Þjóðviljinn - 16.11.1966, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. nóvember 1966 — ÞJÖÐVTLJINN — SlÐA J5
bokmenntir
Rætt um Mannsins son
Nokkrar línur til Jóhannesar úr Kötlum
Kæri Jóhannes minn.
Oft kemur það fyrir mig, þeg-
ar ég les skemmtilega bók, að
mig langar til að stinga niður
penna í þakkarskyni við höfund-
inn. Venjulega verður nú samt
ekkert úr framkvœmdum á bví
fyrir mér. Mér finnst alltaf, að
ég geti ekki gcrt þetta nógu
vel. En þegar ég sá víðbrögð
hinna viðurkenndu ritdómara
við MannSsyninum þínúm á-
kvað ég þó að láta einu simi
undan freistingunni og senda
þér nokkrar línur, bara svona
okkar á milli sagt. Það er lík-
lega léleg afsökun fyrir þessum
línum, að minn dómur verði
tæplega vitlausari en þeirra, en
hún verður nú að nægja að
þessu sinni.
Það er nú svona með þessa á-
gsetu ritdómara, að þeir virðast
hafa svo viðkvæm skilningarvit
einkum þeffæri, að þeir þoii
varla aðra lykt en rósailm og
fjóluangan. Þeir mundu varla
þola „sýruþef úr mýx'armó og
moldareim úr ílagi og vegg,“ ef
það væri ekki löggilt fyrir
löngu, af því að það er eftir
Stefán frá Hvítadal. Og auðvit-
að þola þeir ekki f jósalykt. Mér
er það oft undrunarefni, hve vel
svona fíngeröir og viðkvæmir
menn valda jafn þungu áhaldi
og sleggju. En snúum okkur nú
að Mannssyninum, þessar lín-
ur áttu að vera til að þakka
þér fyrhvhann. Þú segist birta
þessi ljóð vegna þeirra, sem
enn kynnu að luma á einhven'i
forvitni. Jum Ijóðferil þinn. Lík-
lega ekki nóg að luma á þeirri
forvitni til að skilja þcssi ljóð.
Ég held, að til þess þurfi menn
að hafa kynnt sér vel það and-
rúmsloft, sem ríkti á þcim ár-
um, þegar þau voru ort, eða
helzt af öllu að lifa þá tíma.
Nú er mér sagt, að bókmennta-
kennsla Háskóla Islands nái
ekki lengra en til Einars Bene-
diktssonar, og ungir bókmennta-
menn þessa áratugs lifa í allt
öðru andrúmslofti, en við gerð-
um á árunum 1925 til 1940. Það
er ekki svo auðvelt fyrir þá að
skilja, hvemig var að lifa á
kreppuárunum, þegar sigur sósí-
alismans var það fagnaðarer-
indi, sem við trúðum allir á,
og hann var alveg á næsta leiti.
Þetta gilti jafnt um þá sem
trúðu á heimsbyltinguna og
hina, sem aðhylltust hægfara
þróun. Svo hægfara gat hún
ekki orðið, að við fengjum ekki
að lifa hana. Þetta voru dýr-
legir tímar þrátt fyrir allt
Auðvitað var slæmt að geta
ekki látið gera við skóna sína,
því á meðan var ekkert til að
ganga á. En þá fengum við
líka Bréf til Lám, Alþýðubók-
ina, og soinna byiltingarljóðin
þín og ekki má gleyma ritgerð-
um Sigurðar Einarssonar með-
an hann var og hét. Ég held að
ungir menn nú á tímum skilji
varla, hve stórkostlegir viðburð-
ir þetta voru. Það var einmitt
á þcssum tímum, sem þú yrkir
Mannssoninn, og ég skil vel, a'ð
þá máttir til að gera það. Þegar
þú gengur á hönd hinum nýja
tíma, verður þú að gera upp
viðskiptin viö æsku þína og
barnatrú. Þú getur ekki hlaupið
frá því eins og menn hlaupa
frá ógreiddri skuld án þess að
semja um borgun. Til þess
varst bú alltof heiðarlegur.
Þessi Mannsins sonur haföi
vei-ið vörður og vei-ndari binn
eins og stendur í skírnarsálm-
inum, og meira að segja endur-
lausnari binn og líka vinur.
þinn, og þau vináttubönd hpf-
ur bú raunar aildrei slitið. En
eins og bú segir í öðnu kvæöi
(tilfært hér eftir minni): „Þó
er alltaf sviplegt, þegar sann-
leikurinn kallar, og signing
barnsins týnist í andvökunnar
hyldýpi við nýrra tíma tákn“.
En þetta uppgjör veldur þér líka
nokkmm sársauka. Það er
kannski ástæðan fyrir því, -x'S
Ijóð þín á þessuax tíma veröa,
stundum dálítið hnökrótt, ekki
alltaf fullkomlega listræn heild.
