Þjóðviljinn - 03.11.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.11.1966, Blaðsíða 10
Heildarafímn heldurminnií árenífyrra SAMKVÆMT SKÝRSLU Fiski- félags Islands um heildarafl- ann á fyrra helmingi þessa árs, er hann heldurminni en á fyrra helmingi síðasta árs. I ár var aflinn u25,7 þúsund tonn, en í fyrra 628,7 þús. Fullur helmingur heildarafl- ans er sild og loðna, eða um 350 þús. tonn. Síld þar af 255,8 þús. tonn, sem er held- ur minna en í fyrra á sama tíma, en hinsvegar hefur loðnuveiðin aukizt um talsvert meira en helming. ÞORSKUR HEFUR miiínkað úr rúmlega 217 þúsund tonnum niður í 204 þúsund tonn og segja má að ' samkvaemt skýrslunni hafi aflazt minna af flestum tegundum nú, en í fyrra. BF LITIÐ ER Á togaraaflann kemur í Ijós, að hlutdeild hans f heildaraflanum var á fyrra árshelmingi í fyrra 48,1 þúsund tonn, en var í ár 37,5 þúsund tonn og hefur þannig minnkað um rösklega W þúsund tonn. ' SÉ. LITIÐ á verkunaraðferðimar hafa litlar sem engar breyt- ingar orðið á hlutföllum í þeim. 44.324 slátrað Sauðfjársiátrun er nýlokið hjá SAH á Blönduósi og var slátrað alls 44.324 dilkum og ám. Meðal- þungi dilka reyndist vera 13,7 kg en þyngsti dilkurinn hafði 33 kg. skrokkþunga. Eigandi hans var Skafti Kristófersson Hnjúka- hlíð. Einnig vöktu athygli tví- lembingar sem Guðrún Stein- grímsdóttir frá Bollastöðum áiti, var annar með 28,2 kg. Skrokkþunga en hinn 25,4 kg. eða samtals 53,6 kg. Stórgripaslátrun er hafin og er áaetlað að farga á fimmta hundrað nautgripum og rúmlega 1000 hrossum. Haustið hefur veððeneirim d verið með eindæmum gott að- eins komið nokkrar frostnaetur. — G. Th. Síððsta umferðin er tefM í dag Það var ranghermt sem sagt var hér í blaðinu í gaer að síð- ustu umferð undankeppninnar á Olympíuskákmótinu á Kúbu hefði átt að tefla í fyrrakvöld. f fyrradag voru aðeins tefldar biðskákir og var sagt frá úr- slitum þeirra hér í blaðinu ( gaer. í gær var svo frídagur, en 7. og síðasta umferðin verð- ur tefld í dag og berast fréttir af henni væntanlega ekki hing- að til lands fyrr en í fyrramálið vegna þess að teflt er síðdegis og tímamismunurinn er svo mikiil að komið er fram á nótt þegar umferðinni lýkur. NÝR 00 BREYTTUR OPEL REKORD ’67 Samband íslenzkra samvinnufélaga kynnir nú Opel Rekord 1967 og er meðfylgjandi mynd af honum. Eins og sjá má er hér komin til sögunnar ný lína.svip- uð þeirri sem Taunus og Zephyr hafa tekið upp, en það hefur verið venja hjá verksmiðjunum að skipta um útlit á bilunum á 3—4 ára fresti. En það er fleira nýtt en útlitið eitt. Bíllinn breikkar um 6,4 cm, leng- ist einnig og hækkar Sætin eru með nýju sniði og með hreyfanlegu baki. Hita- og kælikerfi er nýtt, þar sem loftið fer út um raufar sitt hvorum megin við afturrúðu. Hjólbarðastærð breytist úr 590x13 í 640x13, sem á að gefa meiri endingu og þægilegri akstur. Breidd milli hjóla eykst um 7,5 cm. Margar fleiri breytingar eru á bílnum frá gömlu gerðinni sem allar miða að auknum þægindum