Þjóðviljinn - 08.11.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 8. nóvember 1966.
Otgeíandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíolistaflokk-
uriim.
Ritetjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
BYéttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Simi 17-500 (5 línur)- Askriftarverd kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
eöluverð kr. 7.00.
Þing Sósíalistaffokksins
l?immtánda þingi Sarrieiningarflokks alþýðu —
*■ Sósíalistaflokksins er lokið. Kjörnir fulltrúar
sósíalistafélaga úr öllum landshlutum réðu þar
ráðum sínum um stjómmálaviðhorfið og næstu
verkefni flokksins í þjóðmálum og um framtíðar-
hlutverk og verkefni flokksins. Stjómmálaálykt-
un þingsins, þar sem dregnar eru saman niðurstöð-
ur um þessi mál, um stjórnmálaviðhorfið, um
verkalýðsmálin, þjóðfrelsisbaráttuna og verkefn-
in var samþykkt einróma. Formanni Sósíalista-
flokksins, Einari Olgeirssyni og"varaform., Lúðvík
Jósepssyni vottaði flokksþingið traust með því að
kjósa þá einróma til að fara áfram með þau trún-
aðarstörf. Andstæðingar sósíalista sem enn reyna
að telja sér trú um að í Sósíalistafl. ættu menn
enga málefnalega samstöðu framar vegna skoð-
anaágreinings hafa enn sem fyrr reynzt lélegir spá-
menn, blindaðir af þeirri óskhýggju að vilja sjá
Sósíalistaflokkinn sundrast.
IJyrsti hluti stjómmálayfirlýsingar flokksþings-
ins fjallar um hinar skaðlegu afleiðingar af
stefnu núverandi ríkisstjórnar. „Sósíalistaflokkur-
inn og verkalýðshreyfingin hafa frá öndverðu
barizt gegn þessari stefnu viðreisnarstjórnarinnar
og sýnt fram á hvert hún myndi leiða og nú er
reynslan að sanna alþjóð hverjir hafa farið nieð
rétt mál“, segir þar. „Því er nú stórfelldara tæki-
færi en löngum fyrr til þess að sameina verulegan
hluta landsmanna gegn þeirri stjórnarstefnu sem
á velgengnistímum hefur leitt háskalegan vanda
yfir íslenzka atvinnuvegi og í staðinn vísað erlend-
um. auðfyrirtækjum til öndvegis. Hér er um að
ræða hagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar og
raunar alls launafólks sem sér fram á að sjálfu
atvinnuörygginu er sfefnt í voða og veit að kjara-
bætur verða seint sóttar til erlendra auðfélaga. Hér
er og um að ræða hagsmuni bænda sem eiga af-
komu sína undir kjörum neytenda. Og hér koma
einnig til hagsmunir þeirra atvinnurekenda sem
vilja efla innlenda atvinnuvegi og tryggja sjálf-
stæði þeirra. Um svo augljósa og brýna hagsmuni
mikils meirihluta þjóðarinnar hefur naumast áður
Verið„að ræða; það er eitt meginverkefni Sósíal-
istaflokksins um þessar mundir að trýggja að sú
samstaða breytist í athafnir. Verkefni slíkrar þjóði
fylkingar þarf að vera að hnekkja stjórnlausri
gróðastefnu viðreisnarinnar sem hefur nú leitt til
augljóss ófamaðar og taka þess í stað upp áætlun-
arbúskap í samræmi við íslenzkar eðstæður. I stað
gróðasjónarmiða þurfa að koma hagsmunir fram-
leiðsluatvinnuveganna, aðgerðir af ráðnum hug
til þess að tryggja hagkvæman rekstur þeirra og
öra þróun, en aðra þætti þjóðarbúskaparins verður
að aðlaga þeirri höfuðnauðsyn. Aðeins með því
móti er hægt að tryggja atvinnuöryggi til fram-
búðar, varanlegar lífskjarabætur og þær efnahags-
legu undirstöður sem sjálfstætt þjóðfélag hvílir á“.
