Þjóðviljinn - 03.11.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.11.1966, Blaðsíða 5
Fimmtadagur nóvember 1966 — ÞJÓÐVELJINN SÍÐA g ' wé' I Tillögur fulltrúa Alþýðubandalagsins: i "V, Q Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag koma til um- ræðu og afgreiðslu m. a. mála tvær tillögur borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins: Tillaga Sigur- jóns Bjömssonar um umræðu- fundi aðila, sem fjalla á vegum borgarinnar um málefni barna og unglinga, og ’tillaga Guðmundar Vigfússonar um athugun á öflun aukins vatnsmagns fyrir hitaveit- una. Aukin samvinna um \ barnaverndarmál Tillaga Sigurjóns Björns- sonar er svohljóðandi: „Eins og kunmigt er vinna nokkrar stoínanir og nefndir á vegum borgarinnar að mál- b efnum barna og unglinga. " A undanförnum árum hcfur skýrt komi'ð í Ijós, hvcrsu nauðsynlcgt er að bessir að- ilar hafi mcð sér nána og góða samvinnu, en á það I skortir mjög mildð cins og nú • er málum háttað. Borgarstjórn Reykjavíknr tclur, að brýn nauðsyn sé á að úr þessum samvinnuskorti sé bætt hið fyrsta og ákveður því, að eftirtaldir aðilar skuli balda með sér reglulega um- i I ! ræðufundi ckki sjaldnar en einu sinni í mánuði, en oftar ef þörf gerist, undir forsæti borgarlögmanns: félagsmálastjóri, formaður barnaverndar- ncfndar, . formaður æskulýðsráðs, forstöðumaður geðvernd- ardeildar fyrir börn, . forstöðumaður sálfræði- dcildar skóla, fræðslustjóri, fulltrúi lögreglunnar um málefni barna og unglinga. Markmið fundanna verði sem hér greinir: a) Afmarka og skýra betur verksvið hverrar stofnun- ar. b) Koma í fastara horf tilvis- unum á milli stofnana. c) Ganga úr skugga um, hvaða verkcfni eru öllum stofnunum sameiginleg, og ákvcða hvcrnig sam- vinnu vcrði bczt háttað. d) Vinna í sameiningu að hinum almcnnari þáttum uppcldismála, sjs. uppcld- isfræðslu fyrir almenn- ing, námskciðum fyrir starfsfólk o.fl. o.fl. e) önnnr málefni, sem fund- armenn telja að gagnlegt geti verið að ræða á fundum sem þessum." Aukið vatnsmagn hitaveituna Tillagan frá Guðmundi Vig- fússyni er þannig: „Borgarstjómin telur nauð- synlegt að hafnar verði að nýju skipulagðar rannsóknir á því, hvort unnt er að afla aukins vatnsmagns fyrir hita- veituna í borgarlandinu eða næsta nágrenni. Bendir borgarstjórnin í þessu tilviki á hvort tveggja í senn, brýna þörf á auknu vatnsmagni til afnota fyrir borgarbúa og fjárhagslcga hagkvæmni þess að aflað sé þess vatns sem unnt er í borgarlandinu sjálfu, eða sem næst borginni. Borgarstjómin ákveður því að fela borgarráði og borgar- stjóra að gera nú þegar ráð- stafanir til þess, að boranir verði hér hafnar að nýju með gufubor ríkisins og Reykja- víkurborgar og öðmm þeim tækjum, sem hitaveitan hefur yfir að •'áða og rétt þykir að áliti hitaveitustjóra og hita- veitunefndar að beita við Ieit að auknu vatnsmagni. Eeggur borgarstjómin á- herzlu á nauðsyn þess, að gengið verði með slíkri leit og rannsóknum úr skugga um þá möguleika, sem kunna að vera á öflun aukins heits vatns í borgarlandinu «g grennd, svo unnt sé áð því loknu að snúa sér af futlum krafti að rannsóknum og virkjun annars staðar.“ I í Um gæzluvarðhald og mannréttíndi Heimild til áð halda hand- teknum mönnum i gæzluvarð- haldi . er meginatriði tveggja mála, sem nýlega hafa verið lögð fyrir mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg. Er hér um að ræða svokölluð „Neumeist- er“ og „Wemhoff“-mál, sem um nokkurt skeið hafa verið td meðferðar hjá mannréttinda- nefnd Evrópu. Nefndin hefur nú skotið þeim báðum til dóm- stólsins, en að auki hefur rík- isstjóm Austurrikis lagt fram sjálfstæða beiðni um, að dóm- stóllinn f jaili um Neumeister- málið. Fritz Neumeister var hand- tekinn í heimalandi sínu, Aust- urríki, 12. febrúar 1961 vegna gruns