Þjóðviljinn - 02.11.1966, Page 4

Þjóðviljinn - 02.11.1966, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 2. nóvember 1966. Otgefandl: Sameiningarflofctoui alþ.Vðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.í Þorvaldur Jóhannesson. , Sími 17-500 (5 Ifour). Áskriftarverð kr. 105.<s0 á mánuði. Lausa- eölu-’erð kr. 7.00. Lítill áhugi á grenjaiífí Díkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins fleytti gegnum Alþingi árið 1962 löngum lagabálki um svokallaðar almannavarnir. Fylgdu miklar álitsgerðir um gagnsemi slíkrar starfsemi fyrir ríki í hemaðarbandalagi, sem teLja mætti víst að yrði fyrir algjörri kjarnorkuárás í byrjun stríðs. Lítið mun mönnum nú minnisstætt af því mál- skrafi, nema helzt álitsgjörð eins hermálaráðu- nauts Bjarna Benediktssonar, að rétt væri að gera neðanjarðargreni fyrir forseta íslands, ráðherrana sjö og nokkra alþingismenn, og var ekki annað sjáanlegt af álitsgjörð sérfræðingsins en þessir háu herrar ættu að stjóma þaðan afgangnum áf lands- (yðnum, sem væntanlega yrði að hafast við á yf- irborði jarðar. Þótti einkum nauðsyn að mennimir í greninu gætu sagt fréttamönnum útvarpsins og blaðamönnum fyrir verkum, en þá. menn bíta engin vopn sem alkunnugt er. Ekki fékkst for- sætisráðherra til að svara því á Alþingi hverja alþingismenn hann myndi taka með sér í grenið ef til kæmi, og urðu þingmenn drumbs við, því enginn gat verið viss að fá að fara með. C|vo var löggjöfin um almannavarnir afgreidd með ^ pomp og pragt. Lítið hefur heyrzt um fram- kvæmd laganna þau fjögur ár sem liðin eru, en einhverjir menn munu hafa átt heldur rólega daga við stjórn almannavarna, dútlað við skýrslu- gerð um eitt og annað og væntanlega hafa þeir keypt værðarvoðir frá Álafossi og annað frá álíka velþóknanlegum fyrirtækjum. En í framkomnu þingskjali hefur stjórn almannavamanna þetta að segja um starf sitt: „Framkvæmdir sem eðlilega ættu að fylgja í kjölfar athugana og undirbúnings, hafa hins vegar gengið hægar en æskilegt eða eðli- legt getur talizt. Orsakir þessa munu ekki hvað sízt vera efi um nauðsyn framkvæmda, sem taka til viðbúnaðar gegn hernaðarátökum eingöngu“. Og ríkisstjórnin flytur frumvarp um að almannavarn- ir skuli engu síður taka til vanda vegna náttúru- hamfara en hernaðar, ef verða mætti til að auka svolítið áhugann. 17'ið 1. umræðu málsins ,í efri deild vakti Alfreð * Gíslason athygli á staðreyndinni um áhuga- leysi á þessari viðreisnarlöggjöf. Almenningur hefði ekki áhuga á henni, sveitarstjórnir hefðu ekki fram- kvæmt hana; og hann spurði dómsmálaráðherra dá- lítið ónotalegra spurninga um áhuga ríkisstjórnar- innar sjálfrar á framkvæmd þessa óskabarns henn- ar: Hefur ríkisstjórnin sett þær reglur og reglu- gerðir sem lögin kref jast til þess að þau verði fram- kvæmd? Þeim spurningum er enn ósvarað á Al- þingi. Og Alfreð taldi ekki rétt að segja að almenn- ingur efaðist um nauðsyn varna ef þjóðin er í hern- aðarbandalagi og á vísa árás í byrjun stríðs, heldur beindist efinn að gagnsemi bramboltsins 1 ríkis- stjórninni sem kallaðar eru almannavarnir. Og Alfreð lagði áherzlu á að bezta vörn íslendinga væri að leggja niður herstöðvar og láta