Þjóðviljinn - 09.10.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.10.1966, Blaðsíða 3
Sunttudagar 9. október 1066 — tsSÚÐWBiSWEB!- — SÍÐA J Berfrand Russell „OPIÐ BRÉP' til bandarísku þjóðarinnar Bertrand Russell ✓ ■ Ég beini þessari áskorun til yðar, bandariskir borgarar, sem þátttakandi í baráttunni fyrir frelsi og félagslegu réttlæti. Ýmsir vilja telja það að land ykkar hafi lifað eftir þessum hugsjónum og Bandaríkin eiga sér raunverulega hefð að baki, sem upprunalega var, trú á bar- áttuna fyrir mannlegu frelsi og félagslegu jafnrétti. Það er þessi hefð sem svikin hefur verið af þeim fáu sem nú fara með völd í Bandarikjunum. Þegar ég rita þessa áskorun bið ég yður um að hugleiða, það, hvað bandaríska stjórnin hefur gert á hlut víetnömsku þjóðarinnar. Getið þér í fullri einlægni réttiætt notkun eitur- gass og drepandi kemískra efna, grimmilegar sprengju- árásir á allt landið með napalm og fosfór? Enda þótt bandarísk blöð ljúgi til um þpssa hluti, eru sannanirnar fyrir því að þessum gas- og eiturefnum hef- ur verið beitt, óyggjandi. Nap- alm og fosfór brennir unz fórnardýrið er dautt. hold. Bandaríkjamenn hafa einnig beitt vopnum eins og „lata hundinum", sprengju sem inni- heldur lft.000 flugbeittar stál- flísar. Þær ' flá sundur þá þorpsbúa sem fyrir þeim verða. Á þéttbýlasta svæði í Norður- Vietnam hefur á síðustu þrett- án mánuðum verið várpað 100 milj. slíkra stálflísa. Er Bandarikin hófu stríð sitt gegn Víetnömum eftir að hafa greitt stríð Frakka gegn þessari sömu þjóð, hafði banda- ríska varnarmálaráðuneytið yf- ir að ráða 160 miljörðum doll- ara. Þessi upphæð er síðan tvöfölduð Bandaríska hermála- ráðuneytið er' voldugasta fyrir- tæki heims, á 1.28 miljón fer- kílómetra lands í Bandaríkjun- um og þúsundir ferkílómetra í öðrum löndum. Nú eru 75 af 100 „centum" notuð til að heyja stríð eða undirbúa stríð. Miljarðar dala eru látnar í vasa bandarískra herforingja og Pentagon hefur fengið fjármálavald sem héfur áhrif út í hvern krók og kima hins bandaríska þjóðfélags. Það fjármagn sem hernaðaryf- irvöldin í Bandaríkjunum ráða yfir er þrisvar sinnum meira en það sem US Steel, Metropol- itan Life Insurance, American Tel & Tel, General Motors og Standard Oil hafa yfir að ráða. Hermálaráðuneytið hefur i sinni þjónustu þrisvar sinnum fleira fólk en þessi stórfyrir- tæki samanlagt. Miljarðar doll- ara fara með viðskiptasamning- um frá Pentagon til stóriðnað- arins. 1960 var 21 miljarð dala veitt til hernaðarframleiðsl- unnar: Af þessari gífurlegu upphæð hlutu fimm fyrirtæki nær einn miljarð dala hvert. Ég bið yður annars að hug- leiða það að í stjórnum þess- ara fyrirtækja eru 1400 liðs- foringjar, 26Í hershöfðingi og aðrir háttsettir menn úr hern- um. General Dynamics hefur á launalista sínum 187 liðsfor- ingja, 27 herforingja og flota- foringja og einn fyrrverandi varnarmálaráðherra. Þetta er sú ráðandi stétt sem situr með hið raunverulega vald án tillits til þess hver er kjörinn til æðstu embætta og sérhver forseti er neyddur til