Þjóðviljinn - 01.12.1966, Side 4

Þjóðviljinn - 01.12.1966, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIUXNN — Fimmfcudagur 1. desember 1966. Otgeíandi: Sameiningarflotckux alþýðu — Sósáalistaflolck- urlnn. Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. ' Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Stml 17-500 (5 línur». Askriftatrverð kr. 105.00 á mánuðl. Lausa- söluverð kr. 7.00. Gerbreytt viðhorf j^kkert’ er mönnum jafn hættulegt og að trénast upp, staðna í gömfum viðhorfum og glata hæfi- leikanum til þess að meta nýjar aðstæður á fersk- an hátt. Einkanlega er háskalegt ef forustumenn í stjómmálum verða að þvílíkum eintrjáningum; þeir leiða þá afleiðingar vangetu sinnar yfir heil- ar þjóðir. Þau urðu örlög íslenzkra ráðamanna á tímabili kalda stríðsins; þeim voru þá innrættar skoðanir sem þeir virðast ímynda sér að haldið geti gildi sínu um aldur og ævi, vitsmunalíf þeirra breyttist í grýlukerti sem ekki hafa þiðnað síðan. Þetta er þeim mun alvarlegra sem aðstæður í Evr- ópu hafa breytzt mjög stórlega á undanfömum árum. Það vanhelga bandalag, kennt við Atlanz- haf, sem sumir ímynduðu sér að standast myndi um aldur og ævi hefur riðlazt á skemmri tíma en tveimur áratugum; eitt öndvegisríki bandalagsins-, Frakkland, hefur hætf allri hernaðarsamvinnu við það og kveðst ekki munu taka þátt í að framlengja það í óbreyttri mynd. Önnur ríki bandalagsins hafa í verki hafnað forustu Bandaríkjanna eftir að hið vestra^na stórveldi tók að beita herafla sín- um í siðlausri árásarstyrjöld í Víetnam; Bandarík- in eru nú einangraðri en þau hafa nokkm sinni verið. Á sama tíma háfa eðlileg samskipti Evrópu- ríkja aukizt til mikilla muna þvert yfir jámtjald j kalda stríðsins og allt bendir til þess að sú skyn- i semdarþróun muni halda áfram. Jafnframt hefur j það gerzt að hernaðartækni hefur gerbreytzt, svo i að einnig herfræðilegar forsendur Atlanzhafs- bandalagsins hafa glatað gildi sínu. Allt hefur þetta leitt til þess að viðhorf manna til alþjóða- mála hafa verið mjög í deiglunni í Vestur-Evrópu ( að undanfömu, umræður hafa verið miklar og f jöl- j breytilegar, ekki sízt meðal þeirra sem forustu hafa í stjórnmálum. Það er naumast annarstaðar en á íslandi að ráðamenn ímynda sér að heilbrigð j skynsemi og sjálfstæð hugsun séu til óþurftar þeg- ar fjalla þarf um alþjóðamál; það er aðeins hér sem tuttugu ára gamlar formúlur eru taldar duga til þess að leysa sjálfkrafa vandamál dagsins í dag. |^n þótt valdhafarnir hætti sér ekki út úr íshöll kalda stríðsins hefur að undanförnu orðið vart! nýrra og fjörlegra viðhorfa til alþjóðamála einnig hérlendis, ekki sízt meðal æskufólks. Þau mál bar til að mynda mjög á góma þegar háskólastúdentar kusu sér stjórn í félagi sínu í haust. Þar tókst hin víðtækasta samstaða, þvert á öll flokksbönd, og það sem fyrst og fremst sameinaði menn var sú af-; staða að íslendingar yrðu að temja sér aukið menn- j ingarlegt sjálfstæði og óháðari stefnu í utanríkis- málum. í þeim anda gangast háskólastúdentar í dag fyrir hátíðahöldum í minningu fullveldisins. Þegar íslendingar endurheimtu fullveldi sitt fyr-, ir tæplega hálfri öld urðu utanríkismálin eftir í fórum erlendrar ríkisstjórnar, og þjóðin setti sér það mark að taka einnig þau í sínar hendur. Þótt stjórn utanríkismála hafi á nýjan leik verið flutt burt úr landinu, megum við ekki láta merki sjálf- stæðisbaráttunnar falla Óháð stéfna í utanríkis- málum er ein af forsendum þess að við fáum til j frambúðar haldið þjóðlegu fullveldi. — m. frídldkans, en þeir eru reyndar Brúður og bangsar til að gæla við, við tókum hundana með •: . A JOLAmArKAÐNUM alltof dýrir sem Ieikföng handa