Þjóðviljinn - 17.01.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.01.1967, Blaðsíða 2
2 SfÐA — ÞJÖBVHJXNN — Þriðjudagur 17. janúar 1967. --------------:------------------------------:------------------------1 Hárgreiðslukennarinn Stefanía Ólafsson (t.v.) og Sigríður B.iarnadóttir, hárgreiðslumeistari. Skólanefndin, talið frá vinstri: Páll Sigurðsson, Guðmundur Guðgeirsson, Vilhjáimur Níelsson, Sig- urður Sigurðsson og Jón Þórhallsson. Sérskóli fyrír hár- skera í Iðnskólanum Fyrsti sérskóli hérlendis fyr- ir hárskera tók til starfa í Iðnskólanum á dögunum. Iðn- skólinn og Meistarafélag hár- skérá stóðu að stofnun fagskól- ans. Kennt verður þrjá daga i viku í þrjá mánuði frá hyerj- um áramótum og er kennari Vilhjálmur Nielsson. Kennari S'ágskóláns' íyrir hárgreiðsl'u- nema er Stefanía Ólafsson en sá skóli hefur nú starfað i þrjú ár í sambandi við stofnun fag- skólans fyrir hárskera var námsskráin fyrir hárskera i Iðnskólanum endurskoðuð og kemur nú verkleg kennsla inní námsskrá þeirra. Þór Sandholt gat þess í við- tali við blaðið að með nýrri löggjöf frá Alþingi væri stefnt að verklegri kennslu í Iðn- skólanum i auknum mæli. Hingaðtil hefði að visu verið heimild til slikrar kennslu í samráði við viðkomandi stétt en ætlunin vaeri að auka verk- lega kennslu. Fagskólarnir tveir munu nú sameinast um húsnæði sem Iðnskólinn hefur látið í té og jnnréttað; biðstofu fyrir nem- ana og vinnustofu með öllum nýtízku áhöldum og hafa rak- arameistarar útvegað öll helztu áhöldin. Þess má geta að þjón- usta við viðskiptavini er ó- keypis. Hernáms- stjóri kvaddur Það hafa orðið hernáms- stjóraskipti á Islandi, eins og stundum fyrr. Balph Wey- mouth aðmíráll sem hér hef- ur dvalizt um skeið hefurver- ið kvaddur af innileik sem er næsta einstæður; forsæt- isráðherra íslands hefur á- varpað hann á prenti, eins og trúum undirmanni sæmir; honum hefur verið helguð forustugrein í málgagni utan- ríkisráðherrans; Vísir hefur birt við hann viðtal gagnsýrt af þvílíkri manndýrkun að sjálfur Maó má blikna af öf- und. Blaðamaður Vísis biður fólk að minnast þess að Ijós- myndir af hernámsstjóranum gefi ekki rétta mynd af hon*- um, hversu góðar sem þær séu: „Ljósmyndin af honum í Morgunblaðinu á i dögunum gefur, því miður, ekki rétta hugmynd um persónuleika mannsins. Andliti til andlitis er hann bæði unglegri en myndin sýnir og langtum geð- ugri og meira traustvekjandi. Aðmírállinn er „sendiherra góðs vilja“ eins og ameríkan- ar gerast beztir, hvort heldur sem þeir eru staddir úti í Vi- etnam eða Vestur-Berlin eða annars staðar á þessum tím- um.“ Og þegar blaðamaður- inn er búinn að horfa nægi- lega lengi á hernámsstjórann rennur upp sú dýrlega stund að hann fær að snerta hann: „Þegar aðmírállinn heilsaði með' gjöfulu handabandi, skaut upp mynd af Kennedy heitn- um forseta eða af ákveðnu hugarfari sem er mótað af andiegri dirfsku (sem er sjaidgæft fyrirbæri), mann- gæði án sýndarmennsku, rétt- lætiskennd samfara þolgæði og trú á frið í heiminum.“ Ásjóna hernámsstjórans og gjöfult handaband magnast enn þegar hann tekur til máls. Blaðamaðurinn heldur áfram: ,,Þaö er ekki hægt annað en að dást, að velvild — hún lýs- ir betur en sól — og hreins- ar allan sora; velvild, ef hún er einlæg, er heilsulind, og fslendingum veitir ekki af slíku meðlæti á válegum tím- um . . . Þegar aðmírállinn talaði um börnin sín, ljómaði hann. Það var fallegt að sjá ... Hann er hrokalaus mað- ur eins og allir sanntrúaðir menn eru, hefur engan orm í hjarta eins og smásálir, sem fara á mis við öll andleg gæði og verðmæti tilverunnar. Tr’i- in er honum eðlileg eins og t.d. mánudagurinn og briðju- dagurinn eru sjálfsagðir hlut- ir. Hin andlega leiðsögn kirkj- : unnar hefur gert hann sterk- an, viðurkennir hann, án ■ þess að vera yfirboðsleg hugg- ■ un.“ Að lokum vill blaðamaður- ■ inn fá skýringu á þeirri dýrð : sem hefur umvafið hann í ná- [ vist hernámsstjórans: „„Hvern- ! ig stendur á því, að góðir Ameríkumenn, sem maður : hittir, eru eitt allra bezta fólk : sem hægt er að kynnast — [ er það trúin sem göfgar?" ■ Aðmírállinn er sem fyrr er ■ sagt yfirlætislaus maður og : svaraði á þessa leið: „Kannski : felast manngæði í því að sýna : í framkvæmd kristnu siðalög- ■ málin, en hvað ameríkumenn ■ snertir, er það ekki með : kirkjugöngum, þótt þær séu [ góðra gjalda verðar, heldur [ með þvi að reyna að vera ■ kristinn í lífinu sjálfu. Hins ■ vegar er kirkjan og lífið : tvinnað hvað öðru og þannig á I það að vera“.