um aðild að stórfelldum skattsvikum. Honum var haldið í gæzluvarðhaldi til 12. maí 1961 og aftur frá 12. júlí 1962 til 16. september 1964. Ðómur er enn ekki genginn í máli hans í Vín. Karl-Heins Wem- hoff var handtekinn í Berlín 9. nóvember 1961 vegna gruns um, að hann hefði tekið þátt í flóknum fjármunabrotum, sem snerust um háar upphaeðir. Wemhoff var dæmdur í 6 ána fangelsi í Berlín í apríl 1965, en gæzhivarðhaldstími skyldi koma til frádráttar þessum tíma. Bæði Neumeister og Wem- hoff halda því fram, að með- ferð sú, sem þeir hafa sætt, feli í sér brot gegn mannrétt- indasáttmála Evrópu. í 5. grein sátt.málans segir m.a.: „Hvern þann mann, sem tekinn cr höndum eða settur i varð- hald .... skal án tafar færa fyrir dómara .... og skuli hann eiga kröfu til, að rann- sókn fyrir dómi hefjist innan sanngjams tíma eða hann vérði iátinn laus þar til rannsókn hefst.“ Mannréttindadómstóll Evr- ójru fjallar einnig um þessar mundir um mál gegn ríkis- stjórn Belgíu vegna löggjafar um tungumál í skólum þar f landi. Einn íslenzkur dómari á sæti i mannréttindadómstóli Evr- ópu. Er það Einar Amalds hæstaréttardómari. Súslof ræddi vic Kekkonen forseta HELSINKI 1/11 — Mihail Súsl- of, einn af riturum sovézka kommúnistaflokksins og íormað- ur utanríkismálanefndar Æðsta- ráðsins, ræddi í dag við Kekk- onen Finnlandsforseta. Súslof og nokkrir aðrir sovézkir leiðtogar eru nú staddir í Helsinki í boði finnskra kommúnista. Frá lyrsita íundi miðstjórnar Alþýðubamlahigsins í Lindarbæ sl. mánudagskvöld (Ljósm. Þjóðv.). Lög Alþýðubandalagsins er samþykkt voru á landsf undi 5 stúdentar luku prófum i Háskólanum I upphafi haustmisseris hafa eftirtaldir stúdentar lokið próf- um við Háskóla Islands: Embættispróf í guðfræði: Jón Eyjólfur Einarsson. Kandidatspróf í ísl. fræðum: Aðalsteinn Davíðsson, Kristinn Kristmundsson. B. A.-próf: Unnur A. Jónsdóttir. Islenzkupróf fyrir erlenda stúdenta: Lydia Lass- □ Á landsfundi Alþýðubandalagsins um síðnstu helgi voru ssamþykkt lög fyrir bandalagið. Fara þau í heild hér á eftir. I Um eftli og hlutverk 1. gr. Alþýðubandalagið er landssamtök um stjórnmál, sjálfstæð og óháð. 2. gr. Höfuðhlutverk Alþýðu- bandalagsins er a) að treysta sjátfstæði íslands á öllum sviðum, b) að vemda og efia Lslenzkt atvinnu.tif, sem byggt er á hagkvæmri nýtlngu vinnu- afls, fjármagns og auðlinda lands og sjávar, c) að berjast við hlið verk- lýðshreyfingarmnar og sam- taka arniarro launþega fyrrr fullri otvinnu hnnda öllum og réttlátri skiptingu þjóðar- teknanna. 3. gr. Hlutverk sitt hyggst Alþýðubandalagið rækja mcð almonnri stjómmálastarfsemi einkum á sviði löggjafar og landsstjórnar, svo og á vett- vangi sveitarstjórnarmála. 4. gr. ATþýðubandalagið starf- ar á þeim málefnagrundvelli sem markaður er aí landsfundi hverju sinni. 5. gr. Hver sá íslenzkur rík- isborgari, sem samþykkir lög og aðhyllist markmið Alþýðu- bandalagsins getur gerzt með- limur þess, enda þótt hann sé jafnframt meölhnur annarra stjómmálasamtaka, som styðja Alþýðubandalagið. ú> II Um landsfund 6. gr. Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum Al- þýðubandalagsins; markar stefnu þess og setur því lög. 7. gr. Landsfund skal halda eigi sjaldnar cn fjórða hvert ár. Kalla má saman auka- landsfund, cf miðstjórn (fram- kvæmdarstjórn) telur þess þörf. Kjörtímabil kjörinna fulltrúa á landsfund or milli reglulegra landsfunda. R. gr. Kjöri fulltrúa á lands- fund skal haga þannig, að hvert Alþýðubandalagsfélag kjósi einn fulltrúa fyrir 15 fu'l- gilda félagsmenn og brot úr þeirri tölu, ef það nær 7 eða meira. Hvert félag hefur rétt til að kjósa jafn marga full- trúa til vara. 9. gr. Miðstjórn (fram- kvæmdastjórn) semur dagskrá landsfundar og getur hennar í fundarboði. Landsfundur setur sér fundarsköp en samþykki meirihluta fundármanna þarf til að taka til umræðu mál -í landsfundi, sem ekki er á dag- skránni. Landsfundur skal aug- lýstur með minnst tveggja mánaða fyrirvara. Heimilt er þó að boða til landsfundar með skemmri fyrirvara, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi að dómi miðstjómar (fram- kvæmdarstjómar). 