Þjóðviljinn - 09.08.1966, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. égúst 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA g
HlöSver SigurSsson:
Nokkrar vinsamlegar bend-
ingar ti/ ungs rithöfundar
Hr. Freysteinn Þorbergsson.
Eins og þú mun hafa setlazt
til, hefur grein þín í Morgun-
blaðinu 24. júlí, „Sannleikur-
inn (um) og Tarsis“, vakið
nokkurt umtal. Eru þeir dóm-
ar nokkuð misjafnir eins og nft
vill verða. Ekki hygg ég þó,
að menn almennt hafi skilið
allan tilgang þinn með grein-
inni, enda tilgangurinn ef til
vill margþættur. Á einum
vinnustað, þar sem greinin var
rædd, kom einn verkamaður
með þá skýringu, að greinin
væri fyrst og fremst stílæfing
og þar með undirbúningur
undir þitt stórbrotna lifsstarf
sem rithöfundur. Ég hygg, að
þetta sé, ef ekki allur sann-
leikurinn, þá að minnsta kosti
stór hluti af honum, og þá
verður greinin auðvitað ekki
rétt metin nema með hliðsjón
af því. Þá fer til dæmis að
verða afsakanlegra, það sem
margir hafa láð þér, að þú
skulir hafa þagað í átta ár um
harðstjórnina í Sovétríkjunum
og ekki hafa hafizt handa fyrr
við hið mikla endurlausnar-
starf að útrýma heimskommún-
ismanum, eins og það er þó
orðið aðkallandi eftir öll þessi
ár. Ég skil það hins vegar vel,
að endurlausnari mannkynsins
þarf að búa sig vel og lengi
undir starf sitt Jesús Krist-
ur var orðinn þrítugur, þeg-
ar hann hóf að kenna, og
ef ég man rétt fastaði hann
úti í eyðimörkinni fjörutíu
daga áður en hann tók til
starfa. Líkt held ég sé að segja
um fleiri trúarbragðahöfunda,
en ég er ekki nógu vel að
mér í trúarbragðasögu til að
heimfæra meira af því tagi.
Ég vil því einkum skoða
grein þína út frá sjónarhóli
bókmenntanna ' og gefa þér
nokkrar vinsamlegar bendingar
í því sambandi.
Við skulum þá íyrst líta á
hinar jákvæðu hliðar. Þér virð-
ist vcra írcmur létt um að
skrifa, og ég býst við, að þú
sért vel fær í greinarmerkja-
setningu og stafsetningu. En ó-
lukku prentvillupúkinn heíur
gert þér þann skolla að prenta
alls staðar lygi með ý í stað y.
Þú hefur íremur lipran stíl
og mikinn orðaforða, en þér
hættir til að ausa um of af
þeim nægtabrunni. Rilhöfund-
ur, scm bruðlar með orðaíorða
sinn, er eins og glysgjörn kona,
sem hengir á sig allt glingrið
sitt, þegar hún vill halda sér
til. Það minnir á myndina,
sem Halldór Laxness dregur
upp af Ólafi digra, þegar hann
klæddist öllum skikkjunum
hverri utan yfir aðra.
Myndauðugur getur stíll
þinn þó ekki talizt. Það kem-
ur bezt í Ijós, þegar þú ætlar
að draga upp mynd af því
voðalega fangelsi, sem Sovét-
rikin voru þér. Það er ekki
nóg að segja, að það væri
númer á herberginu þínu. Það
er nefnilega númer á öllum
hótelherbergjum, líka á Hótel
Hvanneyri, sem þú stjórnaðir
einu sinni. Hafðir þú kannski
ekki veitt því athygli. Nei,
það hefði verið áhrifameira, ef
þú hefðir getað látið lesendur
gruna fangaverði og helzt
fangaklæðnað.
Fjórar skákir frá
HM stádenta / skák
Hér fara á eftir nokkrar
skákir frá heimsmeistaramóti
stúdenta í skák, sem nú fer
fram í Örebro í Svíþjóð.
