Þjóðviljinn - 19.10.1966, Blaðsíða 1
'Miðvikudagur 19. október 1966 — 31. árgangur — 237. tölublað.
Hvers mega Norðlendingar vænta?
Ragnar Arnalds flytur eft-
irfarandi fyrirspurn á Al-
þingi:
„Til ríkisstjórnarinnar um
störf tveggja nefnda, sem
settar hafa verið til að rann-
saka atvinnuástand á Norð-
urlandi.
Hví hefur enginn sýnilegur
árangur orðið af störfum
stjórnskipaðrar nefndar, sem
fyrir rúmum tveimur árum
ferðaðist um Norðurland til
þess að rannsaka atvinnu-
ástand þar og gera tillögur til
úrbóta, og hví hefur ekkert
spurzt til þessarar nefndar í
tvö ár?
Má vænta árangurs'.af störf-
um nýrrar nefndar, sem í
sumar ferðaðist im Norður-
land á vegum stjómarvald-
anna og kvaðst hafa nákvæm-
lega sama hlutverk og hin
fyrri? Ef árangurs má vænta,
þá hvenær?“
Geir Gunnarsson, fuiltrúi Aiþýðubandalagsins í útvarpsumræðum um fjáriögin:
Stjórnarstefnan er órsök kreppunnar
í hvassri ádeilu á stjórnarstefnuna við 1. um-
ræðu fjárlaga í gærkvöld sagði Geir Gunnarsson,
fulltrúi Alþýðubandalagsins í umræðunum, und-
V M
\
SKARÐSBÓK
\
\
\
\
\
!
KOMIN HEIM
□ Skarðsbók, einn mesti dýrgripur meðal
fornra handrita íslenzkra, sem íslenzkir bankar
keyptu a uppboði í London í desember sl., er
nú komin til landsins og var í gær afhent ís-
lenzku þjóðinni til ævarandi eignar og varo-
veizlu við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðn-
um í Tjarnargötu.
Sjá baksíðu
ir lok ræðu sinnar: „Hér ber allt að sama brunnilytri aðstæðna né heldur til þess að verkafólk hafi
um það að þau kreppueinkenni sem tekin eru að fengið of mikið í sinn hlut. Hér er stjómarstefn-
marka atvinnulífið verða ekki rakin til óhagstæðra | an sjálf að verki, og verðlækkanir á afurðum verða
kenna um ófarnaðinn
né til þess að halda
fyrir verkafólki rétt-
mætum hlut þess úr
þjóðartekjunum. Og það
verðUr ekki samrýmt
neinni skynsemi að gera
kröfur til launafólks
nú að það afsali sér
rétti til meiri kaupmátt-
ar ^ tímakaupsins, og
leggja um leið fram fjár-
lagafrumvarp sem gerir
ráð fyrir aukinni skatt-
heimtu sem nemur 850
miljónum króna á einu
ári og miðar við 20—30%
og yfir 40% hækkanir á
rekstrarliðum. Þverneita
þannig á sama tíma að
hverfa frá þeirri verð-1
bólgustefnu sem ' er að
koma framleiðsluat-
vinnuvegunum í þrot.“
Geir tók rækilega til meðferð-
ar fyrirheit stjómarflokksunna ogv
minnti á hvemig þau hefdu ver-
ið svikin eitt af öðru. Hánnsýndi
Framhald á 3. síðu.
Frá. afhendingunm: Gylfi Þ. Gíslason flettir Skarðsbók; hjá honum standa til vinstri Jóhann-
es Nordal bankastjóri Seðlabankans, Einar Ólafur Sveinsson forstöðumaður Handritastofnun-
ar íslands og aftar Guðlaugur Gíslason alþingismaður, Guðni Jónsson prófessor og Kristján
Aðalsteinsson skipstjóri á Gullfossi. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Norðurlönd beiti sér gegn
árásurstríði Bandaríkjanna
Einróma samþykkt norrænna málarasveina
■ Fimmta ráðstefna norrænna málarasveina var
haldin i Kaupmannahöfn 8.—10 október s.l. með
þátttöku málarafélaga frá Helsingfors, Tammer-
fors, Ábo, Osló, Björgvin, Árósum, Reykjavík og
að sjálfsögðu frá Kaupmannahöfn.
Á ráðstefnunni var fjallað um
hagsmunamál málarasveina og
ýms sérmál í byggingariðnaði, ;
en auk þess kom styrjöldin í
Víetnam á dagskrá. Þátttakendur
voru allir á einu máli um það að
binda yrði sem fyrst endi á yfir-
gang Bandaríkjamanna í Víet-
nam með öllum tiltækum ráðum.
í því sambandi var eftirfarandi
ályktun samþykkt einróma:
„Fimmta ráðstefna nor-
rænna málarasveina lýsir á
fundi í Kaupmannahöfn 8.
okt. 1966 yfir samstöðu sinni
með þjóð Víetnams.
Stríðið i Víetnam hefur í æ
ríkara mæli orðið styrjöld
milli Bandaríkjanna og þjóð-
ár Víetnams.
