Þjóðviljinn - 14.09.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.09.1966, Blaðsíða 8
í H U S I MÓÐUR MINNAR Eftir JULIAN GLOAG Hann settist og tók sígarettu úr silfurskríni. Hann kveikti í henni með leðurbúnum kveikjara með gylltum ijpphafsstöfum- Hann setti kveikjarann varlega á borð- ið aftur, þannig að hann stóð í sömu • röð og sígarettuskrínið, bréfavogin og skriffærin. Hann Ieit út í garðinn- Það var búið að taka tebollana og hvíta dúk- ínn af tebörðinu. Joan hafði meira að segja munað að færa til borðið, þannig að grasið und- ir borðfótunum myndi ekki visna og deyja. Með hægð blés herra Halbert reykjarstrók í áttina að glugg- anum. X5 Meðan systkini hans héldu á- fram inn í húsið, lokaði hann hliðinu að númer 38- Hann leit f síðasta skipti á Deimlerbílinn og andvarpaði. — Húbert. Jiminee var kom- inn aftur út og stóð við hliðina á honum. — Húbert. Þetta var hann — b-bílvirkinn- — Já, ég veit það. Sólin glampaði á bílinn og Húbert velti fyrir sér, hvort Halbert myndi nokkum tíma fara aftur með þau í ökuferð. — Hann er flottur, finnst þér ekki? \ Hann svaraði ekki. Einu sinni fyrir löngu ncmndi hann að mamma hafði sagt við hann: Þið megið aldrei sitja í hjá ó- kunnugum. Fyrst' hann mundi það, þá mundi Dunstan það sjálfsagt líka. En var herra Hal- bert í rauninni ókunnugur? Hann var viss um að mamma átti ekki við fólk eins og Halbert — en, tja — hvemig var hægt að út- skýra það fyrir .... fyrir rödd- inni í hofinu? Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. — Húbbi, var hann ekki al- mennilegur að aka með okkur, ha? — Það hefði svei mér verið gaman ef hann hefði verið p-pabbi okkar. Húbert kreisti kökubitana tvo í smjörpappír upp að brjóstinu- Jæja, sagði hann — en það er hann ekki. Hann skellti loks í lás og gekk upp garðstíginn. Jiminee gekk á eftir honum- En ef hann væri það, þ-þá væri það gaman, er það ekki? 2 Hann kreisti kökuna handa Gerty og fingumir fóru innúr bréfinu og komu við sykurbráð- ina. Æ, hættu þessu Jiminee. Elsa stóð í stappi við Willy frammi í anddyrinu. Þú átt að fara beint upp og í rúmið, Willy- — Ég vil fyrst fá kvöldmat. Willy var þrjó2kur- — Þú borðaðir þessi ósköp með teinu og syo fékkstu ís. Nú ger- irðu eins og ég segi. Meðan Húbert horfði á þau, komu Dunstan og Díana gegnum dymar sem lágu að eldhúsinu. Dunstan sagði: — Þið komið of seint í mömmustundina- — Það verður engin mömmu- stund hjá Willy í kvöld, sagði Elsa höstug. — Allir geta tekið þátt í mömmustundinni, alltaf. Engar undantekningar. Nema einhver hafi verið hræðilega óþekkur. — Vil enga mömmustund. Vil fá kvöldmat, sagði Willy. — Elsku Willy, sagði Díana lágum rómi- Veiztu nema mamma þurfi að tala við þig? — Mér er alveg sama þótt hún vilji tala við mig. Ég vil fá kvöldmat. — Willy, sagði Dunstan ógn- andi- Mundu hvemig fór fyrir Gerty. — Komdu, Willy, sagði Díana. — Ég vil það ekki. Hann stóð með kreppta hnefana á lofti, al- búinn að berja hvem þann sem nálgaðist. — Ég hata mömmu. Hún er vond. Ég vil kvöldmat. Hann vissi ekki sjálfur hve orð hans létu hræðilega í eyrum- Ekkert þeirra mælti orð, þau horfðu aðeins á Willy. Ekki einu sinni Elsa gat komið upp orði. Húbert átti hálfpartinn von á því að snáðinn hyrfi eða dytti niður dauður. En ekkert heyrð- ist nema tifið í klukkunni í and- dyrinu. Dunstan benti á Willy með fingrinum — titrandi fingri. — Guðlast, sagði hann. — Guðlast! Dunstan gekk skrefi nær, en Húbert vissi, að hann myndi ekki þora að snerta Willy- Willy varð alveg óður, þegar hann varð svona reiður — hann gat bitið og slegið, og hann var sterkur. Það þyrfti þrjá til að ráða við hann. Elsa sagði: — Það er bezt þú farir beint í rúmið, Willy — þetta er nóg í dag. Húbert varð hissa þegar hann heyrði rödd hennar — hún var annarleg — hún var næstum þreytuleg, líkari rödd Díönu. — Já, sagði Dunstan. — Já — þú ert alltof slæmur til að taka þátt í mömmustund. En á morg- un verðurðu með- Á morgun, Willy. Allt í einu þaut Willy í áttina til Dunstans, en beygði frá hon- um rétt áður en hann kom alla leið og þaut upp