Þjóðviljinn - 25.10.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.10.1966, Blaðsíða 2
J 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJTNN — Þriðjwtegur 25. október 1966. Forseti heimspekideildar háskólans, próf. Halldór Halldórsson (í miðju) lýsir doktorskjöri. Til hægri dr. Sigurður Nordal, til vinstri háskólarektor, Árni Snævarr prófessor. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Háskóli íslands sýnir dr. Sigurði Nordal æðsta sóma Dr. Signrður Nordal flytur á- varp sitt á háskólahátíð. ■ Afhending doktorsbréfs Sigurðar 'Nordals setti mest- an svip á háskólahátíð 1966 sl. laugardag, fyxsta vetrar- dag. Heimspekideild háskólans hafði sem kunnugt er ákveðið að sýna Sigurði þennan æðsta sóma í tilefni af áttræðisaf- mæli hans í haust með því að kjósa hann dr. litt. isíandicar- um. Á hátíðinni á laugardag- inn ávarpaði forseti heimspeki- deildar, Halldór Halldórsson, Sigurð Nordal en háskólarekt- or, Ármann Snæyarr,, . lýsti doktorskjöri. Sigur’ður þakkaði sýndan sóma með snjöllu á- varpi. • í skólasetningarræðu sinni... gat háskólarektor þess m.a. að nú í vetur væru fleiri stúdent- ............................ <S> í- þróttamaður Hér á íslandi virðist það vera þáttur í menntun póli- tíkusa að kunna að fara með ósatt mál. Dr. Bjami Bene- diktsson forsætisráðherra hefur oft sýnt að hann er mikill kunnáttumaður í þeirri iðju. Háttur hans er oft sá — eftir að hann tók að leika hlutverk landsföðurins — að hafa á sér yfirskin hófsemi og sanngirni, en beita íþrótt sinni í hálfkveðnum vísum og setningabrotum. Morgunblað- ið birti til að mynda í fyrra- dag þætti úr ræðu sem ráð- herrann hélt á fundi flokks- ráðs Sjálfstæðisflokksins, og ein setning gefur góða mynd af vinnubrögðunum; forsætis- ráðherra íslands segir að það muni ,.lengi þykja í frásögur færandi, að nokkrir menn skyldu snúast á móti virkjun Þjórsár og byggingu ál- bræðslu". Og þetta er engan- veginn í fyrsta skipti sem þessi virðulegi þjóðarleiðtogi hefur staðhæft í hálfri setningu að stjórnarandstæðingar hafi snúizt gegn virkjun Þjórsár. En þessi kenning ráðherr- ans er í engu samræmi við staðreyndir. Tillagan um virkjun Þjórsár var lögð fyr- ir alþingi án nokkurra tengsla við hugsanlega alúmínbræðslu og rökstudd með þörfum fs- lendinga sjálfra. Á það var bent i greinargerð að íslend- ingar þyrftu á þeirri virkjun að halda sjálfra sín vegna og hún væri á engan hátt of- verk þeirra; hún væri hlut- fallslega minna átak en íyrsta virkjun Sogsins. Á þetta sjón- armið féllst Alþingi íslendinga einróma; ekki einn einasti al- þingismaður snerist „á móti virkjun Þjórsár". Þetta veit Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra að sjálfsögðu öllum mönnum betur; ósannindi hans eru vísvitandi. Það var ekki fyrr en síðar að stjórnarflokkarnir lögðu til á þingi að virkjun sú sem ís- lendingar höfðu ákveðið handa sjálfum sér yrði að verulegu leyti framseld út- lendingum. Þá hófst ágrein- ingurinn um það hvort ís- lendingar ættu sjálfir að nýta auðlindir sínar og safna arð- inum af þeim í landinu, éða leyfa erlendum auðfélögum að fleyta rjómann af hag- kvæmustu orkulindum okkar og flytja hann úr landi. Bjarni Benediktsson beitti sér þá fyrir því að Búrfellsvirkjun kæmi svissneskum auðhring fyrst og fremst að gagni. Þess vegna mætti halda þvíifram með fullum rökum að einmitt hann hafi verið „á móti virkj- un Þjórsár" — handa íslend- ingum. — Austri. ar við nám í Háskóla íslands en nokkru sinni áður. Innrit- aðir nýstúdentar eru hálft fjórða hundrað talsins, þar af 2 í guðfræði, 68 