Hér er einungis gripið á einum þætti stjórnmála-
ályktunar flokksþingsins, en hún mun birt 1
heild einhvern næstu daga. — s.
NYTT 0G HÆKKAÐ VERÐ A
VINNSLUFISKI í NOREGi
FISKIMÁL
þé
elfir* ji- & ^óhaniríi Kúid
Hinn 10. október sl. var birt
tilkynning frá Norges Ráfisk-
lag um nýtt verð á nýjum
fiski til vinnslu í Noregi. Verð-
ið gildir til 29. janúar 1967.
Verðhækkunin sem varð nú,
nemur frá 5—10 aurum norsk-
um á hvert kg af þorski mið-
að við hausaðan og slægðan
fisk. Eða frá 30 aurum íslenzk-
um upp í 60 aura á kg, allt
eftir því I hvaða vinnslu fisk-
urinn fer.
Fari fiskurinn í frystingu
þá nemur hækkunin fimm aur-
um, eins og áður segir, én í
saltfisk og skreiðarverkun
verður tíu aura hækkun á
fiskkílói, eða 60 aurar ísl.
Þetta nýja og hækkaða verð
er án allra uppbóta frá ríkis-
ins hendi og á að berast uppi
með verði norskra fiskafurða
á erlendum mörkuðum. Hins-
vegar greiðir norska ríkið upp-
bætur á þetta nýja verð og
hafa þær numij 7 aurum
norskum á kg af hausuðum
og slægðum fiski, þar sem þær
hafa verið hæstar. Þessar
greiðslur annast Norges RS-
fisklag fyrir hönd ríkisins
beint til útgerðarmanna og
sjómanna, og fær þóknun fyr-
ir.
Strandsvæði það, sem Norg-
es Ráfisklag ræður yfir nær
frá landamærum Sovétríkjanna
ag norðan og austan og allt
súður á Norðmæri að því
fylki meðtöldu. Þessu geysi-
lega stóra svæði er skipt niður
í niu verðlagssvæði, og þegar
talað er um gildandi norskt
verð á vinnslufiski þá er átt
við gildandi verð á þessu
svæði. Sunnar með ströndinni
er yerðið talsvert hærra, enda
byggist nýfiskverð þar meira
á markaðsverði á nýjum, ís-^
vörðum kassafiski.
Hið nýja, norska verð fyrir
þorsk sem er yfir 43 sentí-
metra, mældur frá miðju
klumbubeini að sporðblöðku,
á fjórum lægstu verðlagssvæð-
unum er eftirfarandi í norsk-
um krónum fyrir hausaðan og
slægðan fisk.
í frystingu 1,35 pr.. kg; ísl.
kr. 8,10 kg. Miðað við fisk
slægðan með haus, ísl. kr.
6,48 kg. í söltun n. kr. 1,40 pr.
kg, ísl. kr. 8.40 kg. Miðað við
fisk slægðan með haus ísl. kr.
6,72 kg. í skreiðarverkun n.
kr, 1,22 kg; •ísl. kr. 7,32 kg,
miðað við slægðan fisk með
haus ísl. kr. 5,82.
Þá er sérstakt verð fyrir
þorsk sem er keyptur til að
seljast nýr eða ísvarinn á er-
lendum e'ða norskum markaði.
Þetta verð er sama og greitt
er fyrir þorsk til söltunar.
Verð fyrir þorsk sem er
undir 43 sentímetra máli og
nær 700 gr. þyngd er eftir-
farandi: Til ísunar og frysting-
ar n. kr. 1,25 kg, ísl. kr. 7,50.
Slægður með haus ísl. kr. 6,00
kg. í salt og skreiðarverkun
n. kr. 1,12 f. kg, ísl. kr. 6,72.
Slægður með haus ísl. kr. 5,38.
