Þjóðviljinn - 10.12.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.12.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 10. desember 1966. Sextugur: Guðmundur Björnsson Guðmundur Björnsson, Skúla- götu 52. verður sextugur í dag. Hann er fæddur að Efstugrund undir Eyjafjöllum. 10 des. 1906. Foreldrar hans voru Bjöm bóndi þar Guðmundsson og kona hans Kristjana Jónsdótt- ir-' Var hún af þingeysku bergi brotin, fædd að Ytri-Tungu á Tjömesi, en fluttist ung suður með síra Kjartani Einarssyni og konu hans, er þau fluttu frá Húsavfk að Holti undir Eyja- fjöllumi Þau Björn og Kristj- ana voru talin sæmdarhjón og er minnzt með virðingu af gomlum Eyfellingum. Ekki hirði . ég að rekja ætt Guðmundar frekar, þó þar sé vissulega skammt upp að rekja til ágætra manna. en nú lifa fáir að ég hygg á ættgöfginni, sem betur fer, ef ekki eru aðrir verðleikar. En Guðmund- ur hefur ávallt lifað á eigin atgervi og hefur verið hinn nýt- asti maður bæði til sjós og lands- öruggur maður og skyldurækinn í verkum sínum og öllum athöfnum, góðgjam og vinsæH, stefnufastur og óhvik- trll verkalýðssinni, sem ber þá virðingu fyrir sjálfum sér og stétt sinni, að vilja veg hennar sem mestan. Það hefi ég eftir „Deild sjö“ á íslenzku „Deild 7”, skáldsaga Valery Tarsis, er komin út í þýðingu Siglaugs Brynjólfssonar. — Ut- gefandi er Almenna bókafélag- ið. Bók þessi var fyrst gefin út í Englandi í maí 1965 og hefnr síðan verið þýdd á ýmis tungu- mál. Höfundurinn kom hingað til lands sl. sumar í boði Stúd- entsfélags Reykjavíkur og fl. samtaka og hélt fyrirlestra. Guðmundi J., varaformanni Dagsbrúnar, að Guðmundur Björnsson sé með allra traust- ustu félögum Dagsbrúnar og kom mér það ekki á óvart. Guðmundur er ódeigur mað- ur og geiglaus, hvað sem að höndum ber, og má sannarlega segja um hann það sem Grim- ur Thomsen segir í kvæði sínu um Halldór Snorrason, að hann sé æðhulauis og jafnhugaður- Frábært er, með hvílíkri stiH-^ ingu og prúðmennsku Guð- mundur tók mjög alvarlegu sjúkdómsáfalli á síðastliðnu ári- Hefði það flesta miðlungsmenn bugað og brotið, en þá sést jafnan bezt, hvað • í menn er spunnið, er mótlæti og háska ber að höndum. Og Guðmundur virðist standa svo til jaínréttur eftir og er nú sem óðast að hressast til mikillar gleði vin- um hans og vandamönnum. Guðmundur er kvæntur Guð- mundu Ágústsdóttur, ættaðri úr Húnaþingi- Hún er framtaks- söm og hagsýn dugnaðarkona. Þau eiga þrjá syni, Arinbjöm rennismið; hann er í fremstu röð íslenzkra skákmanna. Ey- þór húsamálari, harðduglegur og vel kynntur- Yngstur er Ás- mundur, sem stundar háskóla- nám eriendis- Óhætt er að segja, að þau Guðmundur og kona hans hafi bamalán, því allir eru synir þeirra sénstakir efnismenn,. Guðmundur er maður hlé- drægur, hógvær og yfirlætis- laus eins og flestir mann- dómsmenn. En mannkostir hans koma æ betur í ljós, eft- ir því sem kynnin verða lengri- Ég vil í tilefni afmælis hans flytja honum og konu hans beztu árnaðaróskir, og óska þoim langra b'fdaga og göðrár heilsu. S. Ól. Kynning á verknm ións Þorlákssonar Á morgun, sunnudaginn 11. desémber efnir bókmennta- og listkynninganefnd Stúdentafélags Háskóla Islands til kynningar á verkum Jóns Þorlákssonar frá Bægisá. Andrés Bjömsson lektor talar um skáldið, háskólástúdent- ai lesa ljóð og félagar úr Stú- dentakómum syngja og kveða undir stjórn Jóns Þórarinssonar- Kynningin verður í hátíðasal Háskóla Islands og hefst klukk- an 2.30. öllur er heimill að- gangur. Áttræður í dag Þorsteinn Björnsson Þorsteinn Björnsson fyrrver- andi kaupmaður á Hellu á Rangárvöllum . er áttræður í dag. Hann er fæddur í For- sæludalskvíslum sunnan Frið- mundarvatns á Auðkúluheiði- Foreldrar. hans, Bjöm Eysteins- son og Helga Sigurgeirsdóttir, leituðu