Þjóðviljinn - 17.08.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. ágást 1966.
Harold Wilson
vann veðmál
OTTAWA 13/8 — Lester Pear-
son fbrsætisráðherra Kanada
sendi starfsbróður sínum Harold
Wilson fimm dollara ávísun í
gær.
Pehingamir-eru borgun á veð-
máli sem þeir gerðu með sér,
þegar Wilson var á ferð í Ott-
awa í fyrra mánuði, rétt áður
en úrslitaleikirnir í Heimsmeist-
aramót'nu í knattspymu voru
leiknir.
Pearson hafði veðjað á sigur
Vestur-Þjóðverja, en bætti við að
hann vonaði að Bretar mundu
vinna „til góðs fyrir brezkan
greiðslu jöfnuð“ •
Ellefu dæma stríðsglæpi
Bandaríkjanna í Vietnam
Réttarhöldin eiga að hefjast í febirúar eða
marz og þau munu standa í einar tólf vikur
LONDON 16/8 — Ritari brezka heimspekingsins Bertr-
ands Russells sem haft hefur frumkvæðið um að láta „al-
þjóðadómstól“ fjalla um stríðsglæpi Bandaríkjamanna í
Vietnam hefur skýrt frá því að ellefu heimskunnir menn
sem beðnir hafa verið að taka sæti í dómnum hafi orðið
við þeim tilmælum.
hvert sem þer fariö
ferðatrygging
ALMENNAR
TRYGGiNGAR f
PÓSTHÚSSTR/ITI 9
SlMI 17700
MARS TRADIIMG CO
SIMI17373
sem þegið hafa
að taka sæti i
Evrópumeistaramót
í frjálsum íþróttum.
Danmörk, Ungverjaland.
27. ágúst til 12. september.
Fararstjóri: Benedikt Jakobsson.
Verð: 15.500.00.
Þeir ellefu
boð Russells
dómnum eru:
Franski rithöfundurinn og
heimspekingurinn Jean-Paul
Sartre. -
Franska skáldkonan Simone
de Beauvoir.^
Lazaro Cardenas, fyrrverandi
forseti Mexíkós.
José de Castro, hinn kunni
brasílski hagfræðingur, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri
Landbúnaðar- og matvælastofn-
unar SÞ (FAO).
Lelio Basso prófessor og
þingmaður ítalska vinstrisósíal-
istaflokksins (PSIUP)
Danilo Dolci. ítalski mann-
vinurinn sem kunnastur er
vegna baráttu sinnar gegn fá-
tæktinni á Sikiley.
Peter Weiss, þýzk-sænska
leikskáldið, sem heimsfrægur
varð fyrir leikrit sín um Mar-
at og Auschwitz.
Austurríski rithöf undurinn
Giinther Anders.
Pólsk-enski rithöfundurinn
og sagnfræðingurinn Isaac
Dautscher, heimskunnur fyrir
rit sín um leiðtoga októberbylt-
ingarinnar.
Vladimir Dedijer, samherji
Títós á stríðsárunum og ævi-
söguhöfundur hans, sagnfræð-
ingur nú búsettur á vestur-
löndum.
Stokeley Carmichael, einn
helzti leiðtogi bandarískra
FLOGIÐ STRAX
FARGJALD
GREITT SÍÐAR
Flogið til Kaupmannahafnar. dvalið þar til 29. ágúst en
þá verður flogið til Budapest og dvalizt þár til 8. sept-
ember. Dagana 30. ágúst til 4. sept. verður Evrópumeist-
aramótið í frjálsum íþróttum haldið á einum stærsta
íþróttaleikvangi Evrópu. sem rúmar 111 þús. áhorfend-
ur. Inni í verðinu eru miðar á þessa leiki. En þessir
leikir munu vekja heimsathygli þar sem þarna keppa
allir beztu íþróttamenn Evrópu í frjálsum iþróttum
og verður þetta nokkurs konar forkeppni að Olympíu-
leikjunum er haldnir verða árið 1968. Fararstjóri i
þessari ferð verður hinn kunni þjálfari og íþróttakenn-
ari Benedikt Jakobsson. sem um áratugi hefur leiðbeint
íslenzkum frjálsíþróttamönnum. Ekki er að efa að ferð
þessi verður hin ánægjulegasta, því bæði er fallegt i
Budapest og margt að sjá. Þann tíma sem dvalizt
verður þama gefst kostur á að fara nokkrar skoðunar-
ferðir um borgina og nágrenni. Tii Kaupmannahafnar
verður síðan komið aftur 8. sept. og dvalizt til 12. sept.
