Þjóðviljinn - 08.11.1966, Blaðsíða 12
Flutningur hundrítumálsins
er hufínn í hæsturétti Dunu
Þriðjudagur 8. nóvember 1966
31. árgangur
255. tölublað.
Q í gær hófst fyrir hæstarétti Danmerkur mál-^
flutningur í handritamálinu. Er búizt. við að hann
Standi yfir fram eftir vikunni og dómur verði ekki
kveðinn upp fyrr en að hálfum mánuði liðnum.
Málflytjandi aðaláfrýjanda,
stjómamefndar Árna Magnús-
sonar stofnunarinnar. G. L.
Christrup hæstaréttarlögmaður,
hóf flutning sóknarræðu sinnar
í gær og lauk henni ekki, en
málflutningsmaður vamaraðila,
danska kennslumálaráðuneytis-
ins, er Poul Schmidt lögmaður.
f sjötta sinn fyrir hæstarétti
Eins og lesendum er kunnugt,
byggir stjórnarnefndin málssókn
Rannsókn nauðg-
nnarmálsins lokið
Bjöm Ingvarsson lögreglu-
stjóri á Keflavíkurflugvelli skýrði
Þjóðviljanum svo frá í gær að
rannsókn væri nú lokið í máli
bandarísku hermannanna fjög-
urra sem ung stúlka í Reykja-
vík kærði fyrir nauðgun í sept-
ember sl. Lauk henni í síðustu
viku og var hinum ákærðu sleppt
úr gæzluvarðhaldi sl. miðviku-
dag. Eru málsgögnin nú í véi-
ritun og verða væntanlega send
saksóknara ríkisins til meðferð-
ar í næstu viku og tekur hann
síðan ákvörðun um frekari máls-
meðferð.
Tveir hermannanna viður-
kenndu við yfirheyrslu að hafá
átt mök við stúlkuna en bera
á móti því að um nauðgunhafi
verið að ræða.
AJEDREZ
'UHABANACUBA Od-Novl966
fsland er í
10. —11. sæti
, Biðskákum / úr 3. umferð
Olympiuskákmótsins lauk svo
vað Friðrik tapaði fyrir Hort,
11 Guðmundur pálmason gerði (i
i jafntefli við dr. Filip óg,i
Freysteinn gerði jafntefli viði
Kavalek. Unmj T.ékkar því i1
Islendinga með 3 vinningum
<|gegn 1.
Aðrar biðskákir úr 3. um-
ferð í A-flokki fóru svo að
Bandaríkin unnu biðskákina
við Spánverja (4:0), . Búlgar-1
ar fengu 1% vinning gegn IV21'
vinningi A-Þjóðverja (2:2),
Ungverjar fengu 1 vinning
gegn 1 vinningi Argentínu-
manna (2:2) og Danir % gegn
lV? vinningi Rúmena (2:2).
Staðan að loknum 3 um-
ferðum er þá þessi: 1. Sov-
étríkin 10. v., 2. Júgóslavía 9,
3.—4. Argentína og Búlgaría
8, 5.—6. Bandaríkin og Rúm-
enía 7%, 7.—8. Tékkóslóvak-
ía og Ungverjaland 7, 9.
f Danmörk 6. 10.—ll.A-Þýzka-
land og ísland 3%, 12. Nor-
egur' 3, '>13. Spánn 2Vj, 14.
sína á þeirri málsástæðu fyrst og
fremst, að lögin frá 26. maí
1965, þar sem gert er ráð fyrir
skiptingu safnsins og afhend-
ingu 1700 af 2572 handritum
safnsins til Háskóla íslands,
brjóti í bága við dönsku stjórn-
arskrána. •
Hæstiréttur Danmerkur hefur
áður ferigið til meðferðar fimm
mól, þar sem málatilbúnaður
var reistur á sama grunni, í
fyrsta sinn 1919 og síðast 1949.
