Þjóðviljinn - 03.11.1966, Blaðsíða 3
/
Fimmtoda@ar 3.* ntóvember 1068 — ÞasöÐ^lU^LNN SlÐA 3
Þingrof og kosið í
Danmörku 22. nóv.
Krag lét fresta umræðum um skattafrumvarp
og ákvað að efna til nýrra þingkosninga
KAUPMANNAHÖFN 2/11 — Jens Otto' Krag, forsætisráð-
herra Danmerkur, tilkynnti í dag að danska þingic5 yrði
rofið og efnt til þingkosninga 22. nóvember n.k. Hann tók
þessa ákvörðun eftir að hafa látið gera hlé á umræðum
þingsins um frumvarp stjórnarinnar til breytingar á skatta-
lögunum.
Aikvörðunin um þingrof_ og
nýjar kosningar kom þingmönn-
wm á óvart. Kosningaúrslitanna
er beðið með mikilli eftirvænt,-
ingu, og þykir sennilegt að pay
muni leiða til stjórnarskipta.
Jens Otto Krag
Knag hafði farið fram á það
um sexleytið síðdegis að hléyrði
gert á umræðum um skattafrum-
várp ríkisstjómarinnar vegna
þess hve slæmar viðtökur frum-
varpið hefði fengið. 1 frumvarp-
irm ;gr ,-frua. gert ráð fyrir þvi
að skattur verði greiddur af
tekjum þess árs sem greiðslan
fer fram.
Rikisstjómin hélt fund og síð-
an þingflokkur sósíaldemókráta
og þar var samþykkt að þing
skyldi rofið. Krag hafði á fundi
í ríkisráðinu fyrir hádegi skýrt
Margréti krónptinsessu og ríkis-
6tjóra í fjarveru Friðriks kon-
nngs frá því að svo kynni að
fara að þing yrði rofið.
1 Ijós hafði komið í umræð-
unum á þinginu að ríkisstjórnin
myndi sennilega ekki fá meiri-
hluta til fylgis við skattafrum-
varpið. Krag var spurður hvort
hann hefði haft ráðagerðir um
þingrof, og sagði að það hefði
fyrst orðið Ijóst í dag að hinir
stjórnmálaflokkamir væm mjög
andvígir frumvarpi stjórnarinnar,
og þá hefði hún getað, tekið end-
a,ntega afstöðu.
Þingkosningar fóru síðastfram
i Danmörku í sept. 1964 og
næstu kosningar hefðu því nð
réttu lagi átt að verða í septem-
ber 1968. Við hví hefur þó verið
búizt að þing yrði rofið fyrr,
þar sem ríkisstjóm Krags styðst
við minnihluta þingsins. Krag
sagði að það væri alvanalegt að
minnihlutastjóm sæti ekki út
kjörtímabilið. ■ Hann var spurð-
ur hvort hann byggist við að
mimuhlutastjóm sósíaldemókrata
myndi enn sitja eftir kosningar
og svaraði því til að það væri
ekki óhugsandi.
Breytingar
Búizt er. við að allmiklar
breytingar verði á fylgi flokk-
anna. Skoðanakannanir hafa
gefið til kynna að sósíaldemó-
kratar hafi misst fylgi, en bæði
bqrgaraflokkar og Sósíalistiski
‘aiþýðúflókkufinn (SF) unnið á.
Þingsætaskiptingin er nú þessi:
Sósíaldemókratar 76, Róttækir 10,
íhaldsmenn 36, Vinstri 36, SF
10, Óháðir 5, Frjálslyndir 2.
Albanía var
ein á mótí
NEW YORK 2/11 — Ályktunar-
tillagan sem lögð var fram í
stjómmálanfefnd allsherjarþings-
ins og 45 ríki SÞ stóðu að var
samþykkt í nefndinni með 190
atkvæðum gegn atkvæði alb-
anska fulltrúans. Aðrir fulltr i-
ar voru ýmist fjarverandi eða
sátu hjá. í tillögunni er skorað
á öll ríki að forðast allt það
sem gæti orðið til að hindra
samkomulag um bann við freK-
ari útbreiðslu kjarnavopna.