bömum- — (Ljóstn. Þjóðv- A. K.). Heimsókn í Leikfangaland Það er ein verzlun hér í ná- grenni Þjóðviljans sem með sanni má kalla LeikfangalanÓ enda sjást börnin þar oft með nefin klesst upp við gluggarúð- urnar bcndandi á eitt og annað: svona langar mig í, . . . sjáðu þetta, . . . svaka, maður, . . ó, finnst þér hún ckki sæt? Rétt til getið, þetta er verzl- unin Fáfnir á horni Klapparstígs og Grettisgötu, stór verzlun og björt með allar hillur úttroðnar af Ieikföngum handa börnum á Fáfni, en við biðjum þau hjón- in að tína til fyrir okkur og benda á leikföng, sem hafa uppeldislegt gildi, eru þrosk- andi fyrir bömin og fyrir þau minnstu umfram allt sterk. Fyrir vöggubörnin finnum víð alls konar naghringi og bit. lit- skrúðugar hringlur, ekki aðeins til að halda á í höndunum, en einnig til að festa á borð eða annars staðar með soggúmmii og hringluband til að hengja yfir vöggu en neðan í þvi eru Og hér höfum við safnað nokkrum leikföngum sem hafa upp- eldislegt gildi: A borðinu sjást pýramidi, tréplata með lausum raðmyndum, tannhjól sem snúast, kúlnaspil, og vinylbíllinn. A gólfinu er kökudeigið og áhöld, slagtré, klukka, kubbar og fleira- öllum aldri, alltfrá því þau fara fyrst að skima kringum sig í vöggu og greina sterka liti, fram á unglingsár, já og reyndar e, ekki örgrannt um að fullorðna fari líka að kitla í finguma er þeir líta dýrðina. Við hittum að máli eiganca verzlunarinnar Ingimar Guð- mundsson og konu hans Sig- þrúði Helgadóttur, sem sjálf eru orðin afi og amma og hafa bæði vit á leikföngum og böm- um. Af nógu er að taka, því varla mun það leikfang á mark- aðnum að það sé ekki til hjá tveir hringir sem bamið getur gripið um og lyft sér upp þegar það fer að hafa styrk til þess. Fyrir bamið sem orðið er eins árs eða tveggja em alls kon- ar trékubbar hentugir, við mæi- um ekki með plastkubbum fyrir þennan eldursflokk, þeir em of léttir. I>á era trépýramídarnir rússnesku, allavega litir hring- ir sem settir em á pinna. Einri- ig em slagtrén skemmtileg fyrir lítii böm, það cr lítið borð með þykkum trénöglum og fylg- ir hamar til að slá þá niður með og það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að allt er þetta í hinum fegurstu litum. Enn eitt sovézkt leikfang fyTir lítil böm er stöng með hjólum á endanum og kúlum sem snú- ast þegar bamið ýtir stönginni eftir gólfinu. Ekki má gleyma því að strax frá þessum aldri fer bamið að fá þörf fyrir að kjassa og gæla, þá er rétt að gefa þeim bangsa eða brúðu sem þölir mikið hnjask, fínni brúður og vand- meðfamari má svo gefa böm-. um sem orðin eru eldri, við töl- um hér viljandi um böm og ekki telpur, því við höfum ekki orðið vör við annað en Iftlir drengir hafi alveg eins gaman af að þykjast vera pabbar eins og telpurnar mömmur, a.m.k. meðan þeir sem eldri era hafa ekki innrætt þeim eitthvað annað og ankannalegt sjónar- mið. A sama hátt er sjálfsagt að gefa telpum bíla og fieira sem oft er flokkað sem drengja- leikföng, mætti t.d. benda á einstaklega sterka bíla úr vinyi, sem lítur út líkt og plast en er miklu endingarbetra. Eitt leikfang fyrir böm inn- an skólaaldurs ætlað 2—5 ára®" vekur athygli okkar, það er tréþlata með lausum útskomum myndum sem teknar era úr og bamið á síðan. að raða í rétta staði. Þetta er ekki of erfitt og þó ekki of létt, við fengum að reyna leikfangið á tveggja ára bami, sem var 10 mínútur að skiija hvað ætti að gera, síðan eru liðnir nokkrir dagar og bamið hefur unað sér við þetta meira og minna á hverjum degi. Fyrir heldur eldri böm er óhætt að mæla með t.d. klukk- um og pinnaspilum, sem eru þannig gerð að marglitum plast- pinnum er raðað á götótt spjald og þannig búnar til