herinn fara af íslandi. Á kjamorkuöld er sízt vöm að herstöðv- um, heldur draga þær að sér árásir sem enn hefur engin vöm fundizt við. — s. Mestu hættumánuðirnir í umferðinni nú framundan Margháttaðar aðgerðir til að draga úr slysaha^ttu □Eins og margoft hefur verið bent á er slysahættan í um- ferðinni mest í skammdeginu eða nánar tiltekið þrjá síð- ustu niánuði ársins og sést þetta greinilega þegar tölur um árekstra og umferðarslys frá þesBum mánuðum eru bornar saman við tölurann- arra mánaða. □ Eru því framundan tveirmiki- ir hættumánuðir og þvílsafa lögreglan og Umferð»s*efnd Reykjavíkur ákveWð að gera sérstakar ráðstafanir til að reyna að draga úr þessum umferðarslysum og óhöppum það sem eftir er ársins. Verður löggæzla og umferðar- eftirlit aukið og haldið áfram að framkvæma skyndisko0«nir á Verðhélgan eykst enn í Danmörku KHÖFN 31/10 — Vísitaln fram- færslukostnaðar í Danmörku sem birt var í dag reyndist hafa hækkað um 1,5 stig eða allmiklu meira en búizt hafði verið við. Talið hafði verið að hækkunin myndi nema 0,9 stigum og hafði það vakið vonir um að verðbólg- an væri að hjaðna. Þær vonir hafa nú brugðizt og óttast menn enn meiri verðhækkanir á næstu mánuðum. bifreiðum. Radarmælingar verða framkvæmdar daglega, einkum á þeim stöðum, þar sem mikið hefur verið um slys og óhöpp. Að venju verða síðan gerðar sérstakar ráðstafanir végna jóla- umferðarinnar. Þá er ákveðin aukin umferðar- fræðsla í skólum og verðurdreift moðal skólabarna á aldrinum 7 til 12 ára kennslu- og vinnu- bók um umferðarmál og um þessar mundir er verið að af- henda öllum skólabömum á þessum aldri endurskinsmerki, en það er einn þáttur í þeirri viðleitni að reyna að draga úr banaslysum í umferðinni. Strax i haust var foreldrum og for- ráðamönnum 7 ára bama sent dreifibréf og bömunum afhent kennsluspjöld. SigUrjón Sigurðsson skýrði frá ]>essu á fundi með blaðamönn- um í gær, en þar vora einnig viðstaddir þeir sem helzt bera ábyrgð á stjóm umferðarmála í höfuðborginni, Guttormur Þor- mar ' yfirverkfræðingur, Óskar Ólafsson og Sverrir Guðmunds- son yfirlögregluþjónar umferðar- mála, Kristmundur Sigurðsson forst.m. umferðarslysadeildar rannsóknarlögreglunnar og Pét- ur Sveinbjömsson fulltrúi um- ferðamefndar. Gefin var skýrsla og saman- burður gerður á árekstram og umferðarslysum innan lögsagn- arumdæmis Reykjavíkur nú og í fyrra, en frá áramótum til septemberloka þ.á. hafa þau orð- ið 2028 og 323 slasazt, en ásama tima árið 1965 vora árekstrar og umferðarslys 1998 og 296 manns slösuðust. Á þessu ári hafa orð- ið 4 banaslys í umferðinni í R- vík, en 1965 urðu þau átta alls. Barnaslysum í umferðinni hef- ur fjölgað verulega og slösuð- ust á fyrstu mánuðum þessa árs 99 böm á móti 66 bömum al'.t árið í fyrra og 42 hjólreiðamenn, sem flestir era böm á skólaaldri, hafa slasazt á þessu ári á móti 48 á öllu árinu 1965. Sagði lögreglustjóri að þrjár helztu orsakir árekstra og um- ferðarslysa væra samkvæmt yf- irlitsskýrslu Slysarannsóknar- deildar: Of stutt bil mllli ökutækja. Umferðarréttur ekki virtur. Aðalbrautarréttur ekki virtur. Mjög oft er orsökin einnig jafnframt þessum þremur sú, að bifreið er ekið of