Þjóðviljinn - 10.12.1966, Síða 12

Þjóðviljinn - 10.12.1966, Síða 12
Rætt á Alþingi utn fækkun prestakalla — ný embætti og „kristnisjóð” Gínandi andstæður milli siðgæðis kristninnar og gróðaþjóðféiagsins Laugardagur 10. desember 1966 — 31. árgangur — 283. tdlublað Póstmannadeilan: □ Alþingismenn kappræddu aftur í gær um presta-^ köll og kirkju og siðgæði. Var fran^ haldið í neðri deild 1. umræðu stjórnarfrumvarpsins um skipun prestakalla og prófastsdæma og kristnisjóð, sem sagt var frá í föstudagsblaðinu. Góðir vitnisburðir Jóhann Hafstein kirkjumála- ráðherra var mildari í máli á fundinum í gær til þeirra sem talað höfðu í málin'u og þakkaði Gunnari Gíslasyni og Ágúst Þor- valdssyni ræður þeirra frá fimmtudagsfundinum, hér væri spurt hvort söfnuðimir hefðu sagt sitt orð, en hitt mundi fulit eins þarflegt að segja söfnuðun- um sitthvað, og hér hefði risið upp eini prestur þingsins, séra Gunnar, og fagnað breytingunum, með þvi hefði hann sýnt meiri manndóm en aðrir temjasérbæði á Aiþingi og utan þess. Ræða Ágústs hefði borið vott miklum siðgæðisþrpska og vilja til að efla siðgæðisþroska í landinu, en þeim mun hörmulegra væri að Fundurí Sósíalista- félaqinu Eðvarð Sigurðsson Félagsfundur verður hald- inn í Sósíalistafclagi Reykja- víkur mánudaginn 12. des- ember, klukkan 8.30 í Tjam- X anrötu 20. Funtdarefni: SkipuIagsmáJ verkalýðs- hreyfingarinnar og síðasta þing ASf- Framsögumaður: Eðvarð Sigurðsson. Sagt frá Happdrætti Þjóð- viljans. Stjómin- hann hefði leiðzt til þess und;r lokin að fara að tala um að rik- isstjómin vildi fækka prestum og bændum og þessu frumvarpi væri stefnt gegn dreifbýlinu. Einari Olgeirssyni gaf ráðherr- ann þarrn vithisburð að hann myndi sízt verr kristinn en aðrir alþingismenn, nema þegar hann stæði í ræðustól. Kirkjunni væri hollt að fá gagnrýni og myndi það efla kirkjuna fremur en hitt ef ádrepa Einars fseri sem víðast. Valdið til Reykjavíkur Einar hélt enn alllanga ræðu og deildi fast á tilhneigingu yfir- manna kirkjunnar að draga vald úr höndum safnaðanna og til kirkjustjórnar í Reykjavik. Tók hann sem dæmi að fyrir nokkr- um ámm hefði verið reynt að fá prestkosningar afnumdar. Hann hefði þá talað á móti því að söfnuðimir væm sviptir rétt-. indum að kjósa sér prest, og það mél hefði ekki náð fram að ganga. Taldi Einar að vald safn- aðanna að kjósa prest hefði m.a. stuðlað að því að íslenzka kirkj- an væri talin nokkuð rúmgóð- f þessu frumvarpi kæmi þessi tilhneiging fram í viðleitni til að fækka prestum úti á landi en gefa biskupi heimild til að út- nefna allmarga embættismenn í staðinn. Um íslenzka prestinn í Kaup- mannahöfn sagði Einar í tilefni af orðum forsætisráðherra að það væri góðra gjalda vert ef maður sem skipaður væri í óþarft em- bætti yrði fundvís á einhver önn- ur störf, sem gætu að einhverju leyti réttlætt skipun hans. En Einar taldi miklu nær til að sjúkrahjálparstörfúm í Kaupm.- höfn yrði vel sinnt að þang- að væri ráðinn félagsráðgjafi, t.d. að íslenzka sendiráðinu í Höfn. Eins væri hér heima um marga þá þjónustu sem talað væri um að prestar ættu að annast, að hún væri betur komrn í hönd- um góðra félagsráðgjafa, hér skorti einmitt stórlega á almenna hjálp til fólks. sem ætti í vand- ræðum. Kristið siðgæði og voldug kirkja Einar vék nokrum orðum að ræðu Ágústs Þorvaldssonar; hann hefði tálað sem sá góði og trú- aði, saklausi sveitamaður, sem Framhald á 9- síðú. íshrafí 16 sjómílur norðvestur afKögri Fðstudaginn hinn 9. desember 1966, var ísinn útaf Vestfjörð- um kannaður af TF-SIF. Kl. 11.15 var lagt af stað frá Reykjavíkurflugvelli og haldið fyrir Jökui og þaðan eftir 12 mflna fiskveiðimörkunum til Vestfj. 