Þjóðviljinn - 08.11.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1966, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. nóvember 1966 — 31. árgangur — 255. tölublað. Stjórnmálaélyktun t 15. flokksþings Sósíalistaflokksins lamþykkt einróma Einar Olgeirsson endurkosinn for- maður, Lúðvík Jósepsson varaform. □ Fimmta þingi Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins lauk seint í fyrrinótt. Var Einar Olgeirsson endurkjörinn formaður flok ksins og Lúðvík Jósepsson varaformaður, báð- ir einróma. Stjórnmálaályktun flokksþingsins var einnig samþykkt með samhljóða atkv. Formaður og varaformaður eru sjálfkjörnir í miðstjórn en auk þeirra er kosinn 31 rhið- stjórnarmaður. Þessir hlutu kosningu: Adda Bára Sigfúsdóttir Ásgeir Blöndal Magnússon Benedikt Davíðsson Birgitta Guðmundsdóttir Björgúlfur Sigurðsson Brynjólfur Bjamason Böðvar Pétursson Eðvarð Sigurðsson Geir Gunnarsson Gísli Ásmundsson Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur Hjartarson GuðmundUr Jónsson Guðmundur Vigfússon Haraldur Steinþórsson Hulda Ottesen Ingi R. Helgason Jón Rafnsson Kjartan Ólafsson Kristinn E. Andrésson Kristján Andrésson Magnús Kjartansson Magnús Torfi Ólafsson Ólafur Jónsson Páll Bergþórsson Sigurður Guðgeirsson Sigurjón Pétursson Framhald á 9. síðu.. Einar Olgeirsson, formaður Lúðvik Jósepsson, varaf ormaður. Borgin Grosseto í Toscana er umflotin, þar náði vatnið úr Omþronefljóti sumstaðar upp á aðra hæð húsanna. Fjöldi manna beið bana og öbætanleg verðmæti eyðilögð í óveðri á ItaSíu Tugþúsundir hafa flúið að heiman, óttazt að hundruð manna hafi farizt, heilar borgir undir vatni, fjöldi þorpa undir aurskriðum RÓM 7/11 — Gífurlegt tjón hefur orðið á Ítalíu í einu því mesta fárviðri sem sögur fara af þar í landi. Stórrigningar, skriðuföll, flóð, sjógangur og ofsarok hafa valdið stórkost- legu eignatjóni, óttazt er að hundruð manna hafi látið lífið, tugþúsundir hafa misst heimili sín, miljón manns skortir mat og aðrar nauðsýnjar og óbætanleg menningarverðmæti hafa farið forgörðum. Óveðrið hefur geisað um allt lsndið síðan það skall á að morgni föstud&gsins, allt frá Alpafjöllum suður á Sikiley, en mest hefur tjónið orðið í Tos- canahéráði fyrir norðan Róm og í Dólómítafjöllunum á Norður- ítalíu, þar sem aurskriður hafa grafið undir sig heil þorp, en fljót skolað burt oóndabæjum, vegum og brúm. Talið er að manntjón hafi orðið bar meira en annarsstaðar í iandinu. Enn er ekkert vitað með vissu um manni'ónið. Vitað er að 150 manns hafa látið lífið, en óttazt að beir séu miklu fieiri. Tjónið í Flórens Hvergi hefur óveðrið valdið jafnmiklu og óbætanlegu tjóni og í Flórens- Tveir briðju hlutar borgarinnar fóru undir vatn þegar Arnofljót flæddi yfir bakka sína. Allt ljósmyndasafn Uffizi-safnsins eyðilagðist og fjöldi listaverka sem geymd voru í kjallara safnsins- sem fylltist af vatni og leðju. Talið er að líða muni margir mánuðir áður en yfirlit fæst yíir eyðilegging- una. Um 200 málverk sem voru í kjallaranum hafa orðið fyrir skemmdum og talið er vafasamt að hægt verði að gera við þau. Tjón varð einnig á