Þjóðviljinn - 02.11.1966, Page 3
Miðvikudagur 2. nóvemfeer 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
Frá landsfumfí Alþýðvbandafagsins
Styrkár Sveinbjörnsson (Seltjarnamesi), Eyþór Ingri bergsson (Árnessýslu) og Björgvin Sigurðsson.
Bresnéf segir að Kínverjar
hindri aðstoð við Vietnam
MOSKVU 1/11 - Lenoid Bresnéf,
aðalritari Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna, sakaði í dag Kín-
verja um að torvelda aðstoð við
Vietnam og koma í veg fyrir
sameiginlegar aðgerðir sósíalist-
ísku ríkjanna til hjálpar þjóð-
inni.
Bresnéf sem hélt ræðu á
fjöldafundi í Tblisi, höfuðborg
Georgíu, sagði að afstaða Kín-
verja torveldaði þj óðfrelsisbaráttu
Vietnama. Fréttar. *»Reuters seg-
ir að hann hafi verið furðulega
hófsamur í garð Bandaríkjanna.
Hann hafi að vísu gagnrýnt
hernað Bandaríkjamanna í Viet-
nam, en ekki notað um hann
þau stóru orð sem hann hafi
látið falla áður í því sambandi.
,„^resnét sagði að Sovétrjkin
vaeru fús til að vinna með öll-
um ríkisstjórnum og einstakling-
Hörð ádeila á
starfsemi SÞ
STOKKHÖLMI 1/11 — Sænski
hershöfðinginn Carl van Horn,
sem hefwr verið árum saman í
þjónustu Sameinuðu þjóðanna,
fer mjög hörðum orðum um sam-
tökin, stjóm þeirra og starfsemi.
Hann segir að SÞ séu gagn- i
sýrð af njósnum, spillingu og
baktjaldámakki og framkvæmda-
stjóm samtakanna ' geri sér |
„mjög óljósar hugmyndir um
raunveruleikann.“
Geislavirkt ský
WASHINGTON 1/11 — Geisla-
virkt rykský sem stafar frá síð-
ustu kjarnasprengingu Kínverja
fór I dag um háloftin yfir Banda-
ríkin og var búizt við að skýið
myndi verða yfir Evrópu ann-
að kvöld. Engin hætta er talin
stafa af þessu skýi.
HANOI 1/11 — Fréttastofa Norð-
ur-Vietnams skýrir frá því, að
Kína kaupir korn
frá ástralíu
HONGKONG 1/11 — Kína hefur
gert nýjan samning við Ástralíu
um kaup á hveiti. Talið er að
samningurinn sé um kaup á
600.000 lestum af hveiti. í júní
var gerður samningur milli land-
anna um >aup á iafnmiklu
híieitknagní
um á vesturlöndum sem vildu
fylgja meginreglum friðsamlegr-
ar sambúðar.
Bresnéf vék að Stalín i ræðu
sinni, en hann var ættaður frá
Georgíu. Hann kallaði Stalín
„einlægan byltingarmann" og
talaði um „volduga bolsévika-
raust“ hans, en þúsundir áheyr-
enda tóku undir þau ummæli
með áköfu lófataki.
Einn af helztu leiðtogum kín-
verskra kommúnista, Sén Pota,
hafði fyrr í dag ráðizt heiftar-
lega á forystu sovézka flokksins
sem h'ann sakaði um að sitja á
svikráðum við Kína, vinna gegn
'hagsm'unum vietnömsku þjóðar-
innar, en lifa í sátt og samlyndi
með Bandaríkjamönnum.
" Hann sagði á fjöldafvmdi í
Peking sem haldinn var til að
minnast 30. ártíðar skáldsins Lu
Hsun, að sovézku leiðtogarnir
hefðu svikið Lenin, þeir stæðu
með heimsvaldasinnum gegn
byltingumii, gegn alþýðunni,
gegn kommúnismanum, gegn vi-
etnömsku þjóðinni , og gegn
Kína.
Kínverska stjórnin vísaði í dag
á bug mótmælum sovétstjórnar-
innar út af stöðugum fundahöld-
um „rauðu varðl iðanna“ við sov-
ézka sendiráðið i Peking.