hratt miðað við aðstæður. Flest umferðaró- höppin verða um hádegisbilið og kl. 17 — 19, sd., og virðist Reykjavík að þessu leyti vera að líkjast stórborgum erlendis. Framhald á 7. síðu. „Early Bird 11“ á rangri braut WASHINGTON 31/10 — Banda- ríska fjarskiptatunglið „Early Bird 11“ sem skotið var á loft í síðustu viku og átti að fara á braut sem lægi þannig að tungl- ið yrði jafnan yfir sama staðn- um á jörðu. „Early Bird 11“ átti að annast fjarskipti yfir Kyrra- haf. Ef ekki tekst að k**ua tunglinu á rétta braut, verður það ekki notað til fj«r*kipta, þótt það væri hægt stund og 6tund í einu. Tveir Indverjar drepnir í róstum HYDERBAD 31/10 — Tveir menn biðu bana þegar lögreglu- menn skutu úr byssum sínum á mannfjölda sem safnazt hafði saman í bc«rginni Vijawada á Indlandi í dag til að láta í ljós óánægju sina með stjórnarvöld- in. i Vinna hafin í Aherfan-námunni ABERFAN 31/10 — Átta hundr- uð námumenn hófu í dag aftur vinnu í Mertyr Vale-kolanám- unni við Aberfan í Wales þar setn gjallskriðan féll í fyrri viku. 24 nýjar hjúkrunar- konur útskrifaðar i • Sl. föstudag, 28. október, vora eftirtaldir nemendur brautskráðir frá Hjúkranar- skóla íslands: Arndís Finnsson frá Rvík. Elsa Kemp frá Reykjavik- Friðgerður Frímannsdóttir frá Garðshomi, Þelamörk. / Guðbjörg Dagmar Sigmunds- dóttir frá Hveragerði. • Guðríður Þorleifedóttir frá Reykjavík. Gunhild Hannesson frá Rvík. Helga María Ástvaldsdóttir frá Keflavík. Ingibjörg Baldursdóttir frá frá Kópavogi- Ingibjörg Ólafíai Rósants Stefánsdóttir frá Hafnarfirði. Kristín Halldóra' Pálsdóttir frá Hafnarfirði- Margrét Hjálmarsdóttir frá Reykjavík. Margrét Sigríður Magnúsdótt- . ir frá Björk, Reykholtsdal Ráðhernim boðið til Vestur-Þýzkalands, forseta til Kanada Bjarni Benediktsson forsætis- í^ðherra skýrði fréttamönnum frá því í t>ær, að sér og Emil Jónssyni utanríkisráðhetra hefðu borizt boð um opinbera heim- sókn til Vestur-Výzkalands. Þessi boð væru nú til athugun- ar og óvíst hvenær af ferðunum yrði. Þá hefur forseta íslands, hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, verið boðið til Kanada ásamt fylgdarliði á næsta ári. Er boð þetta í sam- bandi við heimssýninguna í Montreal, en úr ferðinni mun ekki verða fyrr en að afstöðnum þingkosningum í vor. Borgarf j arðarsýslu. María Guðmundsdóttir frá Kópavogi. Pálína Guðný Pétursdóttir frá Sauðárkróki- Sigríður Þóra Bjamadóttir frá Reykjavík. Sigríður Pálsdóttir frá Flateyri. Sigrún Stefánsdóttir frá Rvík. Sjöfn Arnórsdóttir frá Rvík. Steinþóra Vilhelmsdóttir frá Siglufirði. Unnur Jórann Birgisdóttir frá Reykjavík- Valgerður Jónsdóttir frá Kópavogi. Þóra Ásdís Amfinnsdóttir frá Hlíð, Reykhólasveit. Þórdís Bakkmann Kristins- dóttir frá Patreksfirði- Þórhildur Helga Karlsdóttir frá Reykjavík. Nýtt haustverð (§itimeníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komi'iu sjálfvirku neglingarvél, veita fyllsta öryggi í snjó' og hálku Nú er allra veöra von. — BíSið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Kr. 300,00 daggjald og 2,50 á ekinn km. ÞER LEIK W——BÍLALEÍ rALUR BSLALEIGAN H #=■ Rauðarárstíg 37 sími 22-0-22 8 t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.