Þjóðviljinn - 24.07.1966, Side 5
Sunnudagur 24. júU 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA §
Einhver annar ætti víst að
segja þessa sögu — einhver
sem skilur þennan fótbolta sem
þeir leika niður í Suður-Amer-
iku. Heimá í Moscow, Idaho,
þar gómum við boltann og
hlaupum með hann. í því litla
en velstæða lýðveldi sem ég
ætla að kalla Perívíu, sparka
þéir boltanum með fótunum.
— Og það er nú hástíð hjá því
sem þeir gera við dómarann.
Hasta la Vista, höfuðborgin í
Perívíu, er falleg nútímaborg
uppi í Andesfjöllum, nærri
tvær mílur íyrir ofan yíirborð
sjávar. Hún er einkar hreyk-
in af iþróttaleikvanginum sin-
um, sem getur tekið hundrað
þúsund manns. Og samt vefst
það fyrir vallargreyinu að taka
við öllum þeim knattspyrnuá-
hugamönnum, sem birtast, þeg-
ar alvarlegur leikur er á ferð-
inni — eins og til dæmis ár-
leg knattspyrnukeppni við ná-
grannalýðveldið Panagúra.
Eitt af því fyrsta, sem ég
frétti, þegar ég kom fyrst til
Pferíviu eftir ýmiskonar mið-
ur skemmtileg æ'vintýr í hin-
um miður lýðræðislegu ríkjum
mfeginlandsins, var það, að síð-
asti landsleikur hefði tapazt
vegna svívirðilegs óheiðarleika
dómarans. Hann hafði, að því
fer virtist, dæmt flesta leik-
mfenn í refsingu, dæmt mark
Ógilt og aimennt talað tryggt
það með aískiptum sinum, að
betra liðið tapaði. Það var
ekki laust við að mig gripi
heimþrá, þegar ég heyrði þetta,
en minnugur þess, hvar ég var
stáddur, sagði ég bara: „Þið
héfðuð átt að borga honum
betur“. „Við borguðum honum
fjandans nóg“ var beizkju-
svarið, „en Panagúríarnir nöpp-
uðu hann á eftir“. „Tarna var
ljótt að heyra“ sagði ég, „það
ér ekki svo þægilegt nú til
dags að finna heiðarlegan
mann, sem lætur ekki múta
sér tvisvar“. Tollþjónninn, sem
var nýbúinn að hirða síð-
asta hundraðdalaseðilinn minn,
hafði þá sómatilíinningu að
roðna, um leið og hann ýtti
mér inn fyrir landamærin.
Næstu vikur voru mér erf-
iðar, og fellum það hjal. En
innan skamms var ég aítur
kominn í bransann með land-
búnaðarvélarnar — enda þótt
éngin af þeim vélum, sem ég
flutti inn, kæmu nokkurn tíma
nálægt bóndabæ og nú orðið
kóstaði það sýnu meir en
liundrað dali að koma þeim
inn fyrir landamærin, án þess
feinhver færi að hnýsast í kass-
ana. Sízt af öllu hafði ég tíma
til að vasast í fótbolta, ég vissi
sfem var, að innflutningsvörur
mínar yrðu teknar í brúk þá
ög þegar, og ég vildi vera þess
fullviss, að í þetta skipti færi
ég ekki slyppur og snauður út
úr landinu.
En þrátt fyrir allt gat ég
ékki varizt því að smitast af
æsingnum þegar landsleikur-
inn tók að nálgast. f fyrsta
KNATTSPYRNUSAGA FRÁ SUÐUR-AMERlKU
SMÁVÆGILEG
SÓLSTUNGA
ef við íáum ekki þetta leyfi
írá landbúnaðarráðuneytinu,
gæti einhver tekið upp á því
að opna kassana, og þá ..
„Hafðu engar áhyggjur,
drengur minn“ var þá Sierra
sem auðvitað kom honum í
dálítið óþáegilega aðstöðu. Að
sjálfsögðu hafði ég aldrei hitt
hann, hann þurfti að velja sér
vini með gætni, og þeir voru
ekki margir sem vildu hitta
að þetta, staðarmönnum til
sárrar gremju. — Hinsvegar
hljóðnuðu fljótlega mótmælin.
þegar skotvopnin tóku að hrúg-
ast upp við inngangana á völl-
inn.
