Þjóðviljinn - 16.11.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.11.1966, Blaðsíða 10
I Síldveiðiskýrsla Fiskifélags íslands: , Heildaraflinn er nií orðinn 597.850 lestir frá í vor ■ í lok síðustu viku var heildarsíldaraflinn norðan- lands og austan orðinn 597.850 lestir en var á sama tíma í fyrra 475.271 lest. Megnið af þessum afla hefur.farið í bræðslu eða 532.734 lestir. 1 skýrslu Fiskifélags Islands segir svo: í vikubyrjun var SV- Afturkominbræla á síldarmiðuaum Bræla var á síldarmiðunum fram til miðnættis í fyrrinótt, en þá fór veður batnandi. í gær- morgun / var komið óhagstætt veður á ný. Samtals tilkynntu 25 skip um afla, alls 2450 lestir. Dalatangi: Ámi Magnússon GK 75, Ö1. Sigurðsson AK 100, Framnes IS 70, Sæúlfur BA 30, Jón Eiríks- son SF 90, Bára SU 180, Gunnar SU 50 Gullberg NS 110, Guðbj. GK 25, Arnfirðingur RE 200, Kr. Valgeir GK 190, Krossanes SU 100, Sigurbjörg OF 150, Huginn II VE 90, Ól. Friðbertsson IS 170, Bergur VE 80, Þorgeir GK 40, Jón Kjartansson SU 130, Sól- ey IS 40, Sigurvon RE 80, Odd- geir ÞH 130, Þórður Jónasson EA 125, Öl. Magnússon 50, Nátt- fari ÞH 120, Fákur GK 25. bræla á miðunum og flest skip í höfn. Á mánudag var komið gott veður og var þá góð veiði í Norðfjarðardýpi 60 — 70 sjómílur frá landi. Á þriðjudag fór veður versnandi og var kom- in NNA-bræla um hádegið og héldu þá flestir bátanna til lands. Á miðvikudag fór veður batnandi og skipin fóru að halda á mið- in og var dágóð veiði umnótt- ina og á fimmtudagirin, en á föstudag var komin NNA-bræla, og þá var engin veiði. Á laug- ardag var NNA-hvassviðri á miðunum en fór hægjandi síð- degis og fengu margir bátar góða veiði um kvöldið 60 — 70 sjóm. ASA af Dalatanga. Margir bátar sigldu með aíla sinn til Vestmannaeyja og hafna SV-lands í vikunni og nam sá afli 4549 lestum. Ekki líggja endanlega . fyrir tölur um nýtinigu aflans eftir verkunaraðferðum, en reiknaðer með að 80% aflams hafi farið til verkunar. 4 Af aöanum var $a®fcað í 2310 tunnur og í frystingu hafa þá vamtantega farið 3308 lestir. og til bræðslu 903 lestir. Heildar- aflinn sem barst á land í vik- unni nam 21585 lestum, þar af fóru 3735 lestir 1 frystingu og saltað var í 3963 tunnur. Heildaraflinn í vikulok var orð- inn 597.850 lestir og skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: í salt 56580 lestir, í frystingu 8535, í bræðslu 532.734 lestir. Auk þess hafa erlend skip land- að 4.829 lestum hérlendis til vinnslu. Á sarna tíma í fyrra var heildaraflinn 475.271 lest og skiptist þannig eftir verkunarað- ferðum: I salt 58.575, í frystingu 3.741, í bræðsiu 412.955 lestir. Helztu löndunarstaðir eru þess- 'ir: Reykjavík 35.617, Bolungavík 6634, Siglufjörður 25209, Ólafs- fjörður 6491, Hjalteyri 10022, Krossanes 16240, Húsavík 4260, Raufarhöfn 53235, Þónshöfn 2.313, Vopnafj. 35616, Borgarfjörð- ur eystri 7971, Seyðisfjörður 142650, Mjóifjörður 1107, Nes- kaupstaður 88619, Eskifjörður 63462, Reyðarfjörður 34430, Fá- skrúðsfjörður 32093, Stöðvarfj. 9230, Breiðdalsvík 7608, Djúpi- vogur 11091, Vestmannaeyjar 3350, Hafnarfjörður 771, Grinda- vík 764. Unnið er af kappi við Sundahöfn EFRI MYNDIN er af garðinum sem verið er að hlaða fram í sjóinn inn undir Vatnagörðum og vinnuprömmum á floti fram undan honum. Lengra úti má sjá togarann Gylfa frá Fat- reksfirði. Á NEÐRI mynðinni sjáum við svo aftur mann, sem vinnur við að sprengja efni í uppfyll- inguna. Boraðar eru 7 metra djúpar holur og fylltar með sprengiefni. Maðurinn fremst á myndinni er að hlaða eina holuna, en til þess notar hann þrýstiloft. Efnið er svo látið á bila og því ekið fram á garð- inn. — Ljósm. Þjóðv. A.K. MÍR-kvöld með Berkof Reykjavíkurdeild MÍR efnir til skemmti- og kynn- ingarkvölds með Valerí Berkof, norrænufræðingi frá Leningrad, annað kvöld kl. 8,30 í Tjarnarbúð. Berkof flytur erindi, Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur flytur ferðapist- il. Kaffiveitingar á staðn- um. MÍR-félagar eru hvattir' til að fjölmenna og taka með sér gesti. Dýrt að búa við kolakyndingu: 50% hækkrn kola- verðs hjá borginni Þjóðviljanum nsrra borizt kvartanir frá fólki sem býr við kolakyndingu og hefur orðið að fá kol með milligöngu Reykjavíkurborgar frá Borgarnesi eða Selfossi síðan Kol og salt hætti kolasölu í haujst. Segir