Þjóðviljinn - 01.12.1966, Side 7

Þjóðviljinn - 01.12.1966, Side 7
/ Harkaíeg Framhald á 5. síðu. staerilæti og þeirri heimskulegu afstöðu að láta aldrei undan. Hinar fyrirhuguðu sáttaumleit- anir dómsmálaráðuneytisins voru aldrei nema orðin tóm. þar réð sofandahátturinn og sinnuleysið ríkjum, Og er ekki vansalaust af þeirri stofnun að láta þennan mann gegna störf- um eftir að ég afhenti yður bréf það er dagsett er 9. sept- ember. Ef mál þetta hefði þá þegar verið tekið þeim tðkum er þér töluðuðvum. hefði aldrei til þess ama komið. Því þætti mér vænt um ef þér vilduð gera mér grein fyrir af hverju umrætt bréf var sent. til Markúsar Einarssonar til skriflegrar umsagnar sem svo aldrei kom. Var það kannski liður í umræddri sáttaumleit- an? Ef svo er, af hverju var Markús látinn komast upp með að skila ekki nefndri umsögn? Bar ég Markús ekki nægilega stórum sökum til að rannsókn færi fram á sannleiksgildi þeirra? Það var náttúrlega þægilegra að bola mér úr starfi en viðurkenna öll sín svik i sambandi við ráðningu mfna f vor, td. er hann hafði ekki einu sinni leyfi frá réttum aðilum, þ.e.a.s. fjármálaráðuneyti, til að greiða mér það kaup er hann réð mig til vinnu fyrir. Svo var það náttúrlega ódýrara að láta fanga sjá um starf mitt. Ekki gera þeir stórar kaupkröf- ur. 1 11. kafla 24. gr. í reglu- gerð um vinnuhælið á Litla- Hrauni segir: „Fangelsisstjóri ræður starfs- menn og víkur þeim úr starfi, ef honum þykir ástæða til, þó þarf samþykki dómsmálaráðu- neytisins til.“ Var það samþykki fyrir hendi 20. okt. þegar mér var formlega sagt upp og borinn út? Hvaða skýringu get ég fengið á bvf að mér var ekki sagt upp vinnu og húsnæði með löglegum fyrir- vara og á löglegan hátt, held- ur gripið til svo ruddalegra að- gerða sem raun ber vitni? Mér finnst málstaður Markúsar ekki svo glæsilegur að hann gæti bætt þessum gerræðislegu að- gerðum við. Hvemig komst hann inn um læstar dyr f eld- hús, stofu og svefnherbergi? Naut hann ef til vill aðstoðar einhvers þeiiTa manna sem hann er settur til að gæta? Ekki hef ég trú á að hann hafi notið aðstoðar fyrrverandi vinnufélaga minna af Litla- Hrauni, enda veit ég ekki til að þeir geti státað sig af þeirri kunnáttu er til þess þarf. Enda hugsa ég að Markús Einarsson hafi ekki skapað sér þær vin- sældir meðal starfsmanna þar að hann hafi getað höfðað til vináttu þeirra eða vinsælda sinna til að fá þá til að taka þátt í þessari. svívirðilegu að- för sem mannvonzkan ein virð- . ist stjóma. Ég hef beðið lögfræðing minn um að koma fram kæru á hendur Markúsi Einarssyni for- stjóra á Litla-Hrauni fyrir það misferli og virðingarleysi fyr r eignum annarra er hann hefur gert sig sekan um og ég hef hér skýrt frá. Auk þess hef ég beðið hann að kæra þjófnað er hefur átf sér stað úr búslóð minni. Ekki veit ég hver fram- kvæmdi þann verknað. Það kemur í hlut réttvísinnar að upplýsa það. Ég tel víst að dómsmálaráðu- neytið sé ábyrgt fyrir öllu því tjóni er ég hef orðið fyrir af völdum þessa óhappamanns. Ég vil bjóða yður að koma hingað í Selásblett 22A, í hús Kolbeins Steingrímssonár og kynna yður ástand þeirra muna er um er rætt, eða senda yðar fulltrúa. Ég reikna ekki með að Markús Einarsson hafi áhuga fyrir að skoða það dót nánar, en ef svo væri er hann velkominn. Svo vil ég taka fram að ég er til viðræðna við fulltrúa ráðuneyt- isins hvenær sem er næstu daga um bætur á tjóni því er ég hef orðið fyrir. Mér fyndist það vera til að kóróna skömmina ef ég þyrfti að sækja það mál fyrir dómstóla. Enn á ég margt eftir ósagt á Fimmtudagur 1. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlDA J framkoma á Litla-Hrauni þessum vettvangi. Ég þarf að skýra yður frá tildrögum þess ósamkomulags er varð milíi okkar Markúsar í upphafi, enn- fremur aðstöðu þeirri er mat- sveini á Litla-Hrauni var ætl- að sl- sumar, heilbrigðisástand og fl., en margt af því er svo hart undir tönn að ég læt það bíða um sinn. Því miður hef ég orðið að velja þennan við- ræðumáta, vegna vissra örðug- leika á beinu viðtali sem væri þó í alla staði heppilegra. Ef forstjóri á Litla-Hrauni hefur vald til að bera mig út svo ó- vægilega, af hverju beitti hann þvf ekki til að rýma hús það á Eyrarbakka er mér var í upp- hafi lofað til fbúðar en fékk aldrei? Mér finnst það kald- hæðni að íbúar þéss húss sem var fjölskylda matsveins þess er gegndi störfum á Litla- Hrauni næst á undan mér, skyldi fá að búa í því húsi í 5 mánuði frá uppsögn matsveins- ins, en ég skyldi vera borinn út jafnvel áður en mér var fórmlega sagt upp. Læt égsvo útrætt um þennan útburð í bili. Tildrög ósamkomulags okkar Markúsar f upphafi voru mat- arræði á Litla-Hrauni. 1 þeim efnum hvatti hann mig til mjög mikils spamaðar, svo mikils að fáránlegt mátti teljast. I reglu- gerð um vinnuhælið á Litla- Hrauni er kveðið á um matar- ræði, þar segir svo: „í morgun- verð skal vera brauð með á- leggi, ásamt hafragraut og nýmjólk eða skyrhræring og mjólk. Á hverjum degi skal vera heitur matur í miðdegis- mat og kvöldverð. Kjöt skal vera þrjá daga í viku. Brauð með áleggi sé með eftirmið- degiskaffi. Allir fangar skulu fá matarskammt eftir þörfum.“ Þetta er ekki nógu greinilegt. Þáð er talað'-um brauð með á- leggi, en með hverju á að smyrja það, smjöri eða smjör- ’lfki? — og hvaða álegg má nota? Ræður matsveinninn því eða forstjórinn? Kjöt skal vera þrjá daga í viku segir svp. En við hvað er átt með því? Eiga að vera 3 kjötmáltíðir í viku eða 6? Og hvemig er það, ræður matsvéinninn hvers kon- ar kjöt er notað eða forstjór- inn? Þama varð fljótt mikill ágreiningur milli mín og for- stjóra. Ég tel ekki vera þörf á yfirmatreiðslumanni á Litla- Hrauni, ef maður sem ekkert kann til matargerðar á að segja honum algjörlega fyrir verkum bara ef hann er titl- aður forstjóri. Og ég er ekki svo auðsveipur að ég láti hvem sem er hafa áhrif á mig til að brjóta þær reglur er kveða á um matarræði á Litla- Hrauni. Þar með var friðurinn úti. Hugsið yður, herra minn, að þér væruð kokkur og gerðuð pöntunarlista eins og þvístarfi fylgir. En svo þegar listinn væti korpinn af stað í verzlunina kæmist einhver ódæll götu- strákur í hann og strikaði út meira en helming þess er þér pöntuðuð en skæri hitt niðúr um helming. Gætuð þér séð um yðar starf ef margar slíkar endui-tekningar