Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 5
 ÞJÓÐVILJINN —" Þriðjudagur 6. september 1966 — SÍÐA 5 pá—4« m a>__«isi..: :«$•»£ ? Fram sigraði Breiðablik í Kópavogi 3:0 í einum dauflegasta úrslitaleik í 2. deild sem fram .hefur farið. Leikur Fram því í 1. deild að nýju næsta ár, en félagið féll úr deildinni í fyrra. Sigurvegarar Frafn í 2. deild. Neðri röð frá vinstri: Erlendur Magnússon, Helgi Númason, Elmar Geirsson, Hallkell Þorkelsson, Einar Arnason, Baldur Scheving og Ölafur Ólafsson. Aftari röð: Karl Guðmundsson, þjálfari, Asgeir Sigurðsson, Hrannar Haralds- son, Anton Bjarnason, Þorbergur Atlason, Sigurður Friðriksson, Hreinn Elliðason, Sigurður Einarsson, Jóhannes Atlason, fyrirliði, og, AlfreS Þorsteinsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. — (Ljósm. Bj. Bj.). -<?• Ingimar Jónsson skrifar um '¦'¦jt- AttuEida Evrópumeisfara- mótið í frjálsum P Eftir hádegi í dag, 30. ágúst, var 8. Evrópu meistaramótið í frjálsíþróttum sett á Alþýðuleik- vangirmm hér í Budapest. Að venju fór fram opn- unarhátíð með svipuðu sniði og þegar Olympíu- leikar eru settir. Áður en þátttakendur gengu inn á leikvanginn undir þjóð- fánurn sínum, mynduðu uig- rnenni klædd hvítum og bláum búningi ártölin 1912 og 1966 og skammstöfun alþjóða frjáls- íþróttasambandsins IAAF en það var stofnað árið 1912. Að þessu sinni taka öll þau lönd í Evrópu sem tilheyra IAAF þátt í mótinu, en það héfur ekki komið fyrir áður. Hin nýju, sem nú i fyrsta sinn eru með, eru Malta og Gibralt- ar, en þau bæði svo og Portúgal sénda einn keppanda hvert. íslendingar eiga því ekki minnsta hópinn að þessu sinni, því eins og kunnugt er taka þrír Islendingar þátt í þessu móti — Jón Þ. Ölafsson, Val- björn Þorláksson og Sigrún Sæ- mundsdóttir, en langt mun vera síðan fslénzk stúlka tók þátt í slíku móti. ? Á fyrsta degi mótsins var keppt til úrslita í þremur grein- um, — 20 km göngu, 10 km hl. og. kúluvarpi kvenna. Göngumennirnir voru þeir fyrstu sem lögðu út í barátt- una um Evrópumeistaratitilinn í ár, eða strax og hinni hátíð- légu setningarathöfn lauk. Stuttu síðfeír hófust svo undan- rásír í nokkrum greinum. Austur-Þjóðverjinn Lidner varð fyrstur til að vinna gull- vérðlaun á þessu móti en þann sigraði í göngunni eftir harða keppni við Golubnisy frá Sov- étríkjunum. Báðir fylgdust að mest af leiðinni og höfðu eftir 10 km náð 'nokkru forskoti á Smaga (Soyétr.) og Sperling (A- Þ.). I lok; göngunnar tókst (Lindner að hrista Golubnisy af sér og vinha' gönguna með 150 metra forskoti. * ? Hápunktur dagsins f dag er 10 km hlaupið. Þar gerðu Ungverjar sér miklar vonir um ungverskan sigur og hvöttu því ákaft. landa sinn Mecser. Auk þess -var vitað fyrir fram að hlaupið yrði verulega spenn- andi eins og líka kom á daginn. Hlaupið var frá : upphafi til enda skemmtilegt þótt nokkur bið yrði á því að hinum sigur- stranglegustu tækist að losa sig úr tengslum við aðalhópinn og heyja síðan baráttu