Þjóðviljinn - 25.10.1966, Side 3

Þjóðviljinn - 25.10.1966, Side 3
Þr.iðju*te@w 25. tíU&ae* &B6----Þ«Ö©ViSSsaaS(W — SfS*A 3 ÞakiB eitt liggur ofan á aurskríðunni sem gróf skólann undir sig Sorg og reiBi >■ Framhald al 1. síðu. í>eir létu reiði sína í ljós í dag þegar skoðun fór fram á líkum 30 þeirra barna sem þekkzt hafa. Þegar formaður líkskoðunarnefndarinnar lýsti dánarorsök eins bamanna að hann hefði kafnað og orðið fyr- ir ýmsum áverkum, tók faðir drengsins fram í fyrir honum: — Nei, lifandi grafinn af kola- námuráði ríkisins. Ég vil að það standi á dánarvottorðinu. Þann- ig hugsar fólkið hér. Aðrir tóku undir þessi orð, hrópuðu: — Hann hefur rétt fyrir - sér. Þeir _drápu börnin okkar. Þeir drápu börnin okkar. Fréttamaður brezka útvarps- ins * sagði í dag að bæjarbúar væru eins og lamaðir, margir hverjir hefðu varla gert sér fulla grein fyrir því sem gerzt hefði, héldu að það hefði verið óskapleg martröð sem þeir myndu vakna upp af, en smám saman yrði þeim allt ljóst og að sama skapi magnaðist reiðin í garð þeirra sem daufheyrzt hefðu lengi við kröfum bæjar- búa um að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir þann hafmleik sem nú hefur gerzt. Það er ekki lengra síðan en í síðustu viku að fundur var haldinn í bænum til að krefjast slíkra ráðstafana. Bióðugur bardagi við hótel Johnsons forseta á Manila Þúsundir stúdenta börðust við vopnaða lögreglu og hermenn sem skutu úr byssum sínum á mannfjöldann MANILA 24/10 — Blóðugur bardagi var háðúr í kvold fyr- ir framan gistihús það í Manila þar sem Johnson Banda- ríkjaforseti og aðrir stjórnarleiðtogar dveljast meðan ráð- stefna þeirra í Manila stendur yfir, og áttust þúsundir stúd- enta við vopnað lögreglulið og hermenn. Hermennirnir hófu skothríð á stúdentanö sem voru um 3.000 talsins og safnazt höfðu fyrir framan gistihúsið til að láta í ljós andúð sína á Johnson og stríði Bandaríkjamanna í Viet- nam. Tveir stúdentar a.m.k. særðust af byssuskotum, annar þeirra fékk skotsár í hnakkann. Skothríðin hófst eftir að vopn- að lögreglulið og hermenn með stálþjálma á höfði höfðu hrak- ið stúdentana út úr garðinum umhverfis gistihúsið. Mannfjöld- inn hafði hrópað í kór „Hæ hæ LBJ, hve mörg börn hefurðu drepið í dag?“, þegar lögreglan x>g herlið réðst gegn honum með kylfur og byssuskefti á lofti. Stúdentar svöruðu árásinni með því að kasta grjóti og öðru sem hendi var næst og fjölmenn- ir hópar ungra pilta og stúlkna veittu lögreglunni viðnám. Marg- ir særðust illa af kylfuhöggum eða grjótkastinu, a.m.k. 10—15 lögreglumenn og sjö stúdentar. Torgið fyrir framan gistihúsið var eins og vígvöllur að viður- eigninni lokinni. Johnson forseti og aðrir þátt- takendur í ráðstefnunni voru í gistihúsinu þegar rósturnar hóf- ust. Þegar mannfjöldinn hafði verið hrakinn á brott, tóku her- menn með alvæpni sér stöðu við húsið. \ Mótmælaaðgerðirnar höfðu hafizt við forsetahöllina í Manila, þar sem fundir ráðstefnunnar Sovézkt geimfar á leiðinni tii tunglsins MOSKVU 24/10 — Enn eitt sovézkt geimfar er nú á leið til tunglsins og mun koma þangað seint á þriðjudagskvöld eða snemma á miðvikudagsmorgun. eru haldnir og þaðan fóru stúd- entar blysför til bandaríska sehdiráðsins, þar sem ætlunin var að mótmælunum lyki. Eftir þriggja, tíma fund fyrir framan sendiráðið, spurðu leiðtogar stúdenta mannfjöldann hvert hann vildi nú halda og var þá þegar lagt af stað til gistihúss- ins sem er í grennd við sendi- ráðið. „Farðu heim, Johnson", hrópaði mannfjöldinn þegar hann nálgaðist gistihúsið. Ráðstefnan hafin Fyrsti fundur ráðstefnunnar í Manila var haldinn í dag, en á henni eiga sæti stjórnarleiðtogar sjö ríkja, Bandaríkjanna, Filips- eyja, Suður-Vietnams, Suður- Kóreu, Thailands, Ástralíu og Nýja Sjálands. Þeir héldu fram- söguræður sínar í dag, en ekkert nýtt kom fram í þeim. Síhanúk prins, leiðtogi næsta nágrannaríkis Suður-Vietnams, sagði í Kambodju í gær að land hans myndi ekki taka þátt í nein- um friðarviðræðum sem kynnu að verða ákveðnar í Manila. Þau sjö ríki sem fulltrúa ættu í Man- ila væru öll andvíg friðsamlegri lausn í Vietnam. — Eina hugsanlega lausnin er sú að Bandaríkjamenn fari frá I Vietnam og til þess þarf hvorki I málamiðlun né samningaviðræð- ur, sagði hann. Tunglfarinu, „Lúnu 12.