Þjóðviljinn - 09.10.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.10.1966, Blaðsíða 2
2 SÖJA — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 9. okhSber 1966 Körfuknattleikur: KR mun taka þáttí Evrópubikarkeppni Körfuknattleiksdeild KR hef- ur nú fyrir nokkru hafið vetr- arstarfið. Verður þetta 10. starfsár- deildarinnar væntan- lega með svipuðu sniði og undanfarin ár. Reynt vcrður að auka unglingastarfið með fjölgun æfinga í yngri flokk- unum, en til þess að það væri hægt, hefur verið ákveðið að flytja æfingar meistaraflokks að nokkru leyti í íþróttahöll- ina, því að KR-heimilið er löngu orðið of lítið fyrir þá fjölþættu 'starfsemi sem fram fer innan félagsins. sumar hefur farið íram bikarkeppni í körfuknattleik á vegum KKÍ. Heldur hefur ver. ið hljótt um þessa keppni og mun fáum um hana kunnugt. KR sigraði í Reykjavíkurriðli, vann Ármann í úrslitaleik með 50 stigum gegn 37, en Ármann var sigurvegari í þessari keppni á s.l. ári. í keppni þess- ari mega leikmenn I. deildar taka þátt, og keppti I. flokkur því fyrir. hönd félagsins. Úr- slitamót þessarar keppni fer fram hér í Reykjavík, vænt- anlega um miðjan þennan mánuð. Deildin mun minnast 10 ára afmælisins eftir föngum, og sem liður í því, hefur verið ákveðið að taka þátt í Evrópubikar- keppni meistaraliða í körfu- knattleik, en eins og kunnugt. er varð KR íslandsmeistari í körfuknattleik í ár og öðlaðist það með þátttökurétt. Helgi Jóhannsson, landsliðs- þjálfari, sem var maðurinn bak við hinn „sæta“ sigur yfir Dönum á Polar Cup í Kaup- mannahöfn um s.l. páska hefur verið ráðinn þjálfari meistara- flokks fyrir Evrópukeppnina og hyggja KR-ingar gott til samvinnu við hann. Dregið verður 14. október n.k. um það hverjir verða mót- herjar KR í fyrstu umferð bik- arkeppninnar sem fram fer um miðjan nóvember. (Prá Körfuknattleiksdeild KR) Haustmót TR hefst 11 okt. Eins og fram kemur í fé- lagsbréfi T.R., hefst haustmót Taflfélags Reykjavíkur þriðju- daginn 11. október n.k. Teflt verður í meistaraflokki, 1. flokki, 2. flokki og unglinga- Aijíbassador Herra Juan Serrat, sem und- anfarið hefur verið sendiherra Spánar á íslandi afhenti 7. þ.m. forseta íslands trúnaðarbréf sitt sem ambassador Spánar á íslandi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum að vjðstöddum menntamálaráðherra dr. Gylfa Þ. Gíslasyni í fjarveru utanrík- isráðherra. flokki. Meistaraílokki verður skipt í 6 manna riðla í undan- úrglitum. Tveir efstu menn úr hverjum riðli keppa síðan til úrslitá um titilinn haustmeist- ari Taflfélags Reykjavíkur, og farandbikar. Öðrum þátttak- endum í undanúrslitum verður síðan skipt í tvo riðla, sem keppa um verðlaunabikar í hvorum riðli fyrir sig. Efsti maður í l. fl. flyzt upp í meist- araflokk. Tveir efstu menn í 2. fl. og efsti maður í ung- lingaflokki flytjast upp í 1. flokk. Innritun í mótið fer fram mánudaginn 10. okt. n.k. kl. 5 til 7 og 8. til 10 e.h. og lýk- ur þá um kvöldið. Viðreisnin étur vini sína Ósjaldan hefur Morgun- blaðið flutt það kunna spak- mæli að byltingin éti börnin sín, en nú gæti blaðið til til- breytingar- fitjað upp á nýj- um sannindum: viðreisnin étur vini sína. Afleiðingar þeirrar stjórnarstefnu hafa nú um skeið ekki hvað sízt bitnað á þeim mönnum sem fögnuðu viðreisninni