Þjóðviljinn - 30.10.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.10.1966, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. oktober 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 0 ÞjóBviljinn jwjátía árn THEÓDÓRA THORODDSEN gaf nýju bladi nafn Þjóðviljans, blaðs Skúla Thoroddsens, sem stofnað var fyrir réttum 80 árum, 1886. Framhald 'a£ 7. síðu. ur í atvinnumálum okkar á síðasta aldarfjórðungi, um þjóðartekj urnar, hversu háar þær eru, um bílaeign okkar og utanferðir, ókkar keypta sum- arauka. Að sjálfsögðu er þetta allt með miklum ágætum. En á þessum sama aldarfjórðungi höfum við einnig beðið stór- ósigra, kannski þá mestu í sögu íslancjs. Vér höfum misst dýrmætan hluta af sjálfstæði voru með ráðild að hernaðar- bandalagi, . hleypt erlendum her inn í íandið og leigt það undir hers'töðvar. í kjölfar þessarar herinnrásar: blóðhrá fjðlmiðlunarmenning, sniðin við hæfi og smekk amerískra sol- dáta, og að síðustu eru allar gáttir opnaðar innstreymi er- lends auðmagns, sem á fáum árum verður ofjarl okkar vesölu borgarastéttar. í sáma mund og við höfum verið að afhenda útlendum aðilum hluta af jlandi okkar og lands- nytjum höfum við beðið tjón á sálu1 okkar, misst okkar gamla fátæka stolt, lotið að erlendri ölmusu. Því miður héfur átumeinið ekki aðeins lágzt á örfáa einstaklinga. Það glefur þegar um sig meðal fjlöldans og breiðist út dag hyem. Þjóðviljinn hefur kallað þétta átumem „hemám hug- ans“. iUpphaf alls þessa var hinn sgkleysislegi Keflavíkursamn- iijgur 1946. Þjóðviljinn sagði þáð þá þegar fyrir, að af hon- ujn mundi leiða stærri tíðindi. Hann varð sannspár þá sem oftar. í meira en aldarfjórð- uhg hefur ÞjóðVrljnn orðið að hfelga meginefni blaðsins sjálf- stæði lands og þjóðar. Um langa stund mæltist Þjóðvilj- inn einn við í þessu máli, sem varðaði þó hvern einasta ís- lending. En hin einmana bar- átta blaðsins vakti þó áð lok- um aðra af svefni og margir, sem af flokkslegum ástæðum vildu ekki láta bendla sig við Þjóðvi’.jann, skipuðu sér til baráttu gegn hættunni af her- náminu. í sögu Þjóðviljans mun ef til vill þeirra kafla lengst . verða minnzt, sem bundnir eru vörnum íslenzks sjálfstæðis og íslenzkrar menn- ingar. Lesendum Þjóðviljans munu seint gleymast . hinar skörpu og efnisríku ádeilu- greinar, sem blaðið birti gegn alúmínsamningnum. Að inn- taki og formi eiga þær greinar sér enga hliðstæðu í íslenzkri blaðamennsku, hvorki fyrr eða síðar. Þótt Þjóðviljinn sé ekki ýkja gamalt blað hefur ævi hans verið viðburðarík og storma- söm, enda sjálfur gustmikilL Vort íslenzka stórblað, Morg- unblaðið kallar Þjóðviljann venjulega „sorpblaðið". Það er furðulegt heiti á blaði, sem að flestra dómi er prúðmannlegast skrifað allra íslenzkra dagblaða. í ann- an stað, fer það ekki oft með ósannindi, þótt finnast kunni einstaka svartir blettir á tungu þess. Nafngift Morg- unblaðsins stafar af bældri vanmáttugri reiði. Það er raunar engin furða. Því svíður undan vendi Þjóðviljans. Það er ógaman að vera ritstjóri Morgunblaðsins og eiga von á kurteislegri hirtingu á hverj- um morgnL Enda gengur sú saga staflaust .