stigann- Hann hrasaði einu sinni áður en hann komst fyrir beygjuna Qg svo var hann horfinn. Börnin stóðu kyrr og hlustuðu á fótatak Willys, sem fjarlægðist óðum. Loks heyrðu þau herbergishurðina skellast aftur á efstu hæð. Hann myndi setja slagbrand fyrir dymar og loka sig þar inni og gráta í einrúmi eins og hann var vanur, það vissi Húbert. « Dunstan strauk hárið frá aug- unum. — Mamma refsar, sagði hann lágrómai- Hann hóstaði. — Jæja, sagði hann, nú höldum við mömmustund. Húbert hikaði. — Get ég ekki skroppið upp fyrst? Þar sem hann stóð þrýsti hann köku- bitunum tveimur upp að brjósti sér og hann áttaði sig á því, að þetfca var í fyrsta skipti, sem hann hafði beðið Dunstan leyf- ÍiS- Það varð þögn og Dunstan virti bróður sinn fyrir sér og hallaði undir flatt. — Já, sagði hann lágt, — já, þú mátt það, en vertu fljótur. Mamma bíður. Húbert gekk í áttina að stig- anum. — Húbert — hvað ertu með í hendinni? Haon sneri sér við — O — ekki neitt, sagði hann. — Ekki neitt? sagði Dunstan. — Má ég sjá. Húbert leit- upp stigann. Ef hann hlypi, gæti hann verið kominn inn í herbergið til Gerty og búinn að læsa áður en þau næðu honum- Hann hristi höfuð- ið Láttu ekki eins og fífl, hugs- aði hann. Hann leit á Dunstan og rétti fram höndina með pakk- anum. — Þetta var undarlegt ekki neitt, sagði Dunstan- Húbert góndi. Raddhreimur Dunstans var ókunnuglegur. — Þetta er kaka, sagði hann. — Mér heyrðist þú segja að það væri ekki neitt? — Já, en — já, mér skjátl- aðist. Honum fannst hann vera eins og auli — og allt í einu skildi hann, að það var einmitt það sem Dunstan vildi. Það var það sem Dunstan hafði ánægju af. Hann hélt niðri í sér andan- um. — Ég — ég skal ekki vera lengi. Það var ekkert að ótfcast. Hann ætlaði ekki að tala við Gerty — bara gefa henni kökuna og koma beint niður aftur. Hann furð- aði sig á því, að Dustan skyldi ekki gefa honum áminningu um að brjóta ekki bannið á Gerty. Dunstan þótti gaman- að áminna. Hann opnaði dyrnar að her- bergi Gertyar- Hún lá í hnipri með hnén kreppt og andlitið grafið í koddanum. Lakið sem hún hafði dregið upp yfir höfuð hafði runnið ofanaf henni og sýndi hvítan hvirfilinn og ójafn- ar hárlufsurnar eftir snoðklipp- inguna. Hún hafði ekki streitzt á móti meðan eldhússkærunum var beitt. Hún hafði setið álút meðan Díana lauk verki sínu. En nú tók Gerty viðbragð af skelfingu, ef einhver reyndi að koma nálægt höfðinu á henni. Hann settist varlega á rúmið- Allt í einu skipti það engu máli, þótt hann ryfi hið heilaga lofbrð um þögn og talaði við hana og bryti bannið sem á henni hvíldi. — Gert? Höfuðið á henni hreyfðist ör- lítið. — Hvernig lfður þér, Gerty? Hún var stífluð í nefinu og andaði með munninum. Hún hafði grátið rétt einu sinni. Hún FR’A RAZNOEXPORT, U.S.S. R. 2-3-4-Ö og 6 mm, Aog B GÆÐAFLOKKAR MirsTrading Companyhf Laugaveg 103 sími 1 73 73 4846 Hver getur Jíka trúað því, að kona eins og Eleanor Hardy geti gert þvílíkt og annað eins? Og að hún styðji son sinn í ó- þokkabrögðum hans. — „Það er aðeins ein leið til að sannfæra Fred Fairman“, segir Þórður. „Hvað?“ Frú Hardy verður sjálf að staðfesta söguna. Það ætti að vera skylda hennar eftir það sem hún hefur gert ykkur Ethel‘‘. Stanley samþykkir þetta eftir nokkra umhugsrm. — Stuttu síðar er Þórður aftur kominn til Norfolk Hann hefur tekið sér far með fyrstu flugvél- Hann fer rakleiðis heim til Ethel. SKOTTA i — Segðu mér þegar við komum að skólanum, ég verð að lesa fyrir söngtímann. Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Eitt námskeið — er ódýrt, og í það fer lítill tími. En það getur gert gæfumuninn þegar þú kemur út. B Kanntu að svara fyrir þig 1 tollinum? ■ - Kanntu að spyrja til vegar? Ef ekki, þá skaltu spyrja strax eftir nám- skeiði sem þér hentar við Málaskólann Mími. Málaskólinn Mímir Brautarholti 4, sími 1 000 4 (kl; 1—7 e.h.)' Hafnarstræti 15, sími 2 16 55. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS IINOARGATA 9 REYKJAVIK SlMI 21260 SlMNEFNI . SURETY Auglýsíngasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.