Þjóðviljinn - 17.07.1966, Síða 7

Þjóðviljinn - 17.07.1966, Síða 7
SöMWjdagOT 17. júlí 10fi6 — ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA Jónas Jónsson fró Hriflu: Sverrir Kristjánsson: Tvö sögurit—Þjóðflutningar og Ritgerðir Jóns Sigurðssonar Sverrir Kristjánsson: Tvö sögurit. Þjóðflutn- ingar og Ritgerðir Jóns Sigurðssonar, Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur hefur samið eftir- tektarverða bók um þjóðfjutn- ingana. Mál og menning hef- ur gefið hana út og veitt fyr- irheit um framhaldsbindi um fyrrihluta miðaldanna.. Þetta er ekki stór bók, rúmlega 300 blaðsíður. en útgáfan vönduð og allur frágangur í bezta lagi. Það má segja að þetta sé i senn auðveld bók og erfið. Með- ferð höfundar lokkar lesandann til að hraða ferðinni að lestr- arlokum en efnið er margþætt, viðamikið og samanslungið. Það er auðséð að höfundur hefur valið sér þennan þátt veraldarsögunnar af því að honum hefur þótt efnið heill- andi. þó að það geti engan veg- inn talizt líklegt til fjárhags- legs frama á bókamarkaðinum. Sverrir hefur verið nokkuð lengi að semja þetta rit, samið sumt erlendis á náms- og dval- arárum sínum í Kaupmanna- höfn Þar hefur hann getað notið bókakosts. sem ekki er fáanlegúr hér heima á íslandi. Síðari hluti bókarinnar er full- gerður í Reykjavík. samhliða kennslustörfúm og við önnur ritstörf sem ekki 6nerta efni þessarar greinar. Þegar litið er yfir efni bók- arinnar verður manni auðskilið, hvað hefur knúð rithöfundinn til að vilja rita ítarlega bók um tímabilið 300—630 e. Krist. Það eru þær þrjár aldir þegar þjóðflutningarnir eru megin viðfangsefni þess mannkyns, sem sögur fara af. Á þessu tímabili mótast upphaf þeirrar norðurálfu og nýju heimsmenn- ingar sem þar hefur dafnað. Bókin hefst með yfirliti um hrun hins suðræna valds á bökkum Miðjarðarhafsins, þar sem forustulið valdastéttanna hafði tæmt bikar velsældar- lífshátta við veikan stuðning guðamynda úr málmi og marm- ara af mjög mannlegum keis- urum og goðum Grikkja og Rómverja Norðan- og austan- vert við ' þetta fyrrverandi heimsveldi bjuggu Germanir og Slavar. hraustir menn. en fá- kuhnandi um listir og bók- menntir Þeir sækja móti suðri eftir mildari veðráttu og snert- ingu við heimkynni velsældar- innar Þjóðflutiyngarnir eru átök milli þjóða og kynþátta. Þar er barizt um völd og lífs- gæði. Oft renna í þeim átökum djúpir blóðstraumar. en öllu varð að fórna fyrir sigur. Einn þáttur þessa máls er um fram- þróun, og sigurfarir kristin- dómsins á þióðflutningatíman- um. Þar var upphaf sóknarinn- ar andlegs eðlis. en ekki valda- streita og vopnaglamur. Það var leit eftir andlegu landnámi á jörðinni og í öðrum heimi. Síðar breyttist starfsemi hins andlega valds með þátttöku í lífsbaráttunni Bók Sverris lýsir þessum meginþáttum sögunnar, þar ger- ist mikið hrun. Heimsveldi er að liðast sundur eins og glæsi- legur knörr ser.t brotnar í spón á klettóttri strönd. Þá færð- ust hraurtar. en lítt menntaðar þjóðir úr austri og norðri frá skógar- og 'heiðalöndum í sól Sverrir Kristjánsson arátt. Hreyfingar þeirra minntu á taflmenn á skákborði. Hér var það þráin eftir bættum lífs- kjörum sem knúði menn til framsóknar. Hér var vissulega um margþætta nýsköpun að ræða. Norðrið og suðrið bland- ast á marga vegu — ótamin lífsorka við aldagamla menn- ingu suðurlanda. En yfirnáttúr- leg lífstrú - austurvegar bræddi andstæður saman. Þannig var lagður sögulegur grundvöllur að því sem koma skýldi. Ný þjóðríki og nýjar þjóðtqngur á langri framaleið. Síðar kom endurreisnin í tveim voldugum