ACCRA 1/11 — Fjórir háttsettir
ráðamenn frá Gíneu, þ.á.m. uí-
anríkisráðherrann eru enn í haldi
í Accra, höfuðborg Gana. Þeir
voru kyrrsettir þegar flugvélsem
þeir ætluðu með til Addis Ab-
eba á þing Bandalags Afríkuríkj-
anna hafði viðdvöl í Accra á
Iaugardaginn. Beavogui utanrík-
isráðherra fékk að ræða við
fréttamann Reuters í dag og lét
þar hafi dvalizt sendinefnd frá
Kommúnistaflokki Kúþu og votu
fyrir nefndinni þeir Raúl Castro
landvarnarráðherra og Osvaldo
Dorticos forseti. Ekki var tekið
fram hvort nefndin væri þar
enn.
Þeir Raúl Castro og Dorticos
voru á fundi leiðtoga spsíalist-
ískra iríkja í Moskvu fyrir
skömmu, en fóru þaðan til N-
Kóreu. 1 dag var birt sameigin-
leg yfirlýsing flokka Kúbu og
Norður-Kóreu þar sem hvatt er
til einingar allra kommúnista-
flokka á grundvelli algerðs sjálf-
stæðis hvers flokks.
Brezkur ráSherrs
i Ungverjalendi
BÚDAPEST 1/11 — George
Thomson, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bretlands, dvelst nú í
Búdapest og hefur rætt þar við
ungverska ráðamenn. Hann sagði
í dag að í Ijós hefði komið í
viðræðunum að skoðanir Breta
og Ungverja á ýmsum alþjóða-
málum, m.a. Vietnam, -væru mjög
skiptar, en báðir vildu leitast
við að finna lausn á því máli.
Thomson sagði að Vietnam
hefði verið helzta umræðuefnið.
Stríðið þar torveldaði mjög frið-
samlega þróun í öðrum hlutum
heims, en brezka stjórnin teldi
að halda ætti áfram viðleitninni
til að draga úr viðsjám, hvað
sem liði stríðinu í Vietnam.
0 Þant áfram í
embætti til jóla
NEW YORK — Allsherjarþing
SÞ samþykkti í dag að U Þant
skyldi gegna áfram starfi fram-
kvæmdastjóra þar til þinginj
lýkur, að líkindum 20. desember.
Kjörtímabili Ú Þants lýkur eigin-
lega á fimnatudag, en hann hef-
ur fyrir þrábeiðni allra aðildar-
ríkja samtakanna fallizt á að
gegna starfinu áfram enn um
sinn.
í Ijós von um að hann og félag-
ar hans kæmust leiðar sinnar
áður en þingið i Addis Abeba
hefst um næstu helgi.
Aðrir 15 gíneskir þegnar voru
kyrrsettir með stjórnmálamönn-
unum. Þeir munu flestir vera
stúdentar. Þrjár konur eru f
hópnum.
Stjórnarvöldin í Accra hafa
lýst því yfir að allt þetta fólk
verði haft í haldi þar til 100
Ganamönnum sem þau segja að
séu í Gíneu en vilji fara heim
verði leyft það.
Sekou Toure, forseti Gíneu,
sagði á fjöldafundi í Conakry í
dag að ef þessir nítján menn
yrðu ekki látnir lausir myndi
Gínea neyðast til að taka1 til
sinna ráða. Hann gaf ekki í skyn
hver þau ráð myndu vera.
FramreiÓslumenn
Frámhald af 6. siðu.
vegar það traust til þeirra
þingmanna í Sjálfstæðisflbkkn-
um, sem einhvern skilning hafa
á' málefnum launþega, að þeir
felli frumvarpið um staöfest-
ingu bráðabirgðalaganna.
Virðingarfyllst,
f. h- Félags framTeiðslumanna
Jón Maríasson
íormaður.
Flokkar Kábu og N-Kóreu
hvetju báðir til einingar
Sekou Toure hótar hefndum
fyrir mannránið í Accra
Heiftarleg árás í Tirana
á forystu Sovétrikjanna
Matvælabirgðir
eru nú á þrotum
RÓM 1/11 — Matvælabirgðir í
heiminum eru nú næstum því á
þrotum, sagði aðstoðarforstjóri
Matvælastofnunar SÞ (FAO),
Martin Hill, í gær.
Samtímis því sem matvæla-
birgðirnar hafa nær gengið til
þurrðar er i mörgum löndum
meiri skortur a matvælum en
nokkru sinni áður.