þangað suður á heið- arnar, er þeim þraut allt í byggðum eftir harðindin miklu upp úr 1890 og fjöldi lslend- inga flýði til Ameríku. Þor- steinn fæddist fyrsta ár þeirra hjóna á heiðinni, og þaðan á hann sínar æskuminningar. Síðar varð hann umsvifamikili bóndi suður í Holtum. unz hann ofreyndist og gat ekki gengið að erfiðisvinnu um all- iangt skeið. Þá gerðist hann kaupmaður, stofnaði verzlunina Hellu og reisti fyrstu húsin við Rangárbrú 1927. Þorsteinn seg- ist sjálfur aldrei hafa verið mjög fenginn fyrir kaup- mennsku, jafnan hálfleiðzt sá starfi. Allt um það efldist mjög verzlun hans um skeið, Engin skil?igrein Fyrir alþingi liggur nú frumvarp um kristnisjóð. Til- drögin eru þau að á undSn- fömum árum og áratugum hafa æði mörg prestaköll lagzt niður sökum þess að klerkar hafa ekki fengizt til starfa, og hefur ríkið haft nokkurn sparnað af þessum samdrætti í embættiskerfi kirkjunnar. Kristnisjóði er ætlað að koma í veg fyrir þennan spamað; þahgað eiga að renna þær upphæðir sem ríkissjóður hefur að undan- fömu losnað við að greiða, og er sú fúlga áætluð um fjórar mil.iónir króna á ári. Áður en alþingismenn á- kveða að sólunda nýjum milj- ónum til kirkjunnar á þess- um verðstöðvunartímum, ættu þeir að gera kröfu til þess að 'biskupsembættið gerði hreint fyrir sínum dyrum fjárhag^lega. Liðið er nú hátt á annað ár siðan efnt var til Skálholtssöfnunar með ferleg- um gný. ráðinn söfnunarstjóri á prófessorslaunum og annað starfsfólk, opnuð skrifstofa og lagt í stórmikinn annan kostnað. Tilkvnnt var að söfnunin ætti aðeíns að standa til ársloka 1965 og þá yrði birt. skiiagrein. Síðan er liðið eitt ár og skilagreinin er ókomin enn; enginn veit hvort ágóði varð af söfnun- inni eða hvort hún stóð ef til vill ekki undir tilkostnaði. Hins vegar lenti kirkjan í einkar hvimleiðu * stímabraki við fjármálamenn fyrir hæsta- rétti, en austur í Skálholti er fjárfestingarsafn Kára B. Heigasonar fjármálamanns geymt í rammlæstu turnher- bergi og hefur enginn lykil að því nema biskupinn; jafnvel klerkurinn á staðnum fær ekki að líta í bók sér til hug- arhægðar á skammdegiskvöld- um. Það er bæði siðferðileg og lagaleg skylda að gerð sé grein fyrir söfnunarfé, jafn- vél þótt biskupsskrifstofan eigi í hlut. En er ef til vill erfitt að telja söfnuninni lok- ið fyrr en búið er að skatt- leggja ríkið í nýjan kristni- sjóð? Ekiki í leyndum í umræðum á þingi um kristnisjóð hélt Einar Olgeirs- son bráðskemmtilega ræðu og vék m.a. að heiðingjatrú- boðinu i Kaupmannahöfn. Morgunblaðið greinir frá því að Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra hafi þá risið til andmæla og sagt m. a.: „Ég hef oft komið til Hafnar og þá hef ég svo til alltaf rekizt á séra Jónas Gíslason á ílug- vellinum, og er hann þá ýmist að taka á móti eða fylgja sjúkum til flugvallarins. Við vitum, að til Hafnar leita margir fársjúkir, og það starf sem séra Jónas vinnurþar er ómetanlegt“. Skal þessi vitn- isburður forsætisráðherrans sízt dreginn í efa, enda hafa hliðstæðar frásagnir ásamt myndum verið reglulegt og næsta fyrirferðamikið efni í Morgunblaðinu um langt skeið. Er svo að sjá sem Hafnarprestur festi takmark- aðan trúnað á orð fjallræð- unnar: „En þegar þú gefur ölmusu, þá viti vinstri hönd þín ekki hvað hægri hönd þín gjörir, til þess' að ölmusa þin sé í leyndum, og faðir þinn, sem sér í leyndum, mun end- urgjalda þér.