Þjóðviljinn - 13.12.1966, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — ÞrK^wdagtg m úesatSxx! »08.
LEONARD GRIBBLE
27
vikunni sem leið kom Svíi frá
Stokkhólmi til að l;ta á okkur-
Þeir komu hing-að að tala við
mig, þeir fóru víðar. Bæði Raille
og Kindilett voru með honum
allan tímann. Það er mikil vinna
'að halda þessu í gangi — halda
liðinu saman og gæta þess allan
tfmann, að allir séu í albezta
formi og reiðubúnir til að taka
þátt í svona keppni eins og á
laugardaginn.
Setchley talaði af tilfinningu.
Það leyndi sér ekki að hann
hafði áhuga á íþróttagrein sinni
og það var líka auðskilið að
maður af hans tagi myndi leggja
áherzlu á það að fá leikmenn á
borð við Doyce í liðið- Setchley
hugsaði á sama hátt óg margir
vísindamenn, — hann var efnis-
hyggjuiþaður — ekki draumóra-
maður.
— Eftir þessa skýringu á ég
miklu auðveldara með' að hugsa
um klúbbinn ykkar sem starf-
andi heild, eins og þér tókuð
sjálfur til orða. sagði Slade.
Setchley kinkaði kolli-
— En svo ég víki að hinni
raunverulegu ástæðu fyrir komu
yðar hingað, fulltrúi, hélt hann
áfram og breytti um svíp- —
Aconitínið, sem við áttum hér i
rannsóknarstofunni. er horfið.
Ég veit ekki hvað orðið hefur
um það og Tompkins veit það
ekki heldur, Við höfum verið að
lOÍjI
URA OG
SKARTGRIPAVERZL
KORNELfUS
JONSSON
SKOLAVORÐUSTiG 8 - SÍMI: 18588
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18 III hæð (lýfta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
reyna að rifja upp fyrir okkur
hvenaer við sáum það síðast —
en við komumst efcki nær þvi en
fyrir sex vikum. Ég veit vel, að
það gagnar yður lítið við rann-
sóknir yðar, en á hinn bóginn
vil ég ógjaman halda að það sé
okkar Aconitin, sem — hann
lyfti lófunum þreytulega.
— Má ég sjá eiturskápinn?
spurði Slade.
— Já, auðvitaið Við skulum
koma þangað undir eins- Tom-
pkins er að vinna við eitthvað.
Hann gekk á undan þeim inn
í stærra herbergi, þar sem alls
staðar skein á glös og málm- Á
zinkklæddu vinnuborði logaði á
gastæki og ungur maður með
gleraugu íiélt tilraunaglasi með
lituðum vökva upp að loganum.
Hann leit ekki upp þegar þeir
komu inn. Það var ekki fvrr en
Setchley ávferpaði hann, að hann
sneri sér við.
— Þetta eru léynilögregluþjón-
arnir frá Scotland Yarjd, Tomp-
kins- Þeir eru kt>mnir tiT að
komast að þvi hvað orðið hefur
af Aconitíninu okkar. <
Unsi maðurinn drap tittlinga
bakvið bykk gleraugun og brosti.
— Mér þykir það mjög leitt,
sagði hann. — en ég hef enga
hugmynd um það. Það er ekki í
skápnum þama og það er hvergi
annars staðrr hér í rannisóknar-
stofunni
Setchlev sýndi þeim eitur-
skápinn. Hann var fastur á vegg
vfir litlu borði. Hann opnaði
hann með lykli. Á mjóum hill-
unum voru raðir af glösum og
krukkum með snyrtilegum mið-
urr á.
— Hér var Aconitínið, sagði
hsnn og benti á eyðu í röðinni
í einni hillunni
— Hvað er langt síðan þið
fenguzt við þessar tilraunir, sem
þér minntUzt á? sagði Slade.
— O, það er svona misseri síð-
an. En Tompkins man greinilega,
að krukkan var bama fyrir sex
vikum.
Aðstoðarmaðurinn setti til-
rtaunaglasið frá sér í grind, skrúf-
aði niður( í gasinu og gekk til
þeirra.
— Já, það er alveg rétt, stað-
festi hann. — Ég yfirfón. allt
saman fyrir sex vikum, og þá
var það þama.
— Og þér hgfið enga hugmynd
um hvenær það var fjarlægt?
— Ef það var fjarlægt — nei,
sagði Tompkins-
— Hvað eigið þér við með
þessu? spurði Slade hvössum
rómi. — Ef það var fjarlægt?
