Þjóðviljinn - 09.10.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.10.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Sunnudagur 9. október 1966 Otgefandi: Sameiningarflokk<ur alþýdu — Sósíalisbaíloídc- urirm. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnós Kjartansson, Sigurður Suðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj-: Þorvaldur Jóhannesson. Síml 17-500 (5 lfnur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Latusa* söluverð kr. 7.00. Atta ára loddarabrögð ¥^að er nánast skoplegt að heyra ráðherra Sjálí- * staeðisflokksins og Alþýðuflokksins koma fram opinberlega dögum oftar í ræðum og greinum og biðja almenning í landinu að styðja sig til baráttu við verðbólguna. Þeir eru ófeimnir ráðherrarnir að flíka því að þeir séu allir af vilja gerðir til að 'takast á við verðbólguvandann og gefa jafnvel í skyn að þéir muni geta eitthvað í þá átt! TTtramkoma sem þessi gæti haft einhver áhrif á * mann sem kæmi til landsins eftir langa fjar-' veru og hefði engin tök haft á því að fylgjast með íslenzkum þjóðmálum í áratug. Hann gæti sem bezt hugsað þannig að mennirnir sjö í ráðherra- stólunum virtust allir af vilja gjörðir og rét't væri að lofa þeim að reyna að sýna hvað þeir gætu. Hins vegar verður slíkri framkomu manna og flokka sem verið hafa við völd á íslandi frá því um áramótin 1958-59 og hafa frá byrjun valdaferils síns talið það aðalstefnumál sitt að ráða við verð- bólguvandann ekki líkt við annað frekar en at- hafnir trúðleikara sem í. átta ár hefur verið að endurtaka á almannafæri sömu sjónhverfingam- ar, svo hver einasti maður er löngu orðinn leiður á þeim og farinn að sjá í gegnum brögðin. Því Sjálfstæðisflokknum hefur aldrei verið nein alvara með baráttu gegn verðbólgunni, hún er bein af- leiðing af stjórnarstefnunni, hún er aðferð þess braskaralýðs sem öllu ræður í Sjálfstæðisflokkn- um til að auðgast' og flytja til verðmæti í þjóðfé- laginu. Og hvað með hinn stjómarflokkinn, Al- þýðuflokkinn? Það eru nú tvö ár frá því ráðherra hans Gylfi Þ. Gíslason lýsti því hátíðlega yfir, að í viðurkenningarskyni við hóflega samninga verkalýðshreyfingarinnar yrði ríkisstjómin að beita verðlagseftirliti og öllum hugsanlegum ráð- um til að forðast verðhækkanaöldu sem rændi verkamenn árangri samninganna. Hverjar urðu efndir þessara loforða? Hafi Alþýðuflokkurinn viljað efna það, hefur hann ekki getað það í' stjórn- arsamvinnunni við Sjálfstæðisflokkinn; það Hefur raunar ekki heyrzt að Alþýðuflokkurinn hafi hót- að að slíta stjórnarsamstarfinu af þeim sökum, enda ekki í húfi bankastjóraembætti á Akureyri. V/’firlýsingar ráðherra Sjálfstæðisflókksins og Al- þýðuflokksins um vilja þeirra til að lækna verðbólgumeinið hafa verið og eru einskær lodd- araleikur; um það er átta ára reynsla ólygnust. Hitt er staðreyndin, að allt hefur mátt hækka — nema kaupið, að dómi stjórnarflokkanna, hækka skefjalaust og langt fram úr öllu lagi. Kaup- mönnum og hvers konar bröskurum hefur verið gefið algjört frelsi til álagningar og gróða, sjálft ríkisvaldið og borgarstjórn Reykjavíkur æst verð- hækkanaeldinn. í mesta góðæri íslandssögunnar hefur dáðlaus ríkisstjórn stýrt íslenzkum atvinnu- vegum í hinn mesta vanda. Engin ríkisstjóm á íslandi hefur haft jafngóð skilyrði til að stjórna, og leggst þar á eitt góðæríð og langur stjórnartími. Árangurinn blasir nú við og reynslutíminn er sannarlega orðinn nógu langur. Ráðherratrúðarn- ir hafa bókstaflega gengið sér til húðar með lodd- anahrögð sín. — s. HjálpiS börnunum i Viefnam Hue er enn dimm sem