Þjóðviljinn - 25.10.1966, Side 1

Þjóðviljinn - 25.10.1966, Side 1
Landsfundur Alþýðubandalagsins Fundurínn settur kl. 4 sd. ú föstuduginn Kostar 63,1 milión króna ö Sú verðlækkun á mjólk sem kom til framkvæmda í gær nemur rúmum tveim- ur vísitölustigum °og kostar rikissjóð 63,1 miljón króna á ári. Mjólkin varð að sjálfsögðu fyrir valinu vegna þess að hún hefur einna mest áhrif á visitöl- una af öllum vörutegund- um. □ Fyrir mánuði greiddi rík- isstjórnin niður hækkun á landbúnaðarvörum sem nam 3,7 vísitölustigum og kostar ríkissjóð 111 miljón- ir króna á ári. □ Þessar nýju niðurgreiðsl- ur nema þannig samtals nær sex vísitölustigum og kosta ríkissjóð 174,1 milj- ón króna á ári. Sú upphæð er að sjálfsögðu tekin af neytendum með söluskatt- inum; hér er verið að færa fjárhæð milli vasa til þess eins að verðbólgumælirinn — vísitalan — sýni ekki hvað raunverulega er að' gerast í efnahagslífinu. ■ Landsfundur Alþýðubandalagsins verður hald- inn í Reykjavík dagana 28. — 30. október n.k. og munu sitja' hann á ánnað hundrað fulltrúar frá Al- þýðubandalagsfélögum um land allt en 10 ný fé- lög hafa verið stofnuð undanfarna daga. Laridsfundurinn verður settur í Átthagasal Sögu n.k. föstudag kl. 4 síðdegis en á dagskrá fund- arins þann dag eru m.a. kosn- ingar starfsmanna fundarins og nefnda svo og framsaga um skipulagsmál Alþýðubandalags- ins. Á laugardag hefst fundur að nýju kl. 13.30 og verður þá flutt framsaga um stjórnmála- viðhorfið og næstu verkefni Al- þýðubandalagsins og framsaga fyrir tillögu stefnuskrámefndar. Ennfremur fara þann dag fram umræður um tillögur stefnú- skrárnefndar, tillögur skipulags- nefndar og um stjórnmálavið- horfið og verkefni Alþýðubanda- lagsins. Sunnudaginn 30. okt. verða rædd álit nefnda fundarins og síðan fara fram kosningar 'og fundarslit en um kvöldið kl. 20 hefst sameiginlegt borðhald fundarmanna. Hjón biðu banu í umferðar- s/ysi á Reykjanesbrautinni Hörmulegt slys varð á Reykja- nesbraut á sunnudaginn er fólksbifreið lenti framan á og innundir vörubíl með þeim af- Ieiðingum, 'að roskin hjón, Jó- hann F. Guðmundsson 67 '' ára z og Þóra Jónsdóttir 70 ára gömul, Eskihlíð 10 A, biðu bæði bana. Xvö barnabörn þeirra voru með í bílnum og slasaðist annað þeirra. Áreksturinn varð kl. hálf sjö um kvöldið og voru hjónin á leið suður Reykjanesbraut í ■ Volkswagen bifreið sinni R- 17440, en vörubifreiðin R-411 kom á móti og mættust bílamir rétt vestan við gangbrautina á móts við Valsheimilið. Segist vörubílstjórinn hafa verið á um 45 km hraða og vel vinstra meg- in á veginum þegar hann sá VW bílinn koma á móti sér ak- andi á miðjum vegi og jafnvel meira til hægri. Sá bílstjórinn að hætta var á ferðum, hemlaði og telur. að bifreiðin hafi verið stönzuð er áreksturinn varð. Hafði þá Volkswagen bifreiðin Framhald á 8. síðu. Myndin sýnir f jallshlíftina sem skriðan úr gjallhaugnum féll niður á námubæinn Aberfan í Wales. Frumvarp Alþýðubandalagsmanna um verðlagsmál rætt á Alþingi Ríkisstjórnin hefur selt bröskurun- um sjálfdæmi um verðlag og gróða ■ Það er tilgangur þcssa frumvarps að aðstoða við stöðvun verð- bólgunnar með því að hindra hinar tíðu verðhækkanir, sagði Einar Olgeirsson á Alþingi í gær; hann flutti klukkustundar framsögu- ræðu fyrir frumvarpinu um verðiagsmál sem hann flytur ásamt Eðvarð Sigurðssyni og Ásmundi Sigurðssyni, en það var til 1. um- ræðu á fundi neðrideildar f gær. ■ Vitnaði hann til ræðu Bjarna