Þjóðviljinn - 10.12.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. desember 1966. Otgeíandi: Samelnlngarflokkux alþýdu — Sósíalifitaflokic- uriim. Ritetjórar: Ivai H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Suðmundsson. Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur lóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftaarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Mannréttindi J dag eru liðin rétt átján ár síðan mannréttinda- yfirlýsingin var samþykkt á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, sú frelsisskrá um jafnrétti og mannhelgi sem túlkaði þær vonir sem mannkynið batt við sigurinn yfir fasismanum. Ein kveikja mánnréttindaskrárinnar var hin kunna yfirlýsing Breta og Bandaríkjamanna, kennd við Atlanzhaf, sem átti aldarfjórðungsafmæli í .haust. Þar var því lýst sem megintilgangi heimsstyrjaldarinnar „að tryggja rétt allra þjóða til þess að velja sér sjálf- ar það stjómarfar sem þær vilja lifa við . . . koma á friði sem geri öllum þjóðum kleift að búa í ör- yggi innan landamæra sinna; sem tryggi öllum mönnum 1 öllum löndum líf án ótta og skorts“; þar var og lögð áherzla á ráðstafanir til að koma í veg fyrir „að þjóðir hóti eða geti hótað að beita valdi utan landamæra sinna“. Önnur kveikja mannrétt- indayfirlýsingarinnar voru alþjóðalög þau um stríðsglæpi sem sigurvegararnir samþykktu í styrj- aldarlok og beittu fyrir tveimur áratugum; þar voru .talin upp þau.. óhæfuverk gegn þjóðum og einstaklingum sem engin ríki mættu fremja. Með samþykkt mannréttindaskrárinjnar voru dregnr ar ályktanir af þessum forsendum; Sameinuðu þjóðirnar settu sér siðareglur um hegðun ríkja og einstaklinga. j^Jvo undarleg hefur þróunin orðið að nú, réttum 18 árum síðar, virðast bandarískir valdamenn líta á Atlanzhafsyfirlýsinguna og mannréttinda- skrána sem refsilöggjöf, upptalningu á afbrotum sem forðast beri. Alþjóðalögin um stríðsglæpi hafa í staðinn verið gerð að eftirsóknarverðum siðaregl- um. í árásarstyrjöldinni í Víetnam er brotið þver- lega í bága við þau markmið sem Roosevelt og Churchill boðuðu fyrir aldarfjórðungi um rétt allra þjóða til að velja sér stjómarfar og búa í ör- yggi' innan landamæra sinna. Hver einasfa grein mannréttindaskrárinnar er þverbrotin dag hvern meðan fullkomnasta hernaðarvél heims leiðir dauða og tortímingu yfir fátæka og varnarlitla smáþjóð. Hvert einasta afbrot sem þýzkir nazistar voru dæmdir fyrir í Niimberg hefur verið framið á nýjan leik 1 Víetnam, sum á algerari hátt en dæmi eru um fyrr í mannkynssögunni. Hin siðferði- lega niðurlæging bandarískra ráðamanna er til marks um það að því miður em það enn kaldrif juð lögmál auðs og valda sem ráða í veröldinni, en ekki siðferðilegt mat og hugsjónir. Hvers virði eru mannréttindi í samanburði við dollarann. ^fmæli mannréttindaskrárinnar er tilefni þess að víða um heim er í dag efnt til mótmælaað- gerða gegn ofbeldisstyrjöld Bandaríkjanna í Víet- nam, almannasamtök halda fjöldafundi, verklýðs- félög boða til mótmælaverkfalla. En ekki á ís- landi. — m. Dregið verður í símahapp- drætti SLF 23. desember Undanfarna tvo mánuði hef- ur símahappdrætti Styrktarfó- Iags Iamaðra og fatlaðra verið í fulium gangi og verður dreg- ið . 23. descmber. Tilgangur happdrættisins er að stuðla að því að hægt verði að koma á Iagrgirnar ýmsum verkefnum sem félagið vinnur nú að t. d. í sumardvalarheimilinu í Reykja- dal í Mosfellssveit. 1 ár komu 424 sjúklingar í sefingastöð félagsins að S.iáfn- argötu- 14, yfirlæknir stöðvar- innar er Haukur Kristjánsson, læknir og auk hans starfa þar Haukur Þórðarson og Sverrir Bergmann, læknar, og forstöðu- kona er Jónína Guðmunds- dóttir, sjúkrabjálfari. Á sumardvalarheimili félags- ins í Reykjadal dvöldust um 40 fötluð böm i 2Vi mánuð og fengu bau æfingameðferðir hjá sjúkrabjálfara og súndæfingar hjá sundkennara. Á undanförn- um árum hefur stöðugt verið unnið að stækkun og endur- bótum á heimilinu. Þegar félag- ið keypti Reykjadal í Mosfells- sveit var bar ekkert kalt vatn, en hinsvegar nægilega heitt vátn til upphitunar og til sund- laugar auk venjulegrar notk- unar. Var bá ráðizt í að leggja bráðabirgðavatnslögn frá Hrís- brú, en leiðslan var lögð of- anjarðar og dugði bví aðeins yfir