Þjóðviljinn - 29.11.1966, Síða 10

Þjóðviljinn - 29.11.1966, Síða 10
JQ SÍÐA — P3ÖÐVILJINN — ÞrxðSiiðagur 29. névemtbec t98B. LEONÁRD GRIBBLE 15 á ljóshærðu stúlkuna, sem stóð í dyrunum á bak við Morrow. 7 4 Jill stóð í miðri dagstoíurmi- Hún sá Clintom loka á eftir þeim. — Ég vissi ekki að það voru að koma gestir. Pat. Þú hefðir nú getað sagt mér það- Pat gerði sér upp bros. — þetta eru víst einhverjir kunn- ingjar Phils. Morrow leit snöggt upp. Hann hafði verið að horfa á vinstri höndina á Pat. Trúlofunarhring- ur hans var horfinn af baug- fingri hennar- Honum þótti Pat fullútsmogin- ^ — Má ég kynna Slade lög- reglufulltrúa og herra — hm — ég tók víst ekki eftir nafninu í gær...... — Clinton. sagði aðstoðarmað- ur Slades þurrlega. — Já, jæja! Það var eins og Pat hefði verið að gera merki- lega uppgötvun- — Nú veit ég- Þið stjómdð rannsóknunum í sambandi við dauða Johns kOlJ URA- OG SKARTGRIPAVERZl. KORNELfUS JÓNSSON SKÖLAVORDUSTÍG 8 SÍMI: 18SC8 Hárgreiðslan Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð flyfta) SÍMl 24-8-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 DÖM U R Hárgreiðsla við aJLlra hæO TJARNARSTOFAN rjamatgötu 10. Vonarstrætls- megiD — Simi 14-6-62. Doyce. Ég sá nöfnin ykkar í blaðinu í morgun. Getur það ekki verið? Slade kinkaði kolli. — Jú, þér þekktuð víst hinn látna býsna vel. er ekki svo. ungfrú Lar- uce? Hún virist undrandi. — Ég þekkti hann sem meðeiganda Phils — herra Morrows á ég við- Bjugguzt þér við, að ég hefði þekkt harm vel? Slade dáðist að rósemi henn- ar. Hana skorti ekki sjálfs- traustið. — Já. satt að segja gerði ég það- Það er þess vegna sem ég er hingað kominn- Ég var aö vona að þér gætuð sagt mér eitthvað. sem komið gæti að gagni við rannsókn málsins. — Mér þykir leitt að þurfa að valda yður vonbrigðum, fulltrúi, og brosti nasstum of innilega. — En hvað eruð þið eiginlega að rannsaka? Slade virti hana rannsakandi fyrir sér. — Það kemur í ljós seinna meir. 1 svipinn eir verið að rannsaka dauðsfall sem bar að höndum með dálítið kynleg- um hsetti- Hann sneri til höfð- inu þegar stóll drógst við gólfið- Ein stúlkan var að fá sér sæti. — Getið þér ef til viil hjálpað mér? Pat hristi höfuðið með yndis- þokka. — Ef ég gæti það, þá væri mér það mjög ljúft. En hvers vegna í ósköpunum haldið þér að ég viti eitthvað um — ég á við. sem gæti hjálpað yð- ur? Morrow hlustaði á þau svip- þungur og með samankipraðar varir. Hann gerði ekkert til að 6töðva þetta munnlega einvígi milli stúlkunnar og Iögreglu- fuUtrúans. — Þér komuð í íþróttahöllina að leiknum lokrrum og spurðuð um Döyce. — Hvemig getið þér vitað það með vissu, herra Slare? — Þér þekktuzt. Hún beit á vörina- — Það er satt að ég spurði um hasm. En var það ,nema eðlilegt? — Það veit ég ekki- Henni var farið að hitna f vöngum. — Jú. ég á við — undir þessum kringumstæð- um...... — Hvaða kringumstæðum? — John var starfsfélagi Phils og ég þekkti þá báða. Við vor- um þó vinir, það er það sem ég 4 við. Slade gaut augunum til Jill. Dckkhærða stúlkan sat kyrx og horfði niður í gólfteppið eins og hún hefði mikirun áhuga á mynstrinu. — Af bverju hafið þér ekki gefið yður fram við lögregluna eins og farið var fram á í út- varpinu í gærkvöld? ■— Ég hlustaði ekki á útvarpið, fulltrúi. Ég vissi ekkert um þettau fyrr en nú fyrir skömmu að ég sá það í blaðinu. Ég ætl- aði mér að fara til lögreglunn- ar þegar ég væri búin að klæða mig, þótt ég hafi ekki neitt að segja sem kemur ykkur að minnsta gaigni. Slade tók þessi orð hennar í meðallagi trúanleg. — Ungfrú Laruce, sagði lögreglufulltrúinn og var á svipinn eins og hann ætlaði að ganga hreint til verks. — Gerið svo vel að segja mér hvers vegna þér fóruð beina leið upp f íbúð Doyces ff-á í- þróttaleikvanginum! Pat tók andköf, starði agn- dofa á Jögreglumennina tvo og hristi höfuðið. — Þetta get ég bókstaflega ekki skilið. Eigið þér við að þér haldið, að ég hafi farið ein upp í íbúðina hans? — Já. Hún rétti úr sér í ful'la hæð. sem var reyndar engin ósköp, en bó tókst henni að sýna með iátbragðinu að henni væri stór- lega mlsboðið. — Þá