ákafleg- ast. Má þar nefna ýmsa iðn- rekendur; nú fyrir nokkrum dögum birti Mprgunblaðið til að mynda enn eina auglýs- ingu um nauðungaruppboð hjá Magnúsi Víglundssyni. Gunnar Guðjónsson var ekki 'ieldur neitt tvíátta í hrifn- 'ngu sinni af viðreisninni neðan hann var forrnaður Vetzlunarráðs íslands; nú hvílir hann í búk ófreskjunn- ar með sitt sænska frystihús og mun naumast gera sér vonir um að hreppa hina fornu lífsbjörg Jónasar.' Og nú síðast er röðin komin að Byggingarfélaginu Brú, einu kunnasta verktakafyrirtæki Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Aðaleigandi þess, Þor- björn Jóhannsson kjötkaup- maður, mun hafa ætlað sér annað hlutskipti en að verða , sjálfur réttur á borðum hinn. ar óseðjandi viðreisnar. V Á ferð og flugi Nýlega var birt hér stutt frásögn um hinar ævintýra- legu geimferðir Gylfa Þ. Gíslasonar. Hann var þá stundina staddur í Washing- ton, en fyrr en nokkurn varði var hann kominn til Kaup- mannahafnar og búinn að undirrita norrænan menning- arsamning. Hins vegar herma blöðin að hann hafi verið á íslandi á föstudaginn var. Þann dag snemma aflienti ambassador Spánar embætt- isskilríki sín á .Bessastöðum, og þar var viðstaddur utan- ríkisráðherra íslands — Gylfi Þ. Gíslason. Um hádegið hafði Verzlunarráðið boð inni, og þar flutti aðalræð- una viðskiptamálaráðherra ís- lands — Gylfi Þ. Gíslason. Síðdegis sama dag var haldið boð til heiðurs Sigurði Nor- dal áttræðum; gestgjafi og aðalræðumaður í þvi ágæta samkvæmi var menntamála- ráðherra íslands — Gylfi Þ. Gislason. Hins vegar herma blöðin ekki hvað ráðherrann hafi haft fyrir stafni um kvöldið. — Austri. VERÐLÆKKUN hjólb. sl'óngwr \ 1.070,- kr. 148,— \ 1.500,— kr. 150,— \ 625,- kr. 115,— \ 1.900,— kr. 241,— \ 3.047,— kr. 266,— 670x15 820x15 500x16 650x20 750x20 EINKAUMB HJOLBARÐAR fra : RASNOIMPORT MOSKVA <m: v. , s. IMARS TRADIING SIMI17373 Kr. 300,00 daggjald og 2,50 á ekinn km. ÞER LEIK ur ? Rauðarárstíg 37 sími 22-0-22 8.30 Létt morguniög: Marsar eftir Gruber, Crawford o.fl. og Vínarlög eftir Lehár, Stolz o.fl. 8.55 Útdráttur úr forusfcugrein- um dagblaðanna. 9.10 Morguntónleikar- a) Kon- sertino nr- 2 í G-dúr fyrir strengjasveit eftir Pergolesi. 1 Musici leika. b) Kantatai nr. 140 eftir Bach. Hans-Joachim Rotzch tenórsöngvari, * Elisa- beth Grúmmer sópransöng- kt>na, Theo Adam bassasöngv- ari, kór ■ Tómasarkirkjunnar og Gewandhaushljómsveitin í Leipzig flytja- Stjómandi: Kurt Thomas. c) Svíta nr. 8 í f-moll eftir Hándel. Gustaf Leonhardt leikur á sembal. d) Fiðlukonsert eftir Carl Niel- sen. Yehudi Menuhin og Sin- fóníuhljómsveit danska út- varpsins leika; Mogens Wöl- dike stj. 1100 Messa í Dómkirkjunni. Prestur: Séra Skarphéðinn Péfcursson prófastur f Bjama- nesi. 14.00 Miðdegistónleikar. a) Pí- anókonsert nr. 2 í B-dúr eft- ir Beethoven. Arfcur Schnabel og hljómsveitin Philharmbnia leika; Issay Dobrowen’ stj. b) Sinfónía nr- 9 eftir Anton Bruckner. Fílharminíusveitin í Vínarborg leikur; Zubin Metha stj. 15.30 Sunnudagslögin. 17.30 Bamatími: Anna Snorra- dóttir stjómar-'a) Ævintýri litlu bamanna- b) Gullastokk- urinn: Sitt af hverju til fróð- leiks og skemmtunar. c) Af kóngssyni og kóngsdótfcur, ævintýri frá miðöldum. d) Sí- gilt ævintýri: Gæfuprinsinn, eftir Oscar Wilde, í þýffingu Stefáns Jónssonar. Steindór Hjörieifsson leikari les. 18.30 Frægir söngvarar: Mari- an Anderson syngur- 20 00 Grímsstaðir á Fjöllum. Séra Páll Þorleifsson fyrrver- andi prófastur á Skinnastað flytur erindi. 