— Jú, hreingemingakonan
hefði getað orðið fyrir óhappi óg
þagað yfir þvi.
— Þá er ekki líklegt að aðeins
þessi eina flaska hefði lent í
slysinu, sagði Slade. — Ætli það
hefðu þá ekki fylgt fleiri á hill-
unni.
Tompkins kinkaði kolli—Tja,
það er kannski nokkuð til í því.
Hann virtist ekki hafa sérlega
mikin.n áhuga á rannsóknum
lögreglumannanna. Clinton horfði
hneykslaður á hann eins og
framkoma hans væri beinlínis
móðgandi.
— Þér hafið víst ekki sjálfur
knallað þessa flösku? spurði
hann gramur-
Tompkins brosti alúðlega til
hans. — Nei, ekki svo ég viti
til, sagði hann kæruleysislega
og gekk aftur til vinnu sinnar.
Slade var skemmt. Það var
s.ialdan sem Clinton mistókst að
ná viðbrögðum hjá fólki sem
hann spurði. Hann sneri sér aft-
ur að Setchley,
— Það var á mánudaginn í
fyrri viku sem Morrow kom
hingað í sambandi við tryggingu,
var það ekki?
Setchley kipraði saman augun,
— Jú.
— Kom hann líka hingað inn?
Efnafræðingurinn hikaði and-
aatak, en sagði svo: — Jú, hann
gerði það reyndar. Það var borð-
ið þarna sem ég skall á um leið
og ég rann.
— Var hann nokkurn tíma
einn héma inni?
— Heyrið mig nú, fulltrúi, ég
verð að mótmæla —
— Hverju?
Setchley yppti öxlum i upp-
gjöf. — Æ, hvað þýðir þetta
svo sem? sagði hann þreytulega.
— En þér eruð á eftir röngum
manni! Hann var einn hérna
inni í eina eða tvær míútur, en
ég get fullvissað y.ður um að —
Hapn yppti öxlumnh 1 aftur
þreytulega- Hann sá það af svip
Clintons, að stóri og þrekni lög-
regluþjónninn var hæstánægður
með gang málsins-
— Og hvað um Kindilett, þeg-
ar hann kom hingað ásamt
Raille og sænska framkvæmda-
stjóranum — kom hann lfka
hingað inn?
— Já, en ekki einn. Ég var
að tala við Sviann megnið af
tímanum.
— Og þér hafið ekki verið að
horfa á eiturskápinn?
— Nei, auðvitað ekki.
— Aðstoðairmaðu r yðar?
— Spyrjið hann heldur sjálf-
ir-
En þegar Tompkins gat loks
slitið sig lausan frá tilrauna-
glasinu, sem hann var að hita
upp, hafði hann ekki tekið eftir
neinu heldur. Slade átti ekki
erfitt með sð trúa orðum manns-
ins.
Þeir fóru aftur inn í skrif-
stofu Setchleys-
— Hvað græðið þið svo á
þessu? spurði efnafræðingurinn.
— Nú hafið þið þó að minnsta
kosti nokkur stykki sem hægt
er að gruna — mig, Morrow og
Raille. Af hverju kallið þið ekki
liðið saman, svo að hægt sé að
velja úr! Hlátur hans var dá-
lítið óeðlilegur.
Slade korrj. honum á óvart með
því að skipta alveg um umtals-
efni. — Hverjum var Mary Kind-
ilett trúlofuð?
Frá Raznoexport, U.S.S.R.
Jótasaga barnann*
Wált Disney
1. Jólasveinninn útsfcýrir máiið tyni
Mjallhvít. — Það er ekki hægt að
ljúka við dúkkumar fyrr en við
fA*BTgí'.tsteinana.
— Nú er von mín bundin við dverg-
ana sjö. Það voru nefnilega eimi
sinni glitsteinar í gömlu námunni
þeim.
3. — Við skulum athuga það!
S KOTTA
Við skulum koma í plötúbúðina, það eru alltaf einhverjir strák-
ar þar að skoða plötur.
Kenwood Chef fylgir:
Skál, þeytari, hnoðari, hrærari, sleikjari, og .
myndskreytt uppskrifta- og leiðbeiningabók.
VERÐ KRÓNUR 5.900,00.
Viðgerða- og varahlutaþjónusta. . v
HEIIDVEBZIUNIN
HEKLA hf
KaMa/akkar og Hgm
í öllum stærðum. Góðar vöKur — Gott verð.
Verzlunin Ó L.
rraðarKeissundi inioti Þióðleikhúsinu).