FYRSTA UMFERÐ:
Hvítt: Jón Þ. Þór. Svart: Jansa,
(Tékkóslóvakía). Sikileyjarvörn
1. e4, c5; 2. Rf3, e6; 3. d4,
cxd; 4. Rxd, Rc6; 5. Rc3, d6;
6. g3, Rf6; 7. Bg2, Bd7; 8. Rce2,
a6; 9. c4. Be7; 10. 0—0, 0—0;
11. b3, Rxd4; 12. Rxd4, b5; 13.
e5, dxe5; 14. Rc6! Bxc6; 15.
-Bxc6, Hb8; 16. cxb5, axb5; 17.
Dxd8, Hfxd8; 18. Bb2, e4; 19.
Bxf6, Bxf6; 20. Hadl, Bd4;
21. Bxe4, f5; 22. Bd3, Ha8; 23.
Bxb5, Hxa2; 24. Hdel, e5; 25.
He2, Hxe2; 26. Bxe2, Ha8; 27.
Bc4t, Kf8; 28. Hel Ke7; 29.
He2, g;5; 30. Kg2, Kf6;,31. h3,
h5; 32. Hc2, e4; 33. Hd2, Ke5;
34. f4f, exf3; 35. Kxf3, g4f;
36. hxg4, hxg4t; 37. Kg2, Ke4;
38. Be6, Ha5; 39. b4, Hb5; 40.
He2t, Kd3; 41. Ha2 — jafntefll.
Hvitt: Tompa (Ungverjaland).
Svart: Davie (Skotland). Frönsk
1. e4, e6; 2. d3, d5; 3. Rd2,
Rf6: 4. Rf3, Be7; 5. g3, 0—0;
6. Bg2, c5; 7. 0—0, Rc6; 8. Hel
b5; 9. e5, Rd7; 10. Rfl, Bb7; 11.
h4. a5; 12. Bf4, a4; 13. h5, a3;
14. b3, Bb6; 15. h6, g6; 16.
Dd2, d4; 17. Bg5, Rd5; 18. Rh2.
Rcb4; 19. Rg4, Kh8; 20. Bxe7,
Dxe7; 21. Rg5, Rxc2; 22. Bxd5.
Bxd5; 23 Rf6, Rxal; 24. Hxal.
c4; 25. dxc4, dxc4; 26. bxc4,
Bxc4; 27. Hcl, Hfc8; 28. Db4,
Bd5; 29. Hxc8, Hxc8; 30. Kh2,
Dc7; 31. Dd4, Ha8; 32. Rxd5,
Hd8; 33. Df4. — gefið.
Hvítt: Hort (Tékkóslóvakía)
Svart: Trausti Björnsson. Pirc-
vörn.
1. e4, d6; 2. d4, Rf6; 3. Re3,
g6; 4. f4, Bg7; 5. Rf3, 0—0;
6. Be3, c6; 7. Bd3 Rbd7; 8.
h3, Dc7; 9. g4, e5; 10. dxe5,
dxe5; 11. f5, Hd8; 12. De2, b5;
13. 0—0—0, Bb7; 14. fxg6,
hxg6; 15. Rg5, a6; 16. Df2, c,5;
17. Rd5, Dd6; 18. Hhfl, c4;
19. Rxf6t Dxf6; 20. Dh4, cxd3;
21. Dh7t, — gefið.
ÖNNUR UMFERÐ:
Hvítt: Jón Þ. Þór. — Svart: E.
C. Scholl (Holland). Kóngsind-
versk vörn.
1. d4, Rf6; 2. c4, d6; 3. g3,
g6; 4. Bg2, Bg7; 5. Rf3, 0r-0;
6. 0—0, Rc6: 7. Rc3, a6; 8. e4?,
Bg4; 9. h3, Bxf3; 10. Bxf3, Rd7;
11. Be3, e5; 12. d5, Rd4; 13.
Bg2, c5; 14. dxc dxc; 15. b4,
de7; 16. Dd3, De6; 17. Hfcl,
a5; 18. b5, Rc5; 19. Dfl, cxb;
20. cxb, a4; 21. Rd5, Hab8; 22.
