Þjóðviljinn - 01.12.1966, Side 2

Þjóðviljinn - 01.12.1966, Side 2
\ 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 1. desember 1966. Ósannindamaður Framhald af 1. síðu. sem þeim hefði verið sýndur og hlaupið í blöð með upplýs- ingar um trúnaðarmál. Emil taldi hins vegar að eðli- legt væri að þannig samband kaemist á milli utanríkisráðherra og utanríkismálanefndar að hægt væri að trúa henni fyrir öllum utanríkismálum. Breytinga þörf. Einar Olgeirsson mótmæ’li ummælum þeim sem ráðherr- ann hafði eftir Guðmundi T. Guðmundssyni, og kvaðst ekki minnast þess að nokkurt trún- aðarbrot nefndarmanna hefði komið fyrir.- Næst lægi að álykta að slíkt hefði getað orðið um mikil ágreiningsmál eins og t.d. mál sem varða ísland sem þátt- takanda f hernaðarbandalagi. En þegar það kom til hefði verið gerð sú breyting á þingsköpum að kosin var þriggia manna und- imefnd f utanríkismálanefnd. sem ráðherra átti að trúa fyrlr ríkisleyndarmálum cg ræða bau við. En eftir því sem bezt yrði vitað hefði sú undimefnd aldroi verið kvödd saman! Einar fagnaði þvf ef utanrfk- isráðherra vildi nú taka upp önnur vinnubrögð f meðferð ut- anríkismála. Hann rifiaði upp að á stríðsárunum hefði utanríkis- málanefnd Alþingis verið ehi þýðingarmesta nefnd þingsins, þar hefðu veríð rædd hin örlaga- ríkustu mál, og samráð haft við ríkisstjómimar Það væri einn þéttur f þvf að lítillækka At- þingi að gera utanríkismáia- refnd starfslausa svo sem gért hefði verið, með ágreininginn um Atlanzhafsbandaiagið að' yfir- varpi. Þetta hefði orðið til þess að önnur mál hefðu heldur ekki verið rædd í utanríkísmálanefnd. Til samanburðar mætti geta þess að öll mál Sameinuðu þjóð- arna voru rædd í utanríkis- málanefnd danska þingsins. Þing- flokkarnir - dönsku útnefndu sjálfir menn í sendinefnd Dan- merkur hjá Sameinuðu þjóðun- um. Sendinefnd Islands væri hins vegar aðallega notuð til að leyfa mönnum að fara skemmti- ferðir og heilir flokkar þingsins fengju þar ekki fulltrúa. Við komum ekki fram sem fullvalda þjóð nema við breytum til f þessum efnum, sagði Einar. •4r Ummæli G.I.G. lýst ósönn. Þórarinn Þórarinsson tók þá til máls og átaldi þunglega ummæ'i sem höfð voru voru eftir Guð- mundi í. Guðmundssyni. Lýs+i hann því yfir að Guðmundur færi þar með ósatt mál. Þórar- inn kvaðst hafa átt sæti í ut- anríkismálanefnd frá 1959 og allan þann tíma hefðu aldrei verið lögð fyrir nefndina mal sem talizt gætu trúnaðarmál, og ekki hefðu heldur nein trúnaðar- brot verið framin á þeim tfma í ráðherratíð Guðmtmdar. Taldi Þórarinn bessa ásökun i garð þingmanna sem sæti hafa átt f utanríkismálanefnd svo þunga að réttast væri að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd til að fjalla um málið. Orð og athafnir Á 8undu síðu Alþýðublaðs- ins í gær er greint frá því að á fiokksþingi Alþýðu- flokksins hafi utanríkismál verið „mikið rædd“ og ýms- ar ályktanir verið gerðar — þó er ekki tekið fram að þær hafi verið einróma. Eina þvílíka ályktun