Þjóðviljinn - 08.09.1966, Page 9

Þjóðviljinn - 08.09.1966, Page 9
( Fímantudagur 8. septerabea: 1566 — ÞJÖÐVIkJINN — &ÐA ö Staldrað við á Vopnafírði Framhald af 7. síðu. arumsvif á Raufarhöfn um árabil og útgerð nú upp á síð- kastið. Hinn er kunnur fyrir söltunarumsvif á Raufarhöfn og Seyðisfirði og er þannig vaxinn að hann hefði verið nefndur „gildur bóndi“ hér áð- ur fyrr, hvað sem efnahag leið. I>á er hægt að minnast á Kristinn Jónsson síldarsalt- anda á Auðbjörgu. Hann er bróðir Aðalsteins á Eskifirði. Vitaskuld ber kaupfélagshús- ið á Vopnafirði höfuð og herð- ar yfir önnur verzlunarhús á staðnum. Þar fa°st líka allt sem aetla má að þorpsbúar og bænd- ur í nærsveitum þurfi til sinna umsvifa og til að gera reyk- vízkum gestum til geðs er „lúgusjoppa“ á stafni hússins og afgreiðslustúlkan hæfilega viðskotaill til að borgarbúum finnist þeir vera eins og heima hjá sér. Vopnafjarðarhérað er bú- sældarlegt yfir að líta. Þar eru höfuðbólin Hof og Burstafell. Á Hofi situr nú Rögnvaldur Finnbogason klerkur, en á Burstafelli Metúsalem Metúsal- emsson og gætir merkilegs minjasafns í bæ sínum. Því miður hefur minjasafnið ekki verið opið í sumar vegna ein- hverra - frámkvæmda þar á staðnum og verður því ekki hugað nánar að því að sinni. Um landnám í . Vopnafirði segir svo í Landnámu: „Eyvind- ur vápni og- Refur inn rauði, synir Þorsteins þjokkubeins, bjuggust til íslands af Strind úr Þrándheimi, því að þeir urðu missáttir við Harald kon- ung, og hafði sitt skip hvárr þeirra. Refur varð afturreka ok lét konungur drepa hann, en Eyvindur kom í Vápnafjörð ok nam fjörðinn allan frá Vestradalsá ok bjó í Krossa- vík inni iðri. Hans sonur var Þorbjörn" 1 Þott Vopnafjörður teljist til Austfjarða, er hann í heldur lausu sarahandi við þá. Vega- sambandi er þannig háttað að ÞU LÆRIR MÁLIÐ í MÍMI farið er upp á fjallið hjá bæn- um Burstarfelli eftir snarbrött- um og lausum sr^piðingum. Síð- an liggur hann óraveg til suð- austurs yfir Möðrudalsfjallgarð og kemur á Austurlandsveg 8 kílómetrum fyrir norðan Möðrudal á Fjöllum. Síðan er farið sem leið liggur eftir Jök- uldal og á vegakerfi Aust- fjarðanna.- Samkvæmt vega- korti Skeljungs er leiðin öll frá Vopnafjarðarkauptúni að vegamótum í Jökuldal 158 km. Á sama vegakorti er sýndur vegur suður yfir Hofsá og út með firðinum að sunnanverður. Hann slitnar svo við Hellis- heiði, en yfir hana liggur ó- greiðfær jeppavegur. Handan hennar tekur við vegur suður Jökulsárhlíð að vegamótum í Jökuldal. Yrðu nú þessir vegir tengdir með vegalögn yfir Hell- isheiði myndi leiðin milli áður- nefndra staða stjdtast um tæpa 100 kílómetra. Það munar um minna. Ekki er þó allt vont um veg- inn. Þegar komið er upp á fjall- ið ofan við Burstaffell, ligg- ur hann rétt við og eftir fjalls- brúninni, eða burstinni, því fjallið heitir og Burstarfell. Þar má ekki ganga nema ör- fáa metra út fyrir veginn til að standa á hengiflugsbrúninni, þar sem flugið er alveg niður í byggð. Sannast að segja ættu lofthræddir menn að halda sig í bílunum, eða skoða umhverf- ið þeim megin vegar sem frá brúninni snýr. Þá er leiðin víða ægifögur, sérstaklega í nágrenni við Vöðrudal. Fjalla- sýn er þar svo fögur óg auðnin svo sterk og ógnandi, að þá fyrst skilst manni hversvegna bæir eins og Grímsstaðjr og Möðrudalur haldist í byggð.' Á hinn bóginn hafa Vopn- firðingar greiðan samgang við Bakkafjörð og Þórshöfn á Langanesi og ríkisskip annast strjálar samgöngur á sjó. Flog- ið er til Vopnafjarðar tvisvar í viku á vegum Flugþjónustu ‘Björns Pálssonar