Þjóðviljinn - 13.11.1966, Síða 12

Þjóðviljinn - 13.11.1966, Síða 12
Vetrarstarfsemi Leikfélagsins Grímu hafin ÆFA EINÞATTUNGA EFTIR BIRGI ENGILBERTS OG MAGNÚS1ÓNSS. ★ fceikfélagið GRÍMA starf- rækir I fyrsta skipti í vetur skóla fyrir leikara þar sem kenndar eru þrjár greinar; látbragftsleikur, skylmingar og leikfimi. ★ ÞJÖÐVLLJAMENN litu fyr- ir skömmu inn í Valsheimilið og stóð þá yfir kenrislustund I látbragðsleik en Gríma hefnr einnig fengið inni í Austurbæjarskólanum fyrir kénnslu í skylmingum. ★ Ennfremur var rabbað vift Brynju Benediktsdóttur, for- mann Grímu urri næstuverk- efni félagsins sem eru tveir einþáttungar eftir unga, ís- lenzka leikritahöfunda. I Valsheimilinu hittum við að máli þau Helgu Kr. Hjörvar og Kjartan Ragnarsson en félagið hefur falið þeim að sjá um skól- ann og svöruðu þau eitthvað á þessa leið þegar spurt var um starfsemi hans: Myndirnar á síðunni eru frá kennslustund í æfingaskóla Gnmu. „ Viðhaldsklúbbar“ — Það má segja að þessi skóli sé nýjung í leiklistarlifinu hér í borg, a.m.k. hefur slík kennsla ekki verið í föstu formi áður. En fyrir npkkrum árummynduðu ungir leikarar svonefndan „við- haldskjúbb", og leikarar Þjóðleik- hússins og Leikfélags Reykjavík- Ur verið í leikfimi í sambandi við einstakar leiksýningar. Enski leik- stjórinn Kevin Palmer er líka vanur að drífa allan sinn mann- skap í plastiksefingar. Við stofnuðum þennan skóla jafniramt til að skapa samstæð- an hóp en í Grímu eru nú um 50 meðlimir. Skólinn er öllum opinn en er aðallega ætlaður fyr- ir fólk sem útskrifað er úr leik- skólum. Kennslugreinamar eru þrjár; látbragðsleik kennir Þór- unn Magnea Magnúsdóttir, Þór- hildur Þorleifsdóttir kennir leik- fimi og Egill Halldórsson skylm- ingar Nemendur raða þvi sjálfir hvort þeir eru fastir eða óreglu- legir nemendur, þeir geta með öðrum orðum mætt þegar þeim hentar. í hverri grein eru 10—12 nemendur, sumir mæta aðeins í tíma í einni grein. aðrir í öllum þremur En það var aldrei meiningin að tefja kennsluna úr hófi fram O) hraða nemendur sér nú út i gólfið og gera hópæfingu undir .•tjórn Þórunnar Magneu. Þegar ljósmyndarinn' hefur smellt af nægju sína yfirgefum við þennan starfsglaða hóp og náum næst tali af Brynju Benediktsdóttur ÍÉIÍÍÍÍil I ; Talið frá hægri: Kjartan Ragnarsson, Stefanía Sveinbjarnardóttir, Björg Davíðsdóttir, Sigurlín Landsleikimir við Vestur- Þjóðverja 29. o§ 30. nóv. NÚ ER ÁKVEÐIÐ aft lands- Iið Vesturþjóðverja í hand- knattlcik komi hingað til lands I lok mánaðarins og heyi tvo landsleiki vift fs- Icndinga í íþróttahöllinni í Laugardal. ÞJÓÐVERJARNIR koma til Reykjavíkur mánudaginn 28. nóvember en landsleikim- kvöld, 29. og 30. þ.m. ir fara fram tvö næstn FARARSTJÓRI Þjóftverjamna verður Wiiling aðalritari hand- knattleikssamb. V. Þýzktl. Sérstök jólafargjöld hjá F/ fyrir Islendinga í útlöndum Með það í huga, að alla sem langdvölum