heimsbylgjum. Önn- ur í litum og listum, hin í auknum skilningi á heimsskoð- un austurlanda. Þjóðflutning- arnir eru hvarvetna í sögum vesturlanda undirstaða hinnar miklu og margþættu nýskipun- ar síðari alda. Menning vestur- landa reisir hátimbraða höll sína á grundvelli þjóðflutning- anna. Sýnilegt er að Sverrir hyggst í næstu bók sinni að tengja átök þjóðflutninganna við frumsókn hinna nýju menn- ingarþjóða þar sem orka hinna lítt þjálfuðu norðanmanna hef- ur sameinazt í einn farveg i suðurlöndum. Það má teljast furðulegt að íslenzkur fræði- maður skuli leggja út í að rita óarðgæfa visindabók um þetta upphaf nútíma menningar. Spyrja má hver leggur út i svo torsótt verk. Sá sagnfræðíngur er sonur og fóstursonur Reykjavíkur og sunnlenzkra sveita og hann á báðum bessum aðilum mikið að þakka. Hann er fæddur Reyk- víkingur, gekk í barnaskóla bæjarins og síðan i Menntaskól- ann. en eyddi miklum hluta æskudaga sinna austur í sveit hjá frændum sínum þar. Hann varð þannig i senn bæjarbarn og sveitamaður. Með þessum hætti naut hann skólagöngu bæjarbúans og vinnu og bók- lesturs sveitapiltsins. Sveita- þátturinn í uppfóstrun Sverris virðist vera allt að þvi óhjá- kvæmilegur í lífi íslenzkra rit- höfunda. Það er þvi líkast að íslenzkt mál og bókmenntir hafi frá upphafi verið nátengdar sveitalifi og framleiðsluháttum dreifbýlisins. Helgi Péturss er talinn einhver gáfaðasti og bezt þjálfaði sonur Reykjavikur um alla bókfræði. Hann bjó að lærdómi Latinuskólans og kennslu í náttúruvísindum Hafnarháskóla. En þegar þvi námi var lokið með nafntog- aðri doktorsritgerð um jarð- fræði landsins komst þessi frá- bæri gáfumaður með úrvals skólagöngu að baki að þeirri niðurstöðu að hann yrði að bæta við nýju námi til að hafa það vald yfir móðurmálinu sem hugur hans stóð að. Þegar hér var komið náms- sögu Sverris Kristjánssonar gerðist hann nemandi í sögu við Hafnarháskóla. Þar var þá starfandi frægur sagnameistari, Erik Arup. Hann er íslend- ingum að góðu kunnur fyrir framkomu hans í sambúðarmál- um fslendinga og Dana áður en kom til sambandsslita 1944. Ar- up var víðfrægur sagnfræðing- ur íyrir sögu Danmerkur er ■hann ritaði í nýju og frumlegu formi. Áður var mikill siður í kennslu- og fræðibókum í sögu að tengja fræðikafla og þátta- skipti í sögu landa og ríkja við veldisár meiriháttar þjóðhöfð- ingja. Var þá siglt nærri sögu- kenningu Carlýles um þýðing hetjunnar í lifi þjóðanna. Arup lýsti yfir þeirri stefnu sinni að hann teldi danska bóndann vera rauða þráðinn í sögu þjóð- arinnar. Sverri íór sem flestum öðrum námsmönnum í sögu við Hafnarháskóla á þessum tíma, að hann hailaðist nokkuð að sögustefnu Arups um að þjóð- höfðingjar og önnur stórmenni ættu að sönnu þátt í íramvindu þjóðanna, en þar yrði þó jafn- manna og forráðamanna heima fyrir þannig að aðkomumerua- imir fengu ákveðinn hluta af tilteknum jarðeignum, en Róm- verjar héldu nokkru eftir. Kom þá stundum til sambýlis á jörð- um i suðurlöndum þannig að aðkomumaðurinn og bóndinn bjuggu hvor á sínu. Rómverjar vörðust bæði með vopnum og samningum. Stundum gátu þeir fengið frið með því að ráða að- komumennina til landvarna. Þá vörðust Rómverjar eins lengi og þeir gátu. í sumum landshlutum tókst þeim að hindra giftingar milli heimafólks og aðkomumanna, en til lengdar lánaðist ekki það harðræði enda kom brátt í Ijós að samruni þjóðanna, norrænna og suðrænna, leiddi til stór- felldrar umbótar á kynstofn- inum. Norræn orka gaf suður- landafólki þann þrótt, sem langir og margir velsældardag- ar við Miðjarðarhaf höfðu eytt og gert