“ Hitt munu margir mæla að nær hefði verið að ráða hjúkrunarliða eða lækni til þess að liðsinna sjúkum íslendingum í Kaup- mannahöfn en prest. En það er á allra vitorði að embættið í Kaupmannahöfn stafaði hvorki af umhyggju fyrir sjúku fólki né sálarheill heiðingja. Jónas Gíslason hef- ur tvívegis sótt um prests- embætti í Reykjavík, í bæði' skiptin var allri kosningavél Sjálfstæðisflokksins beitt í hans þágu, og Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra hafði sig sjálfur mjög í frammi. Þessi harkalega póli- tíska íhlutun um prestskosn- ingar hafði þó öfug áhrif; Jón- as Gíslason féll í bæði skiptin. Þá var var gripið til þess ráðs að stofna í Kaupmannahöfn dýrasta prestsembætti í sögu þjóðarinnar og veita Jónasi það án þess að aðrir prestar hefðu leyfi til að sækja. Vafa- laust er það embætti hugsað sem stökkpallur til frama hér- lendis þótt síðar verði; að minnsta kosti benda hinar si endurteknu og vafalaust sönnu frásagnir Um líknsenu séra Jónasar til þess, að hanr telji tryggara að láta sér ekki nægja þá umbtm efna sem fást mun hjá föðurnum í leyndum. — Artistri. og hann gerðist éin helzti brautryðjandi Rangæinga í verzlunar- og flutningamálum- Þorsteinn er mikill greiðamað- ur, rak mikla lánsverzlun, þótti ekki harðdrægur við innheimt- ur og tapaði\ eignum sinum í kreppunni. Árið 1935 seldi hann kaupfélaginu Þór verzlun sjna, en gerðist bóndi á Selsundi, öðrum efsta bæ Rangárvalla. Þar bjó hann, unz Hekla gaus, að hann fluttist til Hafnarfjarð- ar. Þar hefur hann m.a- ann- azt innheimtu og dreifingu blaða og bóka fyrir ýmis fyr- irtæki. Þjóðviljinn naut at- orku hans um skeið og sendir honum og fjölskyldu hans sínar beztu árnaðaróskir. S/óvenskt ævintýrí Bókaútgáfan Þjálfi hefur gef- ið út snotra bamabók sem heit- ir Lindin góða. Ema Starovasnik, júgóslav- nesk skáldkona, hefur 'fært í letur ævintýri úr heimahögum sínum í Slóveníu. Myndir gerði Ive Subic, en Hallgrímur Sæ- mundsson kennari þýddi úr esperanto. ÞVOTTUR Tökum frágangsþvott og blautþvott. Fljót og góð afgreiðsla Nýja þvottahúsið, Ránargötu 50. Sími 22916. t... Saumavé!aviðg:erðir Ljósmyndavéla- Yiðgerðir h'LJOT AFGREIÐSLA SYL.GJA Laufásvegi 19 (bakhús) Sími 12656. - Verk fyrír íslenika ÁlfélagiB hf. ... ’■> Þau íslenzk fyrirtæki sem viija taka að sér eftir- talin verkefni við byggingu álverksmiðjunnar í Straumsvík: mótasmíði, steypu- og múrvinnu, gatna- og holræsagerð, blikksmíði og þakklæðningar, jámsmíði, hita- og hreinlætislagnir, pípulagnir, glugga-, hurða- og innréttingasmíði, eru vinsamlegast beðin að tilkynna það skriflega á ensku eða þýzku til Schweizerische Aluminium AG Postfach 8048 Zurich, Switzerland. Fyrirtækjunum verða send eyðublöð með fyrir-' spumum til útfyllingar. Ennfremur verða gefnar nánari upplýsingar, ef óskað er. Jarðvinna í Straumsvík' hefst í febrúar 1967 og er reiknað með, að bygging og frágangur verksmiðj- unnar taki rúmlega 2 ár. MuniB JóhmarkaBinn í Blómaskálanum við Nýbýlaveg og Blómabúðinni, Laugavegi 63. MIKIÐ ÚRVAL. Blómaskálinn. Jóiahreingerningnr Kústar, burstar, þveglar, fötur, balar, þvottaföt, þvottakörfur, hreinlætisvörur, strauborð, tröppur. SBNDUM HEIM. Hafnarstræti 21, Rvík. — Sími 1-33-36. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Keykjavík o.fl. fer fram.g nauðungaruppboð að Síðumúla 20 hér í borg, mánu- daginn 19. desember n.k. kl. m síðdegis og verða þar seldar eftirtaldar bifreiðir; R-2882 R-3221 R-3746 R-3969 R-4162 R-4532 R-4877 R-7029 R-8224 R-8737 R-10525 R10569 R-11219 R-11792 R-12152 R-12985 R-13468 R13629 R-13894 R-14392 R-14699 R-14857 R-15014 R-15124 R-15598 R-15845 R-16077 R-16734 R-1677R R-i,<jR98 R-17402 X-1304 Y-795. Ennfremur verða seldar eftirtaidar oskrásettar bif- reiðir: Opel Kapitan, 1958, fólksbifreið árg. 1964, Mercedes Benz, fólksb. 1962, Mercedes Benz 220, 1960, Opel Caravan 1958, Opel Record 1957. 10 sendiferðabifreiðir, Ford Taunus 1958, alm.bifreið (17 m.) 1958, Mercedes Benz 17 m almenníngsbif- reið og hús á vörubifreið. Greiðsla fari fram við hamarshöge Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.