Benediktssonar, sem birt var í Morgunblaðinu á sunnudag, þar spyrði forsætisráð- herrann, hvers vegna hér væri svo erfitf að halda föstu verðlagi. Svarið er, að þeir sem völdin hafa á íslandi vilja verðbólguna. Það hefur verið eitt af aðaláhugamálum núverandi ríkisstjómar að afnema verðlagseftirlit, og gefa þar með heildsölum og bröskurum eirikarétt til að hækka verðlag eins og þeim þóknast, hrifsa fyrirhafnarlaust gróða af almenningi og þrengja að sjávarútvegi og iðnaði. Einar Olgeirsson í ræðustól Alþingis. Átaldi Einar að svo virtist sem ráðherrarnir hefðu méiri áhuga á að ræða þessi vanda- mál utan þings en á Alþingi þar sem hægt væri að ráða við þau. Var fáskipað í ráðherra- tólum meðan Einar flutti raéðu sína, þar mættu þó Jóhann Haf- stein og Gylfi Þ. Gíslason, en hvorugur lagði í það að verja stefnu stjórnarinnar í verðlags- málum né ræða um frumvarp Alþýðubandalagsþingmannanna sem gerir ráð fyrir sjö manna verðlagsnefnd sem; hafi vald til að ákveða hámarksverð á vör- um og þjónustu. Frumvarpið og greinargerð þess hafa verið birt hér í blaðinu. Frelsl heildsala og braskara Einar deildi fast á það sem ríkisstjórnin kallaði „frelsi“ í verzlun, en væri í raun frelsi kaupmanna og braskara til að skammta sér gróða. Aðrar stétt- ir hefðu ekkert hliðstætt frelsi. Verkalýðshreyfingunni dygði ekki að segja: Ég vil hafa þetta kaup, heldur yrði hún að berj- ast fyrir hverri smáhækkun. Sjávarútvegurinn yrði að semja og berjast um uppbætur og aðra aðstoð vegna álags verðbólg- unnar og gæti ekki skammtað sér slíkt sjálfur. Og gróðinn sem heildsalastétt- in og braskararnir skófla til sín fer að minnstu leyti til þess að afla nýrra atvinnutækja, hann fer í fínar vHhir, fínar skrifstof- ur, fína bíla, fínar verzlunar- hallir og bákn, og annað^ þess háttar. Við því eru engar höml- ur. Þegar ríkisstjórnin barmar sér vegna hættulegs ástands og segir að verkamenn megi um fram allt ekki hækka kaup, væri hennl nær að taka þátt í umræðum á Alþingi um þessi mál, og ræða þessa þætti vand- ands. Pólitískar orsakir Einar minnti á að hverg-i í Evrópu væri verðbólguþróunin jafnhröð og hér á landi. Það ætti sér pólitískar orsakir. Hér væri það heildsalastéttin sem réði í Sjálfstæðisflokknum og hin^ vegar hefðu stjórnendur Sambandsins öll tök á Fram- sókn, og þessir aðilar teldu sig báðir hafa hag af verðbólgu- þróun. Þess vegna hefði ekki verið hægt að koma fram um langt skeið stjórnarstefnu sem Framhald á 8. síðu. Sorg og reiði ABERFAN 24/10 — í kvöld höfðu fundizt 145 lík í námu- bænum Aberfan í Wales, þar sem skriða féll úr gjall- og kolahaug á föstudaginn og gróf undir sig barnaskólann og- 15 önnur hús. Flest líkanna eru af börnum og munu lík 49 barna enn vera ófundin. Ólýsanlég sorg ríkir í bænum þar sem heita má að hver ein- asta fjölskylda hafi misst eitt eða fleiri böm — hvert einasta níu ára gamalt barn í bænum beið bana í skriðufallinu — en sorgin er reiði blandin. Bæjar- búar kenna stjórnarvöldum og sérstaklega stjórn brezku kola- námanna hvernig fór. Framhald á 3. síðu. Laxness forsetl Alþjóðaráðs leikritahöfunda A heimsþingi Steffélag- anna sem nú stendur yfir í París var Halldór Laxness kjörinn forseti Alþjóðaráðs leikritahöfunda að því er Ríkisútvarpið skýrði frá í gærkvöld í lok frétta sam- kvæmt skeyti frá París. Skriðan sem féll á Aherfan Þriðjudagur 25. október 1966 — 31. árgangur — 243. tölublað. >

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.