þess að þjóna hagsmunum þessa volduga hóps. Þannig hefur hið bandaríska lýðræði verið svipt lífi og til- gangi vegna þess að þjóðin get- ur ekki fjarlægt þá menn sem stjórna henni í raun og. veru. En samt sem áður •— þrátt fyrir, gífurieg auðæfi Banda- ríkjamanna, þrátt fyrir þá staðreynd að með aðeins sex prósent af íbúum jarðar hafa Bandaríkin yfir að ráða njerri tveim þriðju hlutum af hrá- efnum jarðar. þrátt fyrir það að hafa yfirráð yfir olíu heims, kóbolti, wolfram, járnmálmi, gúmmí og öðrum lífsnauðsyn- legum hráefnum, þrátt fyrir þann miljarðagróða sem fáein bandarísk stórfyrirtæki sópa saman með þeim afleiðingum að fjöldinn sveltur með öðrum þjóðum. — þrátt fyrir allt þetta lifa 66 miljónir Banda- ríkjamanna sem öreigar. Bandarískar borgÍF- eru fullar af fátækrahverfum. Það eru þeir fátæku sem bera skatta- byrðarnar og verður að halda niðri með nýlendustríðum og öðrum árásarstyrjöldum. Ég bið yður alla að reyna að skilja það sem skeður dag- lega umhverfis yður, reyna að skilja það hverskonar þjóðfé- lagskerfi það er sem hefur tek- ið völd í Bandaríkjunum og breytt þeim í eitt gífurlegt vopnabúr heimsveldis. Það er þessi volduga hervél, þessar miklu auðhringasam- steypur og leyniþjónusta þeirra sem þjóðir þriggja meginlanda líta á sem höfuðfjandmann og orsökina fyrir fátækt sinni og sulti. Lítum við á þær ríkisstjórn- ir, sem háðar eru Bandaríkj- unum, finnum við ætíð stjórn- ir sem styðja hina ríku, góss- eigendur, og stórkapítalista. Þetta á við um Brasilu, Perú, Venezúela, Thailand, Suður- ............... FEDERICO GARCIA LORCA: Líf eftir þetta líf Ef ég dey þá skiljið svalimar eftir opiiar. Hér er barn að éta epli. * (Ég sé það út um svaladymar). Og sláttumaður úti á akri. (Ég heyri til hans utan af svölum). Ef ég skyldi dey'ja þá skiljið svalimar eftir opnar. RAINER MARIA RILKE: bmr bvoSn betta Rík -.. • Þær höfðu vanizt honum. Engu að síður var það, er Ijósið kom og flökti við í gustinum, að þá var hann orðinn þeim alls ókunnur. Þær þógu’ honum um háls. og vegna bess þær vissu ekki neitt' um örlög hans og ævi, snunnu þær uod sögur um hann. ,meðan þvoðu þær allt h'kíð Önnur beirra þurfti að hósta. á meðan lagði’ hún edikssvampinn sinn á andlit hans og iafnsk'jótt hætti hin og lacrð; frá sér burstann, dropar drupu með ’öfnu bili af bekknum niðr’ á gólf. En höndin hans. sem st.irðnað hafði ferleoa krennt og u-ndin. aualjóslega boðaðj hcð- hann bvrsti ekki meir. ■ v óg það var satt Þær tóku aft.ur til við starfa sinn með snöggum þurrum hósta og hröðum handatökum meðan skuggar .flöktu urh beran vegg í lampaljósi, * sem fiskar snrikli í neti. Nóttin gein aldim<o við glugganum sem grafarhúm umlyki þessa gröf hvar nafnlaus nakinn maður nýþveginn gisti einn og lagði lögmál. Málfríður Einarsdóttir þýddi. Kóreu og Japanv' Þetta áVið um heim allan. Afleiðing alls þessa er sú, að til þess að berja niður þjóð- byltingu eins og þá í Víetnam neyðast Bandaríkjamenn til þess að haga sér á sama hátt og Japanir gerðu í Suðaustur- Asíu. Þetta er