í. öll fimm skipti taldi rétturinn
lögin sem um var deilt ekki
brjóta í bága við ákvæði stjórn-
arskrárinnar.
Tveir dómarar víkja í málinu
f Hæstarétti Danmerkur eiga
sæti 15 dómarar. Tveir hinng
reglulegu dómara víkja sæti í
handritamálinu að eigin frum-
kvæði. Annar dómaranna er
Helga Pedersen, fyrrverandi
dómsmálaráðherra. Hún ótti
sæti á danska þjóðþinginu í
júnimánuði 1961, þegar þingið
samþykkti í fyrsta sinn lögin
um afhendingu íslenzku handrit-
anna.
Hini^ hæstaréttardómarinn,
sem víkur sæti L málinu, er
Mogens Hvidt, sem var ritari
nefndar þeirrar er fjallaði um
íslenzku handritin á árunum
1947 til 1951.
Rafmagnsskortur
er á Austuriandi
UNDANFARNA DAGA hefur
borið nokkuð á rafmagnsskorti
á Austurlandi. Hjálpast hefur
að að Grímsá er vatnslítil
vegna þurrka og frosta og
700 kw diselvél í Neskaup-
stað brotnaði niður- Samtímis
hafa allar sildarverksmiðjur á
Austurlandi verið í gangi, en
þær eru orkufrekasti iðnaður-
inn þar um slóðir.
AÐ ÞVÍ er Þjóðviljanum var
tjáð á Raforkumálaskrifstofunni
í gær, er nú verið að vinna að
því að koma upp 1000—1500
kw vélasamstæðu á Seyðisfirði
og ekki er útilokað að hægt
verði að gera við vélina í Nes-
kaupstað-
MEÐAN ASTANDIÐ var sem
verst, var gripið til þess ráðs
að skammta rafmagnið á svæð-
inu. Var það framkvæmt með
þeim hætti að rafmagnið var
tekið af helmingi síldarbraeðsil-
anna, orkulega séð, í einu. Von-
azt er til að í dag verði óþarfi
að framkvæma frekári skömmt-
un.
ORKUVEITUSVÆÐI Grímsár
nær frá Seyðisfirði og suður á
Breiðdalsvík ásamt með Héraði
og Egilsstöðum. Diselvélamar á
hverjum stað, eins og i Nes-
kaupstað og Seyðisfirði eru í
beinu sambandi við heildarkerf-
ið, þannig að hver viðbót og
rýrnun hefur áhrif á bað allt-
EKKI HEFUR verið gripið til
skömmtunar til almennings.
Ný bandurísk tunglfíaug,
sovézkur plasmahreyfíll
<^Þannig var húsið útlits eftir brunann.
(Ljósm. Þjóðv. A. K.).
w
I
veginum a
bruna á Lauga-
sunnudagsnétt
KENNEDYHÖFÐA 7/11 — Skot-
ið hefur verið á loft nýju banda-
rísku geimfari sem á að fara á
braut umhverfis tunglið og hef-
ur fengið nafnið „Lunar Orbit-
er II“.
Ætlunin er að tunglfarið fari
á braut um tunglið á fimmtu-
dagskvöld. Ef allt gengur að
óskum verður brautinni breytt
síðar svo að tunglnándin verður
aðeins 45 km og verður þá haíirt
myndataka af hugsanlegum
lendingarstöðum á tunglinu.
„Lunar Orbiter 1“ tók slíkar
myndir, en myndatakan heppn-
aðist ekki að öllu leyti.
□ Mikill eldsvoði varð á Lauigavegi 53 aðfaranótt sunnu-
dagsins og varð mikið tjón í íbúðum í húsinu, tveim verzl-
unum sem þar voru til húsa og í verkstæði söðlasmiðs sem
var í kjallanum.
