Þjóðviljinn - 09.10.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.10.1966, Blaðsíða 8
Ný og sérstæð „þjónustu"- aðferð við viðskiptamenn Kópavogsbúar! FYRSTI RABBFUNDUR Félags óháðra kjósenda nm bæjar- málin verðnr í Þinsrhól mánu- dagskvöidið 10. október. MEÐAL UMRÆÐUEFNA verða skipulags- og byggingamál og svo auðvitað fjármál bæjarins vegna árása Morgunblaðsins á Kópavogskaupstað. BÆJARFULLTRÚAR félagsins mæta á fundinum og svara fyrirspurnum. — Stjórnin. Myrkraverk kaupsýslumanna DORTMUND 8/10 — Rúmar tíu þúsund smálestir af sykri frá Ródesíu hafa legið óseldar tíu mánuði í Hamborg vegna við- skiptabanns Bret'á, en hafa nú verið seldar. Umboðsmenn fram- leiðenda hafa neitað að gefa npplýsingar um það. hver kaup- andinn sé. Æskulýðsstarf Neskirkju Æskulýðsstarf Neskirkju er nú £ þann mund að hefjast og verð- rár með líku sniði og undanfar- in ár, vikölegir fundir, fyrir pilta aðra vikuna og stúlkur bina. Fundirnir verða á mánu- dögum, sá fyrsti á morgun, 10. okt. og er hann fyrir pilta á aidrinum 14-17 ára. — Fyrsti stúlknafundurinn verður mánu- daginn 17. október. SAIGON 8/10 — Bandarísk hernaðaryfirvöld greina svo frá, -að þrjú herfylki frá Norð- ur-Vietnam hafi farið yfir landa- mærin og berjist nú með veru- legum árangri við bandarískt heriið á svæði því sem skilur að báða hluta landsins. Segja Bandaríkjamenn að þessi herfylki séu vel þjálfuð og vel vopnuð og muni fram- sókn þeirra geta breytt verulega öllum aðstæðum í styrjöldinni. Forseti Filipseyja, Marcos ÞJíteVILJANUM hefur borizt í hendur bréf það, sem hér fer á eftir. Bréfið er skrifað af for- stjóra Olíufélagsins h.f. (Esso) til fastra viðskiptavina þess. „Vér leyfum oss að vekja at- hygli yðar á reglum þeim, er olíufélögin munu fara eftir um greiðslu olíuúttekta og koma til framkvæmda 1. október n.k., sbr. auglýsingar í dagblöðunum. Reglur þessar eru fyrst og fremst settar til þess að koma á staðgreiðsluviðskiptum. Vér leggjum því áherzlu á, að ekki Svo sem á undanförnum árum mun Sinfóníuhljómsveit íslands efna til skólatónleika í vetur. Annar 'flokkur skólatónieikanna verður fyrir börn á aldrinum 6—12 ára, en hinn flokkurinn fyrir 16—21 árs skólafólk. í samráði við fræðsluyfirvöld Reykjavíkur hefur verið ákveð- ið að hafa tónleika þessa með nokkuð öðrum hætti en áður. Þeir verða haldnir utan skóla- lét að þvi liggja i ræðu er hann hélt í dag, að harm hefði komið á 'sambandi við forystumenn ~í Norður-Vietnam í því augnamiði að koma á samningaviðræðum um frið. Synti forsetinn mjög milli skers og báru í ræðunni: kvaðst annarsvegar ekki for- dæma bandaríska hernaðaríhlut- un í Suðaustur-AsíuJ en hins- vegar vildi hann brýna fyrir Bandaríkjamönnum að þeir yrðu að taka tillit til þjóðernishreyf- inga í Asíulöndum. þurfi áð koma til þess að við- skiptamenn vorir greiði auka- gjaldið, kr. 100.00, nema í und- antekningartilfellum. Þessvegna munum vér ekki afgreiða olíu á geymi við hús, þar sem eng- inn er heima, en bílstjórarnir munu skilja eftir miða, svo að heimilisfólk viti, að komið hafi verið á tilteknum degi. í slík- um tilfellum er hægt að hafa samband við dreifingarskrifstofu í sima og panta olíu að nýju. Þar sem svo stendur á, að fyrirfram er vitað, að enginn tíma barnanná, þannig, að þau börn, sem eru í skóla