Þjóðviljinn - 19.10.1966, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1966, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJTNN — Miðvfkudagur 19. oktober 1866. Cftgefandi; Samelningarflokkiur aiþýðu — Sósialistaflokk- utinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundssoin. Préttaritstjóri; Sigurftur V. Friðþjófsson. Auglýslngastj.; Þorvaldur JÓhannesson. Sími 17-500 (5 línurj. Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Hefur gengið sér til húðar ¥3íkisstjórnin rembist við að boða þá kenningu ^■•■að tímabundið verðfall á nokkrum íslenzkum útflutningsvörum sé orsök erfiðleikanna í atvinnu- lífi þjóðarinnar. Þetta er einstaklega ósannfær- andi, ekki sízt ef haft er í huga að þar sem þegar er komið til hruns í mikilvægum þáttum atvinnu- lífsins eru það ekki aðdragandalausir viðburðir síðustu mánaða, heldur hefur í mörg ár verið að síga á ógæfuhlið beinlínis vegna stefnu ríkis- stjórnarinnar. ¥ þingræðu fyrir nokkrum dögum benti Einar Ol- ■*• geirsson á þessa staðreynd varðandi hrun tog- araflotans, sem aftur er nú fyrir alvöru farið að orka á hraðfrystihúsin og aðra fiskvinnslu. Híkis- stjómin hefði ekki haft af því neinar éhyggjur að sjá togaraflotann ganga úr sér og skipunum fækka stórum. Þetta byggðist fyrst og fremst á þeirri meginstefnu Sjálfstæðisflokksins að það ættu að vera einkaatvinnurekendur en ekki ríkis- stjómin sem hefðu fyrirhyggju til slíkrar endur- nýjunar atvinnutækjanna. Það hefði þó varla að héitið gæti verið verkefni einkaframtaksins á ís- landi undanfarin tuttugu ár að endurnýja togara- flbtanri. Togaraútgerð sem grundvölluð var á ein- staklings'framtaki hafi smátt og smátt dáið út eftir 1930. Og þegar togaraflotinn var endurnýj- aður eftir stríð var það ríkisstjórnin sem hafði forgöngu um þá endurnýjun og keypti togarana. Og áhugi einkaframtaksins var ekki öllu meiri en svo að nýju togaramir gengu naumlega út með vildarkjörum, og þurfti meira að segja að stofna bæjarútgerð í Reykjavík til að koma þeim öllum í rekstur. Frá þessum tíma væru liðin tuttugu ár og það hefði að sjálfsögðu átt að vera verkefni íslenzku ríkisstjórnarinnar að hafa hugsun á og forgöngu um þá endumýjun, að sjá til þess að á skömmu árabili yrðu keyptir nýir og nýtízku tog- arar til landsins. En afstaða ríkisstjórnarinnar og þá fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins hafi verið sú, að afskipti ríkisins af slíkum málum ættu að vera sem minnst, og helzt leggja niður bæjarút- gerðir. Afleiðing þeirrar stefnu blasi nú við í hruni togaraflotans, íslendingar standi þar frammi fyr- ir enn einu skipbroti einkaframtaksins marglof- aða. Þess végna yrði að hverfa frá stefnu ríkis- stjórnarinnar í þessum málum, hún hefði beðið skipbrot. ísland og atvinnurekstur þess væri því miður ekki stærri en svo, að þar yrðu allir að leggjast á eitt ef tryggja ætti stöðugan atvinnu- grundvöll. Með hruni togaraflotans og erfiðleikum smærri vélbátanna væri atvinnuöryggi sjómanna og fjölda manns í landi stefnt í alvarlega hættu. f^að er meira að en tímabundið verðfaJJl á nokkr- * um íslenzkum útflutningsvömm. Stefna ríkis- stjórnar íhaldsins og Alþýðuflokksins hefur þeg- ar st.efnt atvinnulífi landsins í stórháska. Henni stoðar því lítt að biðja um vægð jafnframt því sem tilkynnt er að sömu óheillastefnu verði fylgt áfram. Þessi ríkisstjórn Bjama Benediktssonar og Alþýðuflokksins hefur einfaldlega gengið sér til húðar og hlýtur að víkja, og stjórnarstefnan, eigi ekki illa að fara fyrir þjóðinni. — s. Hæli þarf fyrir allt að 400 fávita hér á landi ÞJÓÐVILJINN hefur áður skýrt frá því í frétt- um, að fyrir Alþingi hef- ur verið lagt stjórnar- frumvarp til laga um