og betri bíl. Ekki er allt gull sem glóir Fyrir nokkrum dögum keypti verkamaður japönsk stígvél í sportvöruverzluninni Goðaborg við Öðinsgötu. Honum leiztvel á stígvélin, þau voru sterkleg að sjá og fóru vel á fæti, og maðurinn borgaði 380 krónur fyrir þau. En gæðin reyndust ekki í samræmi við utlitið þeg- ar til kom — maðurinn hafði ekki gengið á stígvélunum nema hluta úr þrem dögum þegar annað þeirra leit út eips og myndin sýnir og hitt var litlu skárra. Stigvélaeigandinn undi þessu illa að vonum og lagði leið sína í verzlunina sem fyrr var getið, en hafði upp úr þeirri ferð ekkertann- að eri útúrsnúninga kaupmanns og litla kurteisi. — Mér datt í hug að líta inn til ykkar, sagði maðurinn með stígvélin, vegna þess að Neytendasamtökin eru þessa dagana að vekja athygli á starfi sínu, sem einmitt á að vera fólgið í því að standa á verði um hagsmuni hins al- menna neytanda. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason). Fimmtudagur 3. nóvember 1966 — 31. árgangur — 231 tölufolað- Mikil síldveiði var í fyrrinótt Rosafréttir um ráðherragaspur Tvö aðalblöð ríkisstjórnarinnar hafa birt undir stórum fyrir- sögnum ummæli er Jóhann Haf- stein dómsmálaráðherra viðhafði á Alþipgi um danshús fyrir ung- lin'ga, sem ríkið og Reykjavíkur- borg ættu að úthluta kostnaðar- laust samtökum æskufólks, sem svo ættu að sjá um reksturinn. Vísir birtir þetta með stórri fyr- irsögn í gær á forsíðu og er fyr- irsögnin: „Byggja ríki og borg fullkominn dansstað fyrir æsku- fólk?“ Telja má víst fyrst ráðherrann lætur gera svona mikið úr um- mælum sínum um þetta mál, að alveg sé á döfinni frumvarp eða tillaga eða fjárveiting af hálfu ríkisstjórnarinnar í þessu skyni; annars væru stjórnarblöð- in með þessum rosafréttum að gera Jóhann að viðundri sem gasprara. Fyrir hálfu ári átti hins veg- ar Jóhann .Hafstein og aðrir stjórnarþingmenn þess kost að samþykkja á Alþingi tillögur í þessa átt frá Einari Olgeirssyni. Einar flutti þá þessar tillögur: „Fjármálaráðherra er heim- ilt að nota allt að 0,5% af tekjum Áfengis- og tóbáks- verzlunar ríkisins til þess að tryggja á þann hátt, er hann telur hentugast, að hægt sé að halda uppi góðum skemmti- stððum fyrir unglinga, þar sem eigi væru vínveitingar. I>á er fjármálaráðherra og heimilt að ákveða, að þeir skemmtistaðir, sem hafa vín- veitingaleyfi, skuli hafa opið til dansskemmtana fyrir ung- linga einu sinni í viku og séu þá eigi vínveitingar, en veit- ingar seldar á verði, er ráðu- neytið ákveður“. En áhugi ríkisstjórnarinnar var enginn. Tillögur Einars voru kolfelldar. Nú er eftir að sjá hvort mark er takandi á orðum dómsmálaráðherrans um hið fullkomna danshús sem ríkis- stjórnin hyggst gefa æskunni 1 samráði við Reykjavíkurbæ og rosafréttir blaða Sjálfstæðis- flokksins. Fremur óhagstætt veður var á síldarmiðunum fram eftir nóttu í fyrrinótt en þá fór veður batn- andi og i gærmorgun var ágætt veður á miðunum. Aðalveiði- svæðið var í Norðfjarðardýpi, 60 til 