dveljast enlendis, fýs- ir hfiim um jólin, hefur Flugfé- lag Islands komið á sérstökum jólafargjöldum frá útlöndum til Islands um hátíðamar, og nú geta íslendingar sem erlendis dveljast skroppið heim með ilítl - um tilkostnaði og haldið jól og nýár heima meðal vina ogkunn- ingja. Þá hafa allmargar fjölskyldur tekið upp þann hátt, að gefa slíka ferð í jólagjöf, og hlýtur slíkt að vera kærkomið þeim úr fjölskyldunni, sem erlendis dvelst við nám eða störf. Þessi sérstöku jólafargjöild, sem ganga í gildi X. desember n.k. fengust samþykkt á far- gjaldaráðstefnu IATA-félaganna fyrir nokkrum árum og giltu i fyrstu aðeins frá Bretlandi til Islands. Síðar tókst Flugfélagi Islands að fá þessar reglur rýmkaðar þannig að jólqfargjöld- in gilda nú frá mörgum borgum í Evrópu. Frá fyrsta desember í ár gilda jólafargjöidin frá eftir- töldum stöðinn: Amsterdam, Bergen, Brussel, Khöfn, Frank- furt, Glasgow, Gautaborg, Ham- borg, Helsingfors, London, Lux- emborg, Osló, Paris, Stavanger og Stokkhólmi. Framhald á 4. síðu. Björn Þorsteinsson skák- meistari TR i þriðja sinn Síðasta umferð haustmóts Taflfélags Reykjavíkur var tefild s.l. fimmtudag. Úrslit í meist- araflokki urðu þau að Björn Þorsteinsson varð sigurvegari, hlaut 11 vinninga af 13 mögu- legum og ávann sér þar með sæmdarheitið „Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1966.“ Er þetta í þriðja skiptið sem Björn verður skákmeistari Taflfélags- ins. I 2. — 3. sæti urðu þeir Haukur Angantýsson og Bragi Bjömsson með 9Vs vinninghvor. 1 1. fl. sigraði Andrés Fjeld- sted með 6 vinninga, en í 2. sæti varð Ólafur G. Oddsson með 4 vinninga. 1 2. flokki urðu úrslit sem hér segir: Júlíus Friðjónsson varð efstur í A- riðli með 7 vinninga, en Jón Þor- valdsson í 2. sæti með 5V2 v. 1 B-riðli sigraði Steingrímur Stein- grímsson með 5V2 vinriing, en 2. sæti skipaði Ásgeir Jórtsson með 5 vinninga. 1 unglingaflokki varð efstur Geir Haarde með 9t/2 vinning, en annar í röðinni var Sverrir Friðþjófsson með 8 v. 1 dag, sunnudag, fer fram ihrað- skákkeppni haustmótsins að Freyjugötu 27 kl. 2 e.h. Keppt verður eftir Monradkerfi alls 10 umferðir. Mánudaginn 21. þ.m. hefst bikarkeppni Taflfélags R- víkur og er það útsláttarkeppni. Við setningu þess móts verður sigurvegurum haustmótsins af- hentir verðlaunabikarar og heið- urspeningar. Alþýðubandalagsmemi Greiðið félagsgjöldin á skrifstofunni í Lindarbæ, Lindargötu 9.. Skrifstofan er opin frá kl. 13 til 18, sími 18081. Framhald á 4. síðu. Oskarsdóttir, Helga Kr. Hjörvar og Oktavía Stefánsdóttir. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Alþýðubandalagið í Reykjavík. ENSKIR OG ÞÝZKIR KULDASKÓR fyrir kvenfólk Stórglæsilegt úrval . •. * / / •.* SKÓYAL Austurstræti 18. — (Eymundssonarkjallara). KULDASKÓFATNAÐUR fyrir kvenfólk, karlmenn og börn - MIKIÐ ÚRVAL SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.