Þjóðviljinn - 08.11.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.11.1966, Blaðsíða 9
ÞriSjudagur 8. nóvember 1966 — ÞJÓÐVIWINN — SÍBA 0 Hækkað fískverð í Noregi Framhald af 4. síðu. þar sem hin blinda gTaeðgi hefur tekið' öll ráð og völd af skynseminni. pðru vísi verður ekki litið á þetta mál af nokkru viti. Á saina tíma og það er upp- Iýst að allur vara-matarforði heimsins er genginn til þurrð- ar, þá keppast þúsundir manna við það að breyta einu allra bezta hráefni sem völ er á í skepnufóður, og það þó of mikið sé til af slíku á mark- aðnum. En það er hinsvegar látið ógert að kosta nokkru til að finna aðferðir til að breyta þessu sama hráefni beint í k jamafæðu til mann- eldis. Hér þarf að verða á breyting, breyting sem veldur hreiplega byltingu í hagnýt- ingu á sildinni til manneldis. Og ég veit að þetta er hægt, og það hlýtur að koma, annað væri óhugsandi. Netaför á laxi Þess hefur verið getið í blöðum að talsverð brögð hafi verið að því að netaför hafi fundizt á veiddum laxi í ám á Norðurlandi í sumar. Ut af þessu hafa verið uppi ýmsar getgátúr meðal stangaveiði- manna og þær helztar að þetta sé lax sem losnað hafi úr grsenlenzkum netum, því eins og menn vita af fréttum þá hefur verið góð rietáveiði af laxi við Vestur-Grænland, sér- staklega síðustu árin. Veiðimálastjóri hefur verið mjög varfærinn í svörum, þeg- ar hahn hfefur verið spurður um þessá hluti, enda eðlilegt, þar sem svo er í pottinn búið sem hér. Sannleikurinn er nefnilega sá, og sem laxveiði- áhugamenn ættu að vita, að lax er víðar veiddur í sjó heldur en við Grænland. Lax er f.ð. áðallega veiddur í sjó við hið mikla land Alaska, en árósarnir friðaðir og sömu- leiðis árnár- líka fyrir stanga-t veiði, að undanskildum nokkr- um ám þar sem stanga- veiði er leyfð. Beztu veiðiárn- ar í Alaska eru hinsvegar al- gjörlega friðaðar fyrir allri veiði og þar er það talið til rányrkju líka að veiða í án- um með stöng. Þetta sagði mér íslendingur sem verið hefur í Alaska í 40 sumur og haft um- sjón með laxveiði. Þá eru laxveiðar stundaðar í stórum stíl á Eystrasalti með reknetum af ýmsum þjóðum, meðal annars af Borgundar- hólmsbúum. Laxveiðar hafa líka verið stundaðar í sjó frá alda öðli við norsku ströndina og það er ekki fyrr en á síð- ustu árum sem hömlur hafa verið lagðar á þær veiðar. Á hverju vori frá því í maí-mán- uði og út júnímánuð, er lax veiddur með reknetum í stór- um stíl á opnu hafi norður og vestur af Norður-NoregL í þeim veiðum hafa ekki aðeins Norðmenn tekið þátt síðustu árin heldur líka danskir bátar sem selt hafa aflann til frysti- húsa í Norður-Noregi. Þessi lax er mestmegnis seldur til Frakklands og er keyptur þar á miklu hærra verði heldur en lax sem veiddur er í fersku vatni. Þá hafa Skotar stundað laxveiði í sjó um langt ára- bil. En hvort búið er að banna þar laxveiði í sió nú algjör- lega, um það er mér ekki full- kunnugt. Þannig væri hægt að telja upp ýmsar þjóðir sem hafa veitt lax í sjó og veiða ennþá. En af þessu stutta yfirlifi mínu um laxveiðar í sjó, geta allir séð, að lax með netafor- um getur verið víðar að kom- ínn heldur en frá Vestur. Grænlandi. KosiS í USA Framhald af 3. síöu- talin mjög tvísýn. Fyrir nokkr- um mánuðum hafði verið talið víst að Nelson Hockefeller, rík- isstjóri Repúblikana, myndifalla fyrir frambjóðanda Demókrata, Frank O’Connor, en hagurRocke- fellers er talinn hafa vænkazt, ekki sízt vegna þess að frjáls- lyndir Demókratar hafa einnig mann í framboði, Prariklin Del- ano Roosevelt