J jr- A HVÍLDAR- DACINN BEÐIÐ EFTIR NYRRI RÆÐU Fæðing viðreisn- arinnar Þa3 var líkt með viðreisn- ina og Pallas Aþenu forðum; ,hún stökk út úr höfði föður síns í fullum herklæðum einn myrkan dag haustið 1959. Hinn guðdómlegi faðir þessarar hag- fræðigyðju var Jónas Haralz, og fæðingarhátíðina bar upp á sjálfan fullveldisdag þjóðar- innar, 1. desember; stúdentar höfðu kvatt Jónas til að flytja þá prédikuri sem talin var hæfa deginum. Og Jónas flutti óvenjulega minnisstæða ræðu. Það var ekki aðeins sök- um þess að viðreisnin birtist þjóðinni þar allt í einu full- sköpuð — hagfræðikenningar eru sjaldnast ýkjaskemmtileg- ar — heldur var mál Jónasar gagnsýrt ástríðu og siðferði- legri alvöru; hann var spá- maður að bjarga þjóð sinnL í upphafi vék hann að þvi að íslendingar væru að fram- kvæma tilraun sem væri al- gert einsdæmi í veröldinni, ör- fámenn þjóð í stóru og erfiðu landi hefði sett sér það mark að stofna sjálfstætt ríki og halda til jafns við miljóna- þjóðir. Hann benti á að þessi djarfa tilraun hefði borið mik- inn árangur á ýmsum sviðum, framfarimar hefðu orðið stór- felldar. Engu að síður virtist honum mikil hætta á að til- raunin væri. að mistakast, og því tók hann til máls frammi fyrir þjóðinni allri ívonumað bjarga henni á síðustu stundu. Jónas sagði: Alvara á hátíða- stund „Þrátt fyrir það held ég að ekki sé hægt um það að vill- ast, að einmitt í stjórn þeirra' mála, sem vandasömust eru, og þar 'sem jafnframt ríður mest á, hvernig fer um til- raunina að byggja sjálfstætt og frjálst þjóðfélag á íslandi, hafi árangurinn orðið miklu síðri en skyldi. Ég á hér fyrst og fremst við stjórn efnahags- málanna. Ég held meira að segja, að lítill vafi leiki á, að ef svo heldur áfram um þau mál, sem verið hefur hingað til, þá hljóti tilraunin að mis- takast. Þetta er mikið sagt en það er mælt af fullri alvöru á hátíðlegri stundu. Ég fæ ekki betur séð, en að svo framar- lega sem ekki verður gagnger breyting á stjórn efnahags- málanna I náinni framtíð, blasi ekki annað við en greiðslu- þrot út á við og upplausn inn á við.“ Enga verðbólgu eða óðaverðbóigu Síðan rökstuddi Jónas þess- ar almennu niðurstöður sínar. i Hann kvað tvennt vera að , ráða niðurlögum fullvalda þjóðríkis á íslandi, stöðugan 'greiðslunalla í viðskiptum við önnur lönd og verðbólgu inn- anlands. Hann taldi greiðslu- hallann mjög alvarlegt vanda- mál, í honum birtist tilraun þjóðarinnar til að eyða meiru en hún aflaði á kostnað ann- arra, Pg hefði það nú leitt til þess að íslendingar skulduðu meira en nokkur önnur þjóð veraldar í hlutfalli við fólks- fjölda. Síðan hélt hann áfram: „Greiðsluhallinn út á við er ekki neiria önnur hlið efna- hagsmálanna. Hin hliðin er verðbólgan innaniands, sem einnig er ávöxtur tilraunanna til að eyða meiru en við öfl- um. Sé verðbólgan mæld með vísitölu framfærslukostnaðar, hefur hún numið um það bil 10% á ári að meðaltali und- anfarin 15 ár. Það hefur með ýmsu móti verið reynt að hafa hemil á verðbólgunni .... Þessar aðgerðir hafa allar bor- ið árangur í því að draga úr hraða verðbólgunnar. En þær hafa ekki bundið enda á verð- bólguna af þeirri ofurskiljan- legu ástæðu, að þær hafa beinzt að afleiðingum hennar en ekki orsökinnL Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á þýðingu þessara ráðstafana. Verðbólga, sem nemur ekki meiru en um 10% á ári hefur að sjálfsögðu ekki eins örlaga- ríkar afleiðingar og verðbólga sem nemur 50 eða 100% á ári. En afleiðingar hinnar hægu verðbólgu eru nógu uggvæn- legar samt, þegar til lengdar lætur, og sjást þess nú ærin merki í efnahagslífi landsins. Minnkun sparnaðar og aukn- ing óarðbærrar fjárfestingar er sú afleiðing sem alvarleg- ust er, af því hún gerir það að verkum, að vöxtur þjóðar- framleiðslunnar verður minni, þegar fram líða stundir, en ella hefði orðið. — Þótt tekizt hafi undanfarin 15 ár að halda verðbólgunni í skefjum, þann- ig að hún hafi ekki verið meiri en 10% á ári að meðaltali, þá má ekki draga þá ályktun að þetta geti fekizt framvegis. Ég held þvert á móti, að aðeins sé um tvennt að velja: enga verð- bólgu eða óðaverðbólgu.