Ho hafnar
\
smánarbóði
frá Manila
HANOI 2/11 — Ho Chi Minh
forseti sagði í ræðu í veizlu t.il
heiðurs sendinefnd frá Kúbu
.sení verið hefur í 'Norður-Viet-
nam að Bandaríkjamenn og
bandamenn þeirra sem voru á
ráðstefnunni í Manila legðu
fram smánarboð um friðarvið-
ræður jafnframt því sem þeir
byggju sig undir að herða stríðið
gegn vietnömsku þjóðinni. Þeir
hefðu einnig gert sig seka tim
óskhyggju og vanmat á báráttu-
þreki Vietnama.
Blóðugar óeirðir
enn í Indlandi
HYDERABAD 2/11 — Enn í dag
urðu blóðugar óeirðir í bæn-
um Vizianagaram í austurhluta
Indlands. Tveir menn biðu bana
þegar hafin var skothríð á mann-
fjölda sem réðst á lögreglustöð
í bænum. Áður hafði mannfjöld-
inn reynt að bera eld að banka
einum í bænum. Á síðustu þrem-
ur sólarhringum hafa sextán
menn verið vegnir í átökum við
lögregluna á þessum slóðum.
Snjór í Moskvu
Það er orðið vetrarlegt í
Moskvu eins og sjá má aí
þessari mynd sem tekin er
á Rauða torginu, þar sem
verkamcnn eru að vinna að
undirbúningi undir bylting-
arafmælið á mánudaginn
Ríkisskjaiasafn USA fær
myndirnar aflíki Kennedys
WASHINGTON 2/11 — Kennedy-
fjölskyldan hefur afhent ríkis-
skjalasafni Bandaríkjanna 65
röntgenmyndir og ljósmynd-
ir sem teknar voru við krufningu
á líki Kennedys forseta eftir
morðið í Dallas fyrir þrem árum.
Myndirnar eru afhentar með
því skilyrði að þær verði ekki
birtar meðan ekkja forsetans,
foreldrar eða börn hans eru á
Sekou Toure forseti Gíneu:
.\
Ganabáum i Gineu frjálst
að fara heim efþeir vilja
ACCRA 2/11 — Svo virtist í
kvöld sem stjórnir Gíneu og
Gana væru að þvi komnar að
finna lausn á átökunum milii
þeirra sem stafa af kyrrsetn-
ingu jrtanríkisráðherra Gíneu og
18 annarra gíneskra þegna í
Accra,- höfuðborg Gana, á laug-
ardaginn.
Sekou Toure, forseti Gíneu,
sagði í dag að þeim hundrað
Ganamönnum sem dveljast í
Gíneu væri frjálst að fara heim
ef þeir vildu það. Ganastjórn
hefur haldið því fram að þeim
sé haldið í Gíneu gegn vilja
þeirra og sagt að Gíneumennirn-
ir 19 myndu háfðir í haldi bar
til þegnum hennar yrði sleppc
Hoxha á þinginu í Tirana:
Leiðtogar Sovétríkjanna
svíkja vietnömska þjóðina
TIRANA 2/11 — Enver Hoxha,
leiðtogi albanskra kommúnista,
sagði á þingi þeirra í Tirana í
gær að Sovétríkin hefðu svik-
•ið vietnömsku þjóðina í tryggð-
um og látið Bandaríkjamenn fara
sínu fram í Vietnam.
Hoxha hyllti „menningarbylt-
inguna“ í Kína og sagði að Kína
væri hið óvinnandi vígi sósíal-
ismans. Albanska fréttastofam
birti í dag ýtarlega frásögn af
setningarræðu Hoxha á þing-
inu í gær.
Hann fór háðulegum orðum
um aðstoð Sovétríkjanna við
Norður-Vietnam, kallaði leiðtoga
þeirra Krústjof-kliku og lið-
hlaupa. Það væri énginn meðal-
vegur milli .stuðnings við Viet-
nam og samvinnu við Bandarík-
in, sagði hann. — En hver er
afstaða sovézku leiðtoganna í
þessu höfuðmáli? Þessir svik-
arar • við vietnömsku þjóðina
segjast vera andvígir yfirgangi
Bandaríkjanna og gera mikið
veður út af þeirri ,,aðstoð“ sem
þeir veiti Vietnam, samtímis því
sem þeir leyfa Bandaríkjamönn-
um að fara sínu fram í Vietnam.
