Þjóðviljinn - 10.12.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1966, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. desember 1006 — í>JÓÐVTLJTNN — SÍÐA i :w:y;; S^l^plilp íí':^W?íi.i$Si? ••:•:••••• ’: : ':. /::: ,. .■ ; ■ ,Allir menn eiga rétt til lífs, Irelsis og mannhelgi' yfirlýsingar SÞ) Myndirnar hér á síðunni eru allar tcknarr í Suður-Vietnam af Kyoichi Sawada ljósmyndara bandarísku fréttastofunnar UPI. Hannes Sigfússon: J dag eru liðin átján ár frá því að mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt og á þessu hausti var liðinn aldarf jórðungur síðan leiðtogar Bretlands og Bandaríkjanna birtu Atlanzhafsyfirlýsinguna sem að vissu leyti var undanfari hennar. En allan þann aldarfjórðung hefur hvert einsta ákvæði þessara yfirlýsinga um mannréttindi og mannhelgi, um frelsi manna og þjóða, verið brotið á hinni vietnömsku þjóð og aldrei freklegar en síðustu árin. Því er það að í dag er baráttu vietnömsku þjóðarinnar fyrir frelsi sínu og mannréttindum minnzt með ýmsium hætti víða um heim. í allflestum löndum Evr- ópu verða haldnir fundir, ritum dreift og annað gert til að vekja almenning álfunnar til vitundar um þá glæpi sem verið er að fremja í Vietnam. Að þessu vakningarstarfi standa menn sem hafa hinar ólíkustu skoðanir á flestum hlutum, en all- ir skipa þeir sér við 'hlið lítilmagnans sem berst gegn ofurefli fyrir frelsi sínu, gegn hinum volduga risa sém myrðir, brennir bg eitrar jörðina. .-:•• ••' i ! BIRTINGUR Birtingsmenn geta nú leyft , sér að ganga nokkuð upp- stertir: þeir hafa komið út fjórða hefti þessa árgangs og er það sannarlega ekki á hverjum- degi að við heyrum af íslenzku tímariti sem hef- ur í fullu tré við almanakið. Burðarás þessa heftis er, eins og oft áður, grein eftir Hörð Ágústsson um húsakost á höfuðbólum: þar eru að þvf færð rök að höfuðból miðalda hafi verið veglegn miklu en • menn gera sér yfir- leitt grein fyrir. Jón Óskar tekur meðmikl- um móð upp hanzkann fyrir „atómskáld“, sem hann telur hafa orðið fyrir ómaklegu að- kasti f grein eftir Kristin E. Andrésson. Blessaður mað- inn. Það er sannarlega stór- fróðlegt að lesa þessar at- hugasemdir Jóns þrettán (eða fimmtán?) árum eftir að Sig- fús Daðason skrifaði til varn- ar ljóðlistinni. Birt er tónverk eftir Atla Heimi og fylgir stórskemmti- legur formáli sem lýsir verk- inu. Þar stendur m.a. „Fag- ottinn spilar að mestu á fimmtónaskala kínverska keis- araríkisins og tvær básúnur flytja 13du aldar organum. kirkjusöng miðaldanna. Fjór- ir söngvarar eru notaðir og syngur sópraninn kólóratúr. altinn hinn þekkba sígræn- ingja Arrividerci Roma, ten- órinn resitatív og arlu og bassinn endurtekur i sífellu dýpsta tón sem hann getur sungið. Rafmagnsorgel eða harmóníum flytur lútherskan sálm í stfl Bachs, harpan er með impressjónistískar fígúr- ur og hljóma, tónband flytur svæsna raftónlist og slagverk- ið stælir negratrommur og marsrttma“. — Mér erspum: hefur Atli Heimir ekki búið til það eina sanna Gesamt- kunstwerk sem Wagner lét sig dreyma um? Atli Heimir þýðir og grein eftir Faldman, bandarískan tónsmið: það er heljarmikill reykjarmökkur og má saklaust fólk ekki sjá hánda sinnaskil f honum — Geir Kristjánsson þýðir kafla úr sjálfsævisögu sovézka skáldsins Évtúsjenko, sem er skemmtilegt varnarrU fyrir kommúnisma. Jóhannes úr Kötlum á f þessu hefti fallega gert ljóð, önnur skáld heftisins eru Stefán Hörður Grímsson, Jón úr Vör, Unnur Eiríksdóttir og Jón Óskar. —. Á.B. ! VIETNAM 'Hvað rækta þeir í Víetnam? A hrísgrjónaokrunum gróa eldmeiðír, brenninetlur þenja sig yfir maísakrana ærðar af ginnandi þ«f af brenndu holdi. Hvað nota þeir sem áburð? Mennskar verur sundraðar flótta og írafári fljúga um loftið og falla sem vígslóðar: hendur fætur og höfuðkúpur # (Logaspjót eldinganna skjálfa i flakanði jörð þar sem horfið líf snýr aftur gegnum halundir í gervi flugna sýkla og maðkaveitna) Djúpt plægðu þeir skógana með sínum fleygu hindurvitnum:' eldspúandi drekar, ögrandi gnýr og ýifrandi vindþotur — meðan óðir skuggar róðukrossanna eltu flýjandi hjarðir: Krossdauði yfir trén! Vélbyssur negldu þau á jörðina: . armar sem greinar . .* fætur í kross og fléttaðar rætur Örtraðir af eineygum dauða eigruðu um skóginn vikur mánuði og ár og enduðu gönuhlaup sín í blindgötum En þeir komu á hý , hinir ótrauðu plógmenn og krossfarar og nú líkt og hrikalegt ský þungað af regni og þrumum Fyrst vökvuðu þeir skóginn með regnúða og vættu þurrar lauftungurnar með fyrirheitum um fróun brennandi þorsta, um lifgefandi svala Og laufið kveikti varlega sín grænu ljós í fölri dagskímunni — og fann í samri svipan sviðandi bensínkeiminn á tungunni Þá brast hann á Ský umturnuðust! Loftkastalar hrundu! Fláskreiðar eidingar og súlur og hvínandi björg rufu laufþökin og allar skýlandi bendur Höf aí sársauka flæddu um skóginn freyddu um stofnana, flugu sem hrælog um greinarnar og fléttuðu loftið þrumugný Napalmsprengjurnar breiddu úr þéttu liminu með brennisteinsgulum blöðum og lokuðu öllum neyðarútgöngum Grunnmúrað helvíti! Búr með steikta fugla! Eldtuhgur og hvæsandi slöngur hlykkjuðust burt frá valnum og slökktu brennandi þorstann í nálægum elfum Langar fylkingar af — væntanlega dauðum — mönnum konum og börnum runnu saman á launstigum og slökktu brennandi hatrið í uppsprettum hefndarinnar . . . meðan flaumósa vindsveipir héldu áfram að hvirflast um bændaþorpin pískaðir áfram af eigin glóandi sársauka án afláts raulandi váboða I rústum skóganna glóðu eimyrjur I náttmyrkrinu jötunefldar smiðjur þar sem draumarnlr hvesstu eitilhart stál 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.