yrðu? Það er á- kaflega erfitt, það get ég sagt yður. Mér finnst að svo gegnd- arlaus sparnaður eigi ekki að koma fram í öfsóknum og neð- anjarðarstarfsemi ef svo má að orði komast gagnvart mat- reiðslumanni, heldur beri að beina honum inn á aðrar braut- ir, t.d. að annar bíll vinnuhæi- i.sins, sá minni, væri notaður til daglegra útréttinga hælisins, t.d. í þágu eldhúss og varð- stofu, en ekki prívat fyrir for- stjóra- Hefur forstjóri leyfi til að refsa föngum, öllum sem einum, með þv£ að banna matsveini notkun matarkex i óákveðinn tíma? Er það ekki gert á kostnað matsveins að vissu leyti? Ef þér ef- izt um að þetta hafi verið gert þá spyrjið forstjóra; ef hann segir nei, spyrjið þá fanga og starfsmenn hælisins. Ennfremur verð ég að efast um að forstjóri hafi vald ti) að banna notkun nauðsynja- vöru svo sem krydds ýmiskon- ar og grænmetis á niðursettu verði þann litla tíma ársins þegar það er á boðstólum. Hér sjáið þér upphaf ósam- komulags okkar Markúsar en þar með er ekki öll sagan sögð. Það var um það samið að ég sæi um allar útréttingar fyrir eldhús nema bæjarferðir, það er ferðir til Reykjavíkur, og hefði til þess minn bíl. Hver getur borið mér á brýn að ég hafi ekki staðið við þann hluta samningsins? Og þá er komið að kaupinu. Svo var um samið að ég hefði 17 þúsund krónur fyrir mánuð hvem miðað við 44 stunda vinnuviku. Markús heldur bví hinsvegar fram að ég hafi ráð- ið mig fyrir 17 þúsund kr., burtséð frá vinnu eða að ég hefði tekið starfið að mér fyrir 17 þúsund kr., og borgaði mér þvi samkvæmt 13. launaflokki opinberra starfsmanna rúmar 9 þúsund kr. á mán. miðað við 44 stunda vinnuviku. Og síð- an eftir- og helgidagavinnu eftir dúk og disk þar til komn- ar voru 17 þús. kr. Hvernig væri nú að félags- samtök matréiðslumanna gæfu okkur upp sinn taxta semværi gildandi í þessu tilfelli? Eða viljið þér kannski gefa mér upp kaup það og fríðindi er fyrirrennari minn á Litla- Hrauni hafði og það væri síðan haft til hliðsjónar, þegar að upp- gjöri kemur? Það skyldi þó aldrei vera að honum hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi haft of mikið kaup? Er yður kunnugt um að kaup- trygging matsveina á fiskiskipa- flotanum er um 16.000 ’kr.? Er yður kunnugt um hversumik- il vinna.er í því fólgin aðvera matsveinn á Litla-Hrauni? Þar er ekki nema einn matsveinti, yfirmatsveinninn, en hjálpar- lið allt eru fangar. Það tel ég ennfremur vera mjög vafasam- an sparnað. Eins og þér vafa- Jaust vitið eru allir starfsmenn vinnuhælisins í fyrsta lagi gæzlumenn. Þetta leiðir tilþess að matsveinninn má aldrci skilja fanga einan eftir í eld- húsi, því eins og Markús segir er matsveinn. ábyrgur fyrir þeim mönitum er hann hefur sér til aðstoðar í eldhúsi. ■ Þetta leiðir aftur af sér að vinnutími matsveins verður langur, mjög langur, og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég réði mig að Litla-Hrauni í vor. Finnst yður trúlegt að ég færi að vinna undir taxta matsveina jafnt lærðra sem ólærðra, og jafnvel undir taxta opinberra starfsmanna eins og Markús ‘vill halda fram? Ennfremur vil ég taka fram að á Litla-Hrauni er gerð sú krafa