nóttin □ Grein eftir ítölsku blaðakonuna Henriette Bidouze, sem birtist í tímaritinu „Women of the Worid“ 15. apríl 1966 stíluð til bama S-Vietnam. — (í»ýdd og stytt). Litlu börn í Suðrinu. Ég get séð ykkur fyrir mér, þar sem þið eruð að klifra í kókoshnetupálmúnum, tínandi ávexti með sætri Ijúffengri mjólk. , Ég sé ykkur gæta í friði stóru buffalóanna eða hlaupa um í sólinni á ströndum Thuan An, Qui Nhon og Vung Tau, gimsteinum suðurstrandarinn- ar. Leifturmyndir þess friðar og þeirrar hamingju, sem þið eigið skilið, eins og öll önn- ur börn í heiminum. En í dag er hræðilegt stríð. Buffalóinn, sem venjulega er svo friðsamur, er orðinn banda- maður ykkar við varnir þorp- anna. J>annig að óvinurinn hefur sagt: „í þessu landi eru buffalóarnir kommúnistar.“ Á kókospálmaekrunum tínið þið stóru laufin til að þekja felustaði. Lestu þetta: í þorpinu Tan- Giang í héraðinu Binh-Dinh voru 50 varnarlausir íbúar myrtir 22. desember 1965. „Þeir" hálshjuggu fullorðna fóikið eftir að hafa sundur- limað og brennt bömin fyrir augum foreldránna. . 5. og 6. janúar 1966 brenndu amerískar herdeildir þorpið Vinh-Phuong til grunna, 16 km. frá Da-Nang. Þetta eru aðeins tvær stað- reyndir af mörgum, sem vitn- eskja hefur fengizt um, þegar þetta er skrifað. En glæpirnir, sem framdir hafa verið í landi ykkar eru óteljandi. Á fyrstu 10' mánuðum ársins 1965 voru 7.859 konur og börn drepin. Þegar við tölum um ykkur, litlu börn í suðrinu, verður rödd Nguyen Thi Tho, form. kvennasamtaka þjóðfrelsis- hreyfingar S-Vietnam skærari: „Við erum eins og allar aðrar konur í heiminum. Við elsk- um börnin okkar, eiginmenn. land okkar og frið“. Alþjóðleg barnahjálparhreyf- ing „Mans World“ sendi, í sam- ráði við bandarísk yfirvöld, tvo meðlimi sína til Saigon, þar sem frétzt hafði gegnum Rauða krossinn „að særðir og illa brenndir, þar á meðal fjöldi óbreyttra borgara og barna lægju á yfirfullum spítölum S-Vietnam“. Annar þeirra var heimskunnur skurðlæknir og heimsóttu -þeir fyrst og fremst spítala. Eftirfarandi klausur eru teknar úr skýrslu þeirra félaga, sem þeir birtu á blaða- mannafundi í Genf, að lokinni för sinni. „Spítalar Kýs-„stjórnarinnar“ líkjast hélzt hjálparstöðvum í fremstu víglínu. Fórnarlömb- um napalms- og fosfórssprengja og alls kyns annarra vopna er hrúgað saman þremur og fjór- um í rúmi í hita og ólykt. Eng- ------------------------------«> Unglingakeppni Sovétrík- in gegn Nor&urlöndunum Dagana 27. og 28. ágúst síð- astliðinn fór fram í Stokk- hólmi unglingakeppni í skák á 15 borðum milli Rússlands og sameinaðs liðs Norðurlanda, að Daiimörk undanskilinni. í Norð- urlandaliðinu voru fjórir ís- lendingar, þeir Guðm. Sigur- jónsson, Jón Hálfdanarson, Haukur Angantýsson, sem allir eru þekktir landsliðsmenn, svo og Akureyringurinn Þorgeir Steingrímsson. Tefld var tvö- föld umferð og sigruðu Rúss- ar með miklum yfirburðum, hlutu 23 vinninga gegn 7. Guð- mundur tefldi á 1. borði og hlaut 114 vinning, sem er ágætt afrek. Jón tapaði báðum sín- um skákum. Haukur vann aðra en tapaði hinni, og Þorgeir gerði aðra jafntefli, en tapaði ' hinni. Við skulum nú líta á vinn- ingsskák Hauks, en hann tefldi hana mjög örugglega og vel. ^ Leikir svarts hafa verið mjög 23. He2 — eðlilegir, en spurningin er, Snotrari vinningsleið var hér hvort ekki hefði verið betra 27. Rdxe6! Bxe6 28. Rxe6, Hxe6 að leika 17. — , Rc4. 29. Bxd5. 18. Re2 Bxf2t 27. — e5 19. Hxf2 b5 28. Rxc6 Dxc6 20. b4 Rc6 29. Dxc4! — Til greina kom 20. —, Rc4 21. Skiptir upp í unnið endatafl. axb5, Rxd2' 22. Dxd2, axb5 23. 