Þjóðviljinn - 29.11.1966, Side 2

Þjóðviljinn - 29.11.1966, Side 2
í ^ - t-uOjUViljO'im? — priojudagur 29. nóvember 1966. • y t Síðasta verk Hemingways í þýðingu Haildórs Laxness Ct er komin bókin ,,VeisIan í íarángrinum“, síðasta verk bandariska nóbelsverðlauna- hafans Emest JHemingways- Þýðandinn er Halldór Laxness. Bók þessi heitir á frummál- inu „A Moveable Feast“ og erU á hana skráðar endurminning- ar höfundarins frá Parísarárun- um 1921—1926- Hemingway hafði látið handritið að bókinni eftir sig við andlátið, en hún var fyrst gefin út í Bandaríkj- unúm 1964 og varð beaar met- sölubók. I athugasemd, sem bókinni fylgir segir að Ernest hafi byrjað að skrifa bókina á Kúbu haustið 1957 og haldið síðan á- fraon með hana í Idaho vetur- inn 1958-1959. Þá hafði höfund- ur hana með sér, er hann fór til Spánar í april 1959 og kom aftur með hana til Kúbu og síðan til Ketchum í Idano seint það haust. Hann lauk við bókina á Kúbu vorið 1960 en ertdurskoðaði hana að nokkru þá um haustið- Ernest Hemingway „Veislan i farángrinum" er 240 blaðsíður. Útgefandi er Bókaforlag Odds Bjömssonar á Akureyri. Halldór Laxness Þriðja útgáfa af ,Eg ber að dyrum' Komin er út ný útgáfa af hinni látlausu og fallegu ljóða- bók Jóns úr Vör, „Ég ber að dyrum“, en það var fyrsta bók hans og varð þegar svo vinsæl að hún var gefin út í 2. upplagi eftir mánuð. Segir höfundur í skemmtilegum eftirmála nokkuð frá útkomu bókarinnar árið 1937 og viðtökunum og kemst að þeirri óvæntu niðurstöðu að raunar hafi verið miklu auð- veldara að vera ungt skáld á -þeim dögum en í velsældinni uú. • Um þessa nýju útgáfu seg- ir höfundur m.a.: „En hvers vegna er efnt til þessarar útgáfu nú? Sigurjón Þorbergsson forstjóri fjölritún- arstofunnar Leturs sf. hefur lengi langað til að gera tilraun með ljósprentun bókar, og fyrirva!- ir.u varð þetta litla rit. Aðaiá- staeðan er þó kannski sú að stöðug eftírspurn er eftir bókinni meðal þeirra sem safna bókum mínum. En af sumum hinna 'eru til nokkur eintök óseld í fórum höfundar. í bók minni „Með Ijóð- staf“ sem út kom 1951 birti ég helming þessara ljóða. Þar var sumstaðar vikið við orði eða strikað yfir. Eins er gert hér. I einu kvæði eru nú felldar burt þrjár vísur og ein sett í þeirra stað. Fyrri gerðin var mistök sem ég vissi strax um. Var sleginn- öfugur botn í kvæðr ið á síðustu stundu. Leiðrétti ég það nú. Eitt kvæði jafngam- alt hinum — kom þá í tímariti — fær . hér að fljóta með. Að öðru leyti er farið eftir frum- útgáfunni og prentuninni frá 1951“. Útgefandi er Bókaskemman, Reykjavík. um sjómennsku „öruggt var áralag“ er nafn- ið á nýútkominni bók eftir Harald Guðnason bókavörð í V esfmannaeyjum. Bókin er 225 síður og hefur að geyma fjórtán þætti úr lífi íslenzkra sjómanna- Lengsti þátturinn er um Sigurð Ingi- mundarson, mikinn sægarp sem var allt að því landskunn- ur undir nafninu Siggi Munda. Hann var eitt sinn talinn af ásamt skipshöfn sinni, en kom syo að landi með sina menn öllum á óvart en til mikillar gleði. Sagt er frá kjörum pilts, sem ólst upp „á sveit“ en'f' varð síðar bjargálna og sívinn- andi til hárrar elli. Einnig er sagt frá sjósókn við Landeyj- arsandi, sjóslysunum miklu, fimm daga ferð tveggja manna frá Þorlákshöfn til Reykjavík- ur til að sækja tvær vættir af sxld, sjóferðum á gamla Gidetxn með Hrnnesi . lóðs... sögulegum mannflutningum milli Þorláks- hafnar og Vestmannaeyja í of- viðri 1916 og frækilegu björg- únarafreki Guöbjarts Ólafsson- ar. Er þó fátt eitt upp talið af efni bókarinnar- HaraJdur Guðnason bóka- vörður hefur áður fengizt rxokkuð við ritstöri. Fyrri rit hans eru „Geysisslysið á Vatnajökli“ sem út kom 1950 og „Saga BókaSafns Vest- mannaeyja 1862—1962“, sem kom úf 1962. Bókin „öruggt er áralag" er gefin út af Skuggsjá í Hafn- arfirði, prentuð í Alþýðuprent- smiðjunni. Atli Már gerði aill- margar teikningar sem bókina prýða- SSys í Laugar- dalshölfðnni