og Flugfélags fslands. Flugvöllurinn stendur við ósa Hofsár og virðist að- flug gott, enda fjörðurinn víð- ur og dalurinn langur. Hér látum við lokið spjalli okkar um Vopnafjörð um leið og við snúum stafni suður Möðfudalsöræfi áleiðis til Eg- vilsstaða og Seyðisfjarðar. Út- látalaust er þó að óska Vopn- firðingum þess að þeir fái mikla síld það sem eftir er af sumri og í haust og að vega- málastjórnin geri gangskör að því að leggja færan veg yf- ir Hellisheiði. Elskuleg eiginkona mín GUÐRÚN JOHNSON EINARSSON, sem lézt 2. september, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 9. september kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Benjamín F. Einarsson. Nantes vann KR — 3:2 Framhald af 12. siðu. irru. Litlu síðar er Gunnar kom- inn innfyrir alla nema mark- manninn, en hann kemur út og lokar vel markinu og fór skotið í hann. Nantes sækir allhart án þess_ þó að opna verulega vörn KR og skapa sér opin tækifæri. Þeir reyndu að leika inní víta- teiginn með stuttum samleik, en þá var spilið orðið svo þröngt að fætur varnarmanna voru komn- ir til varnar eða þá að þeir skutu af löngu færi en það réði Guðmundur léttilega við. Á 37. mínútu leika saman fram völlinn þeir Ellert og Jón Sigurðsson og virtist þetta mein- leysislegt áhlaup, þar sem vöm Nantes „dekkar“ sóknarmenn KR, en þá skeður það sem fáirþjugg- ust við að Ellert gerir djarfa tilraun til að skjóta af löngu færi og virðist sem knötturinn stefni framhjá horni marksins, er. áhorfendum til mikillar á- nægju smaug hann undir slána þar sem stöng og slá mætast, mjög glæsilega skorað mark, eitt af þessum fáu ,,draumamörkum“ fyrir áhorfendur og þann sem skorar. Og þannig lauk þessum leik með aðeins 3:2 sigri fyrir frönsku meistarana frá Nantes. Þetta var mun betri frammi- staða hjá KR en nokkurn óraði fyrir þvl í leik þeirra var oft mikið vit og vilji, þó um of skorti á nákvæmni í sendingum. Beztu menn í framlínu KR- liðsins voru.þeir Jón Sigurðsson og Hörður og milli þeirra var oft góður leikur sem skapaði hættu og þar kom einnig við sögu Gunnar Felixson, sem einn- ig var ágætur. Eyleifur slapp nokkuð vel. Ellert var ágætur og gerðiým- islegt vel þó manni finnisthann oft seinn í snúningum. Þórður var og mjög nýtur fyrir vörn- ina, enda til þess kjörinn meira. Kristinn átti einn sinn beztaleik til þessa og truflaði margt á- hlaupið. Sama er um Ársæl að segja, traustur og öruggur, Ösk- ar Sigurðsson slapp allvel í bak- varðarstöðunni, þótt hann sé ern ekki búinn að átta sig fylli- lega á henni. Guðmundur í tnarkinu átti ágætan leik. Það truflaði mjög leik KR- inga hve sóknarmenn KR voru oft rangstæðir en vöm Nantes kunni á því lagið að leika þann- ig, og við það bættist að KR- sóknin virtist lokuð fyrir þessu svo að segja allan leikinn, og gengu þeir 20—30 sinnum íþessa „gildru“ þótt stundum værl það vafasamt að rétt væri dæmt. Franska liðið var skemmtilega leikandi og sýndi í heild miklu betri knattspyrnu, þótt því tæk- ist ekki að skapa sér tækifæri i samræmi við það, hvað sem því olli. Beztu menn liðsins voru hægri framvörðurinn Sayndeau, mið- vörðurinn Budzynski, miðherjinn Gnodet. Markmaðurinn Castel varð hvað eftir annað að grípa I fyrramorgun var framið innbrot hjá vélaverzlun G. J. Fossberg að Skúlagötu 63 og stolið þaðan tveim litlum myndavélum: Canon deni S, að verðmæti kr. 3000,00, og Minolta 16/Ps, sem virt var á 1000,00 kr. ELDHÚSINNRÉTTING frá Haga er hagkvæm HAGIHF. Akureyri — Sími (96)12710. til kosta sinna og átti hann góð- an leik. Annars er liðið