70 mílur undan landi. Alls tilkynntu 85 skip um afla, samtals 12.420 lestir. Dalatangi Gísli Árni RE 230 Dagfari ÞH 50 Akraborg EA 150 Krossanes SU 190 Þorsteinn RE 160 Sæúlfur BA 170 Ólafur Friðbertsson ÍS 120 Hólmanes SU 130 Víðir II G.K 130 Jón á Stapa SH 120 Jón Finnsson GK 150 Gullberg NS 110 Grótta JIE 150 Brimir KE 140 Siglfirðingur SI 200 Guðrún Jónsdóttir fS 55 Anna SI 120 Haraldur AK 110 Viðey RE 200 Ögri RE 100 Jörundur II. RE 150 Halldór Jónsson SH 100 Bára SU 180 Höfrungur II AK 150 Loftur Baldvinsson EA 170 Fagriklettur GK 115 Gullver NS 230 Óskar Halldórsson RE 2Ö0 Guðrún Þorkelsdóttir SU 130 Sígfús Bergman GK 140 Jón Þórðarson BA 90 Sólrún IS 100 Helga Guðmundsd. BA 170 Sigurborg SI 100 Bjarmi II EA 180 Seley SU 190 Sigurbjör^ ÓF 150 Höfrungur III AK 210 Keflvíkingur KE 210 Framhald á siðu S. Gerðu verkfall hjá Halltlóri Þau tíðindi gerðust í Há- skóla íslands i gær að nem- endur Halldórs Halldórssonar vararektors gerðu verkfall og mættu ekki í tíma hjá honum. Með þessu voru nem- endur að mótmæla gerræði hans í garð háskólastúdenta og ákaflega ósæmilegum um- mælum í Morgunblaðinu í gær. Hafði Halldór tíma í setningarfræði fyrir norrænu- stúdenta, bæði í fyrri og síð- ari hluta, og mæta þarvenju- lega margir. En í gær brá svo við að enginn mætti að undantekinni einni þýzkri stúlku sem ekki hafði fylgzt með því sem gerzt hafði. Valdi Halldór þann kost að flytja mál sitt yfir þessari einu stúlku. Málverkauppboð að Týsgötu 3 A morgun ki. u emir Kristján Fr. Guðmundsson málverkasali til málverkauppboðs í Málverka- salnum að Týsgötu 3 og er það 14. uppboðið sem hann heldur. Á uppboðsskránni eru 3ft verk eftir ýmsa listamenn og auk þess hafa bætzt við nokkur verk eftir að skráin var samin. Verða mál- verkin til sýnis á staðnum þar til uppboðið hefst. í viðtali við Þjóðviljann í gær sagði Kristján að uppboð þetta væri sérstaklega ætlað fólki sem ekki hætti sér á stóru málverka- uppboðin, þar sem miklir mál- verkasafnarar ráða lögum og lof- Berkof, sovézkur orðabókar- höfundur kemur í heimsókn í kvöld kemur hingað til lands á vegum MÍR þekktur sovézkur fræðimaður á sviði norrænna málvísinda og annar höfunda íslenzk-rússnesku orða- bókarinnar, Valerí Berkof. Berkof er 37 ára að aldri. Hann stundaði nám við háskól- ann í Leníngrad og varði þar kandídatsritgerð sína 1955. Skömmu síðar var hann skip- aður dósent við norrænudeild málvísindadeildar háskólans, sem prófessor Steblín-Kamenskí stjórnar. p Berkof hefur ritað um tuttugu rit og ritgerðir um norræn mál- vísindi. Hann hafði samstarf við Árná Böðvarsson um samantekt fyrstu íslenzk-rússnesku orða- bókarinnar sem út hefur verið gefin, var það árið 1962. Berkof hefur auk þess þýtt bókmennta- verk af Norðurlandamálum — Berkof. hann þýddi m.a. „fslenzkan aðal“ Þórbergs Þórðarsonar á rússn- esku. Berkof hefur verið í stjórn Sovézk-íslenzka vináttufélagsins frá stofnun þess.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.