Habl, Dd7; 23. b6, Hb7; 24. h4,
Dg4; 25. Bxd4, exd4; 26. Rf4,
Hb8; 27. Kh2, Be5; 28. f3, Dd7;
29. Bh3, Dd8; 30. Rd5, d3; 31.
Hxc5!, dxc5; 32. Dxd3, Hb7; 33.
Dc4, Db8: 34. f4, Bd4; 35. e5,
Hd8; 36. Bg2. Kg7; 37. Dxa4,
h5; 38. Dc6. c4: 39. Df6t Kh7;
40. Re7 Hf8. 41. Bxb7 (?),
Dxb7; og gafst upp um leið.
<5>-
Eins og ég sagði áður, má
vara sig á orðunum. „Þeir
taka upp orð í kippum við
götu sína og tala — það fæ
ég enn ekki skilið", segir eitt
unga skáldið okkar. Það má
ekki strá orðunum í kringum
sig hugsunarlaust, þau hafa
nefnilega öll ákveðna merk-
ingu, eða eiga að minnsta
kosti að hafa það. Það hefði
til dæmis vcrið áhrifameira,
þegar þú íerð að telja upp
allar tegundir af lygi, sem þú
kannt að neína, að ílokka þær.
Það mátti gera á ýmsa vegu,
t.d. draga íram samstæður eða
þá andstæður, og í þriðja lagi
mátti hafa jafna stígandi í
upplalningunni. Það sést ekki,
að þú gerir neinn mun á smá-
lygi og stórlygi. Svo er það
meinlegur galli, að þú hefur
gleymt að minnsta kosti einni
lygi, einmitt þeirri, sem rit-
höfundur þarf að kunna góð
skil á til að geta varazt hana,
en það er sjálfslygin- Mesta
skáld á Norðurlöndum H. Ib-
sen varði allri ævi sinni til að
afhjúpa hana.
Nokkru máli skiptir, að rit-
smíðar beri viðeigandi nöfn.
Fyrst hét grein þín Sannleik-
urinn um Tarsis, en seinna var
það leiðrétt, og nú kvað hún
heita Sannleikurinn og Tarsis.
Þér mun hafa þótt íyrra nafn-
ið hafa of þrönga merkingu,
því að lífshlaup þitt og fleira,
sem þú ræðir um í grein þinni,
er ekkert skylt við Tarsis. En
er þá ekki siðara naínið að
sama skapi of yfirgripsmikið?
Nokkru nær hefði verið Tars-
is og sannleikurinn um Sov-
étríkin. Hitt nafnið minnir mig
á bókartitil, sem íslenzkur
prestur gaf smáritlingi, sem
hann gaf út og nefndi: „Um
guð alheiminn og margt fleira“.
Sannleikurinn er neínilega
nokkuð fyrirferðarmikill, eí þú
hefur ætlað að taka hann all-
an með.
Þá skulum við næst athuga
lítils háttar efni greinar þinn-
ar. Eflaust ætlast þú til, að
lesendur taki mark á henni,
en eins og þú segir sjálfur, eru
menn oft á tíðum býsna tor-
tryggnir á áróðursgreinar í
blöðum. Jafnvel blaðakona
Morgunblaðsins lýsti yfir þvi,
að hún tæki lítið mark á Tars-
is. Ég hygg, að það stafi mest
af því, hve írásögn hans var
einhliða og oístækisfull. Nú
hef ég orðið þess var, að af- I
arfáir taka grein þína alvar-
lega. Ég held bara það séu
ekki aðrir en ritstjórar Vísis
og Morgunblaðsins. Gæti það
nú ekki stafað af þvi, að hún
sé nokkuð einlit? Hcldurðu
ekki. að lesendur hefðu trúað
þér betur, ef þú hefðir getað
bcnt á eitthvað jákvætt í fari
sovézkra stjórnarvalda? Þar
er kannski íátt um fína drætti,
en þó hafa þeir íorsetar Banda-
rikjanna, Kcnnedy og jafnvel
Johnson, þótzt finna þar ýmis-
legt jákvætt, en kannski eru
þeir nú bara blekktir af ein-
hverri bannsettri rússnesku
lyginni, hvaða nafni, sem við
ættum nú að nefna hana.