fyrir há- degi sækja tónleika eftir há- degi, og öfugt, sem sagt kl. 10.30 og 2.30. Foreldrar sjálíir eru því á- byrgir fyrir því, að börnin, sem áhuga hafa, komist á tónleikana. Önnur breyting er sú, að í vetur gefst börnunum kostur á að kaupa áskriftarskírteini á alla fjóra tónieikana í einu fyrir kr. 100.00. Sala áskriftarskír- teina þeirra hefst í Ríkisútvarp- inu miðvikudaginn 12. október og lýkur 15. október, en fyrstu tónleikarnir verða 20. október. Öllum foreidrum skólabarna á aldrinum 6-12 ára hefur verið sent bréf með aðstoð skólanna, þar sem þeir gangast inn á þetta nýja fyrirkomulag með undirskrift sinni. Foreldrum yngstu barnanna mun einnig verða heimilt að kaupa ársá- skrift til að geta fylgt böi-h- um sínum, ef óskað er. Öllum framhaldsskólum hef- ur einnig verið send tilkynning um hina átta tónleika fyrir 16— 21 árs. Áskriftarskírteini verða seld á þá tónleika fyrir kr. 200,00 og hefst salan í Ríkisútvarpinu n.k. mánudag, 10. október, en fyrstu tónleikarnir í þeim flokki verða 19. október, kl. 14:00. verður licima, þegar komið verð- ur með olíu, getur viðskipta- maður greitt fyrirfram á olíu- stöð, svo komizt verði hjá töf- um og aukagjaldi. Virðingarfyllst, pr. pr. OLÍUFÉLAGH) H.F. Vilhjálmur Jónsson.“ í tilefni af bréfi þessu snéri Þjóðviljinn sér til Vilhjálms Jónssonar og spurði hann hvort að tilgangur þessara aðgerða væri sá, að koma í veg fyrir að fólk geti ,,notað“ sér hundrað króna gjaldið nema í einstöku udantekningartilfellum, eins og það er orðað í bréfinu. Vil- hjálmur kvað það alls ekki til- ganginn. Fólk gæti eftir sem áður fengið olíu afgreidda að sér fjarstöddu að því tilskildu að það léti skrifstofuna við að það vildi fá olíu framvegis hvernig sem á stæði' og væri reiðubúið að inna aukagjaldið af hendi. Hinsvegar væri til- gangurinn með aðgerðunum sá, að firra fasta viðskiptavini fyr- irtækisins óþarfa útgjöldum. Vilhjálmur vísaði síðan til auglýsingar olíufélaganna, þar sem skýrt er hversvegna gripið var til aukagjaldsins. Bankarnir hefðu í rauninni þvingað félögin til að taka upp staðgreiðslufyr- irkomulag. Hinsvegar sagði hann að hér væri nánast um bráðabirgðaráðstafanir að ræða og myndu félögin standa í sömu sporum að ári liðnu með sama álagningarfyrirkomulagi. Mikið eldgos á Kamtsjatka PETROPAVLOVSK 8/10 — Klú- tsjévskíeldfjallið á Kamtsjaka- skaga (Austur-Síbería) er farið að gjósa af þeim myndarákap, sem kallar á marga vísindamenn. Er þetta fimmtánda gosið í fjall- inu á einni öld. U ngli ngaóei rði r í Brétlandi STRAOFORD ON AVON 8/10 — Sex ungíingar særðust í miklum táningaóeirðum sem brutust út í fæðingarbæ Shakespeares snemma i dag. Fóru unglingar hamförum um bæinn, bfutu rúð- ur, veltu bílum og skutu af haglabyssum, ennfremur lögðu þeir hvað eftir annað til atlögu við lögreglumenn. Afmælissýning Myndlista rskól- ans Sýning í tilefni 20 ára afmæl- is Myndlistarskólans í Reykja- vík stendur nú yfir í Ásmundar- sal að,Freyjugötu 41. Sýnd eru 30 verk, málverk, teikningar og höggmyndir eftir nemendur skólahs. Sýningin er opin kl. 5—10 e.hi daglega. Sfórgjafir til tveggja guðshúsa Maður, sem vill ekki láta nafns síns getið, hefur í dag afhent biskupsstofu peninga- gjöf til Hallgrímskirkju í Reykja- vík, að upphæð kr. 50.000,00 *— fimmtiu þúsund