Þjóðviljinn - 03.11.1966, Blaðsíða 2
/
2 SÍÐA — MÓÐVILJINN — Flmmtudagur 3. nóvember 1066.
Yfir 30 iðnaðarlóðum var
úthlutað í Ártúnshöfðanum
□ Borgarráð úthlutaði á fundi
sínum í fyrradag, þriðjudag,
nokkrum byggingarlóðum, þ.á,
m. 31. iðnaðarlóð í Ártúnshöfða.
Þessum ióðum var úthlutað í
Ártúnshöfðanum:
FUNAHÖFÐI:
1: B. Thorvaldsson, Karfav. 24.
6: Þorgrímur Jónsson, Rauða-
læk 19.
7: Miðfell hf., Laugalæk 44.
9: Bemharður Hannesson, Suð-
urlandsbraut 12.
12: Guðni Sigurðsson o. fl.
Grenimel 6.
13: Vélver, Efstasundi 53.
14: Þorsteinn Erlingsson, Barma-
hlíð 4.
15: Tómas Grétar Ólason,
Dunhaga 17.
17: Stálver sf., Súðavogi 40.
Hyrjarhöfði:
1: Kristinn Finnbogason, Máva-
hlíð 35.
3: Þórhallur Steinsson, Hólm-
garði 39.
4: Jón & Astvaldur, Sólheim-
um 39.
5: Jón Sveinbjömsson, Safa-
mýri 69.
6: Grímur Jónsson. Háaleitis-
braut 45.
7: Andrés Valberg, Langage-ði
16.
8: Traust sf., Borgartúni 25.
SMIÐSHÖFÐI:
1: Pétur Árnason, Vatnsholti 10.
6: Þorkell Einarsson, Krossa-
mýrarbletti 14.
7: Hörður Þorgeirsson, Safa-
mýri 61.
9: Gunnar Gunnarsson, Mið-
túni 72.
10: Jón B. Benjamínsson, Karfa-
vogi 13.
11: Reynir B. Pálsson, Akur-
gerði 40.
12: Stefán Bjömsson, Hæðar-
garði 54.
13: Svan Friðgeirsson, Langa-
gerði 120.
15: Lakkrísgerðin Krummi,
Hverfisgötu 78.
HAMARSHÖFÐI:
1: Tréver, Garðsenda 1.
2: Harðviðarsalan sf., Þórsg. 13.
4: Trésm. Magnúsar & Þóris,
Skipholti 9.
BÍLDSHÖFÐI 8: Vélverk h.f.,
Hverfisgötu 103.
VAGNHÖFÐI 7: Tómas G.
Guðjónsson, Rauðalaek 61.
HAMARSHÖFÐI 10: Daði G.
Guðbrandsson, Grundarg. 8.
Á fundi borgarráðs vareinn-
ig gengið frá þessum lóðaút-
hlutunum:
SMIÐSHÖFÐI 8: Óskar L. Ág-
ústsson, Mávahlíð 28.
VAGNHÖFÐI 23 og 35: Ingi-
mar og Kjartan Ingimars-
synir, Kirkjuteigi 23.
HAÐALAND 21: MatthíasGuð-
mundsson, Laugarásvegi 45,
skv. bréfi lóðanefndar,
dags. 31. f.m.
HÁBÆR 28: Ólafur Metúsal-
emsson, Selási 7, skv. bréfi
lóðanefndar, dags. 27. f .m.
GILJALAND 8: Bjarni Bær-
ingason, Fossv. 38, skv. bréfi
lóðanefndar, dags. 28. fm.
EFSTALAND 10: Sveinn Hann-
esson, Blómvallagötu 11,
skv. bréfi. lóðanefndar,
dags. 28. fm.
HLAÐBÆR 7: Reimar Stef-
ánsson, Hverfisg. 14, skv.
bréfi lóðanefndar, dags. 26.
f.m.
HELLULAND 13: Magnús B.