Eftir því sem sunnar dregur
með ströndinni hækkar verðið
og á syðsta verðlagssvæðinu
hjá Norges Ráfisklag, sem
er Norðmæri, er gildandi eftir-
farandi fiskverð:
Þorskur slægður og hausað-
ur, sem er yfir 43 sentímetra.
Keyptur til að seljast nýr eða
ísvarinn á norskum eða er-
lendum markaði n. kr. : 1,43
fyrir kg, ísl. kr. 8,58. Slægður
með haus ísL kr. 6,86 kg.
Þorskur af sömu stærð í fryst-
ingu n. kr. 1,38 kg, ísl. kr.
8,24 kg. Slægður með haus ísl.
kr. 6,62 kg. Til söltunar n. kr.
1,45 kg, ísl. kr. 8,70 kg. Slægð-
ur með haus ísl. kl. 6,96 kg. í
skreiðarverkun n. kr. 1,26 kg;
ísL kr. 7,56. Slægður með haus
ísl. kl. 6,05 fyrir kg.
Þetta er sýnishorn af hinu
nýja fiskverði sem nýlega
gekk í gildi í Noregi. Aðrar
fisktegundir eru verðlagðar í
samræmi við þorskverðð.
Og þessi hækkun á vinnslu-
fiski tekur gildi í Noregi á
sama tíma og hér er uppi
ramakvein um það að freð-
fiskur hafi fallið í verði á
Bandaríkj amarkaði, sem er al-
veg rétt.
Hér er ekki talið fært að
reka frystihús á næstu vertíð
nema að opinberar aðgerðir
komi til og þó bjó íslenzkur
fiskiðnaður við eftirfarandi
bolfiskverð á þorski á síðustu
vetrarvertíð:
Verð á stórþorski slægðum
með haus 1. fl. A kr. 4,67 —
1. fl. B kr. 4,03. II. fl. kr. 3,14
fyrir kg. Línufiskur sem fell-
ur undir 1. fl. A var greiddur
með 25 aurum hærra á kg af
kaupanda og komst þá upp í
kr. 4,92 fyrir kg, en ofan á
þetta verð greiddi svo ísl. rík-
ið í uppbætur sem námu 25
aurum á kg.
Það ætti öllum íslendingum
að vera ljóst, að sá mikli verð-
munur á nýjum fiski til
vinnslu sem er annars vegar í
Noregi og hinsvegar hér, get-
ur ekki gengið öllu lengur ef
öll útgerð hér á ekki að fara
í kaldakol. En það er alveg
greinilegt, að í þessu efni duga
engar kákaðgerðir eða vett-
lingatök. Hér þarf fram að
fara gagngerð rannsókn á allri
aðstöðu íslenzka fiskiðnaðar-
ins, bæði hvað viðkemur opin-
berum álögum á hann, svo og
tækniþróun hans og búnaði, á-
samt þeim lánskjörum oglána-
möguleikum sem hann býr við.
Þá verður að fara fram rann-
sókn og mat á því vinnsluhrá-
efni sem fiskiðnaðurinn bygg-
ir starfrækslu' sína á o. fl.
Að endaðri slíkri allsherjar-
úttekt þarf að leggja nýjan,
traustan starfsgrundvöll fyrir
þennan þýðingarmesta at-
vinnuveg okkar íslendinga. Það
er ekki sæmandi fyrir Alþingi
að hafast ekki að til bjargar,
þegar svo er komið, eins og
framangreindar upplýsingar
gefa til kynna. En hér duga
engar kákaðgerðir, þær eru
þýðingarláusar og til einskis
gagns.
Hvað ætla íslendinga.r
að gera?
Norðmenn hafa nú stöðvað
veiðar síldveiðiskipa sinna í
bræðslu á öllum miðum. Gert
er ráð fyrir að þessi stöðvun
standi yfir að minnsta kosti
fram að n.k. áramótum.
