Þjóðviljinn - 24.07.1966, Qupperneq 2
2 SÍÖA — MOÐVILJXNN — SunnudaSar 24. jölí 19ÍB.
SVELLANDI SVEITABALL Á TUTTUGUSTU ÖLD
Myndin upphefst á því, að Hljómar ern á þeysireið á
leið á svcitaball,, og CONTRY DANCE hljómar í öllu
sínu veldi.
Síðan koma svipmyndir, sem sýna unga fólkið drífa
að á hinuin ólíklegustu farartækjum, allt frá flugvél
ofan í traktor. Öll eru þau á leið á sveitaballið.
Piltamir eru búnir að koma hér fyrir í samkomuhúsinu,
hvort sem það er Hlégarður, Hvoll eða Aratunga. Eitt
par er á gólfinu og dansar á listitegan máta. Sumir
kynnu kannski að halda, að lagið, sem nú er leikið vísi
tU hugrenninga Hljóma-piltanna, BETTER DAYS (Það
koma betri dagar), en sú hugmynd hlýtur að hverfa út I
veður og vind fljótlega, því á næsta augnabliki er gólfið
iðandi af dansandi fólki. Ungt fólk á sveitaballi. Ærandi
gitarmúsík, flöktandi stúlkuaugu, hendur, sem mætast,
munnar, sem mætast. Þrýstin meyjarbarmur hefst og
hnígur í trylltri dansgleði. Skakkt bros ðansherrans
opinberar röð af skemmdum tönnxun.
MY LIFE. Tónamir hníga frá hljómsveitinni eins og í
þungum en samt iðandi öldum. Æskufólkið er sem lostið
annarlegum öflum. Stjörf augu, gretta, hlátur, þvöl hönd
20 cm fyrir ofan hné. Stúlkan verður andstutt og hjartað
berst í takt við lagið I DON’T CARE (Mér stendur á
sama). ,
Erlingur sleikir hljóðnemann í djúpri innlifun og Pétur
gengur upp og niður við trommurnar. Allt annað er fá-
sinna. Hann erí trans og skynjar EKKERT nema
„beatið“. Húfan hjá Gunnari stingur skemmtilega í stúf
við allt að því heimspekilega svipinn, en Rúnar brosir
eins og hann hafi nýlega skorað úrslitamarkið fyrir
Keflavík.
Áfram heldur dansleikurinn. Unga fólkið hristist af. Híi .
og sál í takt við lagið. Hún horfir ertnislega á piltinn,
en hann hugsar um partíiö á eftir, og skyldi vera gott
að sofa hjá henni? Hann skekur sig til eins og maður,
sem er óvanur að vinna við loftbor.
Aðskorin peysa að síðbuxum opinberar margt, en hann
fyllir upp í það, sem á vantar. Hvelfdur magi, lendar,
brjóstin, rakar varir. Sítt hárið leikur um axlimar. Trú-
lofunarhringurinn í vasanum. Hún lýtur að honum og
hvíslar.
IP YOU KNEW (Ef þú vissir það). Þetta fjöruga lag
berst í hringiðu yfir salinn, og lögregluþjónn fær sér í
nefið og veltir vöngum yfir því, hvort að hann hafi
krossað rétt á kosningadaginn.
Það dregur að leikslokum, faðmlögin verða heitari.
Vangi við vanga. Lukt augu, sem gefa fyrirheit, og
LOVE ENOUGH leika Hljómar. Lagið berst út yfir mýr-
ar ög móa. Ástaróður á atómöld. Bifreið kemur í Ijós
uppi á hæðinni. Síðan önnur. Ljós þeirra skera myrkrið
eins og framandi fyrirbæri frá annarri stjömu. Þessu er
lokið jafn skyndilega og það byrjaði, en ef til vill er
eftirleikurinn svellandi partí. — —
Þetta er æska íslands eins og hún er anno 1966. Þetta er
sveitaball.
Benedikt Viggósson.
Leðurjakkar
á stóíkur og drengi.
Peysirr og peysuskyrtur.
Géðar vörur — Gott verð.