yngri. Illinois Douglas Percy Úrslita í kosningum í Illinois tii öldungadeildarinnar er einnig beðið með mikilli eftirvæntingu. Þar er í framboði fyrir Repú- blikana Gharles Percy, semþyk- ir líklegt forsetaefni þegar fram í sækir. Líkur eru taldar á að hann muni fella öldungadeild- armann Demókrata Paul Dougl- 15. þing Sósía/istafíokksins Engin niðurstaða i Afríkufundinum ADDIS ABEBA 7/11 — Svo virt- ist í dag sem fundi stjómarleið- toga Afríkuríkjanna í Addis Ab- eba væri að ljúka án þess að nokkur niðurstaða hefði fengizt af viðræðum þeirra- Sumir þeirra eins og t.d. Nasser og Bcrame- dienne, ..lorsetar Egyptalands og Alsirs, voru á förum frá Addis Abeba, dáginn áður en ráðgert hafði verið að fundinum lyki- Ein helzta ástæðan fyrir því að bannig fór er talin vera ágrein- ingur Ghana og Gíneu. Ghana- stjórn lét kyrrsetja sendinefnd Gíneu á fundinn og . þótt henni væri aftur sleppt á laugardaginn ákvað Sekou Toure, forseti Gín- eu, að fara ekki á ráðstefnuna. lússi með síld héðan til Svía jYSEKIL 7/11 — 1 dag kom til Svíþjóðar í fyrsta sinn svo menn yiti til sovézkt fiskiskip með síld sem veiðzt hafði við Island. Skipið var með 1820 tunnur sem selt var einni af hinum stóru sænsku niðursuðuverksmiðjum- Svíar sömdu þegar í fyrra við Rússa um kauþ á síld og er sagt að verð það sem þeir vildu fá fyrir síldina ■■ hafi verið mjög samkeppnisfært. Framhald af 1. síðu. Snörri Jónsson SÍefán Sigfússon Stefán Ögmundsson Tryggvi Emilsson. Varamenn miðstjómar voru kjömir: 1. Svavar Gestsson 2. Ólafur Jensson 3. Guðmundur Þ. Jónsson 4. Ragnar Stefánsson 5. Steingrímur Aðalsteinsson 6. Ársæll Sigurðsson ' 7T JÓÚ TKor Haraldsson 8. Gnðrún Guðvarðardóttir 9. Loftur Guttormsson 10. Eggert Þorbjamarson 11. Guðjón Jónsson 12. Hólmar Magnússon 13. Margrét Blöndal Flokksstjórnarmenn úr öðrum kjördæmum landsins voru kosn- ir einróma samkvæmt tillögum uppstillingamefndar, og verða nöfn þeirra birt í blaSinu á morgun. Störf flokksþingsins á sunnudag Þegar fundir hófust á flokks- þinginu á sunnudag hófust miklar umræður um stjórnmála- ályktunina, flokksstarfið og verkefni flokksins. Á kvöldfundi flutti Lúðvík Jósepsson nefnd- arálit stjórnmálanefndar um stjórnmálaályktunina. Hafði nefndin orðið sammála um að leggja til nokkrar breytingar feem flestar voru smávægilegar. Voru þær samþykktar einróma og ályktunin sjálf einnig sam- þykkt einróma. Kveðjur fluttu flokksþinginu Ragnar Stefánsson frá Æsku- lýðsfylkingunni og Margrét Ottósdóttir frá Kvenfélagi sósí- alista. Á kvöldfundinum var sam- þykkt ályktun frá Æskulýðs- fylkingunni um Víetnam, og verður hún birt einhvern næstu daga. Einar Olgeirsson hafði fram- sögu, einnig á kvöldfundinum á sunnudag, fyrir flokksstarfs- nefnd. Lagði hún til að drögum að ályktun um hlutverk og starfsemi Sósíalistaflokksins og framkomnum tillögum varðandi það mál yrði vísað til mið- stjórnarinnar til frekari úr- vinnslu. Var sú tillaga nefndar- innar samþykkt einróma. Tryggvi Emilsson flutti nefnd- arálit verkalýðsnefndar og til- lögur er samþykktar voru með samhljóða atkvæðum. Þegar kosningu flokksstjórnar var lokið, var alllangt liðið á nótt. Sleit Einar Olgeirsson 15. þingi Sósíalistaflokksins og hvatti flokksmenn að duga í baráttu alþýðunnar og þjóð- frelsisbaráttunnL Hann minntist þjóðfrelsisbaráttu víetnömsku þjóðarinnar gegn einu mesta ógnarvaldi sem nokkur þjóð hefði barizt við, og baráttu und- irokaðra þjóða um heim allan. Sagði Einar svo þinginu slitið, en þingfulltrúar risu úr