þjóðina lítt færa- til að halda sínum hlut í harðri lífsbaráttu. Þegar liðnir voru langir umbrotatímar blómgaðist á Ítalíu heimslist sem ekki á sinn líka fyrr eða síðar í þró- unarsögunni. Þá fæddist upp í enduríæddri Rómaþjóð einn af óteljandi snillingum sinnar samtíðar, Mikael Angelo, sem var í senn mesti málari, myiid- höggvari og húsameistari allra Keltneskt virkisþorp í Norður-Portúgal. Þarna hefur verið byRgð frá því um 500 og fram á fyrstu öld fyrir Krist. — Mynd úr bók Sverris Kristjánssonar. an fremst á að treysta á ávöxt hinna vinnandi handa í þjóð- félaginu. Þessari skoðun fylgir Sverrir í bók sinni um þjóð- flutningana. Þar kemur fram á- sjónarsviðið hver þjóðin af annarri. Slavar, Gotar, Vest- Gotar. Langbarðar, Vandalir, Keltar, Burgundar, Gallar, Frankar og Engilsaxar og er þó ekki allt talið. Samspil þessara þjóða er margbreytt og flókið og örlagaríkt. Rómaveldi svignaði meir eftir því sem tímar liðu undan þunga hinna orkumiklu, en lítt menntuðu þjóða sem sóttu inn í stórríkið. Sjaldan var" um fullan sigur að ræða í hverri einstakri lotu. Lengi vel nutu Rómverjar yfir- burða í vopnabúnaði og hern- aðartækni en aðkomuþjóðirnar höfðu meiri mannafla og með- fædda likamsyfirburði. Oft komu tii samningar milli innrásar- Jón Sigurðsson á yngri árum. alda. Samtímis fæddist og óx upp norður á sendnum sléttum Þýzkalands sá sköruglegi og djarfi munkur Marteinn Luther, sem lyfti hömlum af kristin- dómnum og skapaði þýzkt bók- menntamál. Höfundurinn leiðir hér fram á sjónarsviðið þær kynslóðir sem urðu efniviður í nýjan heim, sem spratt upp úr blóðstorkinni þjóðablöndu und- ir verndarvæng heims- og manngöfgiskenninganna frá Nazaret. Höfundinum vex móð- ur við að horfa yfjr þau und- ur sem gróa upp af grísk-róm- verskum rústum. Þar rís nýr og glæsilegur heimur. sem virð- ist hafa mátt til að spenna vald sitt yfir lönd og þær þjóð- ir sem þar búa og eiga að búa á ókomnum tímum. Enn er horfið að meðferð timgunnar Fyrr er þess getið. að einn af vitmönnum islenzku alda- mótakynslóðarinnar, dr. Helgi Péturss, gekk af fúsum og frjáls- um vilja í rit- og málsnilldar- skóla til iöngu liðinna snill- inga, auðugasta höfðingja Sturlungaaldarinnar og fátæk- asta skálds og málmeistara úr Öxnadal. Vel farnast dr. Helga Péturss í þessu óvenju- lega menningarævintýri. Hann mundi hafa verið snjall rithöf- undur á móðurmáli sínu án ' þessarar viðkunnu námsferðar til skálds og sagnfræðings. En dr. Helgi gerði þjóð sinni mik- inn greiða með dirfsku sinni og hreinskilni. Hann var á sinni tíð einn af þeim fáu rithöfund- um sinnar samtíðar, ' sem gat opinberlega játað að mál og ritsnilld meistaranna væri sér- stök listgrein, i senn meðfædd gáfa og þó háð skipulegri æf- ingu. Sá sem nálgast meistara eins og Snorra i Reykholti og Jónas Hallgrímsson kynnist mönnum sem hafa öðlazt furðu- vald með töfrum móðurmáls- ins. Sverrir Kristjánsson er einn af núlifandi meisturum málsins. Bók hans um þjóð- flutningana hefur þessvegna tvöfalt gildi: Hún er gagnleg heimild um tiltekið árabil í veraldarsögunni. Þar gerir höf- undurinn sögu sina að vekjandi formála eða inngangsþætti i nútima sögu vesturlanda og i öðru lagi sýnir höfundurinn að hann hefur neytt nokkuð af eplum íslenzkra bókmennta- stórviða. Bær Ingólfs, sunn- lenzk sveit, eru megin uppsprett- ur. Siðar hafa fornritin og yngri bókmenntir gefið honum nýja og mikilsverða þætti í þá mælsku sem er fólgin í mál- fari hans. jafnt i riti og tölr uðu máli. Þannig munu rit- verk hans hafa heppileg áhrif á meðferð móðurmálsins á