20.20 Kórsöngur: Karlakórinn Geysir á Akureyri syngur. Söngstjóri: Árrri. Ingimundar- son. Einsöngvarar: Jóhann Konráðsson og Aðalsteinn Jónsson- Píanóleikari: Þór- gunnur Ingimundard- Aðrir hljóðfæraleikarar: Guðni Friðriksson, Hannes Arason og Stefán Halldórsson. 21.00 A náttmálum. Vésteinn Ólason og Hjörtur Pálsson sjá um þáttinn. Lethinen stjóma hljómsveit- um sínum; Barbra Streisand syngur með einni hljómsveit- inni. 18.00 Þingfréttir. 18-20 Á óperusviði. Útdráttur úr söngleiknum Salad Days, effir Julian Slade- 20.00 Um daginn og veginn. Ingibjörg Þorgeirsdóttir talar. 20.20 Ástkæra ylhýra málið: Gömlu lögin sungin og leik- in. 20- 35 Gerðu skyldu þína, Scott, . sakamálaleikrit eftir John P- Wynn. Fjórði kafli: Líkið undir brúnni. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Bald- vin Halldórsson. Leikendur: Róbert Arnfinnssbn, Jóhanna Norðfjörð, Erlingur Gíslason, Helga Valtýsdóttir, Rúrik Harajdsson, Jón Júlíusson, Sverrir Guðmundsson, Þóra Friðriksdóttir, Þorgrimur Ein- arsson. * 21- 15 Sellósónata eftir Debussy- Mstislav Rostropovitsj og Benjamin Britten leika. 21.30 Útvarpssagan: Fiskimenn- .imir. 22.15 Dauðadansinn, smásaga eftir L. A- G- Strong. Guðjón Guðjónsson les þýðingu sína. 22.35 Sænsk nútímatónlist: Þor- kell Sigurbjömsson kynnir. 23.20 Dagskrárlok. NORPQLE 22.10 Danslög. 23-30 Dagskrárlok. SKOLAÚLPAN Útvarpið á mánudag 7.00 Morgunútvarp. 13.30 Setning ATþingis- a) Guðs- þjónusta í Dómkirkjunni. Prestur: Séra Ólafur Skúla- son. b) Þingsetning. 15.00 Miðdegisútvarp. Islenzk lög og klassísk tónlist- Averil Williams og Gísli Magnússon leika fjögur islenzk þjóðlög, útsett fyrir flaufcu og píanó af Árna Björnssyni. Fílharmon- íusveit Berlínair leikur Man- fred, forleik op. 115 eftir Schumann; André Clutens stj. Edwin Fischer og kammer- hljómsveit hans leika Rondo í D-dúr fyrir píanó og hljóm- sveit (K 382) eftir Mozart. Er- ling Blöndal Bengtsson og Kjell Bækkelund leika Selló- sónötu í g-moll op. 65 eftir Chopin. Femand Dufréne. Paul FaiTlefer og hljómsveit franska útvarpsins leika kammerkonsert fyrir fla<utu, enskt hom og strengjasveit , eftir Arthur Honegger; Ge- orge Tzipine stj. Monique Haas leikur prelúdíur úr arm- arri bók eftir Debussy. 16.30 Síðdegisútvarp. Létt mús- ík: Felix Slatkin, Peter Matz, Bert Kaempfert, David Car- roll, Roland Shaw og Rawno Hann ve'it h»a5 fiann vili, enía INORPOLE úlpu. Yt/abyrSi er úr 100% nylon, fó5ri5 er orlon lo5- iódur, kraginn er dralon pijónakragi. Norpofe ölp- an'er mjög hlý og algjörlega vatnsheid. HEKLS, Akureyri Iðnskólinn í Reykjavík mun starfrækja námskeið fyrir Starfsfólk á teiknistofum einæg þátttaka fæst. A. Dagnámskeið fyrir fólk þegar starfandi á teikni- stofum. — Kennt verður tvisvar í viku. B. Kvöldnámskeið fyrir þá, er hyggja á slík störf. Kennt verður þrisvar í víku. Innritun fer fram í skrifstofu skólans og eru þar veittar nánari upplýsingar. Innritun lýkur fimmtu- daginn 13. þ.m. Kennsla hefst mánudaginn 17. okt. SKÓLASTJÓRI. ✓'. . útvarpið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.