bókstaflega satt. Fangabúðirnar undir stjórn Ngo Dinh Diems, þar sem inni- lokuð voru næstum 60% íbú- anna í sveitaþorpunum, voru vettvangur pyndinga. fjölda- morða og fjöldagrafa. Sérstök vopn eins og gas og kemísk efni og napalm eru eins hræði- leg og nokkuð það sem naz- istar beittu í heimsstyrjöld- inni síðari. * bregðast við á nákvæmlegá sama hátt og Víetnamar hafa gert ef ráðizt væri inn í Banda- ríkin og bandaríska þjóðin yrði fyrir því sama og banda- ríski herinn og stjórnin hafa gert Víetnömum. Sú bandaríska mótmælahreyfing sem hefúr hrifið hugi manna um heim allan er í dag eini vitnisburð- urinn um þandaríska þátttöku í baráttunni fyrir frelsi ein- staklingsins og þjóðfélagslegu réttlæti. Vígvöllur frelsisins er í Washington, í baráttunni við striðsglæpamennina Johnson. Rusk og McNamará — sem hafa saurgað Bandaríkin og borgara þeirra. Og þessir merin’ hafa meira gert, þeir hafa stol- ið Bandaríkjunum frá þjóð- inni og fengið The Great So- ciety — HiJi mikla þjóðfélag — til þess að hljóma sem háð í augúm þjóðanna. Þetta er nakinn sannleikur- inn, sannleikur sem í sífellt rikar-a mæli- grípur inn í dag- legt líf Bandaríkjamanna. Það er ekki unnt að stinga höfðinu i sandinn. Bandáríska þjóðin er hinsvegar tekin að vakna og sýna nokkuð að þeirri ákveðni og því hugrekki sem Víetnamar hafa sýnt á svo hrífandi Framhald á 5. síðu. Það er rétt, að nazistar ilt- rýmdu Gyðingum á kerfisbund- inn hátt og að Bandaríkjamenn hafa enn ekki gert neitt til- svarandi í Vietnam. Að Gyð- ingaofsóknunum undanskildum hefur hinsvegar allt það er nazistar gerðu i Austur-Evr- ópu verið'endurtekið af Banda- ríkjamönnum í Vietnam, og það í enn rikara mæli og með tækni sem er ennþá hræðilegri. Ég hef snúið mér tií mennta- manna og annarra þekktra manna og kvenna úr öllum heimsálfum og beðið þá að taka sæti í þeim alþjóðlega striðsglæpadómstól sem mun taka til meðferðar gögn við- víkjandi glæpum bandarisku stjórnarinnar í , Vietnam. Þér munið það að Þjóðverjar voru sekir fundnir ef þeir höfðu tekið þátt í eða viðurkennt glæpi stjórnar sinnar. Enginn taldi það nægilega afsökun ef Þjóðverjar héldu því fram, að þeir hefðu að vísu vitað um gasklefana, pyndingarnar og útrýmingarnar en ekki verið færir um að koma í veg fyr- ir þétta*allt. Þessvegna*er hin raunveru- lega barátta fyrir frelsi og lýð- ræði í Bandaríkjunum sjálfum háð gegn valdaræningjum hins bandaríska þjóðfélags. Ég ef- ast ekki eitt andartak um það að bandaríska þjóðin myndi JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR: Imbabœn Vér imbar smáir föllum fram ferlega spældir nú, biðjandi klárt þinn blóðga hramm að bjarga vórri trú. í rusli er allt vort ráð ef þú ei ráð til bjargar sér. Augliti þínu að oss snú, ellegar förumst vér. Vietconga í Viet Nam vegur þú grenjandi. Vér imbar smáir föllum fram fræknleik þinn prísandi. Á þitf mektuga matarborð mænum vér sníkjandi: Gef oss hvem dag vort daglegt morð í dátasjónvarpi. Jakobína Sigurðardóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.