birtir Al- þýðublaðið undir fyrirsögn- inni „Kína í SÞ“ og segir þar m.a.: „Þrátt fyrir þetta er til lengdar óraunhæft að viðurkenna ekki stjórnina i Peking og halda henni utan við alþjóðasamtök- Flokk-s- þingið telur því, að. stefna beri að þátttöku kínyerska alþýðulýðveldisins í Sámein- uðu þjóðunum, sérstaklega ef það gæti stuðlað að friði og jafnvægi í Suðaustur-. Asíu og aukið líkur á sam- komulagi um takmörkun kjarnorkuvopna og afvopn- un.“ Þetta er semsé sú stefna sem þing Alþýðuflokksins fól leiðtogum sínum að fram- kvæma, einkanlega formanni flokksins, Emil Jónssyni. Á forsíðu Alþýðublaðsins i gær er hins vegar frétt undir fyrirsögninni: „Tillagan um aðild Kína 'að SÞ kolfelld." Þar segir svo m.a.: ..Island greiddi atkvæði gegn aðild Kína, en hin Norðurlöndin greiddu tillögunni atkvæði.“ Þetta er semsé sú stefna sem mörkuð er i verki af utan- ríkisráðherra íslands, þeim hinum sama Emil Tónssyni sem fékk fyrirmælin á þingi Alþýðuflokksins. Spáir ekki góðu Ein af tillögum þeim um utanríkismál sem samþykkt var á þingi Alþýðuflokksins var svohljóðandi: „31. þing Alþýðuflokksins harmar þau grimmilegu ör- lög, sem vietnamisku þjóð- inni hafa verið búin með samfelldum ófriði í tvo ára- tugi. Skorar flokksþingið á allar þjóðir, sem hlut eiga að máli, að setjast þegar að samningaborði og binda frið- samlegan endi á styrjöldina, sem nú geisar. Friðsamleg lausn hlýtur að byggjast á því, að allir utanaðkomandi herir og öll utanaðkomandi vopn verði fjarlægð samtím- is úr landinu. .Öryggi þess og friður verði tryggður með alþjóðlegum samningum og styrk Sameinuðu þjóðanna." Þetta er mjög athyglisverð ályktun. Svo sem kunnugt er eru engir utanaðkomandi herir í Víetnam nema árás- arherir Bandaríkjanna og nokkurra leppríkja þeirra. „Utanaðkomandi vopn“ beggja aðila í Vietnam eru fyrst og fremst bandarísk. En manni hrýs hugur við að hugsa til þess hvernig sam- þykkt þessi muni birtast í framkvæmd Emils Jónssonar, formanns Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra íslands. — Austri. Handbolti Handritahús Framhald af 10- síðu. verðmæta og varðaði það miklu að þjóðin öll vottaði hug sinn til málsins með því að hver og einn legði fram sinn skerf. Stúdentafélagið leitaði síðan samvinnu við helztu félagssam- tök landsins um söfnun þessa og tilnefndu þau hvert sinn full- trúa í landsnefnd, en Stúdenta- félagið þrjá, sem að því búnu hófst handa um almenna fjár- söfnun. Kosin var sérstök fram- kvæmdanefnd og áttu þar sæti: Páll Ásgeir Tryggvason, Ólafur Pálsson, Sæmundur Friðriksson, frú Guðrún Pétursdóttir og Barði Friðriksson. Einnig var skipuð 3 manna nefnd til þess að sjá um lokadag söfnunarinnar m.a. með merkjasölu. í nefndina voru kosnir Arngrímur Kristjánsson, Stefán Ólafur Jónsson og Helgi Bergsson. Málið var kynnt í blöðum og útvarpi með kvöldvöku og ýms- um öðrum tiltækum ráðum. Að- alfjársöfnunin fór þó fram innan félagssamtakanna með bréfum og fjársöfnunarlistum. Þátttaka varð