EFTIR ARTHUR C. CLARKE
Nú er mikið rætt og ritað um knattspyrnu hér á landi sem annarstaðar,
þar sem þessi íþrótt nýtur almennra vinsælda, enda hafa fréttir og frá-
sagnir af leikjum heimsmeistarakeppninnar á Englandi sett svip sinn á
síður blaðanna undanfarnar vikur — og enn er úrslitahríðin eftir. 1
þessum leikjum hefur alvara keppninnar ráðið ríkjum — baráttan um
sigur og tap — og hafa skipzt á skin og skúrir hjá einstökum liðum.
Þjóðviljanum þykir ekki illa til fundið að blanda nokkru glensi og
gamni inní öll knattspyrnuskrií og birtir því í dag þessa gamansögu.
hershöfðingi eða Pedro höf-
uðsmaður vanur að segja,
„því máli er þegar bjargað.
Láttu herinn um það“.
Ég hafði þó vit á að stilla
mig um að spyrja „hvaða her?“
og næstu tíu mínúturnar mátti
ég svo sitja hljóður og hlusta
á fótboltaröíl og bollalegging-
ar um það, hvernig bezt ætti
að ganga írá óþægum dómur-
um. Mig hafði aldrei grunað
það, að knattspyrnan væri ná-
tengd brýnustu viðfangsefnum
okkar.
Síðar hef ég getað reiknað
það út hvað raunverulega skeði,
enda þótt þetta virtist allt
fremur undarlegt þá. Aðalleik-
andinn var tvímælalaust Don
lagi kom þetta fram á við-
skiptunum. Þarna kom maður
á biSsnesráðstefnu, sem hafði
véríð skipulögð með ærinni
fyrirhöfn og kostnaði í ein-
hvérju öruggu gistihúsi eða hjá
éinhverjum ábyggilegum manni.
og hfelming tímans töluðu all-
ir um fótbolla. Þetta var ójiol-
andi, og ég íór sterklega að
efast um það, að þeir í Peri-
víu tækju stjórnmálin hálft því
eins alvarlega og íþróttirnar.
„Herrar mínir“ var ég vanur
að segja, „næsta vopnasending-
in verður afhent á morgun, og
Hernando Dias — miljónastrák-
ur, letidraugur, áhugamaður
um knattspyrnu og vísindi og
vafalaust tilvonandi íorseti
Perívíu. Hann er ein helzta út-
flutningsvara landsins, svo er
fyrir að þakka ást hans á
Hollívúddgæsum og kappakst-
ursbílum. Flestir halda það. að
þetta sé öll lýsingin á mann
inum. Ekkert, ég endurtek eklí
ert. gæti verið fjær sanni.
Ég vissi það. að Don Hern-
ando var einn af oss, en sam-
tímis því var hann í miklu
uppáhaldi hjá Ruiz forseta,
mig nema neyðin ræki þá til
þess. Það var ekki fyrr en
löngu síðar, sem ég frétti af
vísindaáhuga hans; svo virðist
sem hann eigi sinn einkaturn
með ágætum stjörnukíki, enda
þótt sumir vilji nú halda því
fram, að það séu ekki bara vís-
indi sem hann stundi þar um
nætur.
Það hlýtur að hafa verið
mikið erfitt fyrir Don Hern-
ando að fá forsetann til þess
að fallast á þetta; ef sá gamli
hefði ekki sjálfur verið óður
í fótbolta og sviðið ósigurinn
í síðasta landsleik, hefði hann
aldrei samþykkt þetta. En það
hlýtur að hafa fallið honum í
geð, hve ráðagerðin var frum-
leg, enda þótt honum hafi
kannski ekki líkað það sem
allra bezt að taka hersveitir
sínar af verðinum heilan eft-
irmiðdag. — Hinsvegar hlýtur
svo Don Hernando að hafa
bent honum á það, að það væri
engin betri leið til þess að
tryggja sér herinn en að gefa
honum fimmtíu þúsund miða á
landsleik ársins.
Ég vissi ekkert um allt þetta.
þegar ég settist í sæti mitt á
vellinum þennan eftirminnilega
dag. Ef þið haldið, að ég hafi
setið þarna nauðugur þá er
það rétt til getið. En Pedro
höfuðsmaður hafði gefið mér
miða, og það virtist óheilsu-
samlegt að særa tilfinningar
hans með því að nota miðann
ekki. Svo þarna sat ég i
svækjuhita sólarinnar, notaði
prógrammið fyrir blævæng og
hlustaði á útvarpsþulinn í
ferðatækinu mínu meðan víð
biðum eftir því að leikurinn
hæfist.