til matsveins að hannsé bakari líka. Hreinskilnislega sagt finnst mér það lýsa gáfnaskorti hjá Markúsi að ætla sér að telja mönnum trú um að ég hafi tekið þetta. starf að mér fyrir 17 þús. kr. á mánuði. Húsnæðismál mín í ráðn- ingarsamning mínum ætla ég ekki að eyða orðum frekar að. en ég er búinn hér. Þá er komið að vinnuskll- yrðum þeim, er mér var boðið uppá i sumar svo og heilbrigð- ismál í þvi sambandi. Eins og þér kannski vitið er eldhús- ið á Litfe-Hrauni í kjallara hússins. Þar er yfirleitt þungt og rakt loft- Þar er engin vifta til að blása hreinu lofti inn eða soga óloftið út. Þar eru þrír gluggar opnanlegir, en vegna grinda sem eru fyrir öll- um gluggum er ekki hægt að opna þá nema að vissu marki, þannig að um það bil 5 cm rifa verður þar sem hún er breiðust. Ekki kom til nokkurra málaað eyða fjármunum i loftræstingu bó ég óslcaði eftir. — Úr eld- húsi er innangengt í búr- Þar er lúga eða litlar dyr til þæg- inda fyrir matsvein. Nú benti^ ég Markúsi á hve þægilegtværi að setja þar. nokkurskonar grindahurð sem væri til loft- ræstingar og alltaf lokuð þó. Það þótti honum mesta fjar- stæða og ekkert nema bruðl á fjármunum ríkisins. En hitt var aukaatriði þó nærri væri ó- líft í eldhúsinu á matmálstím- um fyrir hita og ólofti, aö ég ekki tali nú um þegar gamla kolavélin var í notkun. A Litla-Hrauni er nefnilega stór og mikil rafnjaPnseldavél. En sá stóri galli er á henni að hellumar eru orðnar slitnar og biluðu reglulega tvisvar í mán- uði. Þó mátti ekki kaupa nýj- ar hellur — heldur gera við þær gömlu. Ég vil taka það fram að það er ekki forsjá Markúsar sem hefur forðað því að orðið hafi alvarleg slysbæði á mér óg aðstoðarmönnum mínum í sumar. Það er svo undarlegt að þegar þessarheli- ur bila leiðir út i þeim og af því gætu hafa hlotizt slys í hvert skipti sem þær biluöu í sumar. Hjá því hefði verið hægt að komast með þvi að kaupa nýjar .hellur. Hki það hefur sennilega þótt of dýrt. Inn af eldhúsinu er kæliklefi. Hann var í ólagi í allt sumar. Kannski viljið þér athuga mál- ið og reyna að sannfæra Mark- ús um það. Mér hefur enn ekki tekizt það og af þvf hefur hlotizt skaði sem skrifast sem matarúttekt á Litla-Hrauni. Þegar ég byrjaði vinnu á Litla- Hrauni f vor fannst mér skrit- ið að ekki var kaffikanna i eldhúsinu, heldur var kaffi lagað í emeleraða skolpfötu. Þetta kom til af því að kaffi- kannan var biluð og var é verk- stæði. Svo fyrir slysni bilaði hún fljótlega aftur er hún var komin úr viðgerð,J ofhitnaði og bráðnaði lóðning. Stakk égupp á þvi að til að fyrirbyggja slíkt framvegis yrði settur á hana svokallaður útsláttarrofi. En því var neitað, eins, og öðru er til umbóta hefði getað orðið í eldhúsinu. Heldur varð ég að nptast við skolpfötunai í rúman mánuð meðan viðgerð fór fram. Seinnipartinn í júlí bilaði vaskurinn f eldhúsinu á Litla- Hrauni, þannig að allt sem út átti að renna kom út á eldhús- gólf. Var nú brugðið við eftir hæfilegan biðtíma og keyptur nýr vaskur, sem reyndist svo oí lítill. En vatnslás fékkst ekki á sama stað svo honum var bara sleppt. Það var ekki fyrr en eftir mániuð er ég keypti sjálfur vatnslás í