Þjóðviljinn - 25.10.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.10.1966, Blaðsíða 12
I fulltrúar á þingi málm- og skipasmida um helgina. — (Ljósm. Þjóðv- A. K*). Alþýðubandalagið: Stofnfundir í kvöid í Kópa- vogi og Eyjum Um helgina voru stofnuð þrjú ný Alþýðubandalagsfélög í Suðurlandskjördæmi. Á laug- ardaginn var haldinn fundur að Vík í Mýrdal og stofnað félag fyrir alla Vestur-Skafta- fellssýslu. Á sunnudag var haldinn fundur á Selfossi og stofnað félag fyrir alla Ár- nessýslu en áður var aðeins starfandi féiag á Selfossi. Loks var á sunnudag haldinn fundur í Njálsbúð í Vestur- Landeyjum og stofnað félag fyrir alla Rangárvallasýslu. Vegna þrengsla í blaðinu í dag verða nánari fréttir af þessum fundum að bíða birt- ingar þar til á morgun. 1 kvöld, þriðjudag, klukkan 210« verður haldinn stbfn- fundur Alþýðubandalagsins í Kópavogi og munu þingmenn Atþýðubandalagsins í Reykja- neskjördæmi, þeir Gils Guð- mundsson og Geir Gunnars- son, mseta á fundinum. Þá verður í kvöld haldinn stofnfundur Albýðubandalags- ins í Vestmannaeyjum og heflst hann klukkan 20.30 í Alþýðuhúsmu. Fjölsóttur borg- arafflndur Borgarafundurinn sem Hlíf, Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Framtíðin boðuðu til í Bæjarbíói í gærkvöld um stöðvun Bæjarut- gerðar Hafnarf jarðar og atvinnu- ástandið í bænum var mjög fjöl- mennur og tóku margir til máls. Var fnöt út úr dyrum í bíóinu. SfófS fundurinn enn er blaðið leitaði frétta af honum seint í gærkvöld. Verða nánari fregnir af fundinum að bíða næsta blaðs, III umgeiKgni irjúpnaskyttna Að þvi er forstöðumenn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur tjáðu blaðamonnum í gær, hafa rjúpnaskyttur sýnt heldur illa úmgengni um Heiðmörk og haft skilti og spjöld félaganna þar að skotspæni svo og sorptunnur. Eru þessir hlutir meira og minna sundurskotnir. Að öðru leyti er umgengni al- ménnings um þetta friðland Reykjavíkur til fyrirmyndar í alla staði. Skógræktarfélag Reykjavíkur 20 ára Stérmkinn garBræktaráhugi émsnnings er mesti sigurinn Það er kannski mesti sigurinn í starfi okl^ar hve garðræktar- áhugi almennings hefur vaxið mikið síðan Skógræktarfélag ís- lands tók fyrst til starfa 1932, sagði framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, Einar G. E. Sæmundsen, á fundi sem stjórn þess hélt með blaðamönn- um í gær til að minnast 20 ára afmælis félagsins. I»á voru falleg- ir garðar í Reykjavik teljandi á fingrum sér, sagði Einar, en nú hefur þetta snúizt við, Reykjavík á fjölmarga fallega garða, bæði almenningsgarða og einkagarða við íbúðarhús. Formaður félagsins, Guðmund- ur Marteinsson, rakti aðdraganda að stofnun þess 24. október 1946, en þá var gerð sú -skipulags- breyting á Skógræktarfélagi ís- lands sem aftur var stofnað við Alþingishátíðina 1930, að það varð samband allra skógræktar- félaga í landinu og var þá sjálf- sagt að stofna sérstakt félag í Reykjavík. Var skógræktarstöð- in í Fossvogi þá afhenti Reykja- víkurfélaginu, en hana hafði Skógræktarfélag íslands stofn- sett 1932. Skógræktarstöðin var þá 9 hektarar lands og var byrj- að á uppeldi og gróðursetningu í smáum stíl þá þegar, en þegar Skógræktarfélag Reykjavíkur tók við stöðinni 1946 var ákveðið að leggja megináherzlú á plöntuupp- eldið, því þá var ræktun Heið- merkur þegar á döfinni og vitað að þar yrði mikil þörf á plönt- um, auk þess sem félagið vildi leitast við að sjá almenningi fyr- ir plöntum í garða þar sem ann- ar aðaltilgangur