Þú segir lesendum ævisögu
þina i stórum dráttum, og á
hún víst að sanna, að maður
með svo víðtæka lífsreynslu,
sé fær um að birta okkur all-
an sannleikann að minnsta
kosti um Sovétríkin. Hér eins
og víðar er þó of laust tekið
á málum. Mann grunar. að þú
dragir eitthvað undan. Við
skulum segja, að það sé óvilj-
andi. Þar gæti hún hafa leikið
á þig lygin, sem þú gleymdir
að væri til, hún hefur margan
leikið grátt.
Lífsreynsla sú, sem þú segir
frá, er fyrst og fremst sú, að
þú hefur flakkað um fimmtán
lönd. stundað allmörg störf
og kynnzt kommum, krötum,
framsóknarmönnum og sjálf-
stæðismönnum — þeim höfum
við hinir nú kynnzt líka öll-
um saman. En þetta, sem þú
segir írá, eru bara ytri at-
burðir í lífi þínu. Þú gefur
líka í skyn, að þú haíir vitað
hið sanna um Sovétríkin, áð-
ur en þú fórst þangað til dval-
ar. Það er ekki gott að hafa
íyrirframsannfæringu, ef leggja
skal hlutlaust mat á málefnin.
En ekkert þetta skýrir þá stór-
kostlegu hugarfarsbreytingu,
sem hjá þér hcfur orðið síðan
þú varst barn, og nú vil ég
tilfæra þín eigin orð: „Sem
barn hafði ég í styrjöldinni
haft mesta samúð með þeim
aðila, sem halloka fór hverju
sinni. Þarna haíði því samúð
mín snúizt írá Rússum til Þjóð-
verja, þótt ætíð væri hún
blönduð báðum“. Þetta var á
vígvöllunum við Moskvu, þar
sem herir nazista urðu að láta
undan síga. Mcðaumkunin er
svo rík í fari þínu, að samúð
þín snýst á sveif með herjum
Hitlers bara af því að þeir fara
halloka án tillits til málstaðar.
Svona er barnslund þín ennþá
hrein, og þó ertu búinn að
vera með kommum í Moskvu.
En nú er orðin mikil breyting
á hugarfari þínu. Nú talar þú
fagnandi um „hreinsun Indó-
nesíu“, þar sem kommúnistum
er slátrað í hundraða þúsunda
tali, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, án þess að
hafa nokkurn möguleika til að
verjast. Nú er samúð þín ekki
lengur mcð þeim, sem halloka
fer, heldur með þeim, sem
drepa. Svipað er að segja um
átökin í Vietnam. Mér finnst
næstum óhugsandi, að þessi
mikla hugarfarsbreyting geti
stafað af kynnum þínum af
Sjálfstæðismönnum á Siglufirði,
en það er sú eina líísreynsla,
sem þú heíur bætt við þig, síð-
an þarna í Moskvu íorðum, ef
bara er stuðzt við ævisögu
þína í Morgunblaðsgrein þinni.
Ég fer nú ekki að hafa þessi
orð öllu fleiri. Þú mun skilja
af þeim, að enn þá tel ég þig
skorta nokkuð á að geta tekið
þér fyrir hendur að ráða nið-
urlögum kommúnismans, þótt
þú jafnvel nytir litils háttar
stuðnings frá Tarsis og fleiri
góðum mönnum. Þú ert alls
ekki fullþroska rithöfundur
enn þá, en í því hlutverki mun
þurfa mikils við. Þú þarít líka
að öðlast meiri tiltrú hjá þjóð
þinni fyrst og síðan hjá öðr-
um þjóðum. íslenzk alþýða er
svo hláleg, að hún heldur, að
það sé ekki nóg að flakka til
útlanda til að sðlast vizkuna.