“ Ralph Weymouth aðmíráll [ tekur nú við störfum „í Asíu“ : að því er fréttir herma. Hann ■ verður trúlega einn af sendi- : herrum góðs vilja í Vietnam, : þar sem feður kunna því mið- ■ ur ekki að Ijóma á fagran ■ hátt yfir brenndum börnum ■ sínum. Þar mun honum gef- [ ast einstakt tækifæri til að [ sýna í framkvæmd kristnu siðalögmálin, vera kristinn í ! verki, því andlegur yfirmaður ■ hans, Spelíman kardínáli, hef- | ur sem kunnugt er lýst yfir [ því að Kristur sé sjálfur yfirhershöfðingi í Vietnam, stjórni sprengjum og bensfn- ■ hlaupi, eyði sveitaþorp og [ svíði jörð. — Austri. Askorun til biskupsins Með tilvísun til greinar sem birtist í Þjóðviljanum sl. sunnu- dag, 8. jan., skorast hér með á biskupinn yfir íslandi, Sigur- björn Einarsson að biðja opin- berlega afsökunar á þeirri ör- Iagaríku hrösun sinni, að strika nafn sitt út af Stokkhólmsá- varpinu, með var að megin- máli áskorun á valdhafa stór- veldanna að stöðva hinar ægi- legu vetnissprengingar og framleiðslu hverskonar múg- morðsvéla. Hver sem ekki er á móti vopnavaldinu leynt eða ljóst, hann er með þvf. Með fyrrgreindri útstrikun nafns síns lagði þáverandi guðfræðiprófessor, Sigurbjörn Einarsson, veigamikið handtak að því verki að grafa grunninn undan þeim hornsteinum sem friðsamleg samskipti þjóða og manna í milli eiga að byggj- ast á. Sem heiðursdoktor Há- skóla fslands og hinnar evan- gelísku lúthersku kirkju ber bisskupnum heilög skylda ' til að gera opinberlega iðrun og yfirbót. Eins og nú standa sak- ir stefnir markvisst að því, að kristin trú lúti í lægra haldi fyrir öðrum trúarbrögðum. Hin sanna friðarhugsjón krefst þess fyrst og fremst að menn fái Ufi haldið og lífsbjörg sinni. Ef kirkjan gerir þessa kröfu ekki ófrávíkjanlega að sinni kröfu verður hún að þoka úr þjóð- lífinu. Lífsneistinn sem liggur innst vill ekki að mennirnir berist á banaspjótum, heldur leggi þeir sig fram um að yfir- vinna neikvæðar ástrfður og vanþroska, í heilbrigðu samfé- lagi hver með öðrum. Hvað sem kirkjunni líður mun fólkið í landinu vinna trúlega saman að því verki og þarmeð bera jákvæðri lífsskoðun iá- kvætt vitni, 8/1 1967, — G.M. P. hálf KA§KÓ Érygging bætir: yfir íslundi Sogsvirkjunurlán 1951 Greiðslur útdreginna skuldabréfa og gjald- fallinna vaxtamiða 6 nrósent láns Sogsvirkj- unar 1951 fara eftirleiðis fram í Verðbréfa- deild Landsbanka Islands, Reykjavík, en • pkki í skrifstofu Landsvirkiunar. 13. janúar 1967, LANDSVIRKJUN A ðstoðurlæknisstoðu Staða aðstoðarlæknis við röntgendeild Land- spítalans er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt kjarasamningum Læknafélags Rvík- ur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Um-'. sóknir með upplýsingum um aldur, náms- feril og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar' ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 18. febrúar n.k. Reykjavík, 16. janúar 1967, Skrifstofa ríkisspítalanna. Skrifstofusturf Stúlka óskast til starfa í skrifstofu sakadóms Reykjavíkur. — Umsóknir séndist þangað fyrir 25. janúar n.k. YFIRSAKADÖMARI brunatjón Brunatjón á bílum eru algeng. Hálfkaskótryggingin bætir- brunaskemmdir sem kunna að verða á bifreið- inni í akstri eða í geymslu. rúðutjón Rúðutjón af völdum steinkasts frá öðrum bíl eru - orðin mjög algeng með hinni vaxandi umferð á malar- vegum okkar. Hálfkaskótryggingin bætir bl'ot á öllum rúðum bílsins. þjófnaðar- tjón Bilþjófnaðir hafa færst mjög í vöxt undanfarið. Hálfkaskótryggingin bætir skemmdir af völdum þjófn- aðar og einnig vegna tilrauna til þjófnaðar á bíl.. Með hinní ódýru IfÁf.FKASKÓTRYGGINGU ABYRGÐAR getið þér leyst yður undan áhyggjum vegna ofangreindra óhappa á mjög hagkvæman liátt. ÁBYRGÐ Hí. innleiddi þessa tryggingu þegar ]?' og hefur hún notið vaxandi vinsælda. - < ÁBYRGÐ HF. Iryggir eingöngu bindindisfó1 og býður þessvegna lág iðgjöld. Leitið upplýsinga þegar í dag. ABYRODP Tryggingafélag fyrir bindindismenn Skúlagötu 63 . Heykjavík . Símar 17455 og 17947

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.