Einu kommúnistaflokkarnir
sem eiga fulltrúa á þinginu í
Tirana eru flokkarnir í Kína,
Norður-Vietnam, Norður-Kóreu
og Rúmenín.
frá Gíneu. Flestir þessara 100
manna voru í fylgd með Nkr-
umah, fyrrverandi forseta Gana,
þegar hann settist að í Gíneu,
eftir að honum hafðj veriðsteypt
af stóli.
lífi og því sennilega ekki fyrr
en eftir næstu aldamót. Fjöl-
skyldan kann að fimm árum liðn-
um að gefa sérfræðingum leyfi
til að skoða myndirnar, og op-
inberar rannsóknarnefndir geta
einnig fengið aðgang að þeim.
Þessar myndir af líki forset-
ans skipta meginmáli í þeim
miklu deilum sem nú eru í
Bandaríkjunum um þá niður-
stpðu Warren-nefndarinnar að
Lee Harvey Oswald hafi myrt
Kennedy og verið þar einn að
verki. Warren-nefndin kannaði
ekki þessar myndir, fór ekki einu
sinni fram á að fá að skoða
þær, enda þótt þaar eigi að geta
skorið úr um það atriði sem er
veikasti hlekkurinn í sannana-
keðju nefndarinnar, hvar skot-
in hæfðu forsetann og hve mörg
þau voru.
Nú virðist sem enn muni líða
langur jtími áður en úr þessum
vafaatriðum fæst skorið — ef
það verður þá nokkurn tíma.
Sex herméEin USÁ drepnir
M markalinuna f Köreu
%
Bandaríkjamenn segja að ráðizt hafi verið á
þá úr launsátri 800 metra fyrir sunnan hana
SEÚL 2/11 -— Sex bandarískir hermenn og einn suðurkór-
eskur féllu í dag í viðureign rétt við vopnahlésmörkin
milli Norður- og Suður-Kóreu. Bandaríkjamenn segja að
róðizt hafi verið á þá úr launsátri 800 metra fyrir sunnan
friðlýsta svæðið á mörkunum við 38. breiddarbaug sem
ákveðin voru með vopnahléssamningnum 1953.
Hermennirnir voru í könnun-
arferð þegar viðureignin átti Sér
stað. Einn úr flokknum komst
lífs af og segir hann að árásar-
mennirnir hafi verið í norður-
kóreskum einkennisbúningum.
Talsmaður bandaríska hei-sins
sagði að árásarmennimir hefðu
beitt handsprengjum og vél-
byssum og skothylkin eru sögð
bera með sér að árásarmennirn*
ir hafi komið að norðan.
Annar könnunarflokkur fann
lík hinna föllnu í fjallshlíð vest-
anmegin á Kóreuskaganum.
Johnson forseti var enn í S-
Kóreu þegar atburður þessi átti
sér stað. Hann hafði í gær heim-
sótt bandaríska hermenn á verði
fyrir surman markalfnuna. John-
son hafði í dag íullvissað Chung
Hee Park hershöfðingja, forseta
Suður-Kóreu, um að Bandaríkin
hefðu ekki í hyggju að fækka í
50.000 manna her sínum í Suð-
úr-Kóreu.
Bandaríska herstjórnin í Suð-
ur-Kóreu krafðist þess í dag að
þegar yrði kallaður saman fund-
ur í vopnahlésnefndinni til að
ræða þennan atburð og önnar
brot á vopnahléssamningnum
sem Bandaríkjamenn saka Norð-
ur-Kóreumenn um. Þeir segja að
a.m.k. tíu slíkar árásir scm.þessi
hafi verið gerðar við marka-
línuna síðan um miðjan október
og hafi samtals fallið í þeim 23
suður-kóreskir og 6 bandarískir
hermerm.
I
Erhard .gefur-i skyn ai
hann sé fus að fara frá
Heldur þó enn dauðahaldi í ráðherrastólinn,
mikil átök um hver verði eftirmaður hans
BONN 2/11 —• Ludwig Erhard, forsætisráðherra Vestur-
Þýzkalands, sagði í dag að hann væri fús til að láta af
embætti ef honum tækist ekki að fá meirihluta þingsins
til stuðnings við stjóm sína.