bylt- ingartíma sjónvarps og kvik- mynda. Tvær Evrópuþjóðir sinna undir misjöfnum kringumstæð- um öðrum fremur málvöndun á þá lund sem dr. Helgi Péturss beitti á íullorðinsárurn sín- um, það eru Frakkar og íslend- ingar. í Frakklandi hefur aldrei komið dásvefns-timabil í bók- menntir þeirra frá tima end- urreisnarinnar og fram á þenn- an dag. f augum Frakka er móðurmálið helgur dómur. Frakkar læra jafnt af fyrir- myndum liðinna og lifandi kyn- slóða. íslendingar áttu mál- verndar- og þjóðlegt menningar- timabil öldum saman allt frá landnáminu og þar til frelsi þjóðarinnar var glatað. Frá þessum mörgu liðnu öldum á þjóðin mikinn og fjölbreyttan auð andlegra verð-næta. Á grundvelli þessarar fjölbreyttu arfleifðar getur hver íslenzk kynslóð endurtryggt sin þjóð- ernislegu og andlegu verðmæti. . bennan trausta grundvöll verða fslendingar að nota á sama hátt eins og hver kvnslóð í Frakklandi Hýr að sinum alda- gamla og óbilandi menningar- arfi. íslendingar haía líka eignart aðra yngri og mjög ríkulega andlega erfð. Það eru verk skálda og annarra yfirburða- manna hér á landi frá tima Hallgrims Péturssonar og til Steins Steinarrs. fslendingar eiga með þessum hætti tvígild- an varasjóð til verndar þeirri tungu sem Reykjavíkurhjónin Hallveig og Ingólfur og aðrir íslenzkir landnemar mæltu við börn sín og aðra samvistar- menn fyrir ellefu öldum. Nú hef ég í þessum greinar- þætti leitt nokkur rök að þvi að í hinni nýútkomnu þjóð- flutningasögu hafi rithöfundur úr hþfuðstaðnum unnið merki- legt verk með því að semja í hjáverkum sögurit þar sem hann beitir undir erfiðum að- stæðum vinnubrögðum nútíma fræðimennsku við söfnun heim- ilda, svo að það er mjög til. fyrirmyndar. Ef bókakostur fræðimanna verður aukinn hér á landi með skynsamlegum hætti í náinni framtíð, er hér sýnt í verki hvað hægt er að framkvæma með söguritun hér á landi. í öðru lagi hefur hann sýnt hversu byggja má nútíma ritmál íslendinga á þeim grundvelli sem hægt er að treysta, en það er daglegt mál almennings til sjávar og sveita, fornritin og hin nýju sígildu rit skálda og rithöfunda, frá þvi andleg við- reisn hófst i landinu og þar til no.kkur dásvefns alda hefur um stund lamað meðferð gálausra fslendinga við að rita móður- málið. f þjóðflutningabók Sverr- is sagnfræðings • gætir víða þeirrar frásagnargleði sem ein- kennir íslenzku fornritin. Gömlu höfundana skortir aldrei mátt orðsins. ÞessVegna koma lík- ingar og málmyndir stöðugt inn i frásögnina, bomar fram af orku tungunnar. Grettissaga er. ein af djásn- um sögustílsins. Viturleg spak- mæli höfundarins verða oft sí- gild í málinu. Lesandinn finnur að þessi ógleymanlegu kjam- yrði eru sprottin af innri nauð- syn höfundar, sem óskar ekki eftir aðfenginni hjálp. Þegar Grettir vill bæta samkomulag sitt við sjómennina f fyrstu siglingunni. þá myndast spak- mælið: „Það munar um manns- lífið“. f hita augnabliksins, þeg- ar Grettir ræðir við víkingana, þar sem tafl er um Iíf eða dauða er örlagaþáttur í leikn- um. lýkur Grettir setningunni með þessu fallega spakmæli: ,,Ö1 er annar maður“ Sögu- hetjan vill ekki rjúfa gefin heit, þó að við óvini sé að etja, hann vill halda orð sín. Sáttmálinn er ekki brotinn. ef víkingurinn skilur rétt dýpt málsins. Og þegar Grettir mæl- ir að síðustu hin fögru og viturlegu orð f kofanum í Drangey: „Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi“ þá voru engin orð til í öllum auði tung- unnar, sem áttu jafn vel við í samskipti bræðranna. eins og Framhald á 9. síðu. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.