Það var hvert sæti setið
á áhorfendabekkjunum. Það
hafði reynzt tafsamt að hleypa
inn áhorfendum; lögreglan
hafði gert sitt bezta en það
(ekur tímann sinn að leita að
skotvopnum á hundrað þúsund
manns. Gestimir höfðu heimt-
Það leyndi sér ekki, þegar
dómarinn ók að vellinum í
skotheldum kádilják, það mátti
fylgjast með ferðum hans í
bauli fólksins.
„En þið hljótið að geta skipt
um dómara" sagði ég við ung-
an liðsforingja við hlið mér,
„ef hann er svona afleitur?"
Ilann yppti dapur öxlum:
„Gestirnir hafa rétt til að velja
dómara. Það er ekkert hægt
að gera í því“.
„Þá ættuð þið að minnsta
kosti að vinna leikinn í Pana-
gúra“.
„Að vísu“, svaraði hann, „en
síðasta skiptið vorum við allt-
of sigurvissir. Við spiluðum
svo illa, að jafnvel dómarinn
gat ekki bjargað okkur“.
í fljótu bragði séð virtist
heldur erfitt að gera upp á
milli slíkra liða, og ég settist
niður í fullvissu þess, að í
hönd færu heldur leiðinlegar
mínútur. Sjaldan eða aldrei
hefur mér eins skjátlazt.
Að vísu er skylt að geta
þess, að það tók nokkurn tíma
áður en leikur gæti hafizt.
Fyrst lék hljómsveitin í svita-
baði þjóðsöngva landanna, síð-
an voru liðin kynnt fyrir E1
Presidente og frú hans, síðan
blessaði kardínálinn yfir mann-
skapinn, síðan var bið meðan
foringjar á leikvelli rifust út
af laginu eða stærðinni á bolt-
anum. Ég notaði tækifærið til
þess að glugga í prógrammið,
það var fallega myndskreytt i
vasabókarstærð og leit út eins
og það hefði verið silfurhúðað.
Heldur sýndist það ósennilegt.
að útgefandinn myndi fá pen-
ingana sína aftur, og hér var
bersýnilega um að ræða meir
höfðingsskap en hagsýni. í öllu
fnlli var virðulegur listi á-
skrifenda, með forsetann efst-
an á blaði, eða öllu heldur
manna sem stutt höfðu fyrir-
tækið með fjárframlögum.
Flestir vinirnir mínir voru á
listanum og ég sá mér til
ánægju, að Don Hernando
hafði greitt úr eigin vasa
fimmtíu þúsund prógrömm til
handa hermönnunum. Þetta
virtust heldur langsótt vin-
sældakaup og ég efaðist um
það, að fyrirtækið myndi svara
kostnaði. Prógrammið var kall-
að „Sérstakur minjagripur um
sigurinn" og það virtist mér
full fljótt ályktað.
Þessum mínum athugunum
lauk skyndilega við öskur
mannfjöldans og leikurinn
hófst. Boltinn rann af stað, en
hafði varla runnið lengd sína
þegar bláklæddur Perívían brá
svartklæddum Panagúran. Þeir
eru ekki að bíða eftir neinu,
hugsaði ég með mér, hvað
gerir dómarinn? Mér til undr-
unar gerði hann ekki neitt, og
mér flaug í hug, hvort okkur
hefði tekizt að komast að ein-
hverju samkomulagi við dón-
ann.
„Var þetta ekki ólöglegt?"
spurði ég félaga minn.
„O, svei“ svaraði hann, án
þess að líta af leiknum, „eng-
inn fæst um svoleiðis tittlinga-
skít. Fyrir nú utan það, að
bölvuð hýenan sá það ekki“.
Hann hafði lög að mæla.
Dómarinn var langt niðri á velli
og virtist eiga í erfiðleikum við
að fylgjast með gangi leiksins.
Hann flýtti sér að klassískri
fyrirmynd hægt og þetta fannst
mér skrítið þangað til ég gizk-
aði á ástæðuna. Haíið þið
nokkurn tíma séð mann reyna
að hlaupa í skotheldu vesti?
Aumingja greyið, hugsaði ég
með samúð eins smáglæpa-
mannsins fyrir öðrum, þú vinn-
ur fyrir mútunni þinni í dag.
Sjálfur átti ég fullt í fangi
með að sitja kyrr fyrir hita.