Rálsson, Skipholti 9, skv.
bréfi lóðanefndar, dags. 26.
f.m. '
Að her-
nema sjálfan sig
Á llta þingi ungra Framsókn-
armahna var samþykkt ályktun
um það sem Tíminn kallar í
fyrirsögn „brottför varnarliðs-
ins“. Trúlega hefur nýrnað
yfir mörgum lesendum blaðs-
ins þegar þeir sáu fýrirsögn-
ina, því það er alkunn stað-
reynd að meirihlutinn af
fylgjendum Framsóknarflokks-
ins hefur alla tíð verið and-
vígur hernámi og Atlanzhafs-
bandalagi og viljað að íslend-
ingar endurheimtu fullan
sjálfsákvörðunarrétt í utan-
ríkismálum. En þegar farið
var að lesa reyndist ályktun-
in eiga naesta lítið skylt við
fyrirsögnina. Þar er í upphafi
lögð á það áherzla að þing
ungra Framsóknarmanna telji
„aðild íslands að Atlanzhafs-
bandalaginu eðlilega": það
hafnar þannig óháðri utanrík-
isstefnu. Að þvi er tekur tii
hernámsins leggjur þingið til
að gerð verði fjögurra ára
áætlun „um brottför banda-
ríska hersins af íslandi og
að þjálfaðir verði íslenzkir
sérfræðingar. sem tækju við
starfrækslu ratsjárstöðvanna
og gæzlu nauðsynlegra mann-
virkja Atlanzhafsbandalags-
ins stig af stigi samhliða því.
að bandarjskum þprmönnum
á íslandi yrði fækkað jafnt
og þétt. Kostnaðurinn af þess-
um breytingum og gæzlu
mannvirkja Atlanzhafsbanda-
lagsins yrði greiddur af Atl-
anzhafsbandalagsrikjunum".
Þingið lagði áherzlu á að
þessar breytingar ættu að
gerast „skipulega og stig af
stigi svo að þær valdi hvað
minnstri röskun á aðvörunar-
kerfi Atlanzhafsbandalags-
ins“ til þess að „raunveru-
legt megingildi fslands i
varnarkerfi NATO — ratsjár-
kerfinu — myndi ekki
minnka“. Komi til ófriðar
„hyrfi hið íslenzka gæzluiið
frá gæzlustörfum og tæki þess
í stað við sérstöku hlutverki
á sviði alínannavarna", en
bandaríski herinn tæki við
fyrri aðstöðu sinni.
Með þessum tillögum er
enganveginn að því stefnt að
aflétta hernáminu, heldur festa
það í sessi. fslendingar ættu
aðeins að taka aukinn þátt
í því að hernema sjálfa sig.
taka að sér ýms þau störf sem
handarískir dátar gegna nú
og lúta erlendri yfirstjórn.
Sérstaklega er tekið fram að
Atlanzhafsbandalagið eigi að
greiða kostnaðinn; hér er sem-
sé um að ræða nýja dollara-
lind, og myndi trúlega ekki
standa á ráðamönnum Fram-
sóknarflokksins að koma á
Iaggimar nauðsynlegum her-
mangsfyrirtækjum til að ann-
ast þá fyrirgreiðslu. Sérstak-
lega er tekið fram að komi
til styrjaldar — til að mynda
hliðstæðri árásarstyrjöld
Bandaríkjanna í Víetnam —
skuli stórveldið hafa sjálf-
krafa heimild til afnota af ís-
landi í styrjaldarrekstri sín-
um.
Tíminn kannar í gær hverj-.
ar undirtektir þessar tillögur
ungra Framsóknarmanna fái.
Blaðið snýr sér þó ekki til
óbreyttra flokksmanna, held-
ur greinir frá því að á aðal-
fundi Varðbergs hafi komið i
Ijós að tillögjirnar „samrýmist
fyllilega markmiði Varð-
bergs“ Beri sérstaklega „að
fagna því. að enginn ungur
maður úr Sjálfstæðisflokkn-
um, eða Alþýðuflokknum,
mótrtjælti" tillögunum. Vænt-
anlega birtir Tíminn í dag við-
tal við hernámsstjórann, þar
sem hann fagnar þeirri hug-
mynd að fslendingar gerisf
bandarískir málaliðar og taki
þátt i að hernema sjálfa sig
gegn greiðslu í dollurum.