mjög almenn og skipta gef- endur mörgum þúsundum. Al- gengustu framlögin voru 5, 10, 15 og 20 krónur. Fátt stórgjafa barst, en hinsvegar bárust gjaf- ir úr hverjum einasta hreppi landsins. Á lokadegi söfnunar- innar 1. desember 1952 fór fram merkjasala með betri árangri en áður voru dæmi til. Framkvæmdastjóri söfnunar- innar var fyrst Magnús Guðjóns- son, síðar Emil Als og síðast Magnús Óskarsson. Frá því söfn- uninni lauk formlega og fram til dagsins í dag hefur Pétur Sig- urðsson annazt varðveizlu söfn- unarfjárins, og veitt framlögum viðtöku. Páll lauk máli sínu með því að segja að það væri ósk þeirra er að söfnuninni stóðu, að framlög héldu áfram að berast til Hand- ritastofnunar fslands. Menntamálaráðherra þakkaði gjöfina og þann hug er að baki henni byggi og sagði að ríkis- stjórnin hefði rætt og náð sam- komulagi við stjórn handrita- stofnunarinnar og gefendur, um að þessum sjóði yrði ekki varið til byggingarkostnaðar heldur til listskreytingar á húsi Handrita- stofnunarinnar er það . risi og yrðu fengnir íslenzkir myndlist- armenn til þeirra verka. 2 fóru úterf Tveir jeppar lentu út af Kefla- vikurveginum í gær vegnahálkú, en engin slys urðu á fólki. Sá fyrri rann út af á móts við Silf- urtún, en hinn sunnar. við vega- tollskýlið og fór hann á hliðina. Framhald af 10. síðu. skora fyrstu tvö> mörkin, á sama tíma höfðu íslendingarnir átt nokkur skot, sem fóru framhjá og Þjóðverjar komast í 3:1, en þá brýst Geir laglega í gegn og skorar af línu, og enn auka gest- irnir töluna, en Hermann skorar óvænt í gegnum vörnina. Þjóð- verjar skora næstu tvö rriörk- in og standa leikar 6:3. Gunn- laugur skorar fjórða mark ís- lands úr víti og á sömu mín. er dæmt víti á ísland, sem Þjóð- verjar skora úr. Á 18. min send- ir Ingólfur laglega inná línu til Auðuns sem notar það vel og skorar. Örstuttu síðar eru tveir íslendingar á hörkuferð fram með einn varnarmann, en 6vo óhönduglega tekst til að Þjóð- verjinn kemst inn í sendinguna og þeir snúa í sókn og skora 8:5. Jón Hjaltalín og Gunnlaugur laga stöðuna til og skora sinn hvort markið og standa leikar 8 gegn 7. En Þjóðverjarnir áttu betri Síldveiðin Framhald af síðu 10. Heimir SU 160 ÓI. Sigurðsson AK 190 Bergur VE 160 Arnfirðingur RE 170 Sólrún ÍS 185 Guðbjörg GK 160 Ingiber Ólafsson II GK 220 Þórkatla II GK 170 Jón Finnsson GK 170 Isleifur IV. VE 180 Vigri GK 130 Bára SU 180- Gullver NS 230 Ásbjörn RE 150 Gjafar VE 210 Hólmanes SU 180 Húni II. HU 120 Engey RE 150 Elliði GK 100 Búðaklettur GK 170 Sig. Jónsson SU 140 Náttfari ÞH 150 Björgúlfur EA 60 Björg NK 180 Fróðaklettur GK 210 Bjarmi II EA 190 Höfrungur II. AK 200 Reykjanes GK 130 Arnar' RE 60 Örn RE 190 Anna SI 110 Ásþór RE 150 Oddgeir ÞH 100 Guðmundur Péturs IS 185 Sigurey EA 220 Hugrún ÍS 110 Sigurborg SI 110 Óskar Halldórsson RE 200 Sóley ÍS 200 Framnes ÍS 75 Guðrún Jónsdóttir ÍS 85 Sig. Bjarnason EA 60 Súlan EA 120 endasprett í fyrrí hálfleiknum og hálfleiknum lýkur með 12:9 fyrir