Verzlunin O. L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).
f-] Þessi leikur Vals og Keflavíkur hristi þó nokkuð slenið
af knattspymunni hér í dag, a.m.k. bauð leikurinn upp
á góða skemmtun, morg mörk og vissan spenning um úr-
slit þrátt fyrir 4:0 í fyrri hálfleik fyrir Val.
| | En Keflvíkingar voru ekki af baki dottnir, og komu
út í síðari hálfleik sem nýtt Qg óþekkjanlegt lið frá fyrri
hálfleik þar sem þeir voru alls ráðandi næstu 30 mínútum-
ar, en mörk þeirra urðu samt aðeins þrjú.
Valur byrja&i með 4:0, en Kefla-
vík hafði nærri jafnað — úrslit 4:3
'• . \
Fyrirfram var búið að spá
góðum leik milli þessara liða,
og stóðust þær spár á flestan
hátt. Bæði liðin sýndu oft góð
tilþrif í samleik og þó háifleik-
urinn end'aði með 4r0 fyrir Val,
var hann ekki svo ójaín, sem
þær tölur benda til. Hinsveg-
ar vonu Valsmennimir næmari
á smugumar í vöm Keflavík-
urliðsins og komust laglfega í
gegnum , þær og fengu þrjú
mörk sín einmitt á þann hátt.
Fyrsta markið kom eftir 11
minútur og skoraði Ingvar það
eftir góða sendingu frá Berg-
steini, og gat Kjartan i mark-
inu ekkert við það ráðið.
Mörk Vals
Fimm mírrútum síðar kom
'svo annað mark Vals og skor-
aði Ingvar það einnig, eftir
góða sendingu og góðan forieik
Reynis og Hermanns.
Það var eins og Keflvíking-
amir kæmust aldrei í gang til
að skapa sér hættuleg tækifæri.
þeir skutu lika of mikið af
löngu færi, ýmist framhjá eða
í hendumar á Sigurði i marki
Vals.
Á 29 mínútu dæmj.r Baldur
vftasþyrnu á Kfeflavik fyrir
bragð á vítateig, og skoraði
Reynir örugglega úr henni.
Litlu síðar fengu Keflyíkingar
óbeina aakaspymú rétt/ við
vítateigslínu, og ýtti Magnús
Torfasön knettinum til Jóns
sem skaut fast út við stöng,
en Sigurður varði. Var þetta
laglega gert af öllum-
Valsmenn halda sókninni og
ógna hvað eftir annað og á 37 *
mínútu ver Sígurðnr Alberts-
son á línu.
Aðeins þrem minútom fyrir
hlé er Hermann kominn út tfl
vinstri og faar knöttinn þang-
að, .lefkur á vamarmann og
skorar með óverjancfi skoti og
þannig lauk fyrri hðlflerk.
Keflvíkingar
einráðir
Það var enga Ekara en að
Keflvikingar kæmu með nýtt
lið út á vöHinn eftir leikhié,
lið sem tók öll völd á véllin-
um og hélt uppi látlausri sókn
næstu 30 mínúbumar. Má segja
að Valsmenn hafi varla komizt
út fyrir miðju og þvi síður ógn-
að marki Keflvíkinga á þessum
tíma. Knettinum var ekki fyrr
spymt frá marki Vals en vöm-
in fékk hann í höfuðið aftur.
Hinn hraði og oft skemmti-
legi leikur Vals var nú allur
á bak og burt og beir náðu
engum tökum og urðu að berj-
ast f vóminni og bjarga því
sem bjargað varð hverju sinni-
Það var engu líkara en að
liðið í heild hefði álitið. að nú
gætu þeir tekið þetta rólega,
þetta væri ouðveldur sigur, en
það varð nú síður en svo, og
á köfktm var það fyrir heppni
að þeir fengu ekki á, sig fleiri
mörk en raun varð á.
Þegar á fjórðn mínútu síðari
hálfleiks « Magnús hörkuskot
af löngu færi «em Sigurður fær
naumlega slegið i hom og litlu
síðar í einni sóknarlotunni, ver
Þorsteirm Friðþjófsson á línu
hörkuskot frá Einari Gunnars-
syni.
