Þjóðviljinn - 17.07.1966, Page 4

Þjóðviljinn - 17.07.1966, Page 4
1 4 SÍÐA — ÞJÖBVmsmN — Sunnudagar 17. JúM 1966 OtseCandi: Ritstjórar: Samemingarflokkur aiþýðu — Sósialistaflokk- uriim. Ivai H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Ckiðmundsson. Fréttaritstjóris Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.í ÞorvaMur J/^annesson. Síml 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. tausa- •öluverð kr. 5.00. Getu/eysi Imeir menn sem ekki hafa raunverúlegt vald á við- fangsefnum sínum reyna oft að derra sig upp og beita sýndarvaldi í tíma og ótíma. Sá hefur verið háttur viðreisnarstjórnarinnar; hún hefur á valdatíma sínum sett hvorki meira né minna en 26 bráðabirgðalög. Sé tekið tillit til þess að slík bráðabirgðalög getur hún aðeins sett utan þing- tíma, vantar ekki mikið á að hún hafi sett ein slík lög á mánuði að jafnaði. Þetta er augljós mis- beiting á heimildarákvæði stjórnarskrárinnar um þvílíka lagasetningu; þar er gert ráð fyrir því að bráðabirgðalög séu alger undantekning ef í nauðir rekur, enda hafa fyrri ríkisstjómir yfirleitt litið þannig á. Ríkisstjóm sem hefur eðlileg tök á verkefnum sínum þarf ekki á slíkum vinnubrögð- um að halda xíema einhver algerlega óvæn't tíð- indi gerist. 17'iðreisnarstjórnin hefur að undan'fornu staðið " uppi stefnulaus og ráðþrota eins og ilia gerður 'hlrftur, allt efnahagskerfið hefur farið úr bönd- unum, og raunar hefur stjómin magnað upp- lausnina með afskiptum sínum. Við þessar að- stæður er það í senn ósæmilegt og skoplegt að öllu valdi ríkisins skuli allt í einu beitt gegn nokkrum tugum þjóna sem eiga í smávægilegri deilu við atvinnurekendur sína; loksins gat ríkis- stjómin fundið einn aðila í þjóðfélaginu sem hún taldi sér kleift að beita valdi! Þær aðgerðir em ekki sönnun um styrk heldur dæmalausan veik- leika; ef sæmilega eðlilegt ástand hefði verið í landinu hefði deila þjóna og veitingamanna verið leyst á venjulegan hátt með • samningum án þess að það hefði vakið nokkra almenna athygli. Rík- isstjórn sem þarf að beita bráðabirgðalögum til að finna lausn á svo smávægilegu viðfangsefni er sannarlega ekki til stórræðanna. Og ímyndi ein- hverjir ríkisstjórnarmenn sér að þessi tilraun til að skjóta spörfugla með fallbyssu sé æfing undir hliðstæð átok við verklýðshreyfinguna alla, skyldu þeir minnast þess að slíkt reyndi ríkis- stjómin þegar hún var skár í stakkinn búin en guggnaði þegar á átti að herða. i Bkki útfíutningsvara Undanfama sólarhringa hafa geisað stórfelld á- tök í Chicago milli svertingja annarsvegar og hinsvegar hvítrar lögreglu og hersveita. Mikil spjöll hafa verið unnin, allmargir svertin^jar hafa verið felldir, tugir manna særðir, hundruð handtekin. Bak við þvílíka atburði býr ömurleg- ur veruleiki, félagsleg rangsleitni og kynþátta- kúgun. Ríki sem á jafn mikið ógert innan landa- mæra sinna ætti sannarlega ekki að hlutast 'til um málefni anparra þióða; allra sízt ætti það að gera ofbeldi sitt og villimennsku að útflutnings- vöru. ■— m. Landskeppnin: Vinna Skotar síðari daginn, en Ss- lendingar þann fyrri og keppnina? □ Annað kvöld, mánudag, hefst á Laugar- dalsvellinum landskeppni í frjálsum íþróttum milli íslendinga og Skota. Keppnin er tvískipt, keppt er í karla- og kvennagreinúm, en stig ekki reiknuð sameiginlega. ■ Búast má við því að