Þjóðverja. Strax í byrjun síðari hálfleiks gefur Guðjón Auðunni vel inná línu og skorar hann óverjandi. Leikurirm heldur áfram. Þjóð- verjarnir hafa alltaf frumkvæð- ið, en íslendingarnir berjast án þess að ná neinu frumkvæði. Eftir um það bil 8 mín. leik í síðari hálfleiknum gefa íslend- ingarnir verulega eftir og eiga mjög slakan kafla og skora ekki mark í um það bil 11 mínútur og standa leikar þá 23:14. Það fór þó svo að þeir söxuðu heldur á innistæðu Þjóðverjanna, og skoruðu 5 mörk, þrjú úr viti, á meðan Þjóðverjarnir skoruðu aðeins 3. Liðin í íslenzka liðinu sluppu bezt þeir Hermann, Gunnlaugur, Örn, Geir og Guðjón. Ingólfs var gætt mjög vel. Jón var betri en fyrra kvöldið. Þorsteinn í markinu var ekki eins góður, og var Kristófer all- lengi í markinu og slapp nokkuð sæmilega, þó virðist liðið vanta traustan og öruggan markmann. Þrátt fyrir þetta tap, var sitt- hvað gott sem liðið gerði, og ef það hefur gæfu og kraft til að læra af reynslu þessara leikja þá þarf ekki að kvíða framtíð- inni. Þjálfunin er ekki nógu góð. — Það er aðeins spurning um vilja og aftur vilja, og tíma. Af Þjóðverjunum voru beztir Schmidt sem skoraði þriðjung allra marka Þjóðverjanna, og öll úr uppstökkum, sem hann fékk að framkvæma mikið til óáreitt- ur, og var það furðulegt af svo reyndum varnarmönnum sem voru í liðinu, markmaðurinn, Meyer, var mjög góður svo og Munck, Schmacke, Lúbking og Schwans, og í heild er þetta sterkt lið með mjög þétta vörn, í þetta sinn full harðir og ólög- legir með stjak í tima og ó- tíma og sluppu þeir óf vel með það hjá dómaranum sem annars dæmdi vel. Þeir sem skoruðu mörkin fyr- ir Þjóðverja voru: Schmidt 9, Lúbking og Schmacke 4 hvor, Munck 3, Schwanse 2, Badhidt og Lukas 1 hvor. Fyrir ísland skoruðu Gunn- laugur 5, Örn og Hermann 3 hvor, Geir, Auðunn og Guðjón 2 hver, Jón Hjaltalín og Ing- ólfur 1 hvor. Dómari var Jarnerstam, sami og í fyrri leiknum, og dæmdi yf- irleitt vel. Frímann. Nýtt haustverð Kr. 300,00 daggjald og 2,50 á ekinn km. Rauðarárstíg 31 sími 22-0-22 Kostakaup Háteigsvegi 52 (beint á móti Sjómanna- skólanum). Frakkar Kr. 1000,00 - Herra- og drengjaföt frá — 1000.00 Buxur — 575,00 Skyrtur — 150,00. AN GLI A-sky rtur v — 400.00 Herrasokkar — 25,00 DÖMU-nylonsokkar — 20.00 Handklæði — 36,00 Flónelsskyrtur 3 í pakka — 300.00 Kaki-skyrtur 3 i pakka — 300,00 Úlpur, unglinga frá — 200.00 Úlpur á herra frá — 600,00 Komið og skoðið ó- dýra fatnaðinn og gerið jólainnkaupin hjá KOSTAKAUP Háteigsvegi 52 (beint á móti Sjómanna- skólanum). - • Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — * ÆÐARDÚNSSÆNGUB GÆSADÚNSSÆNGUB DRALONSÆNGUB ★ SÆNGURVER LÖK KODDAVER Skólavörðustig 21 FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐl á allar tegundir bfla OTUR Hringbraui 121. Sími 10659 Vélritun Símar: 20880 og 34757. Allskonar jólavörur í úrvall BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR, Lauoaveai 18.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.