fólkið að í þessum mán- uði hafi orðið mjög mikil hækkun á kolaverðinu án þess notókuð hafi verið tilkynnt um það fyrir fram eða neinar skýringar á því gefnar af hálfu borgarinnar. Þjóðviljinn veit þess nokkur dæmi að fólk sem keypti þannig kol fyrir milligöngu Reykjavík- urborgar greiddi fyrir kolapokj- ann í október sl. kr. 84,00, en nú um miðjan nóvember er verðið á kolapokanum skyndilega komið uppí hvorki meira né minna en kr. 125,00 og er hækK- unin því 41 kr. eða nær 50%. Þjóðviljinn leitaði í gær upp- lýsinga hjá Reykjavíkurborg um það hverju þessi mikla og skyndilega kolaverðshækkun sætti en allir þeir sem eitthvað höfðu með þetta að gera á veg- um borgarinnar virtust annað- hvort vera á fundum eða aðfara á fundi og máttu ekki vera að því að svara í síma. Náði blaðið aðeins sambandi við skrifstofu- stúlku er hafði það hlutverk að skrifa niður. kolapantanir fólks en hún kvaðst ekki tala við blaðamenn og ekki hafa neitt umboð til þess að gefa svör í þessu máli. Hinsvegar væri ekki óeðlilegt að þeir forráðamenn borgarinnar sem hafa með þessi mál að gera gæfu einhverja skýringu á þeim á opinberum vettvangi. Fnndur Blaða- mannafélagsins Félagsfundur Blaðamannafé- lags íslands verður i Tjarnarbúð (uppi) kl. 4 síðdegis í dag, mið- vikudag. Fundarefni: Kjara- málin. Kynning áísienzkum dægurlögum í Lidó Annað kvöld heldur Félag is- lenzkra dægurlagahöfunda skemmtun í Lídó, þar sem ein- göngu verða sungin og Ieikin dægurlög eftir íslenzka höfunda. Skemmtun þessi er öllum opin mcðan húsrúm leyfir og verður dansað tii kl. 2 eftir miðnætti. Félag isl. dægurlagahöfunda átti 10 ára afmæli í fyrra og telur nú 30 meðlimi. 1 tilefni afmælisins var haldið „íslenzkt dægurlagakvöld“ í Sigtúni og gefið út nótnaheftið „12 ný dæg- urlög". Samskonar félög eru starfandi í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og hefur stjóm FÍD haft samband við þau. Fulltrú- ar félagsins sögðu blaðámönnum 1 gær að í nágrannalöndunum hlyti slíkt félag styrki til að kynna ný lög og til kynningar á félagsstarfseminni, en F. í. D. hlyti hinsvegar engan styrk. Skemmtunin annað kvöld <-r því haildin tii að hressa upp á fjárhag félagsins og jafnframt til 96 kynna lög eftir íslenzka höfunda. Skemmtiatriðin verða sem hér segir: Leikhúskvartettinn syn-gur með undirleik Magnúsar Péturs- sonar, píanóleikara, Vala Bára syngur lög eftir félagsmenn með undirleik Magnúsar, Gunnar Guðmundsson sem er þekktur dægurlagasmiður og félagsmaður F.Í.D. leikur einleik á harmoniku, Sverrir Guðjónsson syngur íslenzk lög, m.a. eitt lag eftir föður sinn Guðjón Matthíasson, danski töframaðurinn Viggo Sparr skemmtir og síðast en ekki sízt kynnir Sextett Ólafs Gauks á- samt söngvurunum Svanhildi Jakobsdóttur og Birni R. Ein- arssyni ný íslenzk dægurlög og leika fyrir dansinum allt kvöld- ið. Kynnir verður Jónas Jónas- son. Þess má að lokum geta að F.I.Ð. mun á næstunni standa að tveimur 30 mínútna þáttum í is- lenzka sjónvarpinu. Hljómsveitir Ólafs Gauks og Ragnars Bjama- sonar munu kynna þar íslenzk dsegurlög sem sérstaklega hafa verið samin fyrir þessa þætti. Sögðust forráðamenn F. I. D. voriast til að aðstaða félagsins batnaði eitthvað með tilkomu sjónvarpsins t.d. væri ekki hægt að taka þátt í Evrópukeppninni um dægurlög nema þar sem sjónvarp er, því undankeppni i hverju landi færi jafnan fram í sjónvarpi. Sprengjuárás á Kábuígær HAVANA 15/11 — Landvarna- ráðuneyti Kubu skýrði frá því í dag að flugvél sem menn vissu ekki deili á hefði fyrr um dag- inn varpað þremur sprengjum á efnaverksmiðju á Kúbu. Sprengj- ufnar hefðu verið bandarískar, var sagt. Ingvar sigraði í hraðskákméiinu Hraðskákkeppni N haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 13. nóvember sl. Þáttakendur voru 56 talsins. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monradkerfi. hver umferð tvö- föld. Sigurvegári varð Ingvar Ásmundsson, menntaskólakenn- ari, með 15 vinninga af 18 mögu- legum. Annar í Yöðinni varð Haukur Angantýsson með 13% vinning. NEW YORK 15/11 — Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í kvöld eða í fyrramálið að beiðni stjórnar Jórdans vegna árásar ísraelskrar hersveitar á bæ í Jórdan á sunnudaginn. en þar voru 40 hús sprengd í loft upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.