myndir, perlur til að draga á band eru vinsælar, brúðuhúsgögn og mat- arstell, bollastell, pottar og pönnur, al'lt eru þetta sígild leikföng. Þá má ekki gleyma mekkanóinu, gamla jámmekka- nóið er nú minna notað ög meira verið með trémekkanó með skúffum, hólfum og öðr- um hlutum úr plasti. Þessi leik- föng eru ætluð bömum frá þriggja til tólf ára, það er að sjálfsögðu misjafnt hvað þeim tekst að ná út úr hlutunum en öll fá þau útrás fyrir sköp- unarþörfina. Alveg nýtt á markaðnum núna er kögudeig, með kefli, mótum og öllu tilheyrandi og kemur þetta í staðinn fyrir drullukökumar áður fyrr, en eins og allir vita getur verið talsvert erfitt að komast í drullukökubakstur nú á dögum, a.m.k. þegar maður á heima í borg. Að sjálfsögðu er deigið ekki ætt og sé þess gætt að geymá það í dósunum sem það kemur í, harðnar það ekki heldur. Deigið má að sjálfsögðu nota lfka sem leir, þ.e. móta úr því ýmsa hluti aðra en kök- ur. Mjög falleg ítölsk brúðu- rúm og vöggur með brúðum er einnig nýtt á markaðnum þetta árið. Þannig mætti halda áfram að telja upp í það óendanlega og verður einhvers staðar að láta staðar numið, er þó rétt að minna að lokum á sleðana úr plasti, sem nú eru að verða sem vinsælastir — „þeir drífa alla aðra“ sagði ein átta ára okk- ur, og svo eru það spilin fyr- ir eldri bömin, fótboltaspii, fjölfræðispil, já allavega spil, sem ævinlega eru velkomin dægrastytting. Fyrir kunningja sem gaman hafa af að grínast, fullorðna eða böm, viljum við benda á alls konar hrekkjaleikföng. (Reynd- ar sagðist Ingimar nú bara reyna að fela þetta dót meðan á jólaösinni stæði!) Má nefna sem dæmi spæld egg úr plasti, köngulær, mýs og fleiri kvik- indi sem hoppa uppúr vindla- kössum eða bókum, spýju úr plasti sem lögð er á fínt gólf- teppi til að hrella húsmóðuriría, ja, það er kannski bezt að segja ekki meir. Þó megum við til með að segja söguna af iðn- nemanum sem í fyrra hellti bleki yfir skólasystur sína sem klædd var hvítri kápu. Hún brást auðvitað hin reiðasta við og hljóp beint til skólastjórans og klagaði, ætlaði síðan að sýna kápuna, en viti menn: blekið var horfið. — Daginn eftir kom allur bekkurinn og keypti undrablekið. Þau hjónin segja okkur að Iokum, að ekki sé enn mikið farið að verzla fyrir jólin, en fólk sé talsvert farið að koma með bömin og leyfa þeim að skoða og fiska þá eftir því um leið í hvað þau Iangi. — Reykjavíkurbömin eru náttúrlega orðin þessu svo vön, segir Sigþrúður. En það skemmtilegasta sem ég veit er að fá hingað í búðina böm ofan úr sveit, sem aldrei hafa áður séð svona mikið af leikföngum samankomin. Þau trúa ekki sín- um eigin' augum og eru svo innilega glöð yfír að fá að skoða þetta, jafnvel þótt þau séu ekkert að kaupa. — vh Nýnazistar telja sig fá 60 fil 90 þingsæti í Bonn HAMBORG 29/11 Einn helzti leiðtogi flokks nýnazista í Vest- ur-Þýzkalandi, NDP, Otto Hess, segir í viðtali við vikublaðið „Der Spiegel“, að búast megi vi3 að flokkurinn fái 60—90 sæti á sambandsþinginu í Bonn i næstu þingkosningum 1969. Hann kvaðst sannfærður um að flokk- urinn myndi spjara sig enn bet- ur í kosningunum á næsta ári til fylkisþinganna í Neðra-Sax- landi og Slésvík-Holstein en • i nýafstöðnum kosningum í Hess- en og Bajern þar sem hann hlaut 8 prósent atkvæða. Kínverjar kaupa r I PEKING 28/11 — Kína hefur samið um kaup á miklu magni af tilbúnum áburði frá fimm löndum Vestur-Evrópu, Vestur- Þýzkalandi, Frakklandi. ítaliu, Sv’-ss og Belgíu. Kínverjar munu kaupa 3 miljónir lesta af tilbún- um áburði fyrir 22 miljónir doll- ara. Vesturþýzkt félag mun ann- ast flutning áburðarins sem verð- ur 300 skipsfarmar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.