— Austri.
Kennarasamb. Austurlands
heldur 22. uðulfund sinn
22. aðalfundur Kennarasam-
bands Austurlands var haldinn
á Höfn í Homafirði sunnudag-
inn 9. október. Fundinn sóttu
rúmlega 30 kennarar af sam-
bandssvæðinu. Fundarstjóri var
Helgi Seljan og .fundarritarar
Auður Jónsdóttir og Ólafur
Bergþórsson.
Ilagsmunamálin til umræAu
Aðalumræðurnar á fundin-
um snerust um hagsmunamál
stéttarinnar og ýmis þau
vandamál, sem efst eru á bangi
í skólastarfinu. Einnig var rætt
um hve erfiðlega unglingum
gengur að fá skólavist eftir að
skyldunámi lýkur. Til að gera
tillögúr fyrir næsta aðalfund
um úrbætur í þessum efnum
voru kosnir: Þórður Benedikts-
son, Steinn Stefánsson, Bjöm
Magnússon, Ámi Stefánsson og
Helgi Seljan.
Fundurinn samþykkti eftir-
greindar tillögur:
1. 22- aðalfundur K.S.A. lítur
svo á, að koma sálfræðings í
skólana sl. sumar hafi orðið
skólunum að miklu gagni og
hafi sannað í reynd nauðsyn
slíkrar' þjónustu. Fundurinn
þakkar námsstjóra Austurlands
og sveitarstjómum, sem að
þessari framkvæmd hafi staðið.
Jafnframt beinir fundurinn
þeim eindregnu tilmælum til
fræðsluyfirvalda, að þau sjái
um það, að skólar, hvar sem er
á landinu geti notið aðstoðar
sálfræðings yfir starfstímann.
2. 22. aðalfundur K.S.A.
haldinn á Höfn £ Homafirði,
leyfir sér að benda fræðsluyfir-
völdum í landinu á, að grann-
þjóðir okkar hafa leyst kenn-
araskort landsbyggðarinnar að
nokkru leyti með því að greiða
kennurum, sem þar starfa
nokkru hærri laun, og mætti
e.t.v. grípa til þess ráðs hér á
landi. Mætti taka þetta uppum
leið og almenn endurskoðun
kennaralauna fer fram, en
fundurinn telur, að hækkun
kennaralauna almennt hljóti
að vera á næsta leiti.
Þá var kjörin ný stjórn fyrir
sambandið og eiga í henni sæti:
Guðjón Jónsson, Hallorms-
stað, Ólafur Hallgrímsson s.st.
Skjöldur Eiríksson, Skjöldólfs-
stöðum. Til vara: Gísli Hall-
grímsson, Hallfreðarstöðum.
Óskað var eftir því, aðnæsti
fundarstaður yrði heimavistar-
skólinn nýi á Hallormsstað.
Námskeið fyrir kennara
Jafnhliða aðalfundinum var
haldið námskeið fyrír kennar-
ana. Hófst það föstudaginn 7.
okt. og lauk sunnudaginn 8.
okt. ,
Kennslu önnuðust Björn
Bjamason, dósent, sem kynnti
nýja kennslubók í stærðfræði.
. Tölur og mengi, og kenndi
nokkur atriði hennar og óskar
Halldórsson cand. mag, sem
flutti tvö erindi, um ritgerða-
kennslu og 'bókmenntanám í
skólum.
Þá flutti Skúii Þorsteinsson,
námsstjóri, erindi um réttindi
og skyldur kennara og voru
frjálsar umræður um erindið
að því loknu.
