Þjóðviljinn - 08.09.1966, Page 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 8. september 1966.
astvörui
Hér á eftir verður leitazt við
að gera stutta grein fyrir plast-
vöruiðnaði á íslandi í dag,
hvar hann er á vegi staddur
og hverjar séu framtíðarhorf-
ur hans. Orðið plastvöruiðnað-
ur er hér notað til aðgreining-
ar frá orðinu plastiðnaður, sem
á íslenzku máli gæti þýtt jafn-
hliða framleiðsla plasthráefna
sem framleiðsla vara úr plast-
efnum. Með plastvöruiðnaði er
hér og einvörðungu átt við
vörur, sem að mestu eða öllu
leyti eru unnar úr plasti, en
hitt undanskilið, sem að minni-
hluta er gert úr plasti, svo sem
málningarvörur o.fl. Hef ég að
mestu stuðst við flokkun Hag-
stofunnar á plastvörum. Ekki
er það heldur innan ramma
þessarar greinar að flokka og
greina frá öllum þeim fjölda
efna, sem ganga undir sam-
heitinu plast eða plastefni.
Það má fullyrða, að íslenzk-
ur plastvöruiðnaður hafi þegar
unnið sér fastan og öruggan
sess í atvinnulífi þjóðarinnar,
og hefur þýðing hans vaxið ár
frá ári. í samanburði við rót-
grónar erlendar iðnaðarþjóðir
er hann þó enn næsta fábreytt-
ur og lítill að vöxtum, en fjöl-
breytni hans vex ár frá ári og
má hiklaust gera ráð fyrir
framhaldi þeirrar þróunar.
Vörugæði framleiðslunnar eru
yfirleitt mjög góð og sambæri-
ir hann tilbúna vöru til neyzlu
og má benda á .einangrun,
vatnsrör, búsáhöld, leikföng.
netaflot og margt fleira. í öðru
lagi er þjónustuhlutverk hans
við annan iðnað, þar sem fram-
leiðsla hans er nauðsynlegur
hluti eða grundvöllur annarrar
framleiðslu. Má einkum benda
hráefnin eru frámleidd af fjöl-
mörgum stórum erlendum
fyrirtækjum, sem eru í mikilli
innbyrðis samkeppni um heims-
markaðinn. Er oftast hægt að
fá hráefnin á hagstæðu verði.
þó markaður hér sé ekki ýkja
stór. Hafa hráefnaverð jafn-
vel farið lækkandi síðari árin.
leg við erlenda framleiðslu.
Ýmis rök mætti færa fyrir því,
að íslenzkur plastvöruiðnaður
muni standast vel erlenda sam-
keppni, þó ‘“tollvernd hverfi,
og raunar bendir allt til þess, -
að fjölbreyttur iðnaður í plasti
muni þróast hér á komandi ár-
um. Sú hefur og orðið reynsla
annarra þjóða, sem lengra eru
komnar. Mun síðar verða vik-
ið nánar að þessu.
Plastvöruiðnaðurinn gegnir
tveimur þýðingarmiklum hlut-
verkum. f fyrsta lagi framleið-
á umbúðaframleiðslu í þessu
sambandi.
Blómlegur iðnaður þarfnast
fyrst og fremst fjölbreyttra
hráefna á stöðugu samkeppnis-
hæfu verði. í öðru lagi yprður
markaður fyrir framleiðsluvör-
ur hans að vera nægilega stór,
og í þriðja lagi þarfnast hann
góðra íagmanna og nægs fjár-
magns. Ef fyrsta atriðið er' at-
hugað, kemur í ljós, að engin
plasthráefni eru unnin héi:-
lendis og því öll hráefni þessa
iðnaðar aðflutt. Mikilvægustu
tONlSÝNINGIN
w
STERK/ &\ STiLHREIN
FRAMLEIOANDf: SÓLÓHIISGÖGN HF. HRINGBRAUT121 8ÍMI:21832
STERK • STILHREIN • ODYR
kojur •stó!ar» bordNbekkir
h
úsgögn
nyf,((n',r, /u, -nn
Einnig má segja, að við sitjum
við sama b.orð og Danir, Norð-
menn og fjöldinn allur af smá-
ríkjum, sem framleiða engin
eða örfá plasthráefni.
Annað atriðið, sem ég nefndi,
var stærð þess markaðar, sem
völ væri á. Ef athuguð er þró-
un íslenzka plastvöruiðnaðar-
ins, sést, að markaðurinn inn-
anlands hefur ráðið mestu um
vöxt hans og fjölbreytni, því
ekki hefur verið um neinn telj-
andi útflutning á plastvörum
að ræða. Augljóst má vera, að
markaður vöru þarf að vera
nægilega stór til þess að fram-
leiðsla geti hafizt. Hefur smæð
íslenzka markaðarins orðið fá
þröskuldur, sem flestir þeirra
hafa hnotið um, er athugað
hafa möguleika til framleiðslu
hér. Þrátt fyrir þetta hafa Ts-
lendingar verið furðu fljótir að
grípa tækifærin sem boðizt
hafa, og þó oft hafi gætt mik-
illar bjartsýni í upphafi, má
segja, að flestum hafi farnazt
mjög vel. Hefur ört vaxandi
markaður átt sinn þátt í því,
ásamt aukinni tiltrú til fram-
leiðsluvaranna.
Góðir fagmenn og nægt fj£r-
magn er þriðja forsenda sam-
keppnishæfs iðnaðar. Þessi tvö
atriði eru talin hér saman, þó
óskyld séu, því raunar eru þau
nátengd hvort öðru í plast-
vöruiðnaði. Flest plastvöru-
framleiðsla gerir óvenjulegar
kröfur til fullkominna, oft sjálf-
virkra véla og móta, sem kosta
mikið fé. Er því augljóst, að
sérmenntaða og vel þjálfaða
fagmenn þarf við framleiðsl-
una, og að mikið fjármagn þarf
til kaupá á þessum dýru vélum.