fá- vitastofnanir — og hefur meginatriða lagafrum- varpsins áður verið get- ið hér í blaðinu. Frum- varpið er samið af sér- stakri nefnð, sem ráð- herra skipaði í nóvember 1965 til þess að endur- skoða lögin um fávita- hæli frá 1936, en í nefnd- inni áttu sæti: Benedikt Tómasson skólayfirlækn- ir, formaður, Björn Gestsson forstöðumaður Fávitahælisins í Kópa- vogi og Hrafn Br^gason lögfræðingur. Frumvarpi sínu lætur nefndin fylgja ýtarlegar athugasemdir um helztu atriði þess — og fer meginhluti þeirra hér á eftir. „FullgiM, fræðileg skýrgrein- ing á fávitahætti er ekki til, en í reynd verður að telja fá- vita hvern þann, sem getur ekki séð fyrir sér sökum greindarskorts. Reynsla sýnir, að i þessum hópi eru allir, sem hafa lægri greindarvísitölu en 50, þótt ekkert annað komi til, þ. e. örvitar (gv. 0—24) og hálfvitar (gv. 25—49). Einnig kemur í Ijós, að nær allir, sem hafa greindarvísitölu milli 50 og < 70 eða 75, þe. vanvitar, þarfnast aðstoðar í einhverri mynd, ef vel á að vera, t. d. sérkennslu eða sérstakrar hjálpar í skóla, og sumir þeirra reynast alls ó- færir um að sjá fyrir sér og verða þá að teljast fávitar. Á þetta sérstaklega við um þá, sem auk greindarskortsins eru andlega (eða líkamlega) veikl- aðir eða hafa áberandi skap- gerðarbresti, en allt þetta get- ur valdið því, að lággreindum einstaklingum nýtist ekki raunveruleg greind sín. Þótt á það sé lögð áherzla, að sem allra flestir einstaklingar eigi að lifa eðlilegu lífi utan stofn- ana, mun það nokkurn veginn samhljóða álit, að hælisvistar þarfnist þegar í bernsku allir örvitar og flestir hálfvitar og fyrr eða síðar á ævi einnig þeir vanvitar, sem reynast ó- færir um að sjá fyrir sér. Þar sem skýrgreining á fá- vitahæli er á reiki og allmarg- ir lenda á mörkunum, er örð- ugt að meta tíðni hans og einnig að bera saman tíðnina í löndum, en eftir því sem næst verður komizt mun hún svipuð hér á landi og í grann- löndum okkar. Talið er láta nærri, að um 1% manna verði að teljast andlega vanþroska (vangefnir), um 2 af hverju þúsundi eru taldir þarfnast hælisvistar og aðrir 2 af þús- undi .einhverrar félagslegrar aðstoðar. Samkvæmt þessu þyrftu að vera til fávitahæli fyrir allt að 400 manns hér á landi, og til þess að halda í við fólksfjölgun þyrfti að auka við 7—8 rúmum á ári (eða sem svarar 1 hælisdeild annað hvert ár). Nú eru hér starfandi eða í smíðum eftirtaldar stofnanir: Kópavogshæli ........ 111 rúm (141 vistmaður) — í smíðum .......... 15 rúm Skálatún ............ 15 rúm (27 vistmenn)- — í smídum .......... 30 rúm Sólheimar ........... 40 rúm (um 40 vistmenn) Tjaldanes ........... 10 rúm (6 vistmenn) Tvær þessara stofnana eru ofsetnar, < einkum Skálatún, sem er „overbelagt til det uforsvarlige" (N. E. Bank- Mikkelsen, sjá síðar). Nýbygg- ingum í Skálatúni mun lokið fyrir haústið og í Kópavogi væntanlega um eða eftir næstu áramót. Vantar þá allt að 180 rúm, til þess að þörfinni sé fullnægt, eins og hún er áætl- uð hér að framan. í Lyngási í Reykjavík rekur Styrktarfélag vangefinna dag- heimili fyrir um 40 vangefin börn, og munu langflest þeirra eiga heima á hæli, ef rúm væri fyrir þau. m. Reynsla undanfarinna ára- tuga hefur - leitt í ljós, að þroskamöguleikar fávita eru í mörgum tilfellum mun meiri en áður hafði verið álitið, svo fremi að þeir fái viðeigandi uppeldi og þjálfun. Á uppeldi þeirra getur oltið, hvort þeir verða færir um að vinna ein- föld, hagnýt störf eða hvort þeir verða óstarfhæfir alla ævi. Til þess að unnt sé að veita fávitum þá sérfræðilegu hjálp, sem nú er völ á, bæði uppeld-®* islega og læknislega, verður sjálfstæð fávitastofnun að vera allstór. Lítil stofnun getur af * skiljanlegum ástæðum ekki