Aftur á móti geyma þau hin
sömu ljóð oft gullvægár setn-
ingar, sem geta staðið einar og
óstuddar sem ljómandi skáld-
skapur og sígild sannleiksvitm.
Og þcss gætir einmitt víða í
Mannssyninum. Ég held, samt,
að mér finnist mest til um
fyi-sta kvæðið, cnda er það ekki
ort, fyrr en þú hefur gert upp
viðskiptin og þú og Mannsson-
urinn emð sáttir að fullu.
Reyndar er sama að segja um
síðasta kvœði bókarinnar. Þessi
tvö kvæði ættu allir prestar að
læra vel áður en þeir taka
vígslu.
Kvæðið Nardus er líka að
mínum dómi hrein perla.
Reyndar hef ég velt því nokkuð
fyrir mér, hvort ekki mætti
sleppa þremur efstu línunum á
blaðsíðu 46, en ekki komizt enn
að niðurstöðu.
Ég hafði reglulega gaman af
viðhorfi þínu til postulanna, og
Percival Keene
í fjórðu útgáfu
Sögur Marryats kafteins af
fjölbrfeyttlegri skothrið milli
énskra og franskra herskipa a
Napóleonstímum hafa lengi ver-
ið vinsælt lesefni hér á landi,
ekki sízt meðál unglinga. Því til
sönnunar er m.a. sú áþreifan-
léga staðreynd að Bókfellsútgáf-
an sendir nú frá sér í fjórðu
útgáfu einhverja þekktustu sögu
Marryats „Percival Keene“, og
ém slíkar vinsældir þýddrnr
skáldsögu að sjálfsögðu sjald-
gæfar.
Marryat var vel kunnugur því
lifi sém hann skrifar um, bótt
hann yrði síðar sakaður um
bá datt mér eimnitt í hug, að
vel hefðir bú nú sómt bér í hópi
þeirra, mér finnst bú skilja bá
svo vel. Samt held ég, að bú
hefðir aldrei afneitað meistara
þínum.
Mcð því að færa atburðina ef
svo mætti segja inn í hvers-
dagsleikann tekst þér stundum
að auka dramatfsk áhrif þeirra,
en það er reyndar ekki alltaf,
að svo vel tekst til. Til dæmis
finnst mér kvæðið Við Jórdan
ofurlítið misheppnað. Þá var
gaman að bera saman kvæði
þitt og Tómasar um Júdas. Þó
verður að kannast við, að kvæði
Tómasar er listrænna. Hann
kann svo dæmalaust vel að
segja hlutina skemmtilega. En
ég er ekki frá því, að þú legg-
ist fullt eins djúpt í sáilgrein-
ingunni á Júdasi, og þó að þið
lítið ekki á efnið frá nákvæm-
lega sama sjónarhorni, þá verð-
ur niðurstaðan lík. Ég tilfæri
hér orð Tómasar eftir minni:
„Þú ert góða fólkinu fyrir-
mynd, } og fyrir því hefur þú
skilst mér að eilífu séð. / En
hendi það aðra að ganga í glöt-
karlaraup í lýsingum sínum á
þvi. Hann strauk ungur að
heiman og í sjóherinn og náði
því að stríða við Napóleon. Eft-
ir að friður komst á hélt hann
áfram siglingum og komst til
nokkurra mannvirðinga í flot-
anum. En um 1830 hætti hann
svaðilförum (allar siglingar
voru þá svaðilfarir) og fékkst
við ritstörf upp frá því. Marryat
hefur verið meir þýddur á ís-
lenzku en flestir höíundar aðrir,
og eru þekktustu bækur hans
utan þeirrar sem nú kemur út
Pétur Simple og Jakob Ærleg-
„Æskan " sendir frá
sér 2 nýjar bækur
Jóhanncs úr Kötlum.
un og synd / þá geta þeir orðið
samferða mér upp f tréð,“ læ1-
ur Tómas Júdas ávarpa meist-
ara sinn. Þetta er skemmtilega
sagt. Þér er aftur á móti meira
niðri fyrir: „Og hamslausan
ótta síns hjarta / fannst honum
svo erfitt að bera 'f í gegnum
hið guölausa myi-kur, / að hann
gat ekki látið það vera / að
þrífa til snörunnar þægu (— og
það ættu fleiri að gera).“ Lík-
ari getur niðurstaðan ekki orð-
ið hjá jafn ólíkum skáldum.
Þá er nú vist að verða nóg
komið. Ég bið þig afsölcunar ef
ég hef misskilið þig mjög hrap-
allega, en mér fannst einmitt,
að Mannssonurinn fræddi mig
nokkuð um skáldferil þinn.
Margt mætti segja fleira í góðu
tómi, en látum nú þessu lokið
að sinni.