í læknisfræði, 11 í tannlækningum, 5 í lyfja- fræði lyfsala, 43 í lögfræði, 31 í viðskiptafræðum, 30 (í verk- fræði, 7 í BA-deild vérkfræði og 145 í heimspekideild (90 í BA, 39 í forspjallsvísindum og 16 í íslenzku fyrir erlenda stúdenta). Rektor minntist í ræðu sinni tveggja látinna starfsmanna háskólans, Níelsar Dungals prófessors og sr. Bjama Jóns- sonar vígslubiskups sem um áratugaskeið var prófdómari við- guðfræðideild. Þá lýsti hann breytingum á kennara- liði og gat! m.a.' nýrra sendi- kennaraembætta i finnsku og rússnesku. Hann greindi frá byggingu húss Raunvisinda- stofnunar Háskólans og gat starfs stofnunarinnar og ann- arra háskólastofnana. Þá lýsti hann góðum gjöfum sem há- skólanum hafa borizt á liðnum mánuðum; m.a. hafði Stefán Einarsson próf gefið mikið og gott einkabókasafn til skólans og Framkvæmdabankinn 300 þús. kr. til listaverkaskreyt- inga í skólahúsinu. Hefur Gunnlaugur Scheving verið ráðinn til ,að vinna að þeim málverkum. Þakkar- ávarp • Hér með viljum við hjónin flytja öllum kærar þakkir, sem með fjárframlögum og vinar- hug studdu að því, að litla dóttir okkar, Anna Björk, gat gengizt undir kostnaðarsama, en vel heppnaða læknisaðgerð í Bandaríkjunum á liðnu sumri. Sérstakar þakkir færum við héraðslækninum í Sauðárkróks- læknishéraði, Friðriki J. Frið- rikssyni, sem hvatti til þessarar farar, studdi okkur með ráðum og dáð, og gekkst fyrir fjár- söfnun svo hún væri möguleg. Einnig þökkum við sérstaklega Ingibjörgu Magnúsdóttur, yfir- hjúkrunarkonu á Akureyri, sem fylgdi dóttur okkar til Banda- ríkjanna og reyndist henni sem bezta móðir. Fyrir alla þessa ómetanlegu aðstoð og velvilja þökkum við af heilum hug. Sauðárkróki, 20 okt. 1966 Erla ÁsgTÍmsdóttir Örn SigMrðsson. Pabb Picasso er 85 ára í dag Pablo Picasso, helztí brautryðjandi myndlistarinnar á þessari öld og einn mesti snillingur. henn- ar frá npphafi vega, er hálfníræðnr í dag. Picasso er enn við góða heilsu, sköpunargáfa hans hefur ekki sljóvgazt og hann er enn óhræddnr við að fara nýjar leiðir. Picasso er spænskur að ætt, en hefur dvalizt nær allan aldur sinn í Frakklandi, og í næsta mánuði verður hann hyllt- ur í París með sýningu sem ekki á sinn líka; sýnd verða 800 verk hans frá öllum skeiðum hans og verður sýningin jafnframt vigsla hinnar nýju menningarmiðstöðvar sem fær aðsetur í „Grand Palais“. — Myndin er tekin af Picasso í vinnustofu hans í París. Stofnfndur Alþýðubandalags í Kópavogi rvopU" verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs í kvöld, 25; október, kl. 9 síðdegis. vogs- Þingmenn Alþýðubandalagsins í Reykja- neskjördæmi mæta á fundinum. búar Undirbúningsnefndin. ..... _ -Ja— Námskeið í sjákrahjálp / Borgar- spítalanum Námskeið 1 sjúkrahjólp á vegum Borgarspítalans hefst þann 6. janúar 1967. Námskeiðið, sem stendur í 8 mánuði, byrjar með 4ra vikna forskóla, en síðan fer starfsþjálfun fram á sjúkrahúsum, og lýkur með prófi. Laun sjúkraliða eru sam- kvæmt reglum um laun opinberra starfsmanna. Nemendur í sjúkrahjálp fá 60% af launum sjúkraliða. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi skyldunámsstigsins og vera ekki yngri en 17 og ekki eldri en 50 ára. Umsóknareyðublöð fást í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur og hjá forstöðukonu Borgarspítalans í Fossvogi, sem lætur í té frekari upplýsingar, sími 41520. /Í!' .. Umsóknir skulu hafa borizt Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur Heilsuverndarstöðinni, fyrir 18. nóvember 1966. Reykjavík 24. okt. 1966. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.