Þjóðviljinn - 13.12.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.12.1966, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. desember 1966. um Otgeíandi: ScixTiemmgarfloKltui aiþ.vðaj — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V Frlðþjófsson Auglýsingastj.: Þorvaldur lóhannesson. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á márrnði. Lausa- söluverð kr. 7.00. í Að halda völdum ^lþýðublaðið kemst í fyrradag svo að orði um hið svokallaða verðstöðvunarfrumvarp ríkisstjóm- arinnar: „Ef Hermann Jónasson hefði getað kom- ið á slíkri verðstöðvun haustið 1958 er ekkert lík- legra en að hann hefði bjargað tilveru vinstri- stjómarinnar og haldið völdum enn um sinn“. Svokölluð verðstöðvun kom einmitt til fram- kvæmda veturinn 1958, þótt ekki væri það Her- mann Jónasson sem framkvæmdi hana, heldur Alþýðuflokkurinn. Kaup launafólks var lækkað með lagasetningu frá Alþingi, niðurgreiðslur voru stórauknar til þess að halda vísitölunni í skefjum og gerðar aðrar hliðstæðar ráðstafanir. Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem að þess- um aðgerðum stóðu lýstu því með fÖgrum orðum, að þeir hefðu bjargað efnahag þjóðarinnar, lokað ófreskju verðbólgunnar inni í- búri. Á meðan á þessu stóð voru framkvæmdar tvennar kosningar í landinu, og menn vöru beðnir að þakka hinum ágætu bjargvættum þjóðarinnar. En þegar kosn- ingar voru afstaðnar breyttist viðhorfið á svip- stundu. Stjómarherrarnir viðurkenndu þá að verð- stöðvunin hefði aðeins verið blekking,. loddáraleik- ur til þess að villa um fyrir landsmönnum, ög nú væri komið að skuldádögunum, nú yrðLþjóðin að greiða gamla reikninga. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn framkvæmdu tvær gengis- lækkanir með eins árs millibili og hrundu af stað óðaverðbólgu sem ekki á sinn líka í nokkru ná- lægu landi. ^ ^ðgerðir þær sem nú er talað um eru nákvæmlega sama eðlis og skollaleikurinn 1959. Allir vita að óðaverðbólga ríkisstjómarinnar hefur grafið undan útflutningsatvinnuvegunum og verulegum hluta iðnaðarins; það linnir ekki neyðarópum frá bátaútvegsmönnum, togaraeigendum, hraðfrysti- húsaeigendum og iðnrekendum. Ríkisstjórnin hef- ur ekki uppi nein áform um að rétta hlut atvinnu- veganna, hún lætur sér nægja kák sem á að fleyta þeim áfram um stundarsakir. Allt er miðað við ’sýndarmennsku eina saman, hún á að duga fram að þeim ískyggilega degi þegar kjósendur fá að setja kross á kjörseðil. En heppnist brellan munu kjósendur fá annað að heyra um leið og þeir hafa afsalað valdi sínu. ^lþýðublaðið segir að vinstri stjórnin hefði getað „haldið völdum enn um sinn“, ef hún hefði beitt hliðstæðum ráðum. í því orðalagi felst viðhorf leið- toganna til stjórnmála. Þjóðmálin eru ekki mis- munandi stefnur, ólíkar hugsjónir, raunsætt og heiðarlegt mat, heldur einvörðungu valdastreita. Stjórnmálabaráttan á að vera í því fólgin að finna upp á sem áhrifaríkustum leikbrellum, ginna kjós- endur og leika þá síðan grátt á eftir. Þáð verður sannarlega fróðlegt að sjá- það á næsta ári hvort stjórnarflokkarnir ná því markmiði sínu, með því einfalda úrræði að taka enn á ný til sýningar leik- þáttinn frá 1959. — m. Islandi varíð á ■ Sl. laugardag varði Gunnar Guðmundsson læknir doktorsritgerð sína um flogaveiki á ís- landi við læknadeild Háskóla íslands. Hátíðasalur Háskólans var þéttsetinn áheyrendum, er dokt- orsvömin fór fram og urðu margir að standa; læknar og læknanemar voru þama á- berandi margir að vonum. Mikil rannsóknar- störf Jón Steffensen prófessor, for- seti læknadeildar Háskóla