Með kærri kveðju.
Hlöóver Sigurðsson.
Bókaútgáfa Æskunnar hefur
sent frá sér tvær nýjar bækur,
en áður eru komnar út sex
bama- og unglingabækur hjá
útgáfunni á þessu hausti. Nýju
bækumar era:
Ævintýri barnanna
I þessari bók era 24 heims-
fræg ævintýri og 172 myndir.
Ævintýrin era: Rauðhetta,
Húsamúsin og hagamúsin, Sæta-
brauðsdrcngurinn, Heimska
stúlkan, Ljóti andaranginn, Þrír
bangsar, Geitumar þrjár, Ofur
litla konan, Litla rauða hænan
og i-efurinn, Ungi litli, Ulfurinn
og kiðlingamir sjö, Heimski
Hans, Ulfur! Uifur! Refurinn
og hrafninn, Litla gula hænar,
Óskimar þrjár, Stráið, kola-
molinn og baunin, Kerlingin og
grísinn, Bóndinn, konan og dótt-
irin, Hérinn og skjaldbakan,
Ljónið og músin, Þrír litlir
grísir, Potturinn, sen^kki viildi
hætta og Gæsin, sem verpti
gulleggi. — Bók þessi er vafa-
laust ein sú vandaðasta, sem
út hefur verið gefin hér á landi
fyrir böm. Allar myndirnar
eru prentaðar í Noregi og era
flestar í mörgum litum. Bókin
hefur selzt í mörgum upplög-
um á Norðurlöndum, en alls
mun þessi útgáfa þessara frægu
ævintýra hafa komið út í yfir
40 löndum á síðustu áram.
//
Það brakar í sálinni
\\
Hafliði Jónsson.
Ilafliði Jónsson frá
Eyram: Jarðarmen. Útg.
Bókaskenunan. Reykja-
vík 1966 — Pósthólf 699.
Hafliði Jónsson frá Eyrum,
gai'ðyrkjustjóri Reykjavíkur-
borgar, sendir um þessar mund-
ir frá sér Ijóðabók, scm hann
einhverra hluta vcgna kallar
„Jarðarmcn“. Ósjálfrátt kom
mér orðið ljóðasmámunir í hug.
þegar ég las þessa bók. Svo
mikið er víst, að hversdagslegti
prósa getur ekki en þann, sem
hér er fram borinn og kallaður
ljóð. Eitt þeirra nefnist t.d.
Soltinn á fjalli og hefst á þcssa
leið: „Færðin cr þung í snjó á
Holtavörðuhciði, og bílnum sæk-
ist scint í sæluhúsið. Það cr
mikið öryggi, að hafa talstöð-
ina í góðu lagi og geta kallað
eftir hjálp, ef citthvað vcrður
að“. Þetta gæti sem hægast
verið endurprentun úr einhverj-
um Slysavarnarfélagsbæklingn-
um og ekkert nema gott um
þær ritsmíðar að segja, en
skáldskapur munu þær tæpast,
enda annað hlutverk ætlað. Það
hjálpar ekki hót, þótt Hafliði
setji þetta upp svona:
Færðin er þnng í snjó
á Holtavörðuheiði,
og bilnum sækist seint
í sæluhúsið.
Það er mfkið öryggi,
að hafa talstöðina
í góðu lagi og geta kallað
eftir hjálp, ef eitthvað
verður að.
(yxf, >ntsv .i .v
Yfirleitt era þó „ljóðlínur"
Hafliða svipmeiri en þessar, en
þá tekur hreint ekki alltaf
betra við:
Á scndinni ströndinni
situr feitlaginn kona
með gúlpandi togleður,
og það brakar í sálinni.
Eða þetta:
Sigldu á koddaveri
vafurloga lífs.
Signdu þig við mastur,
hafirðu konu kysst.
Svona Iagað er leirburður,
hvort heldur það er klætt í
skykkju ríms og stuðla eða
ekki.
Nú mættu það ósköp heita,
ef ckki hittust fyrir þokkaleg
kvæði í þessai-i bók; þau era
bara svo alltof fá og þegar bczt
lætur snotrar svipmyndir. Hiit
má Hafliöi eiga, að hugsunin er
oftast sæmilega skýr og mál-
farið gott, þótt ekki endist þeir
eiginleikar honum til skáldskap-
ar. Hvað verst tekst honum
þegar hann færist mest í fang,
ég nefni sem dæmi langlokuna
„A sandinum“ og ömcfnarunu
scm hann kallar „Leiðsögn“. Af
smámyndum hans finnst mér
þessi einna snotrast:
og hringfara og ekki þekkjan-
leg sundur; öll að heita má ná-
kvæmlega eins.
J. Th. H.
Þórir S. Guðbergsson, rithöf-
undur, hefur gert íslenzku
þýðinguna.