listaverkum í öðrum sögufrægum byggingum Krag segist fás að mynda stjórn með stuðningi 5F KHÖFN 7/11 — Jens Otto Krag forsætisráðherra skýrði blaða- mönnum frá því í dag, að hann myndi vera fús til aS mynda stjóm eftir þingkosningarnar sem fram eiga að fara 22. nóv. enda þótt sú stjóm nyti aðeins stuðnings sósíaldemókrata og Sósíalistíska alþýðuflokksins (SF). Krag sagði að sósíaldemókratar myndu á hverju sem ylti reyna að halda í stjórnartaumana svo fremi sem þeir hefðu til þess þingræðislega aðstöðu. Krag sagði þó að hann ætti erfittmeð að gera sér í hugarlund að ný stjórn yrði mynduð sem SFætti ráðherra í. Þessi yfirlýsing Krags vekur athygli því fram til þessa hefur hann hafnað algerlega öljum stuðningi þingmanna SF- flokksins. borgarinnar. Verðmætasta lista- verkið í Santa Croce-kirkju sem skemmdist er krossfestingaijnynd Cimabué dg gera menn sér litlar vonir um að hægt verði að gera við hana. í rénun Flóðin í Flórens og öðrum borgum í Toscana, eins og t. d- Grosseto, þar sem vatnið úr Om- brone-fljóti náði sumstaðar ilpp á aðra hæð húsanna, voru • í daig í rénun; og sömu sögu var að Framhald á 3. síðu. Bræbslusíldarverð á ennþá að lækka Verðið ákveðið með atkvæðum odda- manns og fulltrúa síldarkaupendanna □ Yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins ákvað á fundi sl. laugardag lágmarksverð á sfld í bræðslu veiddri norðan- og austanlands á tímabilinu 6. nóvember til 31. desember í ár. Var verðákvörðunin sam- þykkt með atkvæðum odda- manns og fulltrúa síldarkaup- enda gegn atkvæðum síldar- seljenda í nefndinni. □ Verðtímabilið er tvískipt. 6. til 15. nóv. skal greiða kr. 1,37 . fyrir kílóið eh það er sama verð og gilt hefur frá 1. okt. sl. Frá og með 16. nóvember lækkar verðið hins vegar um 17 aura eða í kr. 1,20 og gildir það verð til áramóta. Sumarverðið á bræðslusíld veiddri norðanlands og aust- an var hinsvegar kr. 1,71 kg og hefur þvi lækkað um 51 eyrir eða nálega um þriðjung. □ Fréttatilkynning Verðlagsráðs sjávarútvegsins um verðá- kvörðunina er birt á síðu 2. Brauzt inn og rann ú! af þakinu Aðfaranótt sunnudagsins brauzt maður nokkur inn um glugga á Hótel Vík og þar inn í herbergi nr '25. Þóttu ferðir hans meira er. lítið grusamlegar og var kall- að á lögreglu á staðinn. Er hann varð var við lögregluna flúði hann út á þak hússins, en þar var rennandi blautt og hált og rann maðurinn útaf þakinu og til jarðar, 5—6 metra fall. Ekki meiddist hann en var þó fluttur á Slysavarðstofuna til rannsókn- ar, en fékk siðan gistingu á Síðu- múla. Maðurinn var drukkinn- Heimilað aðkaupa tvö ný strandferðaskip í gærkvöld barst Þ'jóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórnarnefnd Skipaútgerðar ríkisins: „Ríkisstjómin hefur samkvæmt tillögum stjórnarnefndar Skipaútgerðar ríkis- ins heimilað nefndinni að undirbúa kaup eða smíði tveggja strandferðaskipa á bil- inu frá 700 til 1000 lesta að burðarþoli og verði þetta fyrst og fremst góð og hentug • flutningaskip en þó með svefnklefa fyrir a.m.k. 12 farþega hvort auk salarkynna." ' >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.