Styrjaldaraðgerðirnar verða
sífellt ruddalegri og víðtæk-
ari, og beiting á nútímavopn-
um, gasi og benzínhlaups-
sprengjum leiðir óendanlegar
þjáningar yfir íbúana.
Átökin eru alvarleg og stöð-
ug ógnun við heimsfriðinn.
Við skorum því á allar nor-
rænar þjóðir að bera fram
eftirtaldar kröfur við ríkis-
stjórnir sínar og þjóðþing:
1. Sprengjuárásum Banda-
rikjanna í Víetnam verði þeg-
ar í stað hætt.
2. Vandamál Víetnams
verði leyst í samræmi við
Genfarsamningana frá 1954.
3. Allir erlendir herir verði
kvaddir heim.
4. Siðan verði haldnar
frjálsar kosningar bæði í
norður- og suður-hluta Víet-
nams“.
Sendinefnd frá Víetndm, sem
var á ferð í Kaupmannahöfn um
þessar mundir, héimsótti ráð-
stefnuna, og gafst þátttakend-
um þannig kærkomið tækifæri
til að skiptast á kveðjum við
víetnömsku fulltrúana.
Aðalfundur
Félags róttækra
stúdenta
Aöalfundur Félags rót-
tækra stúdenta verður hald-
inn í kvöld, mánudaginn !9.
okt., í Glaúmbæ uppi oghefst
kl. 9.
Dagskrá:
1. Svavar Gestsson kynnir
ný lög féiagsins.
2. Venjuleg aðalfundar-
störf.
3. Magnús Jónsson ræöir
vetrarstarfið.
4. Júníus Kristinsson ræðir
ný viðhorf í félagslífi stúd-
enta.
5. Jón Böðvarsson rekur
þætti úr sögu félagsins.
Róttækir stúdentar, fjöl-
mennið! — Stjórnin.
Svartolíubrák í
Revkjavíkurhöfn
Mikil og ' ljót svartolíubrák
flýtur nú um allt hafnarsvæðið
til tjóns og leiðinda fyrir alla
þá, sem þurfa að sinna störfum
i og við hana. Hér er um að
ræða eftirhreytur af svartolíu,
sem slapp í sjóinn inn við Klett
fyrir nokkuð löngu. Þjóðviljinn
sneri sér til Gunnars B. Guð-
mundssonar hafnarstjóra og
spurðist fyrir um þetta mál.
Gunnar sagði að ekki væri
fullkomlega ljóst hvemig olían
hefði komizt inn 1 höfnina, en
hinsvegar hefði verið unnið að
því undanfarnar vikur inn á
Laugamestöngum að íleyta mesta
AlþýSuhandalagsfundur í Lídó á morgun
Eins og frá var skýrt hér í
blaðinu í gær heldur Alþýðu-
bandalagið : Reykjavík fund S
Lídó annað kvöld kl. 20,30 og
verða þar kjörnir 34 aðalfulltrú-
ar félagsins á landsfund Alþýðu-
bandalagsins sem haldinn verð-
ur f lok þessa mánaðar.
Alþýðubandalagsmenn i Rvik
eru hvattir til að fjölmenna á
fundinn og ber að sýna félags-
skírteini við innganginn. Þar
verður einnig tekið á móti
greiðslu félagsgjalda, og auk
þess verður skrifstofa Alþýðu-
bandalagsins í Lindarbæ opin f
dag og á morgun kl. 12—19 og
geta menn greitt þar félagsgjöld
sín, ef þeir eiga það eftir.
Auk fulltrúakjörsins er á dag-
ákrá fundarins erindi um sjón-
varpsmál, sem Bjöm Th. Bjöms-
son, listfræðingur, fulltrúi Al-
þýðubandal. í Útvarpsráði, flytur.
olíumagninu ofan af sjónummeð
þar til gerðum útbúnaði. Ekki
hefði samt vérið hægt að komast
hjá því að eitthvað slyppi. Sumt
hefði eflaust rekið út í Faxaflóa,
en nú á föstudaginn hefði brák-
in náð inn á höfnina.
Ekki kvað Gunnar hægt að
neita þvi að ýmislegt óhagræði
stafaði af olíunni. Miklu erfið-
ara og óhreinlegra væri að vinna
við ýmsar lagfæringar á bryggi-
um. Olian sezt á báta í höfninni
og verður sennilega að hreinsa
þá. Einnig sezt hún á vatnsslöng-
ur. Ekki sagði hann þó að hægt
væri að tala um beint tjón af
völdum olíunnar. Gunnar sagðist
að lokum vilja taka fram, að
Faxaverksmiðjan hefði lagt til
vinnuafl við hreinsun 4 olíunni
og hefði ekki komið til neinna
1 árekstra í því tilefni.
I-----------------------------
Vinnuslys
Það slys varð við Tollvöru-
geymsluna kl. hálfþrjú í gærdag
að fullorðinn maður sem þar var
við vinnu varð fyrir lyftara og
fótbrotnaði.
I