“ Enginn miliivegur til Og enn víkur Jónas að þvi að tal hans sé annað og meira en deila um dægurmál, hann sé að fjalla um sjálfar undir- stöður hins íslenzka þjóðfé- lags: ,JSg hef lýst þeirri skoðun minni, að það, að sigrast á þessum vandamálum, sé í raun og veru pjrófsteiiminn á hvern- ig okkur tekst, hvort við get- um lifað sem sjálfstæð þjóð í þessu landi. Ég hef ekki far- ið dult með þá skoðun, að nú sé komið að tímamótum. Sé haldið lengra á þeirri braut, sem gengin hefur verið sl. 15 ár, blasir ekki annað við en greiðsluþrot út á við og óða- verðbólga inn á við. Nema þá,* að við getum komizt á ein- hvers konar varanlegt fram- færi hjá öðrum þjóðum. Ef þær þjóðir eru þá til sem slíkt framfæri vilja veita, og ef við sjálfir teljum það eitthvað happasælla hlutskipti en það, sem fyrr var nefnt." Komið að tímamótum Síðan rann urp sú mikla stund að viðreisnin stökk al- sköpuð út úr höfði hins ís- lenzka Seifs. Jónas flutti til- lögur um ráðstafanir í sex lið- um, en þar var að finna alla meginþætti þeirrar löggjafar sem staðfest var á þingi nokkrum mánuðum síðar og hefur síðan verið framkvæmd’ af stjórnarflokkunum og hag- fræðingum þeirra. Jónas lagði áherzlu á að í tillögum hans birtust ekki tillögur flokka, hagsmunahópa eða stétta, heldur algild sannindi: „Eru reglur þessar í eðli sinu mjög einfaldar, og ekki aðrar en þær, sem löng reynsla hefur sýnt að óhjákvæmilega verður að fylgja í stjóm efna- hagsmála. Þær eru byggðar á almennum lögmálum sjálfs efnahagslífsins, sem eiga jafnt við öll hagkerfi og skipulög, hvort sem þau kenna sig við kapítalisma eða sósialisma. Við íslendingar getum ekki búizt við því, að forsjónin veiti okk- ur undanþágu frá jafn algild- um lögmálum. í þessum efn- um er enginn millivegur til. Sé þessum reglum ekki fylgt hlýtur það að leiða til þeirrar upplausnar og óreiðu, sem nú blasir við í efnahagsmálum okkar. Sé þeim fylgt, er það or. uggt. að þjóðin eyði ekki rneiru en hún aflar, að hallinn á greiðslujöfnuðinum hverfi, og að endi verði bundinn á verð- bólguna. Því marki er hægt að ná á skömmum tíma, ef unnið er af fullri einurð.“ f ræðulnk lagði .Tónas enn Jónas Haralz áherzlu á að íslendingar gætu leitt hina djörfu tilraun sína til fulls sigurs með því að fallast á reglur viðreisnarinn- ar: „Þó er mest um vert, að þá hefðu íslendingar sýnt það, að þeir væri menn til að stjórna sér sjálfir.“ Hvernig hafa reglurnar dugað? Sé reglunum fylgt, er það öruggt... Það er að vísu rétt að staðan í gjaldeyrismálum er nú betri og ánægjulegri en hún var áður, en það stafar ekki af neinum óvenjulegum snilldarbrögðum í stjómvizku. Framleiðsla þjóðarinnar hefur aukizt mjög stórlega á undan- fömum árum vegna aukinnar tækniþekkingar og góðrar aflagengdar, og afurðaverð á erlendum mörkuðum hefur hækkað jafnt og þétt. Aðstæð- ur þessar gátum váð hagnýtt einmitt vegna þess að við átt- urri framleiðslutæki, sem keypt höfðu verið fyrir lánsfé er- lendis; þær skuldir sem Jónas Haralz taldi hinar mestu í heimi urðu forsenda stórauk- inna gjaldeyristekna. Ástæðu- laust er að þakka ríkisstjóm- inni að þessum nýju og miklu gjaldeyTÍstekjum hefur ekki öllum verið eytt jafnharðan; öllu heldur væri ástæða til að gagnrýna hana fyrir það hversu lítill gjaldeyrisforðinn er eftir jafn langt velgengnis- tímabil; hann dregur skammt ef óhöpp ber að höndum. En hvað um „upplausnina inn á við“? Hvernig hefur við- reisnin dugað andspænis val- inu: „enga verðbólgu eða óða- verðbólgu“? Jónasi Haralz óx það í augum að verðbólgan hefði aukizt um 10% á ári að meðaltali í 15 ár er hann flutti ræðu sína. Eftir að tekið var að framkvæma reglur þærsem áttu að binda endi á upplausn og óreiðu og verðbólgu, hefur vísitala vöm og þjónustu — sem gcfur einna r skýrasta mynd af verðlagsþróuninni — hækkað um rúm 120%. Það er 20% hækkun á ári að meðal- tali, tvöfalt meiri hækkun en sú sem Jónas Harálz taldi