16,0 sjóm. NV af Kögri var komið að íshrafli sem svar- aði til 1/10 til 3/10 að þéttleika- Þaðan var hajdið NA. að stað 67"25‘N 20°30‘V, þar var snúið og haldið með ísröndinni SV.-um að stað 65°25‘N 27°40V. Á þess- ari leið var ísinn nakvæmlega staðsettur. Frá stað 65°25‘N 27°40‘V var haldið á Garðskaga, en þaðan til Reykjavikur og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 16.00. Flogið var í 1000 fetum. , Veður á leíðinni NA 7—8 vind- ,(ig og éljagangur. Skipherra á TF-SIF í þessari ferð var Höskuldur Skarphéðins- son. Flugstjóri var Guðjón Jóns- son. Pólitískur áróður íMR Aukafólkið látið vinna eftirvinnu? Enn er allt vid sama í póst- mannadeilunni og hefur póst- mönnunum ekkert nýtt tilboð verið gert. Hafa póstmennirnir að nýju hætt að vinna yfirvinnu eins og frá var sagt hér í blað- inu í gær og standa þeir mjög einhuga að þessum aðgerðum. Nú er aðalánnatíminn hjá póst- inum að hefjast og mun póst- stjórnin ráða aukafólk til starfa fyrir jólin eins og venjulega. Mun ætlunin að láta það vinna yfirvinnu til þess að allt lendi ekk; í öngþveiti vegna yfirvinnu- vorkfalls hipna fastráðnu póst- manna og getur það víst ekki tal- izt verkfallsbroj. Óliklegt er hins vegar að lausráðna fólkið verði ginnkeypt fyrir því að vinna þannig gegn hagsmunum póst- 'mannanna og í mörgum tílfell- um verður líka lítt gerlegt fyrir óvant fólk að vinna við póstinn eitt saman án leiðbeiningar fastráðinna og vanra manna. Doktorsvörn við Háskólann I dag 1 dag fer íram í hátíðasal há- skólans doktorsvörn í lækhis- fræði- Gunnar Guðmundsson læknir ver þá ritgerð sína um flogaveiki á íslandi. Doktorsvörn- in hefst klukkan tvö síðdegis. Andmælendur af hálfu lækna- deildarinnar eru prófessorarnir di. Sigurður Samúelsson og dr- Tóroas Helgason. MORGUNBLAÐIÐ birti á fimmtudaginn grein eftir Heimdelling einn, sem hneykslast mjög á þvi, að nokkrir elztu nemendnr , Menntaskólans í Reykjavík skyldu látnir vita af B-lista hátíð- inni í Leikhúskjallaramfm 1. desember sl. REKTOR SKÓLANS, Einar Magnússon, birtir af þessu tilefni at- hugasemd í Mogga í gær, þar sem hann segir að um mistök af sinni hálfu hafi verið að ræða og harmi hann þau- — Ég verð að játa, segir hann í athugasemdinni að hér gæti verið um pólitískan áróður að ræða ... HEIMDELLINGURINN sem skrifaði Mogga á dögunum gleymdi því hinsvegar að benda á þann áróður sem félag hans hefur leynt og ljóst í frammi innan veggja menntaskólans. OG ÞAR SEM REKTOR mun ekki kunnugt um að Heimdallur, ' félag ungra Sjálfstæðismanna, hefur látið dreifa í kennslustofur MR fundarboðum og auglýsingaspjöldum, þá birtum við hér eina slíka Heimdallartilkynningu sem borin var í laligflesta bekki skólans fyrir fáum dögum. Kappaksturshifreið Sverris Mroddss. sýnd hjá Ford-umboði Kristjáns Kr. Næstu vikur verður kappakst- ursbfll af gerðinni Brabham Ford til sýnis í Ford-umboði Kristjáns Kristjánssonar að Suðurlands- braut 2. Eigandi bílsins er Sverr- ir Þóroddsson, sem hefur tekið þátt f kappaksturskeppnum víða í Evrópu í 3 ár og oft með ágæt- um árangri. í gærkvöld var sýnt í íslenzka