jafnt og sam- leikið og hvergi veilu í því að finna. Það má að lokum segja að þessi frammistaða KR hefurekki síður en heimaleikur Vals um daginn gefið svolitla trú á ís- lenzka knattspymu sem annars ér ekki sérlega háttskrifuð í dag. Dómarinn var Norðmaðurinn Rólf Hansen og dæmdi nokkuð vel og línuverðir voru landar hans tveir. — Frímann. SakkaYjörSnr Framhald aí 1. siðu. sitt fram sem fjárhlut í verk- smiðjunni, þá gekk reksturinn illa, vegna þess helzt að- hráefni vantaði og höfðu síldarskipstjór- ar lítinn áhuga á að koma þang- að með síld. Eftir sumarið í fyrra var fjárhag verksmiðjunn- ar svo komið að Sandvík hf. neyddist til að lýsa sig gjald- þrota og eignaðist Seðlabankinn verksmiðjuna á uppboði í vor Hefur verksmiðjan ekki verið starfrækt í sumar og virðast að engu orðnar þær vonir sem Bakkfirðingar höfðu gert sér um að njóta einhvers af síldveiðun- um þar úti fyrir. Nú hefur það hins vegar gerst alveg nýlega, að verksmiðjustjórinn sem ráðinn var áð verksmiðjunni í fyrra( Árni Gíslason, og fimm þekktir aflaskipstjórar hafa stofnað hlutafélag ’um kaup á verksmiðj- unni, og standa vonir til að hún verði komin í gang innan fárra vikna, er lokið verður nauðsyn- legum endurbótum á verksmiðj- unni. Hið nýja hlutafélag nefnist Oddafell hf. og standa að því auk verksmiðjustjórans eins og áður getur eftirtaldir skipstjórar og útgerðarmenn: Sæmundur Þórðarson á v/b Þórði Jónas- syni, Guðbjöm Þorsteinsson á v/b Þorsteini og þeir bræður Gunnar Hermannsson á v/b Eld- borgu, Þórður Hermannsson á v/b ögra og Gísli Hermannsson a v/b Vigra. KRYDDRASPIÐ fþróttir Framhald af 5. síðu. Guðrún Einarsdóttir D Guðrún Pálsdóttir K 1,22 1,22 Langstökk: m. Guðrún Fálsdóttir K 4,00 Guðrún Hauksdóttir K 3,85 Margrét Jónsdóttir K 3,83 Kúluvarp: m. Guðrún Pálsdóttir K 7,47 Héraðsmet. Guðrún Einarsdóttir D 6,42 Guðrún Hauksdóttir K 5,72 Kringlukast: m. Guðrún Einarsdóttir D 19,52 Margrét Jónsdóttir K 18,12 Guðrún Pálsdóttir K 16,26 Mótsstjóri var Þórarinn Þor- valdsson, dómari í knattspyrnu var Höskuldur Goði Karlsson. Sýslukeppni í frjálsum íþrótt- um milli USAH og USVH hefur verið ákveðin 11. september að Reykjaskóla í’ Hrútafirði. Plastiðnaður Framhald af 2. síðu sjónir í dag. Niðurstaða þessara bollalegginga er í stuttu máli þessi: 1) Við höfum sambærilega að- stöðu til hráefnaöflunar á sambærilegu verði og ná- grannaþjóðir okkar. 2) Plastvöruiðnaðurinn stendur föstum fótum í atvinnulífi þjóðarinnar og hefur hann þegar öðlazt þá reynslu, sem nægja mun til stærri átaka. 3) Markaður er þröngur heima fyrir, en miklar líkur benda til, að hann fari ört vaxandi næstu árin. Gunnar Kr. Björnsson, efnaverkfræðingur. FÆST f NÆSTU BÚÐ Saengurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR * SÆNGURVER LÖK KODDAVER fóaŒJQ j 'oaciP m IÉP** Skólavörðustíg 21. Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90. IÐNlSÝNINGIN ifc S/o/ð Iðnsýninguna haugaveg flDMNÍH tunðl6€ú$ fiMaMnaagtiflttgon Fást í Bókabúð Máls og menningar NITTO JAPðNSKU NITT0 HJÓLBARÐARNIR I flastvm stesrðum fyrirlisgjandi f TollvSnisaymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35 - Sfmi 30 360 BRIDGESTONE HJÓLB ARÐAR Síaukirr salá sannargæðin. BiRI DGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRI DGESTONE ávallt fyrirliggiandí. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Siml 19443 B I L A LÖKK Grunnur Fyilir Sparsl Þynnir Bón. EINKAUMBOÐ ÁSGEIR ÓLAFSSON heildv. Vonarstræti 12. Sími 11075. ■jfnWr ® KtmjKi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.