vera að grafa undari fullivalda þjóð- félagi á íslandL Næsta sex ár- in á undan viðreisninni hækk- aði vísitalan um 40%; verð- bólgan þau ár sem viðreisnin hefur staðfð er semsé þrefalt örarL Áráð Í9S8, þegar talað var Bffl „vesfíbólgusprengin gu “ og Hermana Jónasson hljóp sketfdar frá hcngifluginu sam- kvæmt lýsáaga Jonasar Har- alz, hækkaði vísitsflan um 15%. Viðreisnartímabdiið hef- ur þannig verið samfelld verð- bólgusprenging, mun stór- felldari en sú sem eggjaði Jonaz Haralz til að vara þjóð sína við hinum örlagaríkasta voða. Hafi aðeins verið um að ræða „enga verðbólgu eða óða- verðbólgu," er greinilegt að viðreisnarstefnan leiddi yfk þjóðina síðari kostinn, með þeim afleiðingum að atvinnu- vegir þjóðarinnar eru að stöðvast eftir mesta velgengn- istímabil í sögu landsmanna. Gyðjan sem brást Ég bendi ekki á þessar stað- reyndir vegna þess að ég hafi nokkurn hug á að spotta þau markmið sem Jónas Haralz boðaði í ræðu sinni 1. desem- ber 1959. Ég er honum alger- lega sammála um að fullvalda þjóð verður að ná tökum á efnahagsstjórn sinni, vera fjárhagslega sjálfstæð í við- skiptum sínum við önnur ríki 'og koma í veg fyrir upplausn og óðaverðbólgu innanlands. Ég er sammála honum um það að óðaverðbólga er hættuleg fullveldi ríkis, hún skekkir alla efnahagsþróun, ýtir undir spákaupmennsku og óheil- brigða þenslú í ' milliliðastarf- semi; hún gerir alla áætlun- argerð óframkvæmanlega bæði hjá fyrirtækjum og einstak- lingum; hún bitnar af mestum þunga á þeim sem erfiðast eiga í þjóðfélaginu, öldruðu fólki ög óvinnufæru; hún ýtir undir siðferðilega lausung og andlega spillingu, dregur úr þeim heilbrigða metnaði og þeirri trú sem eru aflvakar fullvalda ríkis. Það er engum efa bundið að stöðugir erfið- leikar íslenzkra atvinnuvega vegna innlendrar óstjórnar áttu ríkan þátt í því að þjóðin lét sér lynda að hleypa erlend- um auðhring inn í landið; kannski ímynduðu menn sér að þar væri að finna það öryggi sem sundrast innanlands í samfelldum verðbólguspreng- ingum. Það var sannarlega ekki að ástæðulausu að Jónas Haralz varaði við því að óða- verðbólga inn á við gæti leitt til þess að við kæmumst „á einhvers konar varanlegt framfæri hjá öðrum þjóðum". En hvernig stendur á því að þetta hefur gerzt; hvers vegna brást sú viðreisnargyðja sem stökk alsköpuð úr höfði föður síns einn haustkaldan dag fyr- ir tæpum sjö árum? Stoðar ekki Jónasi Haralz ber skylda til að svara þessum spurningum. Ræða hans 1. desember 1959 hafði mjög víðtæk áhrif; hann ber mikla persónulega ábyrgð á þeirri þróun sem síðan hef- ur orðið; hann hefur verið ráðuneytisstjóri og yfirmaður efnahagsstofnunar ríkisstjórn- arinnar — og því ekki aðeins boðað stefnu sína heldur og framkvæmt hana. Jónas Haralz er að eigin sögn ekki stjórn- málamaður, heldur vísinda- maður, og hann getur því ekki leyft sér þann hátt pólitíkusa að taka áróður fram yfir stað- reyndir, hampa því lofsverða en fela það óþægilega. En hvað var það í hinum einföldu og óhjákvæmilegu og algildu reglum sem dugði ekki; hvem- ig stendur á því að einmitt stefria hans hefur leitt til „þeirrar upplausnar og óreiðu, sem nú blasir við í efnahags- málum okkar“, enda þótt allar þær aðstæður sem okkur eru ósjálfráðar hafi verið hagfelld- ari en nokkru sinni fyrr? Ekki stoðar að halda þvi fram að reglunum hafi ekki verið fylgt. Hefði slikt gerzt, var það að sjálfsögðu skylda Jónasar Haralz að ávarpa þjóðina á nýjan leik og mót- mæla svo háskalegum vinnu- brögðum — hann hafði sjálfur sagt að reglurnar væru for- senda þess að filraun íslend- inga til að lifa sem sjálfstæð þjóð í veröldinni gæti tekizt. Maður sem telur þvílík verð- mæti vera í húfi getur ekki valið það fyrir vinskap yfir- boðara sinna að víkja af götu sannleikans. Nú bíða landsmenn eftir nýrri ræðu. — AustrL VarBveftib augnablikið með Kodak filmu ! Þér geftð treysf Kodak filmum — mesf seldu filmum / heimi KbcfaJt HftNS PETERSEN SÍMI 20313 BANKASTRÆTI 4.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.