félagsins auk skógrasktar var að stuðla að auknum áhuga almennings é skóg- og garðrækt. Einar Sæmundsen, sem var ráðinn framkvæmdastjóri félags- ins 1947 og hefur verið það síð- an, sagði að plöntuframleiðslan hefði aukizt gífurlega á þessum árum, ársframleiðslan 1950 var t.d. 67.700 plöntur en kemst naesta vor yfir 40ft þúsund. Aldar eru upp um 40 mismunandi teg- undir, en verulegur hluti þeirra eru runnar, ætlaðir í garða. Stöð- in hefur verið stækkuð og voru keyptir til viðbótar fimm hektar- ar lands sem lágu upp að landi hennar og er nú meginhluti þessa svæðis alls kominn undir græðireiti, skjólbelti og skógar- lundi. Fyrsta sitkagrenið sem gróður- sett var í stöðinni 1943 og 44 er Frarohaid á 8- séðu. Stjóm Skógræktarfélags, Reykjavíkur og framkvæmdaistjóri við elzta sitkagrcnireitinn í gróðrarstöðinni í Fossvogi. Frá vinstri: Sveinbjöm Jónsson mcðstjómandi, Ingólfur Davíðsson ritari, Guðmundur Marteinsson formaður, Jón Helgason, gjaldkeri, Einar G. E- Sæmundsen, framkvæmdastjóri og Lárus Rlöndal meðstjómandi. — (Ljósm- Þjóðv. vh). N Þing Málm- og skipasmiðasambands íslands: Snorri Jónsson endurkjör- inn fonnaður sambandsins vara- ar áliti, sem rædd voru og sam- þykkt. Að lokum fór fram kjör sam- bandsstjómar. f sambandsstjórn voru kjörnir: Miðstjórn: For- maður Snorri Jónsson, varafor- maður Guðjón Jónsson, ritari ■ 2. þing Málm- og stópasmiðasambands íslands var hald- Sigurgestur Guðjónsson; ið í Reykjavík sl. laugardag og sunnudag og sátu þingið j1rita.ri 39 fulltrúar frá 9 sambandsfélögum. Þingið samþykkti ályktanir, m.a. um kjaramál, atvinnumál og öryggismál og verða þær birtar hér í blaðinu síðar. Þingforseti var Jijörinn Sigur- gestur Guðjónsson frá Félagi bifvélavirkja. 1. varaforseti var kjörinn Halldór Ámason frá Sveinafélagi járniðnaðarmanna á Akureýri og 2. varaforseti Ás- geir Hafliðason frá Jámiðnaðar- mannafélagi Ámessýslu á Sel- fossi. / Ritarar þingsins voru Tryggvi Benediktsson frá Félagi járniðn- aðarmanna og Helgi Amlaugs- son frá Sveinafélagi'skipasmiða. Formaður sambandsins, Snorri Jónsson, flutti skýrslu mið- stjórnar og Helgi Amlaugsson, gjaldkeri þess, las og skýrði reikninga sambandsins. Að því loknu fóm fram umræður um skýrslu miðstjómar og reikning- ana. Tvö félög voru tekin í sam- bandið: Málm. og skipasmiðafé- lag Neskaupstaðar og Málm- og skipasmiðadeild Iðnsveinafélags Keflavíkur. \ Á sunnudaginn hófst þing- fundur kl. 2 e.h. með því, að Kristmundur Halldórsson hélt erindi um hagræðingarmál. Eftirtaldar nefndir störfuðu á þinginu: Kjara- og fetvinnumála- nefnd, og Iðnaðar. og öryggis- málanefnd og skiluðu þær báð- Árekstrar og bíl- velta á Akureyri Mikil hálka og ísing var á Ak- ureyri um helgina og urðu af tóm völdum tveir árekstrar á laugardagskvöld, sá fyrri milli tveggja bifreiða á horni Brekku- götu og Gránufélagsgötu og stór- skemmdust báöar, en sá síðari varð með þeim hætti að fólks- bíll sem var að fara á stæði á mótum Hafnarstrætis og Aðal- strætis lenti á tveim kyrrstæðum jeppum og skemmdist mikið, ernnig stórlaskaðist annar jepp- inn. Engin slys urðu á fólki við þessa árekstra. Þá valt bíll rétt norðan við Glerárbrú um tvöleytið um nótt- ina og er talinn gjörónýtur eftir veltuna, en þrennt sem í honum var slapp ómeitt. keri Helgi Arnlaugsson, með- stjórnendur Hannes Alfonsson og Tryggvi Benediktsson. í sambandsstjórn auk mið- stjórnar: Halldór Arason, Akur- eyri, Haraldur Sigurðsson, Vest- mannaeyjum, Ásgeir