haft á að skipa nægilega fjöl- breyttu sérmenntuðu starfs- liði, og þar verður ekki heldur komið við flokkun vistmanna eftir aldri, kyni og hæfileik- um, en slík flokkun er nauð- synleg m. a. til þess að fá þeim verkefni, sem hæfa nokk- urn veginn getu hvers og eins. Nánara tiftekið þarf hver sjálf- stæð stofnun að vera fyrir nokkur hundruð vistmenn, til þess að æskilegri flokkun og sérhæfðri þjónustu verði kom- ið við. Slíkri stofnun er þá skipt í meira eða minna að- greindar deildir, og verður sú skipting einnig til þess að firra stofnunina ókostum, sem ann- ars geta fylgt stórum stofnun- um. Ekki er þó nauðsynlegt, að öll stofnunin sé á einum og sama stað. Til dæmis er ekkert því til fyrirstöðu, að fullorðnir fávitar, sem geta unnið og eru á svipuðu getustigi, séu á úti- bússtofnun, sem rekur búskap eða iðnað. Elliheimili fyrir fá- vita getur einnig verið á öðr- um stað en aðalstofnunin, og fleiri hópar koma hér til greina. Meginmáli skiptir, að nægilega stór hópur sé í um- sjá eins og sama aðila, til þess að fyrrgreindri flokkun ogsér- hæfðri hjálp verði komið við. Árð 1962 fékk heilbrigðis- málastjórn að frumkvæði land- læknis hingað til lands yfir- mann málefna vangefinna í Danmörku, forsorgschef N. E. Bank-Mikkelsen. Kynnti hann sér ástand þessara mála hér á landi og skilaði rækilegri' og langri greinargerð, þar sem hann lýsti skipan fávitamála í Danmörku og gerði tillögur um skipan þeirra hér á landi. Þær tillögur hans, sem eink- um varða þetta frumvarp, eru í meginatriðum eftirfarandi: Allt landið á að . vera eitt umsjónarsyæði, að því er varð- ar málefni fávita. (í Dan- mörku er mannfjöldi á „for- sorgscenter" frá 400 000— 1 000 000). Naumast verður gert ráð fyrir, að komizt verði af með færri en 400 rúm á fá- vitahælum, ef fullnægja á hælisþörf nokkurn veginn, miðað við mannfjÖldá. Staff- rækja á eina aðalfávitastofnún (centralinstitution), og er þeg- ar góður Vísil' að slíkri stofn- un í Kópavogi. Meginverkefnið fyrst um sinn er að stækka þessa stofnun, til þess að hún geti gegnt því hlutverki, sem aðalstofnun á að gegna. Hlut- verk aðalstofnunar er í fyrsta lagi að veita öllum læknis- þurfandi fávitum viðtöku, rannsaka andlegt og líkamlegt ástand þeirra, ákvarða tiltæka læknislega og uppeldislega meðferð og sjá um að þeir fái hana. Fávita, sem ekki þarf að hafa lengur á aðalstofnun- inni, má eftir atvikum senda heim til sín eða á aðrar við- eigandi stofnanir, t. d. vinnu- stofnun, elliheimili o. fl. Heppilegt er, að' geðveikir fá- vitar séu á sérstofnun. Auk aðalhælisins fjallar höfundur skýrslunnar um aðrar fávita- stofnanir í sambandi við hana, bæði heimavistar- og heiman- göngustofnanir, og yrði of langt mál að gera grein fyrir þeim. Hann telur sjálfsagt að reka framvegis einkahælin tvö, Sólheima og Skálatún, telur Skálatún geta komið til greina sem hæli fyrir geðveika fávita, en hefur engar sérstakar til- lögur um Sólheima og óttast um framtíð stofnunarinnar vegna staðsetningar hennar, þegar núverandi forstöðukona lætur af starfi. Dagheimilið Lyngás telur hann eiga miklu hlutverki að gegna. Skýrslan fjallar um all- ar hliðar á málefnum vangef- mna, en verður ekki rakin nánar hér. IV. Frumvarp þetta er samið í samræmi við þau sjónarmið, sem þegar hefur verið greint frá. Það fjallar um fávitastofn- anir og vistmenn þeirra, gerir ráð fyrir einu ríkisreknu að- álhæli og samræmdum rekstri allra fávitastofnana landsins undir eftirliti frá aðalhælinu. í því er ákveðin verkáskiptirig Framhald á 7. síðu. FRA RAZNOEXPORT, U.S.S. R. 2-3-4-5 og 6/mm, A og B GÆÐAFLOKKAR MarsTradi ng Company tif Laugaveg 103 sími 1 73 73 I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.