Þjóðviljinn - 25.10.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.10.1966, Qupperneq 4
4 slÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Þriðjudagur 25. október 1966. Otgefandi: Samelningarflokinux aiþýdu — Sásialistaflokk- urinn. Ritstjárar: Ivax H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Suðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson, Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannessonv Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Mismunun í tta verklýðsfélög hafa boðað verkfall við Búr- fellsvirkjun í upphafi næstu viku og aðra tvo dagá viku síðar, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Hafa verklýðsfélögin átt í samninga- umleitunum síðan í maí í vor án þess að nokkur umtalsverður árangur hafi náðst á þann hátt. Því er nú verkfallsvopninu beitt í aðvörunarskyni, en nægi það ekki má eflaust búast við álvarlegri á- tökum. Verklýðsfélögin bera fram margvísleg- ar kröfur sem meðal annars eru miðaðar við eðli þeirra starfa sem menn vinna við Búrfell og lang- dvalir verkafólks fjarri heimilum sínum. ¥ umræðum um þessi mál hefur það komið fram að erlendir starfsmenn við Búrfellsvirkjun fá miklu hærra kaup en íslenzkir starfsbræður þeirra, þótt þeir vinni. sömu störfin hlið við hlið. Venju- legur kauptaxti útlendinganna er miklum mun' hærri og ennfremur er þeim' greidd staðaruppbót. Þetta er raunar engin nýjung á íslandi. Þjóðviljinn hefur áður greint frá því að við hemámsfram- kvæmdirnar í Hvalfirði í sumar var um sömu mis- munun að ræða, erlendur maður fékk miklu hærra kaup en íslendingur sem vann sömu verk- in við hliðina á honum. Samskonar ástand hefur verið á Keflavíkurflugvelli í hálfan annan ára- tug; þar hefur þjóðemi manna verið metið til pen-í inga og verðgildi hinna innbomu verið talið miklu minna en herraþjóðarinnar. ^stæðan til þessarar mismununar er ekki sú að verðlag á íslandi sé hagstæðara neytendum én annarstaðar, kaupgildi krónunnar meira en gengi hennar gefur hugmynd um. Þessu er öfugt farið, dýrtíð á íslandi er meiri en í flestum öðmm lönd- um heims. Mismununin stafar af því einu að kaup- gjald á íslandi er mun lægra en í nágrannalönd- um okkar, og þess er enginn kostur að fá erlenda menn til starfa á íslandi fyrir lægra kaup en tíðk- ast í heimalöndum þeirra. í nágrannalöndum okk- ar þykir það sjálfsögð meginregla að menn vinni að staðaldri aðeins venjulegan dagvinnutíma og fái fyrir hann kaup sem nægi þeim til viðurvær- is; hér á íslandi fást hliðstæðar árstekjur því að- eins að menn leggi á sig eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu allan ársins hring. Oið lága kaupgjald á íslandi stafar ekki a'f því að þjóðfélag okkar sé fátækt. Alþjóðlegar hag- skýrslur sýna að þjóðartekjur á mann eru hærri hér en víðast hvar annarstaðar; í sumar hélt Morg- unblaðið því til dæmis fram að við værum fjórða tekjuhæsta þjóð veraldar að tiltölu við mannfjölda. Því hljóta ástæðurnar að vera léleg stjóm á efna- hagsmálum, þjóðfélagslegt ranglæti, skipulagsleysi og sóun. — m. Húsið í Mosfellssveit — (Ljósm. Þjóðv. G. O.). íbúðarhæft eftir 22ja daga vinnu Á laugardaginn banð inn- flutningsfirmað I. Pálmason h.f. blaðamönnum að skoða verksmiðjuframleitt hús, sem fyrirtækið hefur flntt inn frá Sýning Veturlida Ákveðið hefur veriö að framlengja málverkasýningu Veturliða Gunnarssonar í Listamannaskálanum til kl. 10 í kvöld, þriðjudag. Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð og nú um helgina sóttu hana 1800 manns. 16 myndir hafa selzt. Noregi og reist uppi í Mos- fellssveit. Húsið er af svo- nefndri „Joker“ gerð, 110 fer- metrar að flatarmáli á einni haesð. Byggingarefni er timbur. Aðalsteinn Eiríksson náms- stjóri, sem er eigandi hússins, skýrði frá gangi við byggingu þess, en hann var næstum æv- intýralegur á okkar mæli- kvarða. Byrjað var á að steypa plötuna undir húsið, en aðstaða til þess var góð á þeim stað sem það reis. Grunnurinn var tilbúinn -þann 26. sept. sl. og á morgni þ. 30. sept. var náð í efnið í húsið -sjálft og farið að reisa það með aðstoð krana. Eftir hálfa fjórðu klukkustund voru allir útvegg- ir og gaflar komnir upp og laugardaginn 1. okt. var húsið orðið fokhelt. Tveir Norðmenn frá framleiðandanum aðstoð- uðu við reisingu hússins. Á láugardaginn var voru 22 dagar liðnir frá því að byrjað var á sjálfu húsinu og var það þá tilbúið til að flytja í það. Skylt er að taka fram í þessu sambandi að ekki var unnið alla daga. í reisingu, frágang á þaki og á húsinu að utan fóru J 350 vinnustundir. Raf- virkjar mátu vinnu sína á u. þ. b. 15.000 krónur og pípu- lagningamenn sína vinnu á u. þ. b. 20.000. Mun þetta vera nálægt 40%—50% lægra en til- svarandi verk myndi kosta í steinhúsi. Raflagnaefni og teikningar fylgdu húsinu. Húsið er mjög vel einangrað að því er talið er. í gólfi, lofti og veggjum er 10 sentímetra þykkt lag af stein- og glerull og allir gluggar tvöfaldir. Talið er að kostnaðarverð hússins sé einhversstaðar milli 800 og 900 þúsund krónur. Húsið er þannig ger.t að hægt er að fara nokkuð frjáls- legfi með innréttingar, með því að færa til millveggi. Það get- ur vissulega komið sér vel þegar róttækar breytingar ' verða á fjölskyldustærðinni. Við bakdyrnar er skýli fyrir fjölskyldubílinn. Um helgina var húsið til sýnis fyrir almenning og svo verður einnig næstu daga, Það er sýnt með húsbúnaði frá Húsgagnaverzlun Austurbæjar, en Steinþór Sigurðsson list- málari hefur ráðið fyrirkomu- lagi. SK1I»AUTG£R»;' BIKISINS M.S. BLIKUR fer vestur um land í hringferð 1. nóv. Vörumóttaka ó þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Bolungarvíkur, ísa- fjarðar, Norðfjarðar, Diúpavíkur, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Akur- eyrar, Húsavíkur, Kópaskérs, Raufarhafnar og Austfjarða- hafna. M.S. BALDUR fer til Snæfellsnes- ogBreiða- fjarðarhafna á fimmtudag. Vöru- móttaka á þriðjudag, miðviku- dag og fimmtudag. M.S. HERJÓLFUR fer til Vestmannaeyja, Horna- fjarðar og* Djúpavogs á miðviku- dag. Vörumóttaka á þriðjudag. '.yýýv t Tvpjami & noMEsric ” BlA-'Srí) ns maamsm’.n^'y m „ Hver stund með Camel léttir lund!" Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan í heiminum. UAOE IN USA. i ), \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.