í Reykjavík, að helzta tilhlakk Morgunblaðs- ritstjóranna sé sumarfrí Þjóð- viljaritstjórans. Það er sagt að við lifum á dögum blaðadauðans. Erlendis falla þau hvert af öðru eins og lauf á haustdegi. Einkum virðast sjálfstæð verkalýðsblöð vera í mikilli lífshættu og sum raunar þegar dauð. Ég hef lúmskan grun um, að Þjóð- viljinn hafi óftar en einu sinni á þrjátíu ára ævi sinni staðið andspænis dauðanum. En hann lifir enn og megi hann lifa um alla framtíð! Kreppukynslóð íslenzkrar alþýðu ól hann og kom honum til þroska. Það yrði þá höfuðhneyksli, ef sú kynslóð, sem hefur hærri „af- notatekjur" en nokkur önnur í sögu íslands léti hann verða blaðadauða' nútímans að bráð. Væri ekki nær að styrkja hann svo að hann yrði 12 síður á. hverjum degi? Væri ekki nær að gleðja afmælisbarnið okkar með slíku framlagi og auka ánægju sjálfra okkar um leið? Þjóðviljinn hefur í þrjá- tíu ár skipað í íslenzkri þlaða- mermsku þann sess, sem yrði vandfylltur. Það yrði íslenzkri stjórnmálabaráttu og íslenzkri menningu illa bætanlegt tjón, ef hann þyrfti að draga saman seglin. Um leið og ég lýk þessú spjalli vil ég þakk.a Þjóðvilj- anum fyrir óttalausa baráttu í þjónustu hins góða málstaðar, og persónulega fyrir samvist- irnar á liðnum árum. j. Vinnufatabúðin \ 1 Amerískar ■{< ■ : i sport- j blússur - j allar ! stærðir Vinnufatabúðin Laugavegj 76. Jarðarför mannsins míns KRISTJÁNS EIRÍKSSONAR, trésmiðs frá Siglufirði, ' sem andaðist laugardaginn 23. okt. sl. fer fram frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 1. nóv. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. . * F.h. barna, tengdabarna. barnabarna og systkina Sigrrún Sigurðardóttir. Cgníineníal SNJÓ- HJÓLBARÐAR með eða án nagla undir bilinn Gúmmí- vinnustofan hf. Skiphoiti 35, sfmi 31055 Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90. Opið alla virka daga frá kl. 8-22 nema laugardaga frá kL 8-16. ■ Unnið með full- ■ komnnm nýtízku ■ vélum. Fljót og góð afgreið.sla. HJÓLBARÐA- VIÐGERÐIN Reykjaviknrvegi 56, Hafnarfirði, sími 51963. Hófadynur Bókin, sem béðið er eftir, verður mánuði síðbúnari en áætlað var. LITBRÁ h.f. Saumavélaviðgrerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir - FLJÓT AFGREIÐSLA - SYLGJA Laufásvegi 19 (bakhús) Sími 12656. BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR Laugavegi H6 SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR •* Sími: 24631 TRIUMPH undirfatnaður í fjölbreyttu úrvali. ELFUR SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-10L FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á allar tegundir bfla OTUR Hringbraut 12L Sími 10659. BRl ÐGESTONE HJÓLB ARÐAR K) Laugavegi 38. Snorrabraut 38. KRYDDRASPIÐ FÆST i NJESÍU Síaukin- sala sannargæðin. B:RI DGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRI DGESTONE ávallt fyrirliggiandi. GÓÐ bJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðtr BÚÐ Blaðdreifing Blaðburðarböm óskast í eftirtalin hverfi: Framnesveg, Vesturgötu Tjarnargötu Miðbæ Laugaveg Gerðin. Þjúðvfljinn — Sími 17500 Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Srmi 17-9-84 BlLA LÖKK Grunnur Fyilir Sparsl Þynnir Bón. 4 ' 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.