Um hádegi á laugardag vildi það óhapp til í íþróttahöllinni í Laugai'dal að ungur rpaður, sem var í áhaldaleikfimi, datt og meiddist á hendi. Maðurinn, sem heitir Baldvin Jónsson var fluttur á Slysavarðstofuna. Fyrsta auglýsingakvikmynd- in í ísienzka siónvarpinu var sagt fra þvi i ÞJOÐVILJANUM og fleiri dag- blöðum bæjarins að fyrsta auglýsingakvikmyndin sem sýnd var í íslenzka sjónvarpinu hefði verið tekin í Herrahúsinu af Aug- Iýsingastofunni, Lindarbæ. — Halldór Sigurðsson, gullsmiður og Ásgeir Long kvikmyndatökumaður báÖu um að birt yrði at- hugasemd við þessa frétt. Kvikmyndin frá Herrahúsinu hefði að vísu verið sýnd 23. nóv. sl. í sjónvarpinu en fyrr um kvöldið hefði verið sýnd auglýsingamynd frá Halldóri Sigurðssyni, gull- smið, Skólavörðustíg 2. Ásgeir Long tók þá mynd og var sýn- ingartiminn 7 sek. Myndin hér áð ofan er sem sagt úr auglýs- ingakvikmynd nr. 1, af hjónaleysum með trúlofunarhringa frá Halidóri Sigurðssyni. Auglýsið i Þjóðviljanum Sími 17500 ANT EIGENDUR V iðgerðarv erkstæði Smurstöð Yfirförum bílirin fyrir veturinni FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði Dugguvogi 7. Sími 30154. t starfa, kom hann þær viðaukaskýringar að ekki væri hægt að telja að íslenzkt sjónvarp væri tekið til' starfa fyrr en fullur send- ingatími væri hafinn; þangað til yrði litið á starfsemi ís- lenzka sjónvarpsins sem til- raunir, og á meðan tilraunir væru gerðar myndi dátá- sjónvarpið í engu takmarka athafnir sínar. Því kann svo að vera að áhyggjur forsæt- isráðherrans um getu íslenzka sjónvarpsins sýni í rauninni aðeins þær óskir hans að starfsemi dátasjópvarpsins haldi sem lengst áfram; má í því sambandi benda á að þær raddir hafa heyrzt að rétt kynni að vera að skammta sjónvarpssendingar árum saman meðan verið væri að koma upp móttöku- kerfi um landið allt. Vel má vera að unnið sé að „mála- miðlunarlausn“ af þessu tagi bak við tjöldin; að minnsta kosti er athyglisvert að félag sjóþvarpsáhugamanna hefur ekkert látið í sér heyra síðan það birti bænarskjalið al- ræmda; það er engu líkara en að betlararnir telji sér fengs von enn um sinn, enda fer lítið fyrir því að þeir hafi breytt stefnunni á loftnetum sínum. —i Austri. Lifa í voninni Benedikt Gröndal, formað- ur útvarpsráðs, birti í fyrra- dag grein í blaði sínu undir fyrirsögninni „Sex dagasjón- varp“. Minntist hann þar á hugmyndir um að láta þær sjónvarpssendin|ar sem nú tíðkast nægja um skeið og hafnaði þeim al- gerlega; útvarpsráð hefði á- kveðið „sex daga dagskrá, og er það áform óbreytt". Sama dag vék Bjarni Benediktsson forsætisráðherra einnig að sjónvarpinu í Reykjavíkur- bréfi sínu og komst að þver- öfugri niðurstöðu: „Á meðan starfskraftar eru að æfast, kannað er hvað er til af nýtilegu innlendu útsendingar- efni og hvaða erlent efni á hér bezt við, þá er alveg nóg að hafa útsendingar tvisvar þrisvar sinnum í viku.“ Hér er semsé komið upp á- greiningsmál á stjórnarheim- ilinu, og raunar kunna að felast á bak við það ó- skemmtilegar staðreyndir. Þegar hernámsstjórinn til- kynnti í haust að sendingár dátasjónvarpsins yrðu tak- markaðar við næsta nágrenni Keflavíkurflugvallar um leið og það íslenzka tæki til Margt kenuu:,viðxjSÖffU í þessumendussúpiÞ,; ingum Þórarins, bæði menn og málefni, en hann hefur kynnzt aragrúa af fólki, allt frá uppvaxtarárum sínum í Reykjavík og fram á þennan dag, enda starf hans stUðlað að því, að svo hefur hlotið að verða. Fáir menn eru skemmtilegri í viðkynningu og samtali en Þórarinn Guðmundsson, enda er hann léttur í lund og spaugsamur, og fyndni hans og orðheppni er alkunn meðal vina hans og þeirra, sem kynnzt hafa honum að nokkru ráði. Jafnframt er hann manna alúðlegastur í viðmóti. En þó að tal hans sé tíðum blandið glettni, er hann alvörumaður undir niðri með góðvild til alls og allra. INGÓLFUR KRISTJANSSON STROKIÐ UM STRENGI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.