Þá er og fjölþætt þekking á
plasthráefnum nauðsynleg, bæði
er snertir eiginleika þeirra í
framleiðslu en einnig á hæfni
þeirrá til að leysa það hlut-
verk af hendi, sem þeim er
ætlað. Óhætt er að fullyrða,
að íslendingar hafi þegar sann-
að hæfni- sina í þessu tilliti.
Eins og áður var drepið á,
er það heimsmarkaðurinn, sem
sníður þessum iðnaði stakk
eftir vexti. Er þá næst að at-
huga, hvað hann hefur plast-
vöruiðnaði að bjóða.
Stærsti og um leið mikilvæg-
asti markaðurinn fyrir plast-
vörur er nú hjá byggingaiðn-
aðinum. Nægir að benda á ein-
angrun, vatnsrör, einangrunar-
rör og gólflista sem dæmi um
vörur, er framleiddar eru úr
plasti, auk fjölmargra annarra.
Ástæða er til að ætla, að þessi
markaður gefi svigrúm miklu
fjölbreyttari framleiðslu úr
plasti en nú er, einkum ef
fjöldaframleiðsla hæfist á hús-
um og húshlutum í verksmiðj-
um. Getur það þó eigi orðið
fyrr en byggingar og bygginga-
hlutar verða staðlaðir. Sem
dæmi um slíka framleiðslu er-
lendis mætti nefna:
1) Framleiðslu á tilbúnum
veggjum og vegghlutum.
2) Framleiðslu á gólfflísum
og gólfdúkum.
3) Framleiðslu á frárennslis-
rörum og tengistykkjum til
þeirra.
4) Framleiðslu þakplötum. á tilbúnum
5) Framleiðslu á innrétting-
um í eldhús þeirra. og hlutum til
í allt það, sem hér hefur
verið nefnt, er plast notað að
meira eða minna leyti, enda
hefur þróun þessa iðnaðar er-
lendis verið nátengd þróunar-
sögu plastsins. Skemmtilegt
dæmi um háþróaða fram-
leiðsluhætti erlendis, er um fyr-
irtæklð, sem framleiddi eitt
þúsund baðherbergi fyrir spít-
ala. Baðherbergin voru gerð f
verksmiðju og flutt tilbúin í
einu lagi á byggingarstað, en
þar þurftu þau aðeins að tengj-
ast vatni, rafmagní, frárennsl-
islögn og loftræstilögn og stóðu
þá tilbúin. Dæmi um þróun
þessara mála hér, sem blasa
við hverjum Reykvíkingi í dag,
eru hinar nýtízkulegu fram-
hliðar ýmissa nýrra stórhýsa
hér, en mjög góð einangrunar-
efni hafa helzt orðið til að
gera þessa framleiðslu mögu-
lega.
Annar þýðingarmesti mark-
aðurinn fyrir plastvörur eru
umbúðir. Framþróun þessa iðn-
aðar hefur á fáum árum orð-
ið mjög mikilvægur þáttur í
starfsemi margra framleiðenda
á matvælum, hreinlætisvörum,
sælgætisvörum og fleiri. Tví-
'mælalaust hefur þessi fram-
leiðsla plastumbúða bætt sam-
keppnisaðstöðu fyrrnefndrar
framleiðslu mjög mikið, bæði
hvað snertir ytra útlit, verð
og vörugæði.
Eftirtektarverð nýleg viðbót
við plastvöruframleiðsluna hér-
lendis, er framleiðsla netaflota.
Virðist hún komin á góðan rek-
spöl, þótt ekki njóti hún toll-
fríðinda og eigi í harðri sam-
keppni við erlend fyrirtæki.
Framleiðsla húsgagna hefur
að bjóða marga möguleika á
notkun plastefna. Til dæmis
hafa plastgrindur í húsgögn
verið framleiddar hér um ára-
bil með ágætum árangri. Einn-
ig hefur plastsvampur mjög
rutt sér til rúms í húsgagna-
iðnaði. Er hann fluttur inn í
blokkum, sem eru sniðnar nið-
ur í dýnur og stólsetur hér.
Mun líklegt að svampurinn
verði framleiddur hér síðar
meir.
Iðnaður með glertrefjum og
plasti hefur mjög blómgazt hér
síðari árin. Nægir að nefna
bátasmíði, alls konar ker og
tanka, klæðingar á þök og í
lestár skipa, sem dæmi um
framleiðslu þessarar tegundar.
Ýmiss konar annar plast-
vöruiðnaður hefur náð fótfestu
hér, sem of langt mál yrði upp
að telja. Er hér þó samanlagt
um verulega framjeiðslu að.
ræða, sem veitír atvinnuvegun-
um mikilsverða þjónustu.
Hér að framan hefur verið
leitazt við að gera í höfuðdrátt-
um grein fyrir plastvöruiðnað-
inum eins og hann kemur fyrir
Framhald á 9. síðu.
Deild 3
Stúka 305
ÁKLÆÐI
í mjög miklu úrvali, leggjum á-
herzlu á stetík, vönduð og falleg
efni, flestir litir fyrirliggjandi.
SOFASETTIÐ REX
Sérlega stílihreint og fallegt, fram-
úrskarandi þægilegt. Unnið aðeins
úr beztu fáanlegum efnum með
handbragði fagmanns.
Laugavegi 58
Heykjavík. Sími 13896
Bólstrun Harðor Péturssonar
I