Samanber vísupartinn: „Kálfur
sigldi, kom út naut, kussi lifði
og dó hann“, sem enginn skyldi
þó voga sér að heimfæra upp á
þig. Liklega er þér þetta líka
sjálfum ljóst. Þess vegna vfllt
J>ú enn auka lífsreynslu þína
að minnsta kosti næstu fjögur
árin sem bæjarstjóri á Siglu-
íirði. Þú ræddir í því sam-
bandi við annan bæjarfulltrúa
Alþýðubandalagsins, Kolbein
Friðbjarnarson, og leitaðir eft-
ir stuðningi hans, en eins og
þú veizt erum við Alþýðu-
bandalagsmenn venjulega kall-
aðir kommúnistar af sálufélög-
um þínum. Þetta táknar vænt-
anlega það, að þú ætlir ekki
að beita hér sömu aðferðum
gegn kommum og þeir gera í
Indónesiu, enda hefur hingað
til verið látið nægja að segja
að þeir mættu hypja sig úr
bænum. Svo tek ég eindregið
undir orð þín: „Engan stríðs-
áróður“. Að svo mæltu kveð
ég þig með beztu óskum, og
minni þig á að varast þá lyg-
ina, sem þú gleymdir að væri
til.
Siglufirði, 1. ágúst 1966.
Hlöðver Sigurðsson.
Framkvæmdastjóri rannsoknamála
í Noregi í heimsókn hér
E. Fjellbirkeland, framkvæmda-
stjóri hinnar nýju yfirnefndar
rannsóknarmála í Noregi (Hov-
edkomiteen for Norsk Forskn-
ing), kemur til Islands á vegum
Rannsóknan-áðs ríkisins ogdvelst
hér dagana 9.—15. ágúst.
Hr. Fjellbirkeland mun taka
hér þátt í umræöum, sem Rann-
sóknarráð efnir til, ,um skipu-
lag rannsókna á Islandi.
Næstkcmandi fimmtudag, 11.
ágúst, flytur hann fyrirlestur í
1. kennslustofu Háskólans. Fyrir-
lesturinn nefnist: Organisation
for naturvidenskabelig forskning
og humaniora med særlig hen-
blik paa de erfaringer som er
gjort í Norge.
Aðgangur að fyrirlestrinum er
öllum heimill.
(Frá Rannsóknarráði rikisins).
Scð yfiT nokkurn hluta sýningarsvæðisins í BRNO.
Iðnsýningin og kaupstefnan
í Brno 11.-20. september
n Dagana 11—20. scptember
næst komandi verður haldin
hin árlega alþjóðlega vörusýn-
ing og kaupstefna í borginni
Brno í Tékkóslóvakíu. Sýnend-
ur verða yfir 900 S hópi stærstu
framleiðenda og sölufyrirtækja
allra helztu iðnaðarlandanna í
austri og vestri.
Eins og oftast nær áður verð-
ur höfuðáherzla lögð á það i
Bmo í haust að sýna hvers-
konar iðnaðarframleiðslu, eink-
um á sviði þungaiðnaðar og í
véltækni hverskbnar, en einnig
verða til sýnis vélar fyrir
neyzluvöruiðnaðinn, matvæli,
vefnaðarvöru o. s- frv., líka raf-
magnstæki af hinni margvís-
legustu gerð, samgöngutæki,
landbúnaðarvélar, o. fl.
Sýningarskálar verða 14 tals-
ins og gólfflöturinn þar 75 þús-
fermetrar, en að auki verða úti-
sýningarsvæði að grunnfleti 65
þús. fermetrar. Tékkar munu
að sjálfsögðu hafa yfirgrips-
mestu sýninguna þama, en stór-
ar sýningardeildir verða einnig
frá iðnfyrirtækjum í Bretlandi,
Sambandslýðveldinu Þýzka-
landi, Þýzka alþýðulýðveldinu,
Sovétríkjunum, Bandaríkjun-
um, Sviss, Japan, Svíþjóð og
fléiri löndum þar sem iðnaður
og tækni em á háu stigi.
★
Á undanförnum vörusýningum
og kaupstefnum í Bmo hafa
vísindamenn og tæknifraéðihgar
haft einstakt tækifæri til að
hittast og skiptast á skoðunum
og reynslu. Svo verður einnig í
haust, því að efnt verður til
sérstakrar dagskrár og funda-
halda vísindamanna og tækni-
fræðinga-
i
!