Hafliðason, Selfossi, Árni Björn Árnason, Akureyri, Jóhann Zóega, Nes- kaupstað, Guðmundur Sigurðs- son, Keflavík, Ámi Magnússon, Akureyri og Guðmundur Hall- dórsson, Selfossi. Varamenn í miðstjórn: Theó- dór Óskarsson, Karl Árnason, Hörður Jóhannsson. Varamenn í sambandsstjórn: Jón Þorgilsson, Vestmannaeyj- um, Halldór Pálsson, Keflavík, Sigurður Björnsson, Neskaup- stað og Norðmann Hansen, Ak- ureyri. Þinginu var slitið kl. 7.30 á sunnudagskvöld. Þriðjudagur 25. október 1966 — 31. árgangur — 243. tölublað. BRAUÐIN HÆKKA MJÓLKIN LÆKKAR Margar húsmæður ráku upp stór augu I gærmorguH þegar að því kom að borga mjólkina. Rcyndist hún hafa lækkað um kr- 1.35, úr kr. 8,05 í kr. 6-70. Að vísu hafði þessa verið getið rækilega í útvarpinu á sunnu- dag og þá jafnframt þess, að ríkissjóður tæki á sig þennan aukna bagga. Nema þá - niður- greiðslur úr ríkissjóði á hvern mjólkuriítra nákvæmlega kr. 6,70, eða jafnmiklu og húsmæð- ur greiða fyrir hann I mjólkur- búðum- Aðrar mjólkurafurðir, sem greiddar eru niður úr ríkissjóði erra ostur og smjör. Niðurgreiðsl- ur á hvert kíló af smjöri nema nú kr. 121,86, en á sama magn af osti kr. 25-00 á 40% ost og 19.00 á 30% ost. Á hinn bóginn varð kætin ekki eins mikil þegar kom að brauð- unum- Þau reyndust nefnilega ,hafa hækkað. í fyrradag kostuðu 1500 grömm af rúgbrauði kr. 12-50 en í gærmorgun kr. 13,20. 500 grömm af franskbrauði hækkuðu úr kr. 8,60 í 9,40, 1250 grömm ’af normalbrauði hækk- uðu úr kr- 13.50 í 14,20, stykkið Garnaveiki enn í Borgarfirði Ærslátrun er nú hálfnuð í Borgarfirði og hefur fundizt garnaveiki í fé frá nokkrum stöðum, að því er Guðmundur Gíslason læknir á Keldum tjáði Þjóðviljanum í gær. Garnaveiki fannst ekki á nýjum stöðum, en á sömu bæjum og í fyrra, öllum í Stafholtstungum. MÁLFUNDUR SÓSÍALISTA I I kvöld verður haldmn málfundur á vegum Æskulýðs- fylkingarinnar í Reykjavik í salnum niðri í Tjamargötu 20. Hefst fundurinn kl. 20,30. I Einar Ol-geirsson flutti framsöguerindi á fundinum: Hlutverk og stjórnlist sósíaliskrar verkalýðshreyfingar á íslandi í dag. I Sósíalistar eldri sem yngri em hvattir til að fjölmenna. aí vínarbrauðinu úr 2,30 £ 2,50 og kílóið af tvibökum úr 39,00 krónum í 43,00. Á þessa hækkun var ekki minnzt í útvarpsfréttum á sunnudag. Hifaveitan brást i gamla bœnum Á föstudagskvöld og Iaugar- dag brást hitaveitan enn einu sinni á Skólavörðuholti og á Landakotshæðinni. — Spurði Þjóðyiljinn Jóhannes Zoega, hitaveitnstjóra í gær hverju þetta sætti og hafði hann eft- irfarandi um málið að segja: Ástæðan er einfaldlega sú að við höfoim ekki meira vatn eða varma til umráða- Við er- um að bíða eftir Elliðaárstöð- inni og vatnsgeymunum en höfum bætt svolítið úr með dælum þannig að ástandið er betra núna en fyrlr helgina. Dælurnar sem beðið er eftir ei ga aið vera komnar um mán- aðamótin en stýri ketillinn í varastöðina og nýir geymár verða ekki teknir í nptkun fyrr en um miðjan nóvember. — Og má búast við að hita- laust verði í gamla bænum af og til fram að beim tíma- — Já, ef kólnar í veöri, sagði hitaveitustjóri að end- ingu. Alþýdubandalagi í Hafnarfirði Aðalfundur Alþýðubaindalags- ins í Hafnarfirði verður haldinn að Strandgötu 41 — Skálanum — í kvöld, þriðjudag, kl. 20-30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga- 2. Venjul. aðalfundarstörf. 3- Kosning fulltrúa á lands- fund Alþýðubandalagsins. 4- önnur mál. * Félagar fjölmennið. Stjómin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.