Kúba IV2.
f í 4. umferð. teflir ísiand við <
\ Bandaríkin. — Sjá frétt um <
úrslitin um helgina á 7. síðu. <
Þegar slökkviliðið kom á stað-
inn var mikill eldur í kjallara
hússins miðjum og var erfitt að
komast að honum vegna reyks,
sem lagði um allt húsið. Fóru
menn tneð grímur upp á efri
hæðina til að athuga hvortnokk-
ur íbúanna væri þar enn, en
þeim hafði tekizt að forða sér.
Tvær systur bjuggu á efri hæð
hússins og komust þær út eftir
að kviknaði í, en eldri maður
sem bjó í kjallara var ekki
heima.
Á götuhæð hússins var ritvéla-
verkstæði og verzlun og í kjall-
ara hússins var verkstæði söðla-
Sknrðaðgerðir á
Inhnson fnrsftta
WASHINGTON 7/11 — Johnson
forseti mun ganga undir tvo upp-
skurði á næstunni. Skera á æxli
úr hálsi hams og annan uppskurð
á að gera á honum vegna kvið-
slits. Ekki er talið að æxlið sé
illkynjað.
Vegna þessara aðgerða hefur
forsetinn haldið kyrru fyrir á bú-
garði sínum i Texas þessa síð-
ustu daga fyrir kosningarnar,
sem fara fram í Bandaríkjunum
á morgun- Það mun þó ekki hafa
háð neinum frambjóðendum
Demókrata, — vegna vaxandi ó-
vinsælda Johnsons höfðu ýmsir
þeirra óskað sérstaklega eftir því
að * hann kæmi hvergi nálægt
kjördæmum þeirra meðan kosn-
ingsibaráttan stæði yfir.
smiðs. Miklar skemmdir urðu á
íbúð systranna, einkum afvatni
og reyk og á verkstæði söðla-
smiðsins og má heita að allt
hafi eyðilagzt. Or ritvélaverzlun-
inni þar sem einnig voru seld-
ar ljósmyndavörur tókst að
bjarga skrifstofuvélunum, en
eldurinn komst í ljósmyndavör-
ur. 1 viðbyggingu hússins er
Kjólaverzlunin Elsa og fylltist
þar allt af reyk og sóti og urðu
talsverðar skemmdir.
Slökkvistarf gekk mjög ógreið-
lega þar sem eldurinn komstupp
á milli veggja og var allt af
að gjósa upp á nýjum og nýjum
stöðum í húsinu.
Eldsupptök eru ókunn, en
kviknað mun hafa í innst í
gangi í kjallaranum. Kjallarinn
var læstur og bendir ekkert til
þess að kveikt hafi verið f eins
og orðrómur hefur gengið um.
Mikill mannfjöldi safnaðist
saman á Laugaveginum til að
horfa á brunann, en tafði ekki
fyrir slökkviliðsmönnum nema
nokkur óþægindi urðu vegna bíl-
anna sem fólkið kom í og lagði
í nágrenninti. Hins vegar gerði
ungur drukkinn piltur sér leik
að því að hláupa aftur og aftur
í veg fyrir brunabílana og sjúkra-
bílana er þeir óku Snorrabraut-
ina á leið til Laugavegsins og
urðu þeir að snarstanza. Eklci
náðist í piitinn enda höfðu
slökkviliðsmenn öðru þarfara að
sinna en eltast við hann, en
telja má víst, að mikil refsing
liggi við svo vítaverðu athæfi
sém því að tefja þessa menn
við vinnu sína, þar sem líf get-
ur legið við, auk þess sem stór-
slys getur hlotizt af því þegar
bílamir neyðast til að snarstanza
á gífurlegum hraða.
Bretastjórn vil!
ekki draga úr
atvinnuleysinu
LONDON 7/11 — Callaghan,
fjármálaráðherra Bretlands, neit-
aði- í dag á fundi með leiðtogum
verkalýðsfélaga að gera nokkrar
tilslakanir á efnahagsráðstöfun-
um stjórnarinnar sem leitt hafa
af sér stóraukið atvinnuleysi í
Bretla/ndi. Fjöldi atvinnuleys-
ingja er nú orðinn um 440.000, en
búizt er við að þeir verði orðn-
ir um 600.000 í janúar.