innbyrðis. Eftiir 5000 m hafði bó myndazt forustuhópur bg mátti þá sjá að úrslitin yrðu á milli Ung- verjans Mecser, Austur-Þjóð- verjans Haase, Roelants frá Belgíu, Mikitenko frá Sovét- rík.iunum, Letzerich, V. Þýzkal. og Englendinganna Tulloh og Rushmer. Þessir nefndu hlaup- arar skiptust á að taka forust- una og beita brögðum til að ná forskoti sem erfitt yrði fyrir hina að vinna upp. Þeear 3000 metrar voru eftir hafði Roel- ants heppnazt slíkt bragð og hafði nú um 30 metra forskot. En ekki leið á löngu þar til Mecser, Haase og Mititenko og aðrir höfðu dregið hann uppi. Spenningurinn í hlaupinu jókst að mun þegar Mecser herti mjög á sér þegar 600 m voru eftir og ætlaði sér að gera þar með út um hlaupið með löngum endaspretti. En Haase tókst að hlaupa Mecser uppi og komast fram úr ' honum rétt eftir áð síðasti hringurinn var byrjaður ' og sigra á mjög góðum enda- spretti sem Mecser réði ekkert við. Þessi sigur Haase sem er að- eins 21 árs að aldri, er hans stærsti til þessa. F,áir munu hafa búizt við því að honum tækist að vinna hlaupið,. þótt líklegur væri til mikilla afreka. Snemma í sumar hljóp Haase á 28.12,6 mín en tapaði fyrir Clarke og Roelants í keppni á Bislet um mitt sumarið. D Sovézka liðið varð fyrir því óhappi að systurnar Press og langstökkvarinn Tsélkanova gátu ekki komið með til Búda- pest en allar líkur vdru á því að þær ynhu 4 gullverðlaun fyrir Sovétríkin. Grein Tamöru Press, kúluvarpið var í dag og breyttist nú hin væntanlega harða keppni um annað sætið . í baráttu um sigurinn. Löndu Press, Tsishovu tókst að bjarga þessari sovézku grein með sóma. I öðru og þriðja sæti urðu austur-þýzku stúlkurnar Gummel og Lange, en við því var búizt að þær myndu báð- ar hafa góða möguleika á fremstu sætunum. ¦ ? Undanrásirnar í 100 m hlaupi sýndu að Frakkamir Bambuck og Piquemal munu " koma til með að sigra þegar til úrslitanna kemur. Bambuck náði bezta tímanum ¦ 10,4 sek. og hafði töluverða yfirburði ' Leikurinn á Laugardalsvelli sl. sunnudag bar lítinn svip af úrslitaleik og allra sízt eins og þeir hafa oft verið í 2. deild úndanfarin ár. Baráttuvilji í leikmönnum sást varla bregða fyrir og hljótt yfir hinum fáu áhorfendum, er lögðu leið sfeia á völlinn. Það var líkast því, að allir teldu að hinn raunveru- legi úrslitaleikur í deildinni hefði þegar farið fram helgina áður, milli Fram og ÍBV. Eiída var frá upphafi leiks nokkuð ljóst hvort liðið mundi sigra, því að Fram hafði alla yfirburði í leiknum en eins og oft áður gekk illa að skora og strand- aði oft á hinum ágæta mark- verði Kópavogs, Loga Kristj- ánssyni, sem raunar er þekkt- ari úr handknattleiksliði Hauka í Hafnarfirði. / Á 15. mín. eirilék Erlehdur, •innherji Fram, og sendi boltann til Elmars sem var frír fyrir marki, en skotið smaHag yfir. 10. mín síðar var þóf framan við mark Breiðabliks og var skotið af stuttu færi í stöng. Á 28. mín. bjargaði Logi vel er innherji F-ram var kominn frír innfyrir. Loks á 35. mín., skor- ar Fram sitt fyrsta mark,' hægri bakvörður Breiðabliks braut á Elmar innan* vítateigs og dæmdi Baldur Þórðarson réttilega vítaspyrnu, sem Helfi skoraði örugglega úr. 1 síðari hálfleik voru yfir-, burðir Fram enn meiri og • er leið á leikinn var úthald Kópa- vogsmanna þrotið. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri skoraði Fram ekki fyrr en á 28. mín. Hreinn Elliðason fékk boltann innfyrir vörn Breiða- bliks og skoraði óverjandi fyr- ir markvörð. Og 6 mín. síðar bætti Hreinn við þriðja marki Fram. Boltinn hrökk af mark- verði til Hreins sem skaut við- stöðulaust. | Að leik loknum afhenti Ingv- ar Pálsson, ritari KSI, sigur- vegurum bikar þann sem keppt var um. I. deiid: Jiirgen Ka;ise 'eyn vann burímigur á Skagu ¦ Á sunnudaginn. léku Akureyringar. og Akurnesing- ar síðasta leik sinn í íslandsmótinu í ár og fór leikurinn fram á Akranesi. Akureyringar unnu yfirburðasigur, skoruðu 7 mörk gegn 2, og hafa því hlotið 12 stig eins og Valur og Keflav. en þau eiga bæði eftir að leika einn leik, Valur gegn Þrótti og Keflavík gegn KR. Dg vinn^ Þrótt- xír og KR verða fjögur lið jöfn með 12 stig, Valur, Kefla- vík, Akureyri og KR, en á því eru raunar litlar líkur. 1 leiknum sunnudaginn ingar algera hálfleik í og á Skipaskaga á höfðu Akureyr- yfirburði í fyrri 'skoruðu 5 mörk Dieter Lidner sínum riðli. Að undanteknum sovézku spretthlaupurunum, en aðeins einum þeirra, Ivanov, tókst að komast í milliriðil, urðu hlutskarpastir hlauparar sem fyrir mótið voru álitnir sig- urstranglegastir svo sem Mani- ak Póll., Knickenberg V-Þýzka- 1. og Giannattasi frá ítalíu sem sigraði í sínum riðli á 10.5. ? Svipaða sögu er að segja Framhald á 9. síðu. gegn engu. Fyrsta markið skor- aði Skúli Ágústsson á 4. mín- útu leiksins. Á 11. mínútu áttu Skagamenn sitt fyrsta mark- tækifæri en Samúel markvörð- ur varði. 4 mínútum síðaf skorar Kári Árnason ' annað( mark Akureyringa. Rétt á eftir meiddist Björn Lárusson, Akur- nesingur, og kom Rúnar Hjálm- arsson inn fyrir hann. Fékk Rúnar ahnað marktækifæri Akranessliðsins í þessum hálf- leik skömmu eftir að hann kom inn á völlinn en Samúel varði aftur. Atti Akráries ekki fleiri færi í bessum hálfleik. Á 22. mínútu var ' Valsteini útherja Akureyrar brugðið og var dæmd vítaspyrna á Akra- nes sem Skúli skoraði úr. Sjö mínútum síðar • skoraði Val- steinn 3. mark Akureyringa og 5 mínútum* fyrir lok hálfleiks- ins bætti Kari 5. markinu við. I byrjun síðari hálfleiks Framhald á • 9. síðu. ÍBÍ-KR 2:1 Isfirðingar halda áfram í bik- arkeppninni en b-lið KR er úr leik eftir sigur Isfirðinga 2:1 'í Ieik þessara liða á Melavellin- um sl. laugardas. 1966 — EVRÓPUBIKARKEPPNI MEISTARALIÐA — KR — NANTES fer fram á Laugardalsvellinum m|ðvikudaginn 7. sept- ember kl. 7..00 e.h. Forsala við Útvegsbankann. — K.R. 1967 Verð aðgöngrumíða: Stúka Stæðí Börn kr. 125,00 kr. 90,00 kr. 25,00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.