29. — dxc4 P.d4 ásamt Rb3-c5 með betra 30. Bxc6 Hxc6 tafM á hvítt. 1 31. fxe5 Kf7 21. c3 bxa4 32. Hal Hbb6 22. Hxa4 f6? 33. He4 fxe5 Betra vai 22. —, a5 23. bxa5 34. Hxe5 Hd6 (Ekki dugar 23. b5, Ra7 24. 35. Hnt Kg7 Rd4, Bd7 og b5-peðið fellur). 36. He7t Kg6 23. —, Rxa5 24. Rd4 með vand- 37. He8 Be6 metinni stöðu,- 38. Re4 Hc6 23. exffi gxf6 39. Hf6t Kg7 24. Rb3 Rd6 40. He7t Kg8 25. Red4 Rc4 41. Rg5 Bd5 26. Rc5 Hd6 42. Hf5 Hd6 Skárra var 26. —. Rxd4 þótt 43. Rxh7 — og svartur hvítur ætti einnig að vinna eft- gafst upp. ir það. Bragi Kristjánsson. in hreinlætistæki, ekkert loft- ræstingakerfi. Flugurnar setj- ast í opin brunasárin, því að engin brunasmyrsl, bómull eða gasbindi eru til — á sárin er bara borið venjulegt vaselín. Ekkert hjúkrunarlið. — Og þetta ástand samfærðumst við um að ríkti á mörgum spítölum alls staðar í landinu". „Lítill sex eða sjö ára gam- all drengur fylgdi okkur með augunum. Líkami hans var all- ur skaðbrenndur, svo að skein í kjötið, og án nokkurra sára- binda. Augun voru full af sjíelfingu og þjáningu, og fylgdu okkur auðsjáanlega í bæn um að við tækjum hann burt. Hvergi á líkama hans var að finna spor af hjúkrun. — Það voru tugir og aftur tugir lítilla Vietnambarna eins og þessa drengs í spítölunum, sem við heimsóttum“. „í Hue, t.d., er lítil forstofa í aðalspítalanum, þar sem eru tíu rúm, hvert innan um ann- að, þakin brfenndum börnum, sem engin smyrsl hafa fengið á sárin. Læknirinn þar sárbað um lyf. Engin lyf höfðu kom- ið allan október (’65) og í nóv- ember skrifaði hann: „Hue er enn dímm sem nóttin". Fulltrúar „Man’s World“ söfnuðu nægum peningum til hjúkrunar og uppskurðar á um 400 þessara barna í Evrópu, þeirra sem alvarlegast voru brennd .og sem þeir höfðu séð kveljast „í helvíti spítala Suður-Vietnam”. í bréfi til Johnsons Bandaríkjaforseta báðu þeir um lán á einni eða tveimur flugvélum til að flytja þessa særðu líkami til Evr- óp.u. Svarið til „Mans World“, skrifað af Mr. Chester L. Cooper í nafni Mr. Johnsons var NEI. Það var í lagi að taka við lyfjum á staðnum „handa fórnarlömbum komm- únista“, en „til að fyrirbyggja allan misskilning, endurtek ég, að hernaðartækjum okkar er alls ekki ætlað að flytja slík- an flutning". Hvemig hefðum við líka augnablik get'að trúað á slfk- ar mannlegar aðgerðir, þegar við sáum með eigin augum í Norðrinu afleiðingar endur- tekinna sprengjuárása á skóla og spítala, þótt *á þökum spit- alanna eins og allra annarra spítala í heimi — sé rauði krossmn mjög greinilega mál- Framhald á 5. síðu. ----------------------------- Hvitt: Haukur Angantýsson Svart: V. Lilein. — Sikileyjarvöm. — 1. e4 c5 2. Rf3 . e6 3. Rc3 Rc6 4. d4 exd4 5. Rxd4 d6 6. Be3 Rf6 7. Be2 Be7 8. 9-0 0-0 9. Rb3 — Eðlilegri leikur er 9. f4. 9. — a6 10. a4 b6 11. f4 Dc7 12. Bf3 Hb8 13. De2 Ra5! Nú er komin upp sama staðan og í skákinni Unzieker-Pach- mann, Olympíumótinu 1958. Þar varð framhaldið: 14. Hadl, Rc4 15. Bcl,.b5 16. axb5, axb5 17. Df2, b4 18. Re2, e5 með betri stöðu fyrir svart. Hauk- ur velur hins vegar aðra leið, sem kemur i veg fyrir Rc4. 14. Rd2 Hd8 15. Bf2 — Þessi leikur virðist einkenni- legur við fyrstu sýn, en svart- ur hótaði d5 og d4. 15. — d5 16. e5 Re8 16. —, Rd7 dugar ekki vegna ! 17. Bxd5! 13. Dd3 Be5 I ný mynztur#fleiri litir Krakkamir velja sér sjálfir dralonpeysur frá Heklu, enda eru þær ákjósanlegar skóla- peysur. Þær eru slitsterkar, litekta, hlaupa ekki, og auðveldar í þvötti. Úrval af fallegum litum og mynztrum á börn og fullorðna. HEKLA, Akureyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.