Með þessari yfirlýsingu er Er-
hard talinn hafa viðurkennt að
hann geti ekki lengur gert sér
vonir um að halda völdum. Bæði
Ludwig Erhard
Frjálsir demókratar og sósíal-
demókratar hafa tekið af öll
tvímæli um það að ekki komi
til greina að þeir taki þátt í
samsteypustjóm undir forustu
Erhards. Þrátt fyrir þetta held-
ur Erhard enn dauðahaldi í ráð-
herrastólinn og þykir víst að
hann muni ekki sleppa tökunum
fyrr en samkomulag hefur orðið
í Kristilega demókrataflokknum
(CDU-CSU) um eftirmann hans
sem hann gæti sjálfur fellt sig
við.
Mjög hörð átök eru í CDU-
CSU um hver taka skuli við af
Erhard og segir vestur'pýak?»
fréttastofan DPA að ekki sé bú-
Izt við að úr því fáist skorið
. (Jvrr.. en eftir margar Tikamnm
Erhard sagði á fundi í Étjórn
CDU-CSU i dag að vinda yrði
bráðan bug að því að finnalausn
a stjómarkreppunni, en hann á-
skildi sér rétt til að leysahana
sjálfur og hann myndi, a.m.k.
enn um sinn, gegna formennsku
í flokknum.
Erhard hefur ekki látið uppi
hvem hann kjósi sér fyrir éft-
irmann, en talið er víst að það
verði Gerhard Schröder utanrík-
isráðherra. Aðrir sem til greina
eru taldir koma em þeir Gerst-
enmaier þingforseti, Barzel
formaður þi'ngflokksins og Lu-
ecke innanríkisráðherra.
Það myndi þó ekki nægja 4,!1
að leysa stjómarkreppuna að
samkomulag tækist í CDU-CSU
um eftirmann Erhards. Flokkur-
inn er í minnihluta á þingi og
myndi þurfa stuðning annars
hvors hinna flokkanna til að
mynda nýja stjóm. Sósíaldemó-
kratar hafa lagt megináherzlu á
að efna beri til nýrra þingkosn-
inga, enda gera þeir sér nú voo
ir um að ná meirihluta á þingi.
Kinverskum stúdentum frá
Sovétríkjunum ákaft fagnað
PEKING 2/11 — 65 kínverskum
stúdentum sem vísað hefur verið
frá námi í Sovétríkjunum var
ákaft fagnað þegar þeir komu
heim til Peking í dag. Þúsundir
„rauðra varðliða" tóku á móti
þeim á járnbrautarstöðinni, veif-
uðu kveri Maos, sungu söngva
og börðu bumbur.
Varamenntamálaráðherra Kína
bauð þá velkomna og fór hörð-
um orðum um sovézk stjórnar-
völd sem hefðu, sagði hann,
vísað þeim úr landi að tilefnis-
lausu. Sovétstjórnin hefur sagt
að brottvísun stúdenta hafi ver-
ið svar við þeirri ákvörðun Kín-
verja að loka kínverskum skól-
um fyrir erlendum stúdentum
þetta misseri.
Eitthvað var á seyði í Peking
í dag og var talið að verið væri
að undirbúa enn einn fjöldafund
á torgi hins himneska friðar til
að fagna heimkomu stúdentanna.
Búizt er við að fundurinn verði
haldinn á morgun.
Sovétstjórnin gagnrýndi í dag
kínversku leiðtogana fyrir að
hafa • árum saman komið í veg
fyrir að sovézkir stúdentar fengju
að stunda nám í Kína. samtímis
því sem nærri 10.000 kínversk-
ir stúdentar héfðu verið við nám
í Sovétríkjunum, hefðu aðeins
153 SQvézkir stúdentar komizt
að við kínverska. háskóla.
STOKKHÖLMI 2/11 — Boðað-
ur hefur verið árdegis á morgun
sáttafundur aðila að kennara-
deilunni í Svíþjóð. Þetta er
þriðji fundur deiluaðila með
sáttanefnd ríkisins. en rúmlega
20.000 kennarar hafa verið í
verkbanni síðan 20. október.