Þjóðviljinn - 30.10.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sponmtdagur 30. oktöber. 1960. Otgeíandi: Sametningarflokkur atþýðu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson F'réttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófssot. Auglýeingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sfmi 17-500 (5 lfnur). Askrlftarverð kr. 105.00 á mánúði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Þrítugur ÞjóSvilji j þrjátíu ár hefur útgáfa Þjóðviljans. verið einn rtiéginþáttur í starfi hinna róttaeku stjómmála- samtaka íslenzkrar alþýðu. Öll þau ár hefur al- þýðufólk fært dýrar fómir til þess að Þjóðviljinn mætti lifa, í trausti þess og vitund að með dagblaði ætti alþýða landsins ómetanlegt vopn í baráttu sinni um betri kjör, réttlátt þjóðfélag. Ýiðleitni ís- lenzkra alþýðuhreyfinga til blaðáútgáfu er hetju- saga sem seint mun gerð full skil. Þar hefur alltaf verið við ramman reip að draga, peningavaldið, auðvaldið, stóð alltaf í andskotaflokknum miðjum. Fyrstu blöðin blossuðu upp af eldmóði farra braut- ryðjenda og sofnuðu aftur: Nýja ísland Þorvarðar Þorvarðarsonar 1904, Alþýðublaðið 1906 og Verk- mannablaðið 1913, bæði tengd nafni Péturs G. Guð- mundssonar, þar til loks að 1915 hefst óslitin út- gáfa alþýðublaða í Reykjavík með Dagsbnín og síðar Alþýðublaðinu, Verklýðsblaðinu og Þjóð- viljanum. Og allt frá stofnun Verkamannsins á Akureyri 1918 og til þessa dags hafa risið upp úti um landið alþýðublöð, sem verið hafa víða ómetan- legilyftistöng alþýðuhreyfingunni þar og.eiga hina. merkustu sögu. Enn á .þó öll útgáfa alþýðublaða á íslandi undir högg að sækja og þau blöð eiga epp harða lífsbáráttu framúndan. : ’ r. 1 Tónlistarfélagið: Tóhleikur Shuru Cherkussky eru ú mánudug og þriðjudug Shura Cherkassky Shura Cherkassky píanóleikari frá Bandaríkjunum heldur tón- leika fyrir styrktarfélaga Tónlist- arfélagsins n.k. mánudags- og þriöjudagskvöld kl. 7 í Austur- bæjarbíói. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Mozart, Brahms, Liszt' og fleiri. ★ Shura Cherkassky er heims- frasgur píanóleikari sem heldur tónleika næstum árlega í stór- borgunum, bæði austan hafs og vestan. Hann kom hingað fyrir réttum 12 árum og hélt þá tón- leika fyrir Tónlistarfélagið og lék einnxg með Sinfóníuhljóm- sveitinni og eru þeir tónleikar nförgum minnisstæðir. Fyrstu fræðslukvöld Náttúru■ fræðifélugsins á morgun Fræðslustarfsemi Hins íslenzka náttúrufræðifélags veturinn 1966 — 1967 er ráðgerð meðsvipuð- um hætti og undanfarna vetur. Samkomur verða í I. kennslu- stofu Háskólans síðasta mánu- dag hvers mánaðar. Á hve/ri' samkomu verða flutt erindi náttúrufræðilegs efnis, venju- lega með skuggamyndum til skýringar. Fyrsta samkoma vetrarins verður haldin mánudaginn? 31. okt. kl. 20.30, og flytur þá Ing- ólfur Davíðsson, grasafræðingur, erindi um „Slæðinga í íslenzku gróðurríki“. • Á síðustu áratugum hafa með auknum og hraðari samgöngum borizt eða slæðzt hingað til lands á annað hundrað plöntu- tegundir, sem ekki uxu hér áð- ur. Flestar þeirra hafa þó orðið skammlífar í landinu en nokkr- ar náð fótfestu, svo að ,þær telj- ast núorðið borgarar í íslenzku gróðurfélagi. í erindinu mun Ingólfur Davíðsson m.a. rekja sögu þessara slæðinga hér á landi, útbreiðslu og vaxtarhætti. Ég þakka af alhug öllum, sem glöddu mig á 60 ára afmæli mímt. Lifið heil. Tómas Sigrurþórsson. HURÐiR - Harðviðarhurðir, stuttur afgreiðslutími. Mjög hagstætt verð. Loft- og veggklæðningar. Birgir Árnason Hallveigarstíg 10. Sími 14850. j^ngin tilraun verður hér gerð að meta áhrif Þjóð- viljans og gildi fyrir sögu hinnar róttæku verkalýðshreyfingar á íslandi og þjóðarsögunnar um þrjá áratugi. Afmælisins mun heldur ekki minnzt með fullyrðingu eins og þeirri sem stund- um kveður við í forystugreinum annarra blaða: Við höfðum alltaf rétt fyrir okkur, þessu blaði hefur aldrei skjátlazt! En hvemig sem á því stendur virð- ast þeir menn sem bera við að rita kafla íslenzkrar samtímasögu furðu oft þurfa að líta 1 hina þrjátíu árganga Þjóðviljans og vitna í hann. Við sem höf- um átt því láni að fagna að starfa við Þjóðviljann leggjum málið um verðleika hans og mistök í dóm framtíðarinnar. J>að hefur verið verkefni og aðal Þjóðviljans í þrjátíu ár að standa í eldi þeirrar baráttu sem verkalýðshreyfingin íslenzka og þjóðfrelsisöflin hafa háð og því fer fjarri að þar megi nokkur strengur slakna. í því stríði getur það orðið örlaga- ríkt hvort tekst í náinni framtíð að skapa einingu alþýðunnar um hagsmunamálin, einingu þjóð- ræknisafla íslendinga um sjálfstæðis- og herstöðva- málin. Víðtæk eining þeirra þjóðfélagsafla er fór- senda þess að alþýða íslands vinni stóra sigra, stærri sigra og varanlegri en hingað til í hags- munastríði daglegs lífs; og ekki síður forsenda stórra bg varanlegra sigra í átökunum um sjálf- stæði íslands, í vörn gegn erlendri ásælni, baráttu gegn herstöðvum erlends valds og tangarhaldi auð- hringa á atvinnulífi þjóðarinnar. Það liðsinni sem Þjóðviljinn gæti veitt til að efla einingu alþýðu og þjóðrækinna íslendinga mætti verða til ómetanlegs gagns alþýðumálstaðnum og íslenzka málstaðnum. Þrítugur ætti Þjóðviljinn að eiga bæði reynslu og þrek til að vinna af alefli að því einingarstarfi. — s. VETRAR- STEYPA Nú getum við boðið viðskiptamönn- um okkar heita steypu allt að 30 C. Hitunarkerfi steypustöðvarinnar er nú mjög fullkomið, bæði sér ketill fyrir heitt vatn og auk þess riýr : gufuketill, sem gufuhitar sand og möl eftir þörfum. . Steypustöð Verk h.f. er fyrsta sjálfvirka steypustöðin, sem reist er á íslandi og fyrsta og eina steypustöðin hérlendis, sem hefur ferigið viðurkenningu frá Sambandi steypufram- leiðenda í Bandaríkjunum fyrir að uppfylla ströngustu kröfur um tæknilegan úthúnað og framleiðsluhætti. i ■ ' i .... . r:‘ ■[(' STEYPUSTÖÐ VERK HF. Skrifstofa símar 10385 og 11380. Pöntunarsímar 41480 og 41481.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.