“Um nauðsyn þessarar stöðv-
unar eru sammála sjómenn,
útgerðarmenn, síldarverk-
smiðjueigendur og forsvars-
menn sölusamtaka bræðslu-
síldarafurðanna, lýsis og mjöls.
Eftir að sölusérfræðingar
Norðmánna höfðu vandlega
rannsakað sölumöguleika og
söluhorfur framundan á síld-
arlýsi og mjöli þá var þessi
ákvörðun tekin.
í allt haust hefur verið mik-
il ólga meðal sjómanna á an-
sjósuflota Perúmanna vegna
fallandi verðs á aflanum, sem
hefur orsakazt af ört lækk-
andi verði á mjöli. Þessi ólga
meðal sjómannanna hefur nú
brotizt út í algjöru verkfalli
á snurpuveiðiflotanum og er
enganveginn séð. fyrir endann^.
á því verkfalli og mjög trú- '
legt að það geti orðið lang-
vinnt.
Þegar þetta er skrifað, þá
hafa að undanförnu staðið yf-
ir hér í Reykjavík 'viðræður
milli sjómanna og útgerðar-
manna annarsvegar og
bræðslusíldarkaúpenda hins-
yegar um verð á síld eftir 5.
nóvember. Samkomulag hefur
ekki naðst á milli þessara að-
ila innan Verðlagsráðsins, og
málinu því visað til yfirnefnd-
ar til úrskurðar. Þegar þessi
þáttur kemur fyrir almennings
sjónir, verður líklega búið að
fella úrskurð um verðið og vil
ég engu spá um hver útkoman
,verður þar. Hinu er ekki að
leyna, að útlitið er ekki gott
framundan á lýsis- og mjöl-
mörkuðum heimsins, eins og
framangreindar lýsingar hér í
Moskvitch bifreiða-
eigendur athugið
Geri við Moskvitch-bifreiðir. — Fljót og góð
afgreiðsla. — Uppl. í síma 14113.
þættinum gefa fil kynna, þvi
að þegar gripið er til slíkra
aðgerða sem Norðmenn gfípa
nú’til, þá er fullkomin alvara
á ferðum. . .
Sannleikurinn er sá að upp
hafa hrúgazt geysilega miklar
birgðir af lýsi og mjöli sem
endast um langan tíma með
sömu notkun og verið hefur
á þessum vörum, þó ekkert
bættist -meira við þær á þessu
ári. Spurningin í dag er þessi:
Er ekki beiplínis verið að
vinna að lækkuðu markaðs-
verði afurðanna með því að
halda áfram hömlulausum síld-
veiðum í bræðslu, undir þeim
kringumstæðum sem nú eru
fyrir hendi?
Ég get hugsað mér að ýmsir
fleiri en markaðssérfræðingar
Norðmanna muni líta svo á
málin.
En þetta alvarlega ástand á
lýsis- og mjölmörkuðnm heims-
ins, þar sem afurðlr síldar-
bræðslanna hrúgast upp, fyrst
og fremst vegna offramleiðslu,
það ætti að opna augu manna
fyrir því, að það er orðið
meira en tímabært að snúa
sér að matvælaframleiðslu úr
síldinni í margfalt stærri stíl
en verið hefur. Það er hin
raunhæfa leið til hagnýtingar
á þessu góða hráefni. Að fram-
leiða lýsi og mjöl í miklu
stærri stíl en markaður er
fyrir, og vinna þannig mark-
visst að lækkuðu verði afurð-
anna, það er hreint brjálæði,
Framhald á 9. síðu.
. ve, 7 / i ng a h ú s i ð
ASKUK
BÝÐUR
YÐUR
GRILLAÐAN
KJUKLING
o.fl. \
í handhœgum
umhúðum til að taJca
HEIM'
ASICUR
suðurlandsbraut 14
sími 38550
Nýtt haustverð
Kr. 300,00 daggjald
og 2,50 á ekinn km.
©1®
LEIK
Rauðarárstíg 31
sítni 22-0-22