sumartímann. I september sl. beitti stjóm Styrktarfélags lamaðra ogfatl- aðra sér fyrir bví að Vatns- veitufélagið Víðir var stofnað til bess að leggja vatnsveitu sem yrði nægjanleg fyrirsum- ardvalarheimili Reykjavíkur- borgar og öll önnur býli í hverf- inu. Framkvæmdir hófust bá begar og hefur nú verið lögð 4 km löng aðalleiðsía frá Lax- nessdýjum að Reykjahlíð og WWWWWWAAAAAAAAAAAWAWWWVAAAAAVWAAWAAAAVWWVVAAAAAAAAAAAWWWWWYAAAA vWYAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA ' Frá sumardvaiarheimili SI.F í Reykjadal. flestar heimæðar bá begar og var vatn komið í flest hús í hverfinu upp úr miðjum nóv- ember sl. Á árinu var stofnuð Kvenna- deild Styrktarfélags lamaðraog fatlaðra, og eru félagar 96 konur. Stjórn deildarinnar skipa Jónfna Guðmundsdóttir, form., Margrét Þórisdóttir, ritari og Matthildur Þórðardóttir, gjald- keri. . Stjórn Styrktarfélassins hugleiðir nú að hefja rekstur heimavistarskóla í Reykjadal næsta haust, fyrir fötluð böm. Þar munu þau stunda venjulegt skyldunám en fá auk þess nauð- synlegar æfingameðferðir- Reykjavíkurborg hefur út- hlutað félaginu lóð að Háaleit- isbraut 13 í Reykjavík til þess að byggja þar nýja æfingastöð og er ætlunin að selja Sjafn- argötu 14 og nota féð til bygg- ingár nýjú stöðvarinnar. '** Einstefnuakstur seitur á nokkrar götur í Hlíðunum Sl. þriðjudag samþykkti borg- arráð Reykjavíkur tillögu um- ferðarnefndar Reykjavíkur um að setja einstefnuakstur á Barma- hiíð, Mávahlíð, Drápuhlið og Rlönduhlíð til austurs frá Löngu- lilíð að Stakkahlíð. Jafnframt var samþykkt að stöðubann verði að sunnanverðu við þessar götur, en bifreiðastæði Ieyfð að norðan- verðu á skrásettum bifreiðastæð- um. Þessar götur hafa, austan Lönguhlíðar, verið með tvístefnu- akstri og stöður bifreiða verið beggja vegna á götunum. Áríð 1963 var einstefnuakstri komið á þessar götur, vestan Lönguhlfð- ar, með skálögðum bifreiðastaeð- um norðan megin og bóttu þær ráðstafanir til mikilla bóta. Allar liggja þessar götur að Stakkahlíð, en austan hennar er fjölmennt fbúðarhverfi við Boga- hlíð, Grænuhlfð og Stigahlíö. Fer mikil umferð að og frá hverfinu um fyrmefndar götur, einkum þó Barmahlíð, sem er í beinu fram- haldi Bogahlíðar. Gert er ráð fyrir að með þessari breytingu dragi allverulega úr umferð um fyrmefndar íbúðargötur. Umferð að Bogahlíð fer bó. þrátt fyrir þessa breytingu, áfram um Barmahlíð, en skipulagning á bif- reiðastæðum dregur verulega úr slysahættu. ★ Bifreiðastæðin í götunum eru öfug við hina almennu reglu í einstefnuakstursgötum. Ástaeðan er sú, að gangstétt er eingöngu að sunnanverðu og þar standa húsin mjög nálægt götunni, en að norðanverðu eru allstórir for- garðar milli húsa og götu. Við breytinguna í hægri handar .akst- ur er líklegt, að ekki þurfi að brejda akstursstefnunni og verða bá bifreiðastæðin samkvæmt hinni almennu reglu. (Frá Umferðamefnd Rvíkur.) I JOLABÆKU RNAR Steinaldarþ jóð ■ Þar er lýst dvöl mannfræðings hjá frum- stæðustu mönnum þessarar jarðar: frum- byggjum Nýju Gíneu, háttum þeirra og siðum, átrúnaði og híbýlakosti, af sam- úð og skilningi, og skýrt með miklum fjölda litmynda. Himneskf er að lifa9 ævisaga Sigurbjarnar í Vísi. Þetta er ekki þurr upptalning æviatriða. Frá- sögnin gneistar af lífsánægju og frá- sagnargleði, sem smitar þann sem les og hálfgleymdir atburðir koma hér fram sem gamlir vinir í nýju Ijósi. f svipmyndum Steinunn S. Briem talar við 55 menn um allt milli himins og jarðar. Viðtölin verða alls 100 og er þar bæði saman dreginn mikill fróðleikur og margt ber á góma sem forvitnilegt er að kynnast. Ljós í myrkrinn Fagurt mannlíf í myrkviði hörmunganna. Sigríður Einars frá Munaðarnesi þýddi bókina. Leiósögn fil lifshamingjn II. Hin stórmerka bók eftir Martinus. Spakmseli Yogananda eftir höfund bókarinnar ,,Hvað er bak við myrkur lokaðra augna?". Kemur út um miðjan mánuðinn. Bók ííuðríinar frá Lnndi, en bókin verður eins og endranær upp- seld fyrir jól. Þetta eru iélabækurnar. Kynnið yður þessar bækur o«r verð beirra áður en þér veljið jólatiiöfina. aawaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaawvwyaaawwwwwaavaaaawwaaaawaaaaaavaaaaaaaaaviaawwvaaaaaawyavwaaaaavvaaaaaaaaaaaayaaaavaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.