10. gr. Landsftmdur kýs for- mann Alþýðubandalagsins og varaformann. III Um miðstjórn 11. gr. Miðstjóm (fram- kvæmdastjóm) boðar til lands- fundar. Miðstjóm stýrir mál- efnum Alþýðubandalagsins milli landsfunda og í umboði landsfundnr. Miðstjóm kemur saman eigi sjaldnar en eimi siimi á ári og ofbar, ef fram- kvæmdastjórn tetur nauðsyn bera til. 12. gr. 1 miðstj<>m eiga sæti: a) 2 mcnn kosnir af landsfundi sbr. 10. gr. b) 72 menn, einnig kjömir af landsfundi, en bundinni kosningu þannig, að sem jöfnust tala fullgildra félags- manna Alþýðubandalagsins í hverju kjördæmi komi bak við hvcrn þeirra. Skal kjör- nefnd landsfundar ganga úr skugga um fulitrúarótt hvors kjördæmis í miðstjóm áður en hún gengur frá tillögum sfnum og hafa um þær sam- ráð við fulltrúahóp kjör- dæmisins. Með sama hætti skulu kjömir 33 varamenn. Miðstjómarmenn og vara- menn þeirra samkv. b-lið skulu búsettir í viðkomandi kjördæmi. 13. gr. Kjörtímabil mið- stjómarmanna er milli reglu- legra landsfunda og varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir hafa verið kosnir. 14. gr. Miðstjómarfundur skal boðaður með hæfilegum fyrirvara af formanni Alþýðu- bandalagsins eða varaformanní í íorföllum hans, a) samkvæmt ákvörðun imð- stjómar sjálírar, b) samkvæmt ákvörðun fram- kvæmdarstjómar, c) ef minnst 15 miðstjómar- "* menn gera um það skriöega kröfu til formanns. 15. gr. Mið.stjómarfundur kýs fundarstjóra og fimdarritara og setur sér fundarreglur. 16. gr. Miðstjóm kýs úr sín- um hópi íramkvæmdastjóm, sem fer með umboð miðstjóm- ar til eins árs í serm. 1 fram- kvæmdastjóm sktdu eiga sæti formaður Alþýðubartdalagsins og varaform aðu r þess og miS- stjómarmenn aðrir, ails 15. Jafnframt skal kjósa 6 vara- menn. 17. gr. Framkvæmdastjóm hefur daglega stjóm Alþýðu- bandalagsxns með höndum. Hún velur sér formann, varafor- mann og ritara, svo og rasður hún framkvæmdastjóra A.l- þýðubandalagsins. Framliald á síftu 7. Leiðbeint um kaup sjónvarpstækja Eins og skýrt hefur verið frá hefst umfangsmikil könnun Neytendasamtakanna vegna kaupa á vörum og þjónustj með útkomu næsta Neytenda- blafts 5. nóv. Verða þar lagðar spumingar fyrir neytendur, sem eiga sjálfvirka þvottavéi, ísskáp, ryksugu eða sjónvarps- tæki. Könnun þessi verður nefnd Þjónustukönnun Neyt- endasamtakanna. þar sem meg- intilgangur hennar er að kanna hvers konar þjónustu hinir ýmsu seljendur veita, og niður- stöðurnar siðan birtar neytend- um til leiðbeiningar og seljend- um ti.1 lofs eða lasts, eftir þvi sem þeim ber. Mikið hefur verið leitað til Neytendasamtakanna um á- bendingar um val á sjónvarps- tækjum. Væntanlegum kaup- endum þeirra skal því bent á. að í þessu sama töiublaði Neytendablaðsins verða birtar leiðbeiningar um kaup á sjón- varpstækjum. Blaðið er sent félagsmönnum. en menn geta látið innrita sig í samtökin í bókaverzlunum í Reykjavík og um land allt, en einnig nægir að hringja í síma skrifstofunn- ar, Austurstræti 14, 19722 og 21666. Amerísk leiðbeiningabók ókeypis Neytendasamtökin eiga um 300 eintök eftir af leiðbein- ingabók bandarísku neytenda- samtakanna, og hefur verið á- kveðið að afhenda hana ókeyp- is þeim, er vitja hennar á skrifstofuna. Félagsmenn utan Reykjavíkur geta fengið hana póstsenda, ef þeir óska þess. bókin er 430 bls. að stærð og getur komið neytendum hér á landi að miklum notum. (Frá Neytendasamtökunum)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.