Kaupfélag Austur-Skaftfell-
inga bauð kennurunum £ ferða-
lag vestur að Jökulsá á Breiða-
merkursandi á laugardag og
var það einstaklega ánægju-
leg ferð. Fararstjóri og leið-
sögumaður var Gísli Björnsson,
rafveitustjóri. Hreppsnefnd
Borgarhafnarhrepp>s bauð til
kaffidrykkju í bakaleið og á
sunnudag bauð fræðslunefnd
Hafnarkauptúns til kaffidrykkju
og vora hvort tveggja boðin
með rausnarbrag.
Á sunnudagskvöld varkvöld-
vaka í Sindrabæ og töluðu þar:
Skúli Þorsteinsson, námsstjóri.
Torfi Steinþórsson, skólastjóri
og Steinþór Þórðarson, bó’ndi á
Hala. Óskar Halldórsson cand.
mag. talaði um Pál skáld Ólafs-
son og las upp úr kvæðum
hans. Gísli Bjömsson, rafveitu-
stjóri, sýndi skuggamyndir úr
Austur-Skaftafellssýslu. Var
kvöldvakan bæði fróðleg og
skemmtileg. Móttökur allar og
viðurgemingur voru með sér-
stökum ágætum og veðurblíðan
gerði sitt til að auka á ánæg]-
una.
Björn Þorsteins-
son efstur
Búið er nú að tefla 9 umferð-
ir í meistaraflokki Haustmóts
Taflféiags Reykjavíkur, en enn e.r
ólokið mörgum biðskákum svo
að staðan í mótinu er dálítið ó-
ljós ennþá. Efstur er nú Bjöm
Þorsteinsson með 6Vz vinning og
2 biðskákir, Bragi Kristjánsson
er í öðru sæti með 6 vinninga
og 2 biðskákir og Jón Þ. Þór
þriðji með 5 vinninga og 3 bið-
skákir.
1 I. og XI. flokki er keppni
lokið og hefur verið skýrt frá
úrslitum í þeim flokkurn hér í
blaðinu. Keppni er hinsvegar
ekki lokið £ unglingaflokki en
þar er Geir Haarde langefstur
með 8% vinning eftir 9 umferðir.
Biðskákir voru tefldar í gær-
kvöld og verða einnig tefidar í
kvöld. 10 urtiferð verður tefld á
föstudagskvöld kl. 8, 11. umferð
á sunnudag kl. 2 eh., 12. um-
ferð á mánudagskvöld kl. 8, bið-
skákir á þriðjudagskvöld og 13.
g DAG '
V
Ný sending af
Hollenzkum vetrarkápum
Pelsjökkum
Ulpum
Hettu-kápum
og % síðum kápum úr rúskinnslfki.
<
Bernharð Laxdal
Kjörgarði.
Skrifstofustúlku óskast
Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagskýrslustofnun,
óskar eftir að ráða stúlku.
Vélritunarkunnátta, nokkur kunnátta í ensku og
einhverju norðurlandamáli nauðsynleg.
Umáóknir sendist Fjármálaráðuneytinu Amarhvoli
fyrir þriðjudaginn 8. nóv.
Upplýsingar í síma veitir Örn Marinósson
milli kl. 15 og 16.
Útboð
Tilboð óskast um sölus -k, 30.000 rúrnmetrum -af
fyllingarefni komnu í grunna iðnaðarbygginga á
svæði IÐNGARÐA h.f.
Utboðslýsingar má "vitjá á skrifstofu vora, Sóleyj-
argötu 17, virka daga nema laugardaga, milli kl.
9 og 12.
H. f. Útboð og Samningar.
STRETCHBUXTJR
á börn og fullorðna
Verð frá kr. 147,00.
Jfl
og síðasta umferð í meistarafl. 1 Verður svo tefld n.k. fimmtu- | 1
dagskvöld kl. 8.
1 1 Viljum ráða nú þegar
bÍTvélai tsi i rirkja eða menn
ui i niaviogeroa Góð vjnnuskilyrði.
P. Si tefánsson hf.
Laugavegi 170—172.
< *