Aðstoð við hinar fátæku þjóð-
ir hefur að heita má staðið f
sta$ síðan í byrjun áratugsins
og þau skilyrði sem oft eru
sett fyrir slíkri aðstoð og lán-
veitingum eru algerlega óviðun-
ándi. Vextir hafa verið hækkað-
ir, afborgunartími styttur og æ
algengara verður að þess sé
krafizt að lánin séu notuð til
kaupa á vörum í landinu sem
iánin veitir.
1.112 gervitung!
á brant um jörðu
GREENBELT 1/11 — Goddard-
stofnunin í Maryland í Banda-
ríkjunum sem hefur síðan 1958
fylgzt með öllum gervitunglum
sem eru á braut umhverfis jörðu
skýrir frá því í síðustu skýrslu
sinni að nú séu á braut 1.112
gervitungl, eldflaugarþrep eða
hlutar úr þeim. Þá hafa fundizt
þrjú önnur „tungl“ sem eru á
braut um jörðu, en ekki eru
komin þangað af mannavöldum.
Talið er að þar sé um að ræða
loftsteina sem farið hafa á braut
um jörðina.
TIRANA 1/11 — Fimmta þing
albanskra kommúnista var sett
í Tirana í dag Hoxha, formaður
flokksins, lýsti í setningarræðu
sinni fullum stuðningi Albana
við Kínverja og stefnu þeirra.
en réðst af heift á það sem hann
nefndi hið nýja keisaraveldi í
Kreml“.
Hoxha sagði að Sovétríkin og
Bandaríkin hefðu myndað með
sér nýtt „heilagt bandalag“ í
þeim tilgangi að drottna saman
yfir heiminum. Albanar myndu
halda áfram baráttu sinni gegn
hinni „nýju keisarastjóm í
Kreml“.
Fjölmenn kínversk sendinefnd
er á þinginu, en auk þess eru
þar gestir frá flokkunum í Rúm-
eníu, Norður-Kóreu og Norður-
Vietnam, þeim þrem sósíalistísKu
ríkjum sem ekki hafa tekið af-
stöðu í deilum Sovétrfkjanna og
Kína. Auk þess eru þar mæt+.ir
fulltrúaf frá flokksbrotum í 23
Johnson forseti
farinn frá Seúl
SEÚL 1/11 — Johnson Banda-
ríkjaforsetí hélt í kvöld heim-
leiðis frá Seúl, höfuðborg Suður-
Kóreu, og er þá lokið hálfs mán-
aðar ferðalagi hans um Ástralíu
og Asíu, en hann hefur haft við-
komu í sjö löndum og lagt um
50.000 km að baki. Á leiðinni til
Washington kemur hann við í
Anchorage í Algska.
löndum. Aldarfjórðungur er lið-
inn um þessar mundir frá stofn-
un Korhmúnistaflokks Albaniu.
Hoxha sagði í setningarræðu
sinni að ráðgert væri að auka
þjóðarframleiðsluna um 45—50
prósent á næstu fjórum árum
og myndu meðaltekjur aukastum
20%. Miklar framfarir hefðu
orðið á síðustu árum þrátt fyrir
sviksamlegt samningarof Sovét-
ríkjanna sem hefðu hætt allri
éfnahagsaðstoð sinni árið 1962.
Ólympíuskákmót
Framhald af 1. síðu.
7. og síðústu umferð undan-
keppninnar átti að tefla í kvöld
og áttu þá íslendingar að tefla
við Indónesa, Austurríkismenn
við Júgóslava, Tyrkir við Mexí-
kana en Mongólíumenn að sitja
hjá Á morgun, miðvikudag, er
frídagur, en á fimmtudag mun
úrslitakeppnin væntanlega hefj-
ast.
Efstu sveitirnar þegar ein um-
ferð er eftir eru þessar: 1. rið-
ill — Sovétríkin 22, Spánn 19
(1 biðsk.), Svíþjóð er í 4. sæti
með 12 (1) 2. riðill: — Júgó-
slavía 17,5, ísland 12,5. 3. rið-
ill — Bandaríkin 16, fsrael 14,5,
Noregur í 4. sæti með 12 (2),
4. riðill — Argentína 16,5, Dan-
mörk 14,5 (2). 5. riðill — Tékkó-
slóvakía 18, Kanada 17. 6. riðill
— Ungverjaland 20, Kúba 17,5
(1), 7. riðill — Rúmenía 20, Búlg-
aría 17,5 (2), Finnland 14,5 (2).