Þátttaka er takmörkuð og eru þeir sem hyggja á þessa
ferð beðnir að hafa samband við okkur eigi síðar en
18. þ.m. •
LAND59 N
ferbaskrifstofa
LAUGAVEG 54 - SÍMAR 22890 & 22875 -BOX 465
Islendingar urðu
6. í B-fS. á stúd-
entaskákmótinú
Heimsmeistaramóti stúdenta í
skák lyktaði með sigri Sovét-
manna eins og oftast áðnr á
þessum mótum. Tékkar urðu
aðrir og Danir þriðju.
f B-flokki höfnuðu fslending-
ar í 6. sæti. í 8. umferð gerðu
þeir jafntefli við Túnisbúa,
Bragi Kristjánsson vann sína
skák, Trausti Björnsson og Jón;
Friðjónsson gerðu jafntefli- en
Jón Þór tapaði. — f 9. og
síðustu umferð sigruðu fslend-
ingar íra með 2% vinning gegn
1%- Trausti og Bragi unnu,
Jón Þór gerði jafntefli en Guð-
mundur Lárusson tapaði.
Alls hlaut íslenzka sveitin 19
vinninga í 40 skákum eða tæp
50%. Bragi Kristjánsson og Jón
Þór náðu beztum árangri. Bragi
fékk 5 vinninga í 8 skákum
eða 62,50% og Jón 5V2 vinn-
ing í 9 skákum eða 61,11%. Jón
Friðjónsson fékk 3 vinninga í
7 skákum eða 42,89%, Trausti
Björnsson fékk 3 vinninga í 8
skákum eða 37,50% og Guð-
mundur Lárusson 2% vinning í
8 skákum eða 31,25%.
blökkumanna í mannréttinda-
baráttu þeirra.
Ritari Russells lávarðar,
Ralþh Schoenman, sagðist þeg-
ar hafa rætt þrívegis við Sartre
og de Beauvoir til undirbúnings
réttarhöldunum og hann ber á
móti þeim fregnum sem birzt
hafa í blöðum að sumir þeirra
sem leitað var til hafi neitað
að taka sæti í dómnum.
Undirbúningsstarfið undir
réttarhöldin mun hefjast í
París í nóvember, en sjálf rétt-
arhöldin munu ekki geta hafizt
fyrr en í febrúar eða marz
næsta ár. Þau munu einnig
fara fram í París.
„Frá Vietnam“. sagði tals-
maður Russells, „munu koma
um 200 manns sem bera munu
vitni um hryðjuverk Banda-
ríkjamanna. Auk framburðar
þessara vitna munu önnur
sönnunargögn liggja fyrir dóm-
stólnum, ýms skjöl, kvikmynd-
ir og fhljóðupptökur“
Dómstóllinn mun skipa sér-
stakar nefndir til að kanna
hm ýmsu gögn um stríðsglæpi
Bandaríkjamanna, en tvær
rannsóknarnefndir hafa þegar
hafið störf. hvor i sínum hluta
Vietnams. Dómstólnum til að-
stoðar verða heimskunnir. lög-
menn frá ýmsum löndum, sum-
ir þeirra frá Bandaríkjunum.
Réttarhöldin munu væntan-
lega standa i einar tólf vikur.
Námsstyrkir
Evrópuráðs
Á árinu 1967 mun Evrópu-
ráðið veita styrki til dvalar í
aðildarríkjum ráðsins. Eru
þessir styrkir ætlaðir ífólki,
sem vinnur að hinum ýmsu
greinum félagsmála til þess að
gefa því kost á að afla sér
aukinnar þekkingar og reynslu,
er komi því að notum í störfum
þess. Af þeim greinum, sem
um er að ræða má nefna al-
mannatryggingar, velferðarmál
fjölskyldna óg barna, þjálfun
fatíaðra, vinnumiðlun, starfs-
þjálfun og starfsval, félagslegt
öryggi, vinnulöggjöf, vinnueft-
irlit, öryggi og heilbrigði á
vinnustöðvum o.fl.