Þesri sóknarþungi hlaut að
enda með marid og á 6. mfnútu
fær Jón Ólafur sendingu frá
Karfi, og skallar Jón laglega
í mark. Þetta örfar Keflavfk
og er ekkert lát á sókninni og
brá þá oft fyrir hröðum og
góðum samleik í sóknarlínu
Keflavíkur, þar sem Valsmenn
virtust staðir og ósjálfbjarga í
þessum hamagangi. Á 17- mín-
útú fá Keflvíkingar aukaspyrnu
langt út til vinstri og spymir
Jón Ólafur vel fyrir markið. en
vöm Vals glejrmir að loka og
lendir knötturinn í sóknar-
manni Keflvíkinga og hrökk
þaðan í markið- Þetta mark
áttu Valsmenn að verja.
Þetta dregur ekki kjarkinn
úr Keflvílcingum> og sækja þeir
enn sem fastast og munaði
litlu að Einar Magnússon skor-
aði með góðu skáskoti en knött-
urinn straukst framhjá.
28. mínútu er Magnús Torfa-
son sem oftast var skipuleggj-
andinn og sá sem undirbjó
sóknaratlögur Keflvíkinga, kom-
inn inn í vítateiginn og fær
þangað ágæta sendingu og með
góðum skalla skorar hann
þriðja mark Keflavíkur.
Jafntefli liggur í loftinu og
sigur Keflavíkur þá mun lík-
legri eins og þeir höfðu leikið
þennan hálfleik. En þá er eins
og Valsmenn vakni af svefni
sínum og hrinda nú tíðar sókn
Keflvíkinga en áður, kannski
þeir sunnanmenn hafi tekið Of
nærri sér til að halda þessari
áköfu sókn áfram- En svo mik-
ið er víst, að leikurinn jafnast
og í þessar 15 mínútur skiptast
liðin á um að sækja og má
segja að jafntefli hefðu' verið
nokkuð sanngjöm úrslit.
Éins og Valsliðið lék fyrri
hálfleik, ættu þeir að komast
langt í þessu móti, en það er
ljóður á liðinu að geta dottið
svo niður í samfleytt 30 mín-
útur, eins og það gerði, og er
erfitt að skýra það fyrirbæri,
en það getur verið liðinu dýrt
spaug-
Svipað er raunar um Kefla-
vík ,að segja og ef þeir geta í
heilum leik endurtekið 30 mín-
útumar í síðari leik, ættu þeir
ekki að verða í vandræðum
með að komast á toppinn í
mótinu. En það er einmitt þetta
öryggisleysi í okkar knatt-
spyrnu í dag sem speglaðist í
þessum leik, og það hjá okkar
e-t.v. tveim beztu liðum ídag.
Beztu menn Vals voru Her-
mann, Ámi Njáls, Þorsteinn
Friðþjófsson og Reynir, Fram-
verðirnir Hans og Sigurjón
náðu ekki að trufla nóg sókn
mótherjanna, eða byggja upp
sókn þegar þess var verulega
þörf.
Liðin
I liði Keflavíkur voru beztir
Magnús Torfason, sem var e-t.v-
bezti maður liðsins og hann og
Einar Magnússon vom þeir,
sem mestu réðu á miðju vallar-
ins- Einar Gunnarsson lofar
góðu. Aftasta vöm Keflavíkur
með Sigurð Albertsson sem
bezta mann, var skipuð sterk-
um einstaklingum, en hún féll
ekki nógu vel saman í fyrri
hálfleik þegar verulega reyndi
á hana.
Jón Ólafur lék oft ágætlega
og ógnaði hvað eftir annað, og
ruglaði vörn Vals.
1 heild var þetta skemmti-
legur leikur, enda veður hið
bezta, og áhorfendur margir.
Dómari var Baldur Þórðar-
son og slapp allvel, en sást oft
yfir hindranir sem höfðu al-
varlega þýðingu fyrir gang
leiksins.
Frímann.
Skrifstofur borgarstjóra
í Austurstræti 16 og Pósthústræti 9
verða lokaðar mánudaginn 25. júlí, kl. 10—12
f.h., vegna útfarar Guttorms Erlendssonar borg-
arendurskoöanda.
LEYLAND DIESELVÉLAR í bifreiðir iðnaðarvélar þungavinnuvélar og fi
Seldar með eða án gearkassa og kúplingu
LEYLAND hefur örugga varahlutaþónustu
LEYLAND umboðiö
ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐg #
SKIPHOLT 15
SÍMI 10199
SÍÐUMÚLI, 19
SÍMI 35553
LoylandMcÁor |
CbrpSfalion