Vetraráæilun Flugfélagsins
gekk í gildi í gær, l nóv.
■ í gær, í. nóvember gekk í gildi vetraráætlun Flugfélags
íslands á flugleiðum bæði innanlands og á milli landa.
Verður ferðum flugvéla félagsins hagað í vetur sem hér
segir:
Millilandaflug:
Til Kauproannahafnar verður
flogið á mánudögum, þriðjudög-
um, miðvikudögum, föstuciögum,
laugardögum og sunnudögum. Til
Glasgow verður flogið á mánu-
dögum, miðvikudögum og laug-
ardögum. Lundúnaferðir verða á
þriðjudögum og föstudögum.
Flugferðir til Færeyja verða á
þriðjudögum, til Osló á föstu-
dögum og til Bergen á þriðju-
dögum.
Frá Kaupmannahöfn verða
ferðir á mánudögum, þriðjudög-
um, miðvikudögum, fimmtudög-
um, laugardögum og sunnudög-
um. Frá Osló á laugardögum,
frá Björgvin og Færeyjum á
miðvikudögum.
Þar sem Viscountflugvélin
Gullfaxi verður nú seld, verða
allar millilandaflugferðir félags-
ins í vetur flognar með Cloud-
master flugvélum og Friendship
skrúfuþotum.
I
Innanlandsflug:
Milli Reykjavíkur ogv Akureyr-
ar verða tvær ferðir á dag alla
virka daga og ein ferð á sunnu-
mánudaga, fimmtudaga og laug-
ardaga.
Til Þórshafnar á miðvikudög-
um og laugardögum og til Kópa-
skers á miðvikudögum. Til Fag-
urhólsmýrar verður flogið á
miðvikudögum.
Til flugs á innanlandsleiðum
mun Flugfélagið nota tvær
Friendship skrúfuþotur og þrjár
Douglas DC-3 flugvélar.
Bílferðir í sambandi við flug-
ið innanlands:
Flugfélag Islands hefur ásamt
aðilum á viðkomandi stöðum,
unnið að skipulagningu áætlun-
arbílferða í sambandi við flugið.
Þannig eru bílferðir frá Isafirði
til Bolungavíkur, Flateyrar, Súða-
víkur, Suðureyrar og Þingeyrar.
Frá Patreksfirði til Bíldudals og
Tálknafjarðar. Frá Akureyri til
Dalvíkur og Grenivíkur.
í sambandi við flug til Sauð-
árkróks eru ferðir til Siglufjarð-
ar og Hofsóss. Þangað til flug-
ferðir hefjast til hins nýja flug-
vallar á Raufarhöfn verða bfl-
ferðir þangað í sambándi við
flug til Kópaskers. í sambandi
við flug til Egilsstaðaflugvallar
eru ferðir til Seyðisf jarðar, Reyð-
arfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð-
ar, Stöðvarfjarðar og Fáskrúðs-
! fjarðar.
BLAÐDREIFING
Laus hverfi:
Kvisthagi.
Seltjarnarnes I,
Vesturgata,
Laugavegur
Múlahverfi
Skipasund
Sogamýri
ÞIÓÐVILIINN
Sími — 17-500
dögum.
Til Vestmannaeyja verða tyær
ferðir á dag ámánudögum, þriðju-
dögum, fimmtudögum, föstudög-
um og laugardögum, en ein ferð
á miðvikudögum og sunnudögum.
Til Isaf jarðar verður flogið alla
virka daga.
Milli Egilsstaða og Reykjavíkur
verður flogið alla vjrka daga Og
milli Ak,ureyrar og Egilsstaðá á
miðvikudögum og föstudögum.
Milli Reykjavíkur og Húsavík-
ur verður flogið á þriðjudögum,
og milli Húsavíkur og Þórshafn-
ar á laugardögum.
Til Hornafjarðar verður flogið
á mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum, og milli Horaa-
fjarðar og Fagurhólsmýrar á
miðvikudögum. Til Patreksfjarð-
ar verður flogið á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum.
Til Sauðárkróks verður flogið
STRETCHBUXUR
á börn og fullorðna
Verð frá kr. 147,00.