Þeir, sem styrks njóta, fá
greiddan ferðakostnað og 800
til 1000 franska franka á mán-
uði, eftir því í hvaða landi
dvalið er. Styrkirnir eru veitt-
ir til eins til sex mánaða dval-
ár.
Á þessu ári hafa tveir íslend-
ingar notið styrkja af þessu
tagi, annar í þrjá mánuði. en
hinn í tvo mánuði.
Upplýsingar um styrki þessa
og umsókn areyðublöð fást í fé-
lagsmálaráðuneytinu. Umsókn-
ir skulu sendar félagsmálaráðu-
neytinu fyrir 1. október n.k.
(Frá félagsmálaráðuneytinu)
Sr. Ágúst einn
Varðandi frétt frá Akureyri í
sunnudagsblaðinu hefur Þjóð-
viljinn verið beðinn að geta þess
að séra Marinó Kristinsson hef-
ur nú dregið til baka umsókn
sína um Vallanesprestakall, og
er Ágúst Guðmundsson þá eini
umsækjandinn sem vitað er um.
Kaupmenn og kaupfélög
FyrMiggjandi:
Úrval af fallegu
SILKI DAMASKI.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
Símar 24730 og 24478.
iomIsýningin
W 1 •
Iðnsýmngin 1966
Þátttakendum í Iðnsýningunni 1966 tilkynnist hér
með að þeir geti hafizt handa um að koma fyrir
sýningarmunum í Sýninga- og íþróttahöllinni. að
morgni miðvikudagsins 17. þ.m.
Iðnsýningarnefnd 1966.
Kaupmenn og kaupfélög
Fyrirliggjandi:
Hvít teygja, 6 cord.
Skábönd — Bendlar
Þvottapokar — Hamdklæði.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
Símar 24730 og 24478.
Reykjavík - Hafnarfjörður
Vegna breytinga á aksturstilhögun um
Strandgötu í Hafnarfirði, flyzt viðkomu-
stöð Hafnarfjarðarvagnanna á leið til
Reykjavíkur, sem áður var við Thorsplan,
að horni Fjarðargötu og Vesturgötu gegnt
Nýju bílstöðinni.
LANDLEIÐIR h.f.
Á FACO-útsöhnni
■ Ullarteppi i bílinn — i bátinn — í tjaldið og
yfir lúna fætur er heim kemur.
■ Ennfremur terelynebútar og hinir eftirsóttu ull-
arefnisbútar. Gúðar vörur — Gott verð.
Það er hagur heimilisins að líta inn á útsöluna í
FACO *
Laugavegi 37.
Námskeið fyrir
meinatækna"
//
í ráði er að halda námskeið á vegum heilbrigðis-
stofnana og Tækniskóla íslands fyrir fólk, er
hyggst legglja stund á tæknileg aðstoðarstörf í
rannsóknarstofum heilbrigðisstofnana. Námskeið-
ið verður í tveim hlutum er taka samtals um 8
mánuði, og er ætlað sem undirbúningur fyrir á-
framhaldandi sérnám í meinatækni (medicinsk
laboratorieteknik) er fer fram í rannsóknarstofun-
um sjálfum. — Námstími allur verður 2 ár.
P
INNTÖKUSKILYRÐI:
a) Umsækjandi skal vera fullra 18 ára
b) Umsækjandi skal sýna heilbrigðisvottorð. og
c) skal hafa lokið stúdentsprófi eða hafa aðra
næga undirbúningsmenntun.
Náiiarí upplýsingar um námskeiðið og umsóknar-
eyðublöð fást á skrifstofu Tækniskóla íslands, Sjó-
mannaskólanum. mánudaga. miðvikudaga og föstu-
daga kl. 17—19.
Umsóknarfrestur er til 15. september.
Skólastjóri.