krónur — og gjöf til Skáiholts, að upphæð kr. 5.000,00 — fimm þúsund krórrur. — Gjafir þessar eru gefnar til minningar um ástvini og velgerðarmenn gefandans. (Frá Biskupsskrrfstofu). Þýzkir karlmannaskór FRÁ GALLUS nýkomnir Höfum einnig fyrirliggjandi úrval af ódýrum VINNUSKÓM / SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. KVENSKÓR Ný sending af kvenskóm frá: * \ ' GABOR á margar tegundir SKÓVAL Austurstræti 18, (Eymundssonarlcjallara). Harðir hardagar háðir við landamæri No/ður- Vietnams Skólatónleikar Sinfóníunnar með nýju sniði nó i vetur Hagstætt veður og allgóð síldveiði Hagstætt veður var á síldar- miðunum fyrra Sólarhring, og voru skipin að veiðum í Reyð- arfjarðardýpi, 40—60 mílur und- an landi. Alis tilkynntu 58 skip um afla, samtals 6.175 lestir. Dalatangi * Lestir Ögri RE 120 Helga RE ' 130 Árni Magnússon GK 175 Lómur KE 200 Guðbjörg GK 150 Sveinbj. Jakobsson SH 100 Jón Þórðarson BA 60 Höfrungur III AK 200 Loftur Baldvinsson EA L70 Guðbjartur Kristján IS 120 Eldborg GK 140 Guðrún Jónsdóttir IS 85 Ilalldór Jónsson SH 65 Steinunn SH 60 Guðmundur Péturs IS 90 Helga Guðmundsdóttir BA 100 Fagriklettur GK 80, Ófeigur III VE 55 Ingvar Guðjónsson SK 55 Reykjanes GK 80 Víðir II GK 85 Hoffell SU ' 40 Héðinn ÞH 50 Snæfugl SU 130 Kópur VE 45 i ’ Skarðsvík SH 120 Sigurbjörg ÓF 170 Arnkell SH 75 Freyfaxi KE 60 Sigurfari AK 90 Skírnir AK 100 Haraldur AK 145 Bjartur NK 170 Bergur VE 130 Sæúlfur BA 100 Ingiber Ólafsson II GK 220 Engey RE 300 Faxi GK 175 Gullver NS 1«0 Sæþór ÓF 1T5 Ól. Tryggvason SF 110 Sólfari AK 100 Sig. Jónsson SU 100 Arnfirðingur RE 160 Guðbjörg IS 80 Ásbjörn' RE 60 Valafell SH 80 Keflvíkingur KE 140 Fáknr GK 100 Hólmanes SU 80 Arnar RE 120 Þrymur BA 80 Gullberg NS 50 Halkion VE 140 Árni Geir 35 Súlan EA 125 Oddgeir ÞIJ 60 Skálaberg NS 40 Smásagnasafn er komið át i Moskvu eftir- Ólaf Jóhann Nýlega er komið út á rúss- nesku safn smásagna eftir Ólaf Jóhann Slgurðsson og nefnist það „Nökkvi ísiands“. Áður höfðu tvær smásögur Ólafs, Hengilásinn og Leyndarinál kom- ið út í sýnisbók norrænnar smá- sagnagerðar og ennfreniur hefur stutt skáldsaga Óiafs, Litbrigði jarðar, verið gefin út í Sovét- rikjunum á rússnesku, eistnesku og Iitiivísku. í frétt frá APN um útkomu bókarinnar er sú von látin í ljósi, að af þessu smásagnasafni Áritunarskylda var afnumin BELGRAD 8/10 — Júgóslavía mun frá og með næsta ári af- nema áritunarskyldu fyrir er'- lenda ferðamenn. Samþykkti rík- isstjórnin lög þar að lútandi nú í vikunni. Valur vann 3:1 í gær léku Valur og Akureyr- ingar í bikarkeppni KSf og fór leikurinn fram á Melavellinum. — Valur vann með 3 mörkum gegn 1. Ólafur Jóhann Sigurðsson megi sovézkir lesendur fá tæki- færi til að meta betur en fyrr ljóðrænan skáldskap höfundaT- ins, sérkennilegt skopskyn og samtvinnun angurværðar og bjartsýni, sem talin er áberandi einkénni margra verka hans. Svetlana Nédélajéva, sem hef- ur lokið kandidatsprófi í ís- lenzkum samtímabókmenntum, hefur valið sögumar í þetta safn. Höfundur hefur sjálfur skrifað formála. Bla&dreifing Blaðburðarbörn óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavíkurveg. Framnesveg. Vesturgötu. Laugaveg. Grettisgötu. Safamýri. Höfðahverfi. Brúnir. Nökkvavog. ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.