Is- lands, stjómaði doktorsprófi og gat þess í upphafi að rit Gunn- ars Guðmundssonar læknis hefði verið tekið gilt til dokt- orsVamar á fundi læknadeildar- innar 4. maí sl. Síðan tók doktorsefni til máls . og gerði hann grein fyrir riti sínu og þeim rannsóknum, sem til grundvallar því lágu. Meg- intilgangur rannsóknanna kvað Gunnar hafa verið þann, að kanna tíðni flogaveiki á Is- landi. Stóðu rannsóknir þessar yfir á áru'num 1961 — 1965 og koma þar við sögu 9S7 sjúklingar á öllu landinu. Fór Gunnar í þessu skyni fjölmargar ferðir um landið, kom í öíl læknishéruð landsins nema 4 og skoðaði sjálfur um 90% þeirra sjúklinga, sem rann- Frá vinstri: Jón Steffensen prófessor, forseti læknadeildar, Sigrurður Samúelsson, og Tómas Helga- son prófessor. — Ljósm. Þjóðv. A. K. úr rannsóknum á sjúkdómnurn erlendis, t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Lofsyrði og að- finnslur Dr. med. Sigurður Samúels- son prófessor var fyrri and- mælandi. Fór hann lofsamlegum orðum um rannsóknir doktors- efnis og sagði að niðurstöður þeirra myndu hafa bæði vís- indalegt og hagnýtt gildi. stíl og þó vafasamt að nokkur ferðaskrifstofa sendi slíkt frá sér), en einkúm fannst and- mælanda aðfinnslu vert, að einstaka þættir ritgerðarinnar væru ekki nógu ýtarlegir, töfl- ur sumar hverjar óljósar og ættfræðilegum rannsóknum væri ekki gerð nógu góð skil. Mikið hagnýit gildi Dr. med. Tómas Helgason prófessor var síðari andmæl- andi. Fór hann einnig lof- samlegum orðum um dugnað, vísindamennsku og samvizkú- ' semi doktorsefnis -í rannsóknar- störfunum, iagði einhig á- herzlu á eins og fyrri andmeel- andi, að rannsóknimar myndu hafa mikið hagnýtt gildi og taldi að oft myndi vitnað lil í þeirra í, náinni og fjarlægari framtíð. Síðan vék andmælandi að einstökum köflum ritgerðar doktorsefnis, gagnrýndi þarsitt- hvað og leitaði eftir nánari upplýsingum. Doktorsefni svar- aði báðum andmælendum jafn- harðan. Andmælendurnir töluðu sam- , anlagt í hálfa þriðju klukku- stund, en er sá síðari hafði lokið máli sínu stungu þeir og deildarforseti saman nefjum í nokkrar sekúndur, og að því búnu lýsti Jón Steffensen yfir bví að doktorsefnið hefði stað- izt prófið og öðlazt rétt til aS bera lærdómstitilinn doctor - 'medecine. Dr. Gunnar Guðmundsson mælti að lokum nokkur orð, flutti þákkir og Háskóla Islands ámaðaróskir. Dr. Gunnar Guðmundsson gerir grein fyrir doktorsriti sínu og rannsóknum þeim sem það er byggt á. — Ljósm. Þjóðv. A.K. sóknimar tóku til. Skoðaði læknirinn sjúklingana viðýms- ar aðstæðúr; i héraðssjúkra- húsum, á stofu laekna, vinnu- .stöðúm, jafnvel á túnum úti. Doktorsefni gat þess í grein- argerð sinni, að rannssóknir sín- ar hefðu leitt í Ijós, að tíðni fiogaveiki hér á landi væri mjög áþekk því sem Iesa mæ*ti En Sigurður fann einnig að ýmsu í riti doktorsefnis; sum- ar aðfinnslumar virtust varða algjör aukaatriði (t.d. þau um- mæli andmælanda að einstök atriði doktorsritgerðarinnar „verkuðu á hann eins og lær- dómsskólau pptugga" — eða stutt lýsing höfundar á landi og þjóð væri í ferðaskrifstofu- Munið Jólamarkaðinn í Blómaskálanum við Nýbýlaveg og Blómabúðinni, Laugavegi 63. MIKIÐ ÚRVAL. Blómaskálinn. TRABANT EIGENDUR V iðgerðarverkstæði Smurstöð Yfirförum bílinn fyrir veturinn. FRIÐRIK OLAFSSON, . vélaverkstæði Dugguvogi 7. Sími 30154. Peysur - Prjónakjólar Fjölbreytt úrval af DOMU HERRA B A R N A E Y S u M Priónakjólar — Ullarfatnaður sokkar. — PÓSTSENDUM. Ullarvöruverzlunin FRAMTÍÐIN Laugavegi 45. — Sími 13061. Ullar-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.