þeppnin verði afarjöfn í karlagreinum og spáði Þjóðviljinn því á dögunum að íslendingar myndu sigra með 102 stigum gegn 99. Er sá spádómur óbreyttur og nánari grein gerð fyrir honum hér á eftir. Þar er getið keppenda í öllum greinum (þó vantar nöfn nokkurra Skota), og beztu afreka skozku keppendanna á þessu ári (innan sviga)', en í upptalningu er fylgt niðurröðun keppnisgreina skv. mótsskrá. ■ Keppnin hefst kl. 8,15 annað kvöld. Lúðra- sveitin Svanur leik- ur á vellinum í hálfa klukkustund áður en keppni byrjar. KARLAR FYRRI DAGUR Þristökk: <-• Ð: Walkér-(13;77), S. Seale (ca. 13 m), Guðmundur Jóns- son, Karl Stefánsson, til vara' Sigurður Hjörleifsson. Spá: ísland 7 stig, Skotland 4. Spjótkast V. Mitchell (61 m), Valbjörn Þorláksson, Björgvin Hólm, til vara Páll Eiríksson. Spá: ísland 7 stig, Skotland 4. Eftir tvær greinar: 14:8. 1500 m hlaup K. Ballantyne (um 3.54,0), J. P. McLatchie (4.00,0), Hall- dór Guðbjörnsson, Þórður Guð- mundsson, til vara Þórarmn Amórsson. Spá: ísland 4 stig, Skotland 7. Eftir 3 greinar: 18:15. 400 m hlaup R. Hodelet (49,0), H. Baillie (48,7), Þorsteinn Þorsteinsson, Þórarinn Ragnarsson, til vara Valbjörn Þorláksson. Spá: fsland 4 stig, Skotland 7. Eftir 4 greinar: 22:22. 110 m grindahlaup: A. Murray (14,9), G. L. Brown (15,0), Valbjörn, Þor- láksson, Kjartan Guðjónsson, til' vará Sigurður Lárússori. Spá: fsland 4 stig, Skotlahd 7. Eftir 5 greinar: 26:29. 100 m hlaup L. Piggott (10,9), Ragnar Guðmundson, Ólafur Guð- mundsson, til vara Einar Gísla- son. Spá: ísland 6 stig, Skotland 5. Eftir. 6 greinar: 32:34. Hástökk A. Kilpatrick (1,88), D. Wal- ker (1,83), Jón Þ. Ólafsson, Kjartan Guðjónsson, til vara Sigurður Lárusson. Spá: ísland 7 stig, Skotland 4. Eftir 7 greinar: 39:38. Kringlukast D. Edmunds (42,65), J. Scott (38,95), Þorsteinn Alfreðsson, Erlendur Valdimarsson. Björk Ingimundardóttir mmm&mmmmfmmm ... Jón 1». Ólafsson Spá: fsland 8 stig, Skotland 4. Eftir 8 greinar: 47:41. 3000 m hindrunarhlaup W. Ewing (8.59,6), S. Taylor (um 10 mín), Halldór Guð- björnsson, Agnar Levy. Spá: ísland 4 stig, Skotland 7. Eftir 9 greinar: 51:48. 4x400 m boðhlaup Spá: ísland 5 stig, Skotland 2. Staðan eftir fyrri dag: 56:50. SÍÐARI DAGUR Stangarstökk I. Logie (4,11), S. Seale (3,96), Valbjöm, Páll Eiríks- sori. ■ Spá: ísland 6 stig, Skotland 5. Éftir llv gréinar: 62:55. Langstökk D. Walker (7,000, S. Seale (6,70) Ólafur Guðmundsson, Gestur Þorsteinsson. Spá: ísland 8 stig, Skotland 3. Eftir 12 greinar: 70:58. Sleggjukast N. Mc Donald (52,71), J. Scott (51,85), Þórður B. Sig- urðsson, Jón H. Magnússon. Spá: ísland 3 stig, Skotland 8. Eftir 13 greinar: 73:66. 800 m hlaup R. Hodelet (1.50,4), J. P. McLatchie (1.52,5), Halldór Guðbjörnsson, Þorsteinn Þor- -*** steinsson, til vara Þórarinh Ragnarsson. Spá: íslarid 3 stig, Skotland 8. . Eftir 14 greinar: 76:74. 5000 m hlaup S. Taylor (13.46,0 á 3 míl- um), W. Ewing (14.16,0 á 3 mílum), Agnar Levy, Þórður Guðmundsson, til vara Gunn- ar Kristinsson. Spá: fsland 3 stig, Skotland 8. Eftir 15 greinar: 79:82. 200 m' hlaup L. Piggott (22,9), Valbjöm Þorláksson, Ólafur Guðmunds- son, til vara Ragnar Guðmunds- son. Spá: ísland 7 stig, Skotland 4. Eftir 16 greinar: 86Æ6. Kúluvarp D. Edmunds (15,76), J. Scott Framhaid á 9. síðu. Halldór *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.