get ég sagt ykkur það, fulltrúi, að yður skjátlast — skjátlast gersamlega! Ég fór ekki upp í íbúðina til Doyce. Ég fór beina leið hingað heim — var það ekki, Jill? Hinni stúlkunni varð sýnilega hverft við- Hún leit undrandi í kringum sig, mætti undrunar- augnaráði Morrows, rannsakandi augum lögregluþjónanna tveggja og loks leit hún á Pat. Ljós- hærða stúlkan stóð í setustof- unni miðri og beið þess að vin- konan staðfesti orð hennar. Jill virtist þurfa að kyngja einhverju. — Jú. auðvitað, Pat ...... Við komum samán heim. — Beina leið frá leikvan.gin- um? spurði Slade hvössum rómi- — Beina leið frá leikvangin- um. svaraði Jill ögn meira sann- færandi- Slade andvarpaði. — Furðu- legt ...... Þá 'hlýtur dyravörð- urinn í blokkinni að fana villur vegar, Clinton. — Já, það ber ekki á öðru- Og þó ekil ég ekki hvemig það má vera, sagði yfirlögreglu- þjónninn og tók fram vasabók sfna og blýant. — Hvað eruð þér að skrifa hjá yöur? spurði Pat. — Aðeins minnisatriði, sagði Clinton án þess að hafa fyrir því að líta upp. — Það getur verið að ég verði að biðja yður um að stað- festa skýrslu seinna. sagði Slade- — Um hvað? — Um það sem þér voruð að segja mér rétt f þessu. — Nú....... ' Það varð vandræðaleg þögn. Clinton hélt áfram að skrifa, Morrow ók sér vandræðalega til og Jill hnipraði sig saman í stólnum og horfði kvíðandi í kringum sig. — Ungfrú Laruce er víst urai- usta yðar, herra Morrow, sagði Slade og sneri sér að knatt- spymuleikaranum. — Það er ...... byrjaði Mt«T- ow. — Nei, heyrið mig nú, herra Slade! sagði Pat í skyndi. — Ef Phil langar til að biðja mín, þá kæri ég mig ekki um að Scot- land Yard ýti undir hann! Clinton svelgdist á frammi við dymar. — Afsakið, sagði Slade, en hann horfði á Morrow. Svipur hans var sambland af undrun og reiði. — Þið eriið þá ekki trúlofuð? Hún var ekki í vandræðum með að snúa sig út úr þessu- — Tja, við höfum lengi verið góðir vinir, en mú, þegar þér komið með þessa tillögu ...... Morrow var farinn að roðna í vöngum. Augu hans voru star- ardi ög báru vott um vaxandi reiði- — Ég virðist sarmariega hafa fengið skakkar hugmyndir um fólk, sagði Slade þurrlega- — Já, ætli það ekki, sagði Pat og hnjdtkti til höfðinu. Leynilögreglufulltrúinn sneri RÓr að Jill: Þekktuð þér John Doyce vel, ungfrú —? — Howard, Jill Howard. Nei, ég hef aðeins séð hann nokkr- um sinnum. — Þið voruð þá engir vinir? — Nei, ég er vandlát í vali výia minna. Það vottaði fyrir fyrirlitningu í rödd hennar. Pat kipraði saman varimar- Hún sýndi þess engin önnur merki að hún hefði skilið sneiðina. — Yður hefur ef til viH ekki fallið við hann? — Mér stóð gersamlega á eama um hann. — Hvað vitið þér um harm? — Að hann var starfsfélagi Phils, annað ekki. — Og hvaða orð fór af hon- um? — AÓ hamn væri góður knatt- spymuleikari- — Ég átti ekki við það. Hefði kvenmaður haft áhuga á mann- orði hans? — Það fer allt eftir þvi hvers konar kvenmaður ætti £ hlut, fulltrúi. Slade varð ekki mikið ágengt við þessa laglegu, dökkhærðu stúlku með kuldalega augnaráð- ið. — Heyrið mig, fuHtrúi, sagði Morrftw og steig nær þeim. — Þér þurfið ekki að vera að angra ungfrú Howard með þessu- Ég sagði yður frá félaga mínum í gær- — Og ég er yður þakklátur Kuldajakkar og úlpur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin O. L. rraðarkotssundi 3 <móti ÞJÓðleikhúsinu). Jólasaga barnanna Eftir Walt Disney 1. Jólapósturinn er gífurlega mikill". — 2. — og aldrei höfum við getað sent þeim jafn margar gjafir! Aldrei hafa komið svona margir 3- — En samt hef ég áhyggjur- óckalistar frá krökkunum. DÖMUR ATHUGIÐ Afar glæsilegt úrval af allskonar kjólum af ýmsum stærðum. Mjög fjölbreytt og fallegt litaval. Kjólamir seljast með af- borgunum, og borgast % út, en eftirstöðv- arnar eftir samkomulagi. KJÓLABÚÐIN LÆKJARGÖTU 2 (áður Loftleiðir). Frá Raznoexport, U.S.S.R. ÚTGEROARMENN. TRYGGJUM HVERS KONAR SKIP OG ALLT, SEM bEIM VIÐKEMUR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRS LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SÍMI 22122 — 21260 /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.