Reykjavíkað hægt var að taka vaskinn í not- kun. Þó varð ég að biðja einn gæzlumannanna að tengja vaskinn' f sínum frítíma, þar sem annir voru svo miklar við smíði færibands þar á staðnum og engan mann var hægt að missa í það verk f nokkra daga. Allan þann tima þurfti ég að láta sækja vatn upp á salemi það er allir fangar gengu um oft á dag, þar sem þar eru líka handlaugar til þvotta. Mánærri geta hve mikill áhugi rikti fyrir heilsufarinu hjá forstjóra hælisins meðan á þessu ástandi stóð. Allt skolp var borið út á hlað og uppvask fór fram f pottum og kimum þeim er ég hafði yfir að ráða. Þá er eftir að víkja aðtækja- skorti. Á Litla-Hrauni er eng, inn brauðhnífur til eða áleggs- skurðarvél. Þar voru ekki tíl kaffikönnur £ sumar, þannig að hver maður fengi sina könnu, heldur stóð allur friður og féll með því hve stundvíslega fang- ar mættu i mat. Þar var ekki til nóg af diskum þannig að allir gætu borðað f einu eða matskeiðar, þar var til einn haldarlaus hraðsuðuketill á aldrinum 10 til 20 ára. Þar var ekki til sög ef saga þurftikjöt. Þar var ekki til þitabox þannig að hver maður hefði sitt, fangar urðu að drekka kaffi sitt af stút úr hitabrúsum því ékki voru til ílát til að drekka úr, Þannig gæti ég lengi taliðupp bað sem vantaði, en ekki mátti kaupa, svo fjárreiðumar eklri gengju úr skorðum. Margt á ég enn ósagt, en læt það bíða. Þar sem það virðist vera ásetningur dómsmálaráðu- neytisins að Markús Einars- son hafi úrslitavald í deilu okkar sé ég mér ekki annað fært en vísa algjörlega á bug ásökunum um að ég hafi stokkið úr vinnu fyrir- varalaust og án ástæSu- Ég hef hér gért gréin fyrir þéim ástæðum er urðu til þess að ég lagði niður vinnu og var Markúsi vel kunnúgt um þær ráðagerðir. En honum er líka vel kunnugt um að hann cr fulltrúi dómsmálaráðuneytistns á þessum stað og skákar í þvf skjóli. Herra ráðuneytisstjóri. Hverjum sem er er héimílt að trúa því er hann álítur rétt og hverjum sem er er heimilt að efast um það, er hann álítur rangt. Þér getið aflað yður sannana fyrir fléslu af því sem ég hér hef sagt, með viðtölum við fanga og gæzlumenn á Litla-Hrauni. Af- ganginn mun ég sjálfur sanna ef óskað verður eftir því. Virðingarfyllst, Axel Svanbergsson. Guðjón Styrkársson hæstáréttarlögmaður AUSTURSTRÆTl 6. Sími 18354. Smurt brauð Snittur við Öðinstorg. Simi 20-4-90. Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Brötugötu 3 B. Sími 24-6-78. <S> BRl DGESTON E HJÓLBARÐAR Síaukin sa!a sannargæðin. BRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. &RI ÐGESTON E ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 SÍMASTÓLL Fallegur - vandaður Verð kr. 4.300.00. Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7. Sími 10117 TRIUMPH undirfatnaður í fjölbreyttu úrvali. ELFUR Laugavegi 38. Snorrabraut 38. BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR + Sími: 24631 SÆNGUR Endurnýjuro gömlu sæng- umar. eigum dún- og fið- urheld ver. æðardúns- og gæsadúnssængur og kodda af vmsum stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Siml 18740 (örfá skref frá Laugavogi) KMlÆi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.