Pappír I.
Þetta er önnur bókin í Fönd-
urbókaflokki Æskunnar. Með
útgéfu þessa bókaflokks hyggst
Bókaútgáfa Æskunnar leggja
inn á þá braut að koma upp
safni bæklinga um hin ýmsu
tómstundastörf, sem handhægir
gætu orðið hverjum sem er.
Sigurður H. Þorsteinsson == um
útgáfuna.
Flugkappa-
sögur frú
Hörpuútg.
Hörpuútgáfan á Akranesi gef-
ur út tvær bækur úr bókaflokki
fyrir stráka um Hauk flugkappa
sem ber viðumefnið lögregla
loftsins. Haukur þessi var or-
ustuflugmaður í stríðinu, en
stofnaði að því loknu lögreglu-
fyrirtækið „Loftkönnun h.f.“ og
á síðan í höggi við glæpamenn
víða um heim og veldur miklum
usla í liði þeirra eins og tidk-
ast í slíkum sögum.
Fyrri bókin er sú fyrsta í
flokknum, endurprentuð, og
heitir „Fífldjarfir flugræningj-
ar“ — Gísli Ólafsson þýddi.
Hin síðari er fimmta bóldn í
flokknum og heitir „Spellvirki
í lofti“ — Skúli Jensson þýddi.
Bækumar em báðar 122 Wsl og
myndskreyttar. Höfcmdar þeirra
eru, Eric Leyland og T. E. Seot.t
Chard.
Endurminningar
tónlistarfrömuðar
Fögur siglir Viðey
fyrlr grænum seglum
í gjálífis vindum.
Hver hlær þar
drýldnum hlátri
á flæðarsteinnm?
Skarfurinn
vakir einn
á Viðeyjarhleinum.
Þess skail svo að lokum get-
ið, að „Jax-ðarmen“ er Ijós-
prentun á handriti höfundar og
frágangur yfirleitt hinn smekk-
legasti. Hafliði hefur sjálfcxr
myndskreytt bókina, þau skileri
eru haglega gjör með regiustiku
Komin cr út hjá Setbergi bók
eftir Ingólf Kristjánsson rit-
stjóra scm nefnist „Strokið um
strengi" og geymir hún cndur-
minningar Þórarins Guðmunds-
sonar, fiðlulcikara og tónskálds.
Höíundur bókarinnar segir í
eftirmala á þá leið, að Þórar-
inn Guðmundsson sé fyrsti ís-
lenzki fiðluleikarinn sem lauk
námi í list sinni við erlendan
tónlistarháskóla, en hann fór
utan til náms aðeins fjártán ára
gamall. Þótt honum byðust
starfsmöguleikar erlendis, kaus
Iiann að helga ættlandi sínu
hæfileika og þekkingu sína. A
íslandi hefur hann síðan starf-
að fimm áratugi og lagt mikinn
skerf til íslenzks tónlistanlífs,
basði sem fiðlulcikari, tónskáld
og kcnnari. Hann hefur kennt,
hundraðum manna fiðluleik,
þeirra á meðal mörgum þeirra
er hasst ber í þeirri list í dag,
þess má og geta, að hann var
helztur frumkvöðull að stofn-
un þeirra tveggja hljómsveita
sem urðu fyrirrennarar Sinfón-
íuhljómsveitar Isl. — Hljóm-
sveitar Reykjavikur og Ot-
varpshljómsveitarinnar.
1 bókinni segir að sjálfsögðu
ítarlega frá tónlistarferli Þórar-
ins, en einnig margt a£ sam-
tíðarmönnum hans, frsegum sem
miður þekktum. Ingólfur Kristj-
ánsson segir bókina ávöxt fjöl-
margra rabbstunda á heimili
Þórarins, og er sá háttur hafður
á í bókinni að sögumaður segir
frá í fyrstu persónu.
„Strokið um strengi“ er ell-
efta bók Ingólfs Kristjánssonar,
en hann hefur áður m.a. ritað
endurminningar Árna Thor-
steinssonar tónskálds og Eiríks
Þorsteinssonar skipherra, svo og
ritað bók um sr. Bjama Þor-
steinsson tónskáld.
„Strokið um strengi“ er 245
bls. prýdd fjölda ljósmynda.
Nokkum galla má telja það á
þessari annars ágætu bók, að
hún ber nákvæmlega sama heiti
Og önnur bók, sem út kom fyr-
ir nokkrum áram, — ljóðabók
eftir Lárus Salómonsson.
TRABANT EIGENDUR
V iðgerðarverkstæði
Smurstöð
Yfirförum bílinn
fyrir veturinn.
FRIÐRIK ÖLAFSSON, vélaverkstæði
Dugguvogi 7. Sími 30154.
i