Fyrstu tíu mínúturnar var
leikurinn tiltölulega rólegur.
lega rólega ævi þarna á vell-
inum fram að miðjum hálfleik,
þegar þrír Perívíanar og tveir
Panagúranar (nema þá það
hafi verið öfugt) runnu sam-
an í glæsilega hringiðu, sem
aðeins einn leikmaður slapp úr
ómeiddur. Hinir voru bomir út
og á meðan ríkti algjör þögn
á vellinum. Stutt hlé var gert
meðan varamenn voru sóttir.
Perívíanar héldu því fram að
hinir þættust bara meiddir svo
þeir gætu sett inn óþreytta
menn, en dómarinn lét það
sem vind um eyru þjóta. Leik-
urinn hófst á ný.
Panagúranar byrjuðu strax
á því að skora mark, og enda
þótt enginn þeirra, sem næst-
ir mér sátu, fremdi beinlínis
sjálfsmorð, virtust ýmsir býsna
nálægt því. Svo var að sjá,
sem liðsaukinn hefði porrað
upp gestina og heimaliðið átti
í vök að verjast. Andstæðing-
arnir léku sér með knöttinn
og hvert gatið eftir annað birt-
ist í vörn heimamanna. Upp á
þessi býti getur dómarinn
leyft sér þann munað að vera
heiðarlegur, hugsaði ég með
mér, hans menn vinna hvort
eð er. Og satt bezt að segja
virtist hann alls ekki hlut-
drægur á þessu stigi leiksins.
Ég þurfti ekki lengi að
bíða. Á síðustu stundu tókst
heimaliðinu að verjast hættu-
legri sókn á mark sitt og
hörkuspark eins varnarmanns-
ins sendi boltann langt út á
völl. Áður en boltinn kæmi
til jarðar aftur heyrðist sker-
andi flauta dómarans. Stutt
samtal fór fram milli dómara
og fyrirliða og aftur fór allt
í upplausn. Á vellinum var æpt
og skrækt og áhorfendur létu
ekki sitt eftir liggja. „Hvað er
nú að ske?“ spurði ég.
„Dómarinn segir að okkar
maður hafi verið rangstæður“.
„Rangstæður? Við sitt eig-
ið mark?!“
„Uss“, sagði félagi minn, og
nennti auðsjáanlega ekki að
eyða tíma í frekari útskýring-
ar. Ég lét það gott heita og
reyndi að komast til botns í
þessu sjálfur. Svo virtist sem
dómarinn hefði gefið Pana-
gúra aukaspark á markið okk-
ar, og ég gat svo einkar vel
skilið, að fólki þætti það hart.
Boltinn sveif gegnum loftið
í glæsilegum boga í átt að
marki — og smaug inn þrátt
fyrir það, að markmaður þyti
sem eldibrandur gegnum loftið
til varnar. Sársaukavein steig
upp frá eitt hundrað þúsund
manns, en þagnaði skyndilega.
Og þögnin var enn áhrifa-
meiri. Það var eins og sært
dýr biði færis að koma fram
hefndum. Þrátt fyrir svækju-
hitann af sólinni fór skyndi-
lega um mig kuldahrollur. Ég
hefði ekki fyrir öll héimsins
auðævi viljað vera í sporum
mannsins, sem sveittist þarna
niðri á vellinum í skotheldu
vesti.
ég held ekki það hafi verið
nema tvö eða þrjú slagsmál.
Perívíanar höíðu einmitt misst
eitt mark, skotið var svo lag-
lega varið, að það var eigin-
lega ekkert baulað á móti
íagnaðarópum Paragúanna.
(Þeir voru undir sterkri lög-
regluvernd á víggirtum hluta
áhorfendapallanna). Mér tók að
leiðast þófið. Mér fannst sem
svo, að ef maður breytti lag-
inu á boltanum gæti þetta sem
bezt verið friðsældarleikur
heima.
Rauði krossinn átti tiltölu-
Við vorum tveim mörkum
undir, en enn var þó von —
fyrri hálfleik var enn ekki lok-
ið og allt getur skéð í fót-
bolta. Perívíanar voru nú sem
óðast að ná sér á strik og
léku líkt og besetnir menn.
Það gat ekki hjá því farið,
að þessi þaráttuvilji skilaði
árangri. Heimaliðið skoraði ó-
verjandi mark og áhorfendur
ætluðu hreint að sleppa sér.
Þegar hér var komið sögu var
ég á sama stigi og aðrir og
hrópaði að dómaranum hluti,
Framhald á 7. síðu.