sætum og sungu Alþjóðasöng verka- manna. Kosið í Hessen Framhald aá 3. síðu- um. Frjálslyndir og Kristilegir demókratar töpuðu fylgi, hvor flokkurinn tveimur þingsætum.1 Hlutfallstala Kristilegra lækkaði um tæp 8 prósent og Frjálsra demókrata um 1.5. Mest var tap Alþýzká flokksins sem hafði áð- ur 6 þingsæti. Úrslitin í Hessen eru talinmik- ill ósigur fyrir Kristilega stjórn- arflokkinn í Bonn og Erhard kanzlara, en sósíaldemókratar munu hafa gert sér vonir um að þeirra hlutur yrði betri en raun varð á. Greinilegt er að hægrisinnað- ir kjósendur Kristilegra hafa nú kosið NDP vegria óánægju með óreiðuna og ringulreiðina í Bonn og má búast við að þetta eigi eftir að koma enn greini- legar í ljós í fylkisþingskosning- unum sem fram fara í Bajára- landi 20. nóv. n.k. Flestir forystumenn NDP voru félagar í nazistaflokki Hitlers, tíu af átján fulltrúum í æðstu stjórn flokksins voru þannig í nazistaflokknum fyrir valdatöku Hitlers 1933. Flokkurinn krefst sameiningar Þýzkalands og leið- togar hans hafa ekki farið dult með að beita eigi valdi ef með þurfi. Hann vill endurheimta hin gömlu þýzku lönd, endur- reisa þýzka herinn undir al- þýzkri stjórn, hætta réttarhöld- um yfir stríðsglæpamönnum, reka úr landi allt erlent herlið, einnig erlenda verkamenn, hætta aðstoð við fátæku löndin og skaðabótagreiðslum til ísra- els. Flokkurinn hlaut aðeins 2 prósent atkvæða í síðustu al- mennu þingkosningum í Vestur- Þýzkalandi, en nú þykja allar horfur á að hann muni fá menn kjörna á sambandsþingið í Bonn í næstu kosningum. Vd lR'óezf FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á allar tegundir bfla O T U R Hringbraut 121. Simi 10659. SkólavörSustíg 36 $ímí 23970. INNHZIMTA tÖOmÆ.9l3TðltF KENNSLA OG TILSÖGN í latínu, þýzku, ensku, hollenzku, frönsku. Svöinn Pálsson Sími 19925. Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR * SÆNGURVER LÖK KODDAVER rsssSanuito Df*™"* Skólavörðustíg 21. NITTO JAPÖNSKU NnTO HJÓLBARDARNIR I floshjm stætðum fyrirliggjandi f Tolivörugeynulu. HJÓT AFGREIDSLA. DRANGAFELL H.F. Skiphoiti 35 — Sfmi 30 360 úr og skartgripir KDRNELIUS JÓNSSON skólavöráustíg 8 Smurt brauð Snittur . Vélritun Símar: 20880 og 34757. Pússningarsandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir al pússningarsandi heim- fluttum og blásnum inn Þurrkaðar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog s.f., Elliðavogi 115. Sími 30120. Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir - FLJÓT AFGREIÐSLA - SYLGJA Laufásvegi 19 (bakhús) Sími 12656. BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR * Sími: 24631 við Óðinstorg. Sími 20-4-90. TRIUMPH undirfatnaður í fjölbreyttu úrvali. ELFUR Laugavegi 38. Snorrabraut 38. Blaðdreifing Blaðburðarbörn óskast 1 eftirtalin hverfi: Framnesveg, Vesturgötu Tjarnargötu Miðbæ Laugaveg Gerðin. Þjóðviljinn — Sími 17500 StMASTÓLL Fallegur - vandaður Verð kr. 4.300.00. 1 Húsgagnaverzlun AXELS EYJÖLFSSONAR Skipholti 7. Sími 10117. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögm aður AUSTURSTRÆTl 6. Síml 18354. Simi 19443. BRIDGESTON^ HJÓLB ARÐAÍt 'V' Síaukin sala sannargæðin. BRI DGESTONE veitir aukið öryggi í akstrl. BRIDGESTON É ávalít fyrirliggiandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir; Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 bila LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl bynnir Bón EINKAUMBOÐ ASGEIR OLAFSSON heildv Vonarstræti 12. Sími 1 lðíöý- /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.