sjónvarpinu hvar Sverrir ók í kappakstursbílnum á Suður- landsbrautinni þar sem umferð- in hafði verið stöðvuð smástund. f viðtali við blaðamenn sagði Sverrir að verið væri að athuga möguleika á því að hann fengi að aka eftir t.d. Hringbraut eða ■ Mikiubraut en hámarkshraði i bílsins er 240 km- Bíllinn heitir eftir frægum Ástralíumanni, Brabham, er var Unesco um esperanto PARÍS 9/12 — Á þingi UNESCO I París sem er rétt nýiokið var samþykkt samkvæmt tillögu full- trúa allra Norðurlanda m. a- að £ela framkvæmdastjóra stofnun- arinnar að grennslast fyrir um hver þörf sé fyrir alþjóðamál, eins og t.d- espenanto auk þjoð- tungnantna. heimsmeistari í ár í kapp akstri. Hann er 40 ára gamall og setti á stofn eigin bílaverk- smiðju rétt fyrir utan Londón fyrir nokkru síðan. Ef Brabham Ford væri íluttur inn til ÍSlands kostaði hann með venjulegum tollum um 900 . þús. kr. Han er 108 hö., vegur 400 kg. án ökumanns og mótorinn snýst á 10.000 snúningum á minútu. Aðspurður sagðist Sverrir hafa íengið áhuga á kappakstri fyrir 7—8 árum þegar hann var í Eng- landi við enskunám, enda væri oft sjónvarpað frá kappaksturs- keppnum þar, hann er nú 22ja ára gamall. 1 sumar .tók Sverrir þátt í 10—12 keppnum, flestum á Italíu- Eftir áramót fer hann til London og keppir í Englandi og víðar. Sverrir er nú á samningi við Esso í Bretlandi og fær hann 12—30 þús. kr. fyrir hverai kapp- akstur en það er lágmarksupp- hæð fyrir hverja keppni. Billinn, sem nú er sýndur hjá Kristjáni Kristjánssyni, hefur Sverrir átt í • þrjú ár en skipti um vél í fyrra. Sagðist hann von- ast tfl að geta keypt sér nýjan kappaksturbíl að vori því að ef hann fylgdist ekfci með kynni h®nn að dragast affcar ár. Kviknur i bát ú Akureyri 1 gærmorgun kviknaði í bát frá Vestmannaeyjum; Helga Helgasyni, sem var í slipp á Ak- ureyri- , Brann aftari helmingur bátsins alveg, en liann hafði verið skor- | inn frá. Báturinn var upphaflega [ 130 tonn en ekki var þetta mik- J ið tjón, að sögn lögreglynnar á j Akureyri, því að báturinn var ' kominn í niðumíðslu. Sjálfvirku símusumbundið við Akureyri rofnuði um tíma í fyrrad. varð sjálfvirka síma- sambandið milli Reykjavíkur og Akureyrar óvirkt vegna bilunar á radíósambandinu á Skálafelli- Var lokið við að gera við þá bilun í gær en hún olli að sjálf- sögðu miklum truflunum á síma- sambandinu við Akureyri þó hægt væri að hafa samband þangað um Austfirði- Þá urðu sírpabilanir á nokkr- um stöðum í fyrradag ai völd- um óveðursins en við suroar þeirra var liægt að gera í gær. Þannig rofnaði símasambandið milli Brúar í Hrútafirði og Ak- ureyrar og sömuleiðis milli Brú- ar og Hólmavíkur. Einnig voni í gær símabilanir við Isafjarðar- djúp og í Gufudalssveit sem ekki var búið að gera við- Björn Jónsson Svavar Gestsson Fundur Alþýðubundulugsms / Reykjuvik á þriðjuduginn ★ Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsiund þriðjudaginn 13- desember í Tjamarbúð niðri og hefst hann klukkan 20.30. ★ Á fundinum hefur Björn Jónsson alþingismaður framsögu um stöðu verkalýðshreyfingarinnar gagnvart verðstöðvunarstefn- unni. ★ Þá mun Svavar Gestsson skýra frá niðurstöðum landsfundar Alþýðnbandalagsins og kosin verður uppstillingarnefnd vegna kjörs f stjóm og fulltrúaráð félagsins- Aiþýðubandalagið f Reykjavík- HÞ 66 — Skiladagur í dag — Opið til kl. 7 í kvöld

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.