Tilkynnt hefur verið í Moskvu
að í síðasta mánuði hafi verið
skotið á loft frá Sovétríkjunum
geimrannsóknastöð af nýrri gerð-
„Jantar (Raf) P', og hafi þá ver-
ið reynd ný tegund hreyfla,
svonefndur plasmahreyfill, sem
ætlaður er til að stjóma geim-
förum.
Orðsending
frá Kvenfélagi
sésíalista
- Kvenfélag sósíalista held-
ur félagsfund í kvöld,
þriðjudaginn 8. nóvember,
kl. 8,30 í Tjamargötu 20.
Fundarefni:
1. Félágsmál.
2. Sigríður Pálmadóttir
kennari flytur erindi um
tónlistaruppeldi barna.
3. Margrét Sigurðardótt-
ir segir frá heimsþingi
kvenna, sem fjallaði um
lífsuppeldi barna.
Kaffiveitingar.
Félagskonur! Munið baz-
arundirbúninginn.
Sumargjöf neitar aS viður-
kenna samninga f rá sl. vori
Drengi rak með
bát út að Engey
Um hádegi á sunnudag var lög-
reglunni tilkynnt um bát sem var
á reki hjá Engey og voru dreng-
ir um borð. Fóru lögregluþjónar
út á trillu ásamt föður drengj-
anna, náðu bátnum og drógu
td lands.
□ í gærmorgun hófu ófaglærðar starfsstúlkur á leikskólum
og dagheimilum Sumargjafar í Reykjavík verkfall, þar sem
forráðamenn félagsins neita að viðurkenna kjarasamninga
þá, sem Starfsstúlknafélagið Sókn gerði við alla aðra samn-
ingsaðila sína, þ. á m. ríki og borg á sl. vori.
Samninga- og sáttafundir hafa
verið haldnir með Sókn og
Sumargjöf undanfarna daga og
stóð síðasti fundurinn frá því kl.
5 síðdegis á sunnudag til kl. 5
í gærmorgun án þess samkomu-
lag tækist. í gærdag hafði nýr
fundur ekki verið boðaður.
Engar nýjar kröfur
Margrét Auðunsdóttir, . for-
maður Starfsstúlknafélagsins
Sóknar, skýrði Þjóðviljanum frá
þwí í gær, að
félagsins væru sex, þ.e. ríkis-
spítalarnir, Reykjavíkurborg,
Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund, Dvalarheimli aldraðra
sjómanna, Landakotsspítalinn og
Barnavinafélagið Sumargjöf.
Ríki og borg væru að sjálfsögðu
aðalsarqningsaðilarnir, enda
hefðu aðrir aðilar þ. á m. Sum-
argjöf, jafnan gengið inn í
samninga Sóknar annarsvegar
og ríkisspítalanna og Reykjavík-
urborgar hinsvegar og greitt
kaup samkvæmt þeim.
Á áL vord var gengið frá nýj-
um kaup- og kjarasamningum
Sóknar og undirrituðu allir
samningsaðilar félagsins þá
nema Sumargjöf. Alla tíð siðan
hefur félagið reynt að fá for-
ráðamenn Sumargjafar til að
viðurkenna samningana frá í
vor, en án árangurs, og varð
því félagið að grípa til þess ráðs
að boða verkfall starfsstúlkn-
anna á dagheimilum og leik-
skólum borgarinnar. Verkfall
það sem nú stendur snýst því
ekki um nýjar kröfur af hálfu
Sóknar, heldur er aðeins gert
til þess að reyna að fá Sumar-
gjöf tíl að undirrita kaup- og
kjarasamninga þá, sem allir
aðrir samningsaðilar Sóknar
hafa viðurkennt í marga mán-
uði.