“, var skotið á loft á laugardag og þykir líklegast að ætlunin sé að það fari á braut umhverfis tunglið, eins og tvö síðustu tunglför Sovétríkjanna, en ekk- ert hefur verið látið uppi um það enn hver tilgangurinn er með tunglferðinni. Sennilegt þykir að „Lúna 12.“ hafi með sér ljósmyndunar- og sjónvarpstæki og sé ætlunin að taka myndir af yfirborði tungls- ins og senda til jarðar. Tilraun Bandaríkjamanna til slíkrar myndatöku með „Lunar Orbit- er“ fyrir skömmu mistókst að nokkru leyti. í hinni opinberu tilkynningu um tunglskotið vac aðeins sagt að ætlunin væri að gera athug- anir á tunglinu og næsta ná- grenni þess. Kröfur leiðtoga hlutlausra ríkja Hætt sé árásum á N- Vietnam, aiiur erlendur her fari burt Lokið viðræðum Nassers, Títós og Indiru Gandhi í Nýju Delhi — Algert samkomulag þeirra um Vietnam NÝJU DELHI 24/10 — í lokatilkynningu um viðrasður stjórnarleitoga-Jndlands, Júgóslavíu og Egyptalands í Nýju Ðelhi er þess krafizt að Bandaríkin hætti þegar 1 stað og skilyrðislaust loftárásum sínum á Norður-Vietnam. Tilkynningin var gefin út eft- ir fjögurra daga viðræður Ind- iru Gandhi, forsætisráðherra Ind- lar.ds- Títós, forseta Júgóslavíu, og Nassers, forseta Egyptalands. Stjómarleiðtogar þessara 3ja forysturíkja hinna hlutlausu landa heimsins segja ennfremur að Þjóðfrelsiefylking Suður-Viet- -------------------------------:— Ríkisstarfsmenn í Svíþjóð í 3ja daga verkfalli STOKKHÓLMI 24/10 — í morg- un hófst í Stokkhólmi þriggja daga verkfall sem samtök há- skólamenntaðra ríkisstarfs- manna SACO hafa boðað til. í samtökunum eru 35.000 félagar, af þeim eru 22.000 kennarar í verkbanni eða verkfalli frá því í síðustu viku, en 7.500 af hin- um taka ekki þátt í þriggja daga verkfallinu þar sem þeir eru taldir gegna lífsnauðsynleg- um störfum (á sjúkrahúsum o. nams hljóti að verða einn helzti aðilinn í sérhverri viðleitni til að kt>ma á friði í Vietnam. Þá taka þeir fram að brott- flutningur erlendra herja frá Vietnam myndi leiða til friðar bg veita vietnömsku þjóðinni að- stöðu til að ráða sjálf fram úr vandamálum sínum í samræmi við ákvæði Genfarsamninganna frá 1954. Indira Gandhi, Tító og Nasser ræddu öll við blaðamenn og gerðu hvert fyrir sig grein fyrir tilkynningunni. Nasser sagði að með orðunum „allir erlendir her- ir‘‘ væri fyrst og frerhst átt við bandaríska herinn í Vietnam. Hann bætti því við að hlutlausu rikin þrjú hefðu engar sannan- ir fyrir því að norðurvietnamskir hermenn væru í Suður-Vietnam, eri ef svo væri, ætti einnig að flytja það herlið burt þaðan. Ýms önnur alþjóðamál voru rædd á fúndinúm í Nýju Delhi og varð algert samkomulag 'milli stjórnarleiðtoganna um öll meg- inatriði. Titó sagði við blaöa- menn að Kína hefði ekki borið á góma í viðræðunum, nema hvað ítrekuð hefði verið sú afstaða allra þriggja ríkjanna að Peking- stjórninni beri sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Hassan konungur gestur í Moskvu MOSKVU 24/10 — Hassan Mar- okkókonungur kom í dag til Moskvu í opinbera heimsókn. Hann mun ræða við sovézka leiðtoga um aukna samvinnu landanna. Þetta er í fyrsta sinn sem konungur Mar.okkós kemur til Sovétríkjanna. Njósnarinn Blake sem slapp úr ensku fangelsi leitað LONDON 24/10 — Brezka lög- reglan hefur síðan á laugardags- kvöld gert mikla leit að George Blake, sem þá slapp úr fangels- inu þar sem hann afplánaði 42 ára fangelsisdóm fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Flóttinn uppgötvaðist ekki fyrr en eftir hálfan annan tíma og lögreglan mun ekki gera sér miklar vonir um að hafa hendur í hári Blakes. Hann hafði sorf- ið í sundur járnrimla fyrir klefaiglugga stnum, komizt nið- ur í fangelsisgarðinn eftir reip- stiga og þaðan yfir fangelsis- múrinn. Blake var dæmdur árið 1961. Hann hafði starfað í brezku leyniþjónustunni síðan 1944, en var fyrir réttinum sakaður um að hafa jafnframt njósnað í þágu Sovétríkjanna í níu ár, og látið þeim í té mikilsverðar upp- lýsingar. Hann var dæmdur í lengri fangelsisvist en nokkur annar maður í Bretlandi á þess- ari öld. Radio Corparation of America hefur mestu reynslu i framleiðslu Sjónvarpstækja Nýkomin sending af hinum vinsælu RCA sjónvarpstækjum RCA sjónvarpstækin eru fyrir bæði kerfin. Árs ábyrgð — Greiðsluskilmálar. Þeir sem eiga